NT - 29.11.1985, Qupperneq 1
NEWS SUMMARYIN ENGLÍSH SEEP. 6
Andstaðan gegn vörugjaldi bar árangur:
Ríkisstjórnin fellur
frá vörugjaldshækkun
Komið til móts við launþega, segir Þorsteinn Pálsson
■ Hin mikla andstaða, sem
fyrirhuguð breyting á vörugjaldi
fékk, hefur orðlð til þöss að
fjármálaráðherra hefur fallið frá
hugmyndinni. Skiptir þar
meginmáli að breytingin hefði
haft í för með sér um 1,5%
hækkun framfærsluvísitölu, og
rýrt kaupmátt um 1%. Vöru-
gjaldsbreytingin átti að færa
ríkissjóði 750 milljóna króna
hagnað og átti að nota hann til
að lækka tekjuskatt .um 400' •
milljóniroglækka aðflutnings-
gjöld um 250 milljónir með
breyttri .tollalöggjöf.
Þorsteinn Pálsson, sagði við
NT í gær, að ástæðan fyrir þessu
væri fyrst og fremst að koma til
móts við launþega nú þegar
kjarasamningar standa1 fyrir'
dyrum. Sagði hann að-vécðbólg-
an hefði ekki gengið eins mikið
niður Qgráð varíyrir gert og því
teldi ríkisstjórnin að í þeirri
þröngu stöðu, sem kjarasamn-
ingar fara fram í sé ekki hætf-
andi á að -gera ráðstafanir í
tekjuöflunarmálum, sem valdi
slíkri hækkuri á framfærslu-
kostnaði.
Þorsteinn vár spurður hvort
skýrsla Alþjóða gjaldeyrissjóðs-
ins, sem NT greindi frá í gær
hefði haft áhrif. I skýrslunni ér
mælt, með því að íslendingar nái
jöfnuði í ríkisbúskapnum með
skattahækkunum og aðhaldi í
ríkisfjármálum og þeir ’greiði
! niður erlendar skuidir. Hann
sagði að hún hefði ekki haft
afgerandi áhrif á þetta, en hins-
vegar væri ekki liægt að loka
augunum fyrir þeim ábendingum
sem þar koma fram.
T
Húsnæðisnefnd skilar brátt tillögum:
Peningaflæði
í fimm liðum
■ Nefnd sem Alexander Stef-
ánsson, félagsmálaráðherra,_-
skipaði til að vinn^ að úrlausn
húsnæðisvandans *mun skila
álitsgerð fljótlega. Segja má að
nefndarmenn séu nokkurn veg-
inn einhuga um þær aðgerðir
sem mælt verður með við ráð-
herra.
í tillögum að álitsgerð sem
nú liggja fyrir nefndinni er gert
ráð fyrir fimm megin þáttum
sem samstaða hefur náðst um.
Þeir munu að öllum líkindum
felast í eftirfarandi: í fyrsta lagi
að auknu fjármagni verði veitt
til aðstoðar við þá er hafa byggt
eða keypt íbúðarhúsnæði á til-
teknu tímabili og eiga í greiðslu-
erfiðleikum, í öðru lági að við-
skiptabankarnir verði hvattir til
að auka lánveitingar sínar til
þessara aðila, í þriðja lagi að
skattakerfið verði notað til að
Iétta byrði íbúðarhúsnæðis-
byggenda og kaupenda, í fjórða
lagi að flýtt verði afgreiðslu á
lánum til þeirra sem eru að
byggja eða kaupa í fyrsta skipti,
í fimmta lagi að lánshlutfall
þessara fyrstu lána verði
hækkað.
Félagsmálaráðherra átti fyrir
skömmu fund með bankastjór-
um viðskiptabankanna til þess
að kanna hug þeirra til hugsan-
legra aðgerða og til að hvetja þá
til samstarfs við ríkisvaldið í
■ Sænskt stórfyrirtæki, Ram-
lösa, hefur sýnt áhuga á að taka
þátt í hlutafélagi um átöppunar-
verksmiðju fyrir vatn á Sauðár-
króki.
Fyrirtæki þetta hefur í áratugi
selt á markað um allan heim
lindarvatn undir sama heiti og
hafa fulltrúar þess verið í sam-
bandi við ráðamenn á Sauðár-
þessum efnum. Heimild NT
hermir að ekki sé fyrirhugað að
flokka á nokkurn hátt þá sem
munu njóta ávaxtanna af starfi
nefndarinnar í samræmi við mat
á raunhæfni á byggingu eða
kaupum fasteignar.
króki. Þar og annars staðar þar
sem NT bar niður í gær, vildu
menn ekki tjá sig um málið.
Samkvæmt heimildum NT
vilja Svíarnir reisa verksmiðju
sem gæti tappað á um tólf
milljónum lítra af vatni árlega
og yrði um mjög fullkomna
verksmiðju að ræða.
Sauðárkróksvatn til Svíþjóðar:
Ramlösa með
verksmiðju?
■ Ungur Ákureyringur í bæjarferð fékk heldur betur að kenna á því í gærkveldi þegar hann
missti vald á bifreið sinni fyrir framan Hótel Esju. Sem betur fer urðu ekki slys á fólki en bifreið
Fans skemmdist nokkuð þar sem hún hafnaði á hvolfí utan vegar. Skömmu eftir að atburðurinn
átti sér stað lá við að önnur bifreið færi sömu leið en ökumanni hennar tókst að forða frekara
óhappi eftir að bifreið hans var komin þversum á veginn.
Ástæðan i bæði skiptin er talin hafa verið hálkublettur sem myndast hafði á þessum stað sem
SÍðan hafði SnjÓað yfír. NT-mjnd: Svcmr.
■ Þessir tveir starfsmenn Hafskips fengu uppsagnarbréf í gær eins og allir aðrír starfsmenn félagsins.
Þeir héldu samt ótrauðir áfram við vinnu sína og máttu varla vera að því að líta upp er Ijósmyndara
bar að garði.
NT-mynd: Árni Bjama
Spáð í stjörnurnar í Hafskipsmálinu:
Málirt skýrast í dag
Stjórnarfundur Sambandsins í dag
■ Málefni Hafskips og fs-
lenska skipafélagsins munu
skýrast seinni partinn í dag,
sagði Halldór Guðbjarnarson,
bankastjóri Útvegsbankans við
NT í gær. Þá var talið nokkuð
víst í gærkvöldi að stjórn Sam--
bandsins kæmi aftur saman. til
fundar í dag, í framhaldi af
málaleitan Dagsbrúnar. Sagði
Ólafur Sverrisson, varaformað-
ur stjórnar Sambandsins, að
ekki væri hægt að loka augunum
fyrir ábendingum Dagsbrúýiar.
. Allir starfsmenn Hafskips
fengu uppsagnarbréf í gær og
koma uppsagnir . nokkurra
þeirra til framkvæmda strax í
næstu viku.
Eimskipafélagið hélt stjórn-
arfund í gær en engin ákvörðun
var tekin um framhald viðræðna
á þeim fundi. Sagði Hörður
Sigurgestsson, forstjóri Eimskips
við NT, að svo virtist sem menn
væru að leita að réttri stöðu
himintungla til að taka ákvörð-
un.
íslenska skipafélagið hefur
farið fram á við Útvegsbankann
að hann skýri hver staða félags-
ins er. Sagði Halldór Guðbjarn-
arson að þeim hefði ekki enn
verið svarað neinu. Bankaráð
Útvegsbankans vill fá að vita
hvernig hlutafjársöfnunin geng-
ur hjá íélaginu, áður en farið er
að líta á það sem hugsanlegan
viðsemjanda, en enn hafa spilin
ekki komið upp á borðið og þau
svör sem fengist hafa um
söfnunina verið mjög loðin. NT
hefur eftir bankaráðsmanni að
þeir vilji sjá sterka aðila í hluta-
fjársöfnuninni ef eitthvað á að
verða úr samningum.
Bankaráð pressar nú mjög á
að þetta mál verði leyst svo þeir
geji farið að snúa sér að öðrum
málum sem varða bankann, t.d.'
hvort leggja beri hann niður eða
sameina hann öðrum banka í
kjölfar Hafskipsmálsins.