NT


NT - 29.11.1985, Síða 3

NT - 29.11.1985, Síða 3
Föstudagur 29. nóvember 1985 3 Kauphöll í tölvu - Verðbréfaþing tekur til starfa á næstu dögum ■ Verðbréfaþing Islands tekur til starfa á næstu döguni, en hlutverk þess verður svipað og í kauphöllum erlendis. Þeir sem standa að Verð- bréfaþinginu eru m.a. Fjárfestinga- félagið, Kaupþing og nokkrir bankar. Að sögn Sigurgeirs Jónssonar, að- stoðarbankastjóra Seðlabankans, er þarna um að ræða tölvuskráningu á þeim verðbréfum sem boðin eru til sölu á markaðinum og verða reglu- lega upplýsingar birtar um gangverð bréfanna. Viðskiptin ntunu svo fara fram milli tveggja miðlara. Sagði Sigurgeir að Verðbréfaþingið hefði ekkert sérstakt húsnæði undir starf- semina, heldur færi hún fyrst og fremst fram í tölvunni. í>á má búast við frumvarpi frá viðskiptaráðherra nú fyrir jól um verðbréfaviðskipti, en fram að þessu hafa engin lög verið um slík viðskipti. Sigurgeir er formaður þeirrar nefndar sem unnið hefur að frumvarpinu og sagði hann að starfi nefndarinnar væri lokið. í frumvarpinu er kveðið á um að þeir sem stundi verðbréfavið- skipti þurfi að sækja um leyfi þar að lútandi til ráðherra og til að fá leyfið þurfa umsækjendur að uppfylla ákveðin skilyrði, menntun eða reynslu af verðbréfaviðskiptum. Pá eru ýmis tæknileg atriði í frumvarpinu sem eiga að tryggja hagsmuni allra aðila sem hlut eiga að máli í verðbréfavið- skiptum. Athugasemd: ■ Jón Guðnason bóndi í Götu í Hvolhreppi hefur beðið NT fyrir eftirfarandi athugasemd: „í síðasta tölublaði Eiðfaxa er fjallað um kappreiðahestinn Lótus sem setti íslandsmet í 250 metra skeiði í sumar í unghrossahlaupi. Þar segir að ágreiningur sé um aldur hestsins og sagt að bóndinn sem hann sé fæddur hjá hafi sagt hann 7 vetra. Lótus er fæddur hjá mér og alinn upp til þriggja vetra aldurs. Fyrir u.þ.b. þrem árum fór hann frá mér. Enginn úr mótanefnd L.H. hef- ur ómakað sig til að tala við mig um þetta mál. Ég hef því ekkert sagt þeim um aldur hestins og engin skilaboð sent þeim.“ BÆNDUR Graskögglarnir eru góður kostur, ódýrt og kjarnmikið íslenskt fóður Vekjum sérstaka athygli á graskögglum blönduðum innlendum fóðurefnum, svo sem meltu, fiskimjöli og byggi Leitið nánari upplýsinga , / verksmiðiunum oa hiá söluaðilum IVIIKJÐ URVAL MYNDA _____E3 í 6(ú1u oq stríðu 300 titlar á staðnum. Auk þess 400 titlar sem hægt er að panta með 3ja daga fyrirvara AÐAL-BETALEIGAN HRINGBRAUT 119

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.