NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 29.11.1985, Qupperneq 4

NT - 29.11.1985, Qupperneq 4
Trivial Pursuit: NT og Birna unnu fyrstu keppnina ■ Hvað hét Vaðlavík til borgaði mannræningjum 270 forna? þús. bandaríkjadala í lausnar- Hvaða bandaríski söngvari gjald fyrir son sinn? ■ Ólöf Guðmundsdóttir Salmon, hjá Eskifelli, kannar hvernig lcikurinn gengur hjá íhugulum keppendum eins borðsins. ■ Guðmundur Guðveigsson, forstjóri Eskifells, útskýrir gang leiksins fyrir þátttakendum. Hvað hétu synir Ásmundar Þor- grímssonar og Ásdísar Bárðar- dóttur frá Bjargi í Miðfirði? Hvaða skip var 300 álnir á lengd, 50 álnir á breidd og 30 álnir á hæð? Hvað getur verið gatrifað eða kýlað? Hver sigraði í víðavangshlaupi ÍR árið 1981? Spurningaleikurinn Trivial Pursuit kom formlega út á ís- landi s.l. laugardag, þegar íslenska útgáfan var spiluð í hófi sem innflytjandinn Eskifell hf. boðaði til. Þar voru mættir til leiks fulltrúar allra helstu fjölmiðla landsins auk fulltrúa frá framleiðendum crlendis og ýmsum menningarstofnunum hérlendis s.s. menntamálaráðu- neytinu, Útvegsbankanum og tómstundaversluninni Hjá Magna. Eins og frarn hefur komið áður í NT er Trivial Pursuit spurningaleikur, sem átt hefur ótrúlegum vinsældum að fagna hvar sem hann hefur komið, og munu nú liafa selst yfir 40 milljón eintök af spilinu í hinum ýmsu löndum hcims. Fyrir þá scm ekki hafa heyrt af þessum leik felst hann í því að keppendum er gert að svara spurningum um hin margvísleg- ustu málefni, úr sex málaflokk- um. Hver keppandi hcfur sérstakt trog, sem liann þarf að fylla af sex mislitum fleygum, en fleyg- ana getur hann aðeins fengið ef hann svarar rétt spurningu úr viðkomandi málaflokki. Mála- Föstudagur 29. nóvember 1985 4 ■ Guðmundur Guðveigsson, forstjóri Eskifells, afhendir Birnu Hrólfsdóttur fulltrúa fyrstu formlegu sigurvegaranna guðaveigar í verðlaun. Liðsmenn Birnu, NT kempurnar Róbert og Birgir, standa henni á hægri hönd en fulltrúar framleiðenda í Bretlandi, Jane Pickup og Chris Berger-North eru henni á vinstri hönd. flokkarnir eru, landafræði; dægradvöl, saga, bókmenntirog listir, vísindi; og íþróttir og leikir. Islenska útgáfan er unnin þannig að um 50-75% spurning- anna eru samin sérstaklega fyrir íslenska keppendur, en restin af spurningunum er þýdd úr erlendum útgáfum. Það var Lárus Thorlacius sem sá um að þýða og semja spurningarnar, en honum til aðstoðar voru Þóra Árnadóttir og Haukur Arason. Lárus og Haukur eru cðlisfræðingar en Þóra nemur jarðeðlisfræði. Þau unnu íslensku útgáfuna á u.þ.b. 8 mánuðum. Vinsældir þessa leiks hafa breiðst út með ótrúlegum hraða og hefur hann víða slegið met í sölu teningaleikja. Ovíst er hvað veldur þessum vinsældum en að dómi þeirra Chris og John Haney og Scott Abbots, sem fundu leikinn upp fyrir fimm árurn eða svo, er það einfald- lciki spurninganna sem mestu skiptir. Svo mikið er víst að enginn þarf að hafa áhyggjur þó hann gati eða geti ekki svarað spurn- ingu, því þær eru allar um eitthvað smáatriði sem yfirleitt skiptir ekki sköpum í framvindu hins daglega amsturs. Þeir eru margir sem hafa lýst því yfir að þeir spili leikinn mikið, og má þar nefna ekki minni menn en Ronald Reagan og Larrý Hag- man sem er betur þekktur undir nafninu J.R. íslenska útgáfan er að ytri búnaði eins útlítandi og erlend- ar útgáfur, og er spilið mjög vandað. Spurningaspjöldin koma oft skemmtilega á óvart, en ekki virðast hafa slæðst mjög margar prentvillur eða spurn- inga-svara ruglingur á þau, þó slíkt finnist. Sern fyrr segir, var leikurinn formlega spilaður í íslenskri út- gáfu á laugardaginn og var keppt á fjórum borðum þar sem þrír voru í liði. Svo sem vænta mátti urðu fulltrúar NT með góðuni liðstyrk frá Birnu Hrólfsdóttur úr sjónvarpinu fyrstir til að vinna andstæðinga sína og urðu þar með fyrstu formlegu sigurvegarar í íslensku Trivial Pursuit. Alls var þrem liðum veitt verðlaun, þrjár kampavínsflöskur, en þar sem þrír voru í liði þurftu liðin að skipta verðlaununum bróður- lega með sér áður en haldið var heimleiðis. Svör viö spurningum: Krossavík; Frank Sinatra; Atli, Grettir, Illugi; Örkin hans Nóa; Eyra á sauðkind; Ágúst Ásgeirsson Grímudansleikurinn í Þjóðleikhúsinu: Ragnar Björnsson tekur við stjórn Maurízio Barbacini hverfur til verkefna á Ítalíu Votheysverkun til að draga úr heymæði ■ Ragnar Björnsson tekur við hljómsveitarstjórn í uppfærslu Þjóðleikhússins á óperunni Grímudansleik eftir G. Verdi miðvikudaginn 4. desember, en þann dag þarf Maurizio Barbac- ini að hverfa af landi brott til að sinna verkefnum á Ítalíu. Ragnar Björnsson hefur margoft verið hljómsveitarstjóri í sýningum Þjóðleikhússins og nægir í því sambandi að nefna Sumar í Týrol, Leðurblökuna, I Alls 1.760.000 Sovétmenn verða væntanlega komnir með nýjan íslenskan ullartrefil frá Álafoss um jólin. í lok október hafði Álafoss lokið við að fram- leiða og skipa út þeim 1.380.000 sem samið hafði verið um við Raznoexport í Sovétríkjunum. En seinni hluta október var samið um 380.000 trefla í viðbót. Auk þess er búið að senda 20.000 Sardasfurstinnuna, Carmen, Helenu fögru, óperuna Orfeus og Evridísi og ballettinn Blind- ingsieik eftir Jón Ásgeirsson og Jochen Ulrich en að auki hefur hann stjórnað hljómsveitinni í fjölmörgum ballettsýningum. Ragnar var dómorganisti í fjölda ára en hefur jafnframt farið í tónleikaferðir, m.a. til Rússlands, Bandaríkjanna, Kanada, Þýskalands, og Norðurlandanna. Undanfarið ullarpeysur, sem samið var um fyrr á þessu ári. Alls hljóða þessi viðskipti upp á 4,8 millj. dollara, eða um 200 milljónir króna á þessu ári. Framleiðsla upp í framan- greinda samninga hefur gengið mjög vel, að sögn forráðamanna Álafoss. Raunar voru þeir á undan áætlun með útskipanir. Viðbótarsamningurinn er sagður ■ Ragnar Bjömsson organisti og hljómsveitarstjóri. ár hefur Ragnar verið skóla- stjóri Nýja tónlistarskólans. hafa komið sér mjög vel, þar sem hann hafi brúað þá 2ja til 3ja mánaða eyðu sent myndast hafi í framleiðslunni á milli samninga á undanförnum árum. Vonast Álafossmenn til áfram- haldandi samvinnu á næsta ári, en samningaviðræður við Razn- oexport hefjast í Moskvu 2. desember n.k. ■ „Sterkar líkur eru á því að draga megi úr bráðaofnæmi og heysótt með því að minnka ryk í heystæðum og sérstaklega með því að taka upp votheysverk- un,“ segir m.a. í áfangaskýrslu um rannsóknir á heysjúkdóm- um. í rannsóknum hefur m.a. komið í Ijós að hjá flestum sem fengið höfðu einkenni af hey- mæði var það í sambandi við þurrhey eða myglað þurrhey - 93% - en aðeins fáum - 7% í sambandi við vothey. Þótt all- mikil þekking hafi fengist með rannsóknum á eðli heysjúk- dóma og orsakir þeirra séu nú að verulegu leyti þekktar, er enn ekki vitað hvers vegna lungnaþemba er algengari með- al bænda en annarra starfs- stétta. Á síðasta ári var könnuð tíðni bráðaofnæmis meðal bændafjölskyldna - annars veg- ar í Vestur-Skaftafellssýslu og hins vegar Strandasýslu - og jafnframt hverjir ofnæmisvaldar yllu oftast ofnænii. Einnig var kannað hvort samband væri milli heyverkunaraðferða og einkenna frá öndunarfærum. Svæðin voru valin vegna ólíkra veðurskilyrða og heyskaparað- ferða. í V-Skaft. voru 61% þátttakenda eingöngu með þurrhey, en á Ströndum voru 80% þátttakenda með yfir 90% votheysverkun. Allir þátttakendur svöruðu sérstökum spurningalista um einkenni frá öndunarfærum, ofnæmiseinkenni og einkenni frá lungum, nefi eða augum tengdum vinnu í heyi. Einnig var spurt um hvort einkenni tengdust ákveðinni tegund fóð- urs og um heyverkunaraðferðir. Þeir sem höfðu einkenni um hugsanlegt ofnæmi voru húð- prófaðir með 24 ofnæmisvök- um, þar af 12 sem fundist hafa í íslensku heyi. Munur á tíðni ofnæmiseinkenna eðajákvæðra húðprófa er ekki sagður mark- tækur á milli héraða. Algengustu ofnæmisvaldar reyndust; Maur sem lifir í heyi 38% prófaðra, húsryk 30%, nautgripir 21%, heymaurar 18%, og túnvingull 13%. Sterk fylgni reyndist milli jákvæðra húðprófa og einkenna frá nefi og augum. Meðal þeirra verkefna sem æskilegt er talið að ljúka áður en rannsóknarhópurinn hættir störfum er að mæla rykmagn í innönduðu lofti við vinnu í heystæðum og bera saman ryk- magn í heyi, sem verkað er með mismunandi aðferðum. Að halda málþing um heysjúk- dóma, t.d. í sambandi við bún- aðarþing. En forgangsverkefni á næsta ári verður að gera heildarúttekt á gerlagróðri í úti- húsalofti hjá bændum er þjást af heymæði og öðrum hópum sem ekki hafa þau. í undirbúningi er dánarmeinarannsókn meðal bænda. Nýtt Jafnréttisráð ■ Nú hefur nýtt Jafnréttisráð geirsson framkvæmdastjóri. verið skipað til tveggja ára Sigurveig Sigurðardóttir samkvæmt lögum nr. 65/1985. hjúkrunarfræðingur er skipuð Verður ráðið þannig skipað: af Bandalagi starfsmanna ríkis Ólöf Pétursdóttir héraðs- og bæja og yaramaður hennar dómari skipuð af Hæstarétti er Guðrún Árnadóttir meina- sem formaður og varamaður tæknir. hennar er Guðjón Steingríms- Ingibjörg Magnúsdóttir hús- son hæstaréttarlögmaður. móðir er skipuð af Kvenfélaga- Gerður Steinþórsdóttir sambandi Islands og varamað- cand.mag. er skipuð af félags- ur hennar er Magdalena Ingi- málaráðherra og varamaður mundardóttir gjaldkeri. hennar er Ingibjörg Pálma- Esther Guðmundsdóttir dóttir hjúkrunarfræðingur. þjóðfélagsfræðingur er skipuð Lára V. Júlíusdóttu lög- af Vinnuveitendasambandi ís- fræðingur er skipuð af Alþýðu- lands og varamaður hennar er sambandi fslands og varamað- Guðrún Lárusdóttir útgerðar- ur hennar er Jóhannes Sig- maður. Nær2millj. Rússa með Alafosstrefil

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.