NT


NT - 29.11.1985, Síða 9

NT - 29.11.1985, Síða 9
 sýn stefna, svo að ekki sé meira sagt. Stephan G. talaði einhvern tíma um að,: iðjulaust fjársafn á féleysi elst, eins og fúinn í lifandi trjám. Og hvað er hér um að ræða annað en iðjulaust fjármagn sem elst á féleysi annarra? Eg sé enga ástæðu til annars en að taka skattamálin í sambandi við verðbréf og skuldabréf til rækilegrar athugunar með það fyrir augum að menn greiði eðlilegan skatt af þeim tekjum sem þeir hafa af því sem öðru. Óheppileg áhrif Það hefur verið komið hér inn á vaxtamálin í þessu sam- bandi. í sjálfu sér sé ég ekki að hækkun vaxta um 2% hækki vexti á okurmarkaðinum kannski um 50%. Ég sé ekki alveg sambandið þar á milli. Sannleikurinn er sá að það er of lítið fjármagn. Það er of mikil eftirspurn eftir fjár- magni. Ég vil taka undir það, sem hér hefur komið fram, hvort ekki sé ástæða til að athugahvortekkierofmikið af fjármagni bundið, til ákveð- inna hluta. í bankakerfinu hef • ur verið unnið geysilega að því og við höfum fjölda sjóða og stofnana sem hafa ákveðjð fjármagn til úthlutunar. Á- stæða er til að athuga hvort ekki verði að slaka á þessu. Þó að ég sjái ekki beint samband á milli okurlána, ok- urvaxta, og vaxtastigs ílandinu er ég þeirrar skoðunar að þau mistök hafi orðið á s.l. ári að vextir voru hækkaðir og sumir gefnir frjálsir og það hafi haft óheppileg áhrif. svo að ekki sé meira sagt. Ég held að það hafi vakið ákveðinn hugsunarhátt, ákveðna afstöðu, sem ríkisstj. hafði síst af öllu þörf á á þeim tíma þegar framundan voru allmiklar kröfur launþega- hreyfinganna í landinu og næsta óskiljanlegt að farið skyldi út í slíka aðgerð með alla samninga lausa framund- an. En ég vil einungis að lokum skora á ríkisvaldið, skora á Alþingi og skora á dómsvaldið í landinu að nota þá glufu, sem nú hefur opnast niður í það neðanjarðarhagkerfi sem hér hefur verið að þróast undan- farin ár, til að gera nú virka tilraun, eins og það heitir á fjölmiðlamáli og reyndar þing- mannamáli. til að útrýma þessu - kannski ekki að fullu og öllu. Það er alveg hárrétt bæði hjá hæstv. fjármálaráð- herra, hæstv. viðskiptaráð- herra og hæstv. forsætisráð- herra. Þessu verður aldrei út- rýmt með öllu. f Reykjavík hér áður fyrr þegar ég var við nám var vitað um 2-3 menn sem stunduðu slík viðskipti. Þau viðskipti voru kannski ekki mjög um- talsverð. Þau voru með dálítið sérstæðum hætti. M.a. var þar aðili sem var þjóðsaga á marg- an hátt og viðskipti hans hafa nú varla numið nema eins og kannski vikuviðskiptum ým- issa þeirra sem núna eru að fást við þetta. Núna erum við komin með ekki einn, ekki tvo og ekki þrjá, ekki neinargoðsagnaver- ur, heldur fjölda manna sem annaðhvort eru milliliðir í slík- um viðskiptum eða leggja til allverulegt fjármagn til slíkra viðskipta. Ég vil skora á ríkisstj. og alþm. að taka þessi mál til alvarlegrar umhugsun- ar, ekki gera úr þessu pólitískt þrasmál. - Það er engin ástæða til þess. Allir hljóta að vera sammála um að reyna eftir megni að hreinsa til með því að koma hér upp heilbrigðara efnahagslífi og þar með heil- brigðara þjóðlífi. Vésteinn Lúðvíksson Oktavía, Mál og menning 1985 ■ Bókin Oktavía er sér- kennileg. Félag vill ráða frarn- kvæmdastjóra og á meðal um- sækjenda er kona að nafni Oktavía. Hún hefur á sér mis- jafnt orð innanfélags, og að ráði verður að stjórnarmenn. tólf að tölu, segi hver af henni átta sögur áður en þeir greiða atkvæði um hana í starfið. Þeir gera þetta, og efni bókarinnar er síðan þessar níutíu og sex sögur þeirra um Oktavíu. Þetta er út af fyrir sig nýstár- leg frásagnaraðferð, og eins og gefur að skilja verður úr þessu mannlýsing sem sett er fram með þessum forvitnilega hætti. Stjórnarmennirnir átta lýsa persónunni hver út frá sínum sjónarhóli. En þrátt fyrir ýtar- legar frásagnir þeirra liggur nærri að lesandinn sé litlu nær því að komast til botns í persón- unni þegar dregur að bókar- lokum en í upphafi. Oktavía hefur þó greinilega á sér margar hliðar og er umdeild, enda falla atkvæði í stjórninni jafnt með henni og móti, sex gegn sex. Það tekst því ekki að útkljá það hvort hún verði ráðin. Með öðrum orðum eru skoðanir mjög skiptar um það hvort hún sé æskileg manneskja eða ekki. En þó er ljóst að Oktavía hefur ýmsa sterka og minnis- stæða eiginleika til að bera. Hún er greinilega ákveðin og föst á sínu. Hún hefur forðast hlutskipti tryggrar eiginkonu í lífi sínu, en þó hefur hún búið með nokkrum mönnum og átt börn. í einkalífinu er hún fyrst og fremst sjálfri sér næg og öðrum óháð. En aftur á móti virðist það ekki fara á milli mála að Okta- vía er kannski fyrst af öllu vitur kona og spekingur. Ef til vill væri ekki svo fráleitt að nota orðið heimspekingur um hana. Fólk leitar mikið til hennar í vandræðum, og oft hjálpar hún því vel. Þó skal ■ Vésteinn Lúðvíksson tekið fram að þess verður ekki vart nema í örlitlum mæli að hún búi yfir dulargáfum. Hún virðist fyrst og fremst hafa sökkt sér niður í hin heirn- spekilegu rök tilverunnar. Oft fer svo, að þegur fólk leitar liðsinnis hennar, þá svarar hún út í hött líkt og véfrétt. Svör hennar eru djúp og óræð, og þess vegna torskilin venjulegu fólki. Jafnvel fyrir óinnvígða fer þó ekki á milli mála að allt líf og lífsviðhorf Oktavíu minnir fyrst og fremst á austurlenskan dulspekiheim. Hátterni henn- ar og svör minna okkur á verk eins og Bókina um veginn, og á önnur rit af svipaðri tegund. Oktavía er að vísu kona, en það skiptir kannski ekki meginmáii. Hún er fyrst af öllu vitur einstaklingur, spekingur, og kveneðlið hverfur í skugg- ann af því. Eins og menn vita hefur. mikið komið hér út af sögum um konur og þjóðfélagslegt hlutverk þeirra á að giska síð- asta áratuginn. Margt er það vel gert og annað bráðvel, til dæmis bók Vésteins Lúðvíks- sonar, Eftirþankar Jóhönnu. En ti! þessa hafa slíkar kvenna- bókmenntir þó fyrst og fremst tekið konurnar fyrir sem konur, krufið einstaklings- einkenni þeirra og mótun út frá þjóðfélagslegum forsend- um. En hér er hins vegar ný hlið á þessu máli á feröinni. Það sem kannski vakti ekki hvað minnst athygli mína þegar ég las bókina var að Oktavía er hér langtum frekar sett fram sem kynlaus einstaklingur heldur en sem kona. Kveneðli hennarerhérallt ískugganum. Hún er fyrst og fremst vitur einstaklingur, spekingur. Og það er kannski þess vegna sem hún fellur ekki inn í kerfið, þjóðfélagsumgerðina, og fyrir það er hún umdeild. Það er alkunnugt að góð listaverk má oft túlka á ýmsa vegu, og getur hver þeirra verið réttur á sinn hátt. Hitt fer að vísu ekki á milli mála að hér er á ferðinni mannlýsing sem byggir á Austurlandaspeki, gott ef ekki búddisma. Sem slík er hún áhugaverð, en jafn- framt þessu er hafið yfir efa að þetta er lýsing á konu. í ljósi þeirra bóka, sem hér hafa komið fram um konur, er þessi líka áhugaverð sem slík. Ef litið er á hana í framhaldi af þeim þá er bókin um Oktavíu sérstæð vegna þess að í henni er tekist á við konuna út frá gjörsamlega nýju sjónarhorni. Hér má segja að kynferði kon- unnar sé létt af henni og hún krufin sem einstaklingur. Hérna er þeirri kvöð lyft af konunni að vera kynvera, og hún er hafin upp í það að vera spekingurafausturlenskri ætt. Hitt er svo annað mál að margs konar önnur túlkun gæti scm best komið til greina í þessari bók. Ýmsar af hinum margræðu sögum hennar gætu orðið viðfangsefni í leit að lyklinum að lífspekilegum boðskap hennar. Líka væri vcrðugt verkefni að reyna að skilgreina mannlífsspekina í henni og rekja hana til heim- spckilegra og trúarlegra frum- róta sinna. Ég veit þó ekki hvcrsu vel slíkt myndi falla að smekk okkar í rniðri lægða- rennunni hér í norðurhluta Atl- antshafsins. Við erum ein- hvern veginn bundnari við torf- una hérna hcima en þeir spak- vitringar sem gefa sér tíma til að kryfja spurningar um til- gang lífs og dauða austur í Asíulöndum. Hérna megin eru menn líklega öllu upptcknari af þorskaflanum og afkomu landbúnaðarins en þar. En allt um það gefur Vésteinn Lúð- víksson gömlum og nýjum les- endum sínum töluvert til að velta vöngum yfir í þessari síðustu bók sinni. Eysteinn Sigurðsson stofnunarinnar til þess að kvarta yfir því, að greiðslu- byrðin sé orðin svo rosaleg. Dreift er bæklingi með dæmum um fólk, sem átti tveggja her- bergja íbúð en keypti sér nýja fimm herbergja íbúð og er undrandi á því, að erfiðlega gangi að brúa bilið. Það stendur hvergi, að þjóðfélagið eigi að sjá til þess að menn geti flutt úr tveggja herbergja íbúð í fimm herbergja íbúð án þess að það komi við pyngju fólksins, sem það vill gera. Hlutverk skóla og foreldra Guð má vita, hvenær okkur tekst að komast úr úr verbólgu hugsunarhætti, sem einn sér getur verið stærstur þáttur í að viðhalda verðbólgu. Eldri kyn- slóðir og foreldrar barna og unglinga í dag þekkja varla annað ástand. Setningin. „Kennarar, hverju skila kenn- arar?“ er sennilega afdrifarík- asta setning, sem Albert Guð- mundsson, þáverandi fjár- málaráðherra, lét út úr sér og raunar verður aldrei hægt að meta áhrif hennar. Með henni spurði ráðherr- ann og um leið hvatti hann foreldra og aðra til þess að spyrja: „Hvað fæ ég út úr kerfinu, hvað skilar kennari barna minna miklum árangri miðað við allt og allt?“ Það kom svo greinilega fram í verkfalli BSRB hér um árið, að menn voru alls ekki á því að greiða starfsmönnum sínum, ríkis- starfsmönnum, laun fyrir þeirra vinnu, miklu heldur var á fólki að skilja, að ríkisstarfs- menn væru meira eða minna að troða upp á það starfskröft- um sinum. í setningunni fólust einnig spurningar, sem börn og ung- lingar hentu á lofti, án þess að skilja samhengið, enda ekki von: „Eru þessir kennarar allir eitthvað lið, sem best væri að segja upp og láta vinna al- mennilega fyrir sér annarsstað- ar? Eiga þeir kannski skóla- húsið? Voru það þeir sem byggðu skólahúsið? Það væri kannski ekki úr vegi að kríta svolítið á vegginn, brjóta eins og eina klósettskál, eða eina rúðu. Ekki á ég þetta - ríkið borgar! Og er þessu kannski svona farið með alla opinbera starfsmenn? Póstinn? Vega- gerðina? Er ekki allt í lagi að svindla svolítið á þessu liði öllu saman, skrifa aukatíma á þetta, mæta seint og skjótast oft? Ékki á ég þetta. - Ríkið borgar!“ Ríkið og við S tór þáttur í að útrýma verð- bólguhugsunarhætti og þenslu í þjóðfélaginu felst í svari við spurningunni: „Hverjir eru Ríkið?“ Því er varpað fram hér, hvort nógu mikið sé gert af því á almennum vettvangi, í skólum og við önnur tækifæri að spyrja þessarar spurningar. Og fá við henni einhlít svör. Helgi Pétursson

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.