NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 29.11.1985, Qupperneq 15

NT - 29.11.1985, Qupperneq 15
 nr Föstudagur 29. nóvember 1985 15 ui Helgin framundan Tilburðir Paquita ■ Sýning íslenska dansflokksins á ballettinum Páquita og fleiri verkum verður á fjölunum í annað sinn laug- ardaginn 30. nóv. ki. 15.00. Athygli er sérstaklega vakin á því, að sýning- artíminn er óvenjulegur, svo og að börn innan við fermingu geta fengið miða á sama verði og á barnasýning- ar. Það er Chinko Rafique, heims- þekktur dansari, sem stjórnar þessari sýningu og dansar jafnframt með Islenska dansflokknum. Auk þessa verða í Þjóðleikhúsinu tvær sýningar á óperunni Grímudansleik nú um helgina á föstudags- og sunnudags- kvöld, og er löngu uppselt á þær báðar. Næstu sýningar verða þriðju- daginn 3. desember og miðvikudag- inn 4. des. og er einnig uppselt á þær. Sunnud. 1. des. hefst sala á síðustu sýningar óperunnar, en þær verða 14. og 15. desember. Með vífið í lúkunum, breski farsinn eftir Ray Cooney verður sýndur laug- ardagskvöldið 30. nóv. Næstsíðasta sýning fyrir jól. leikritínu Tilburðum ■ Leikfélag Neskaupstaðar, sem um þessar mundir er 35 ára, hefur að undanförnu æft leikritið Tilburði eftir Kristin Reyr. Leikendur eru sex. Leikritið er nokkuð nýstárlegt, „spuni leikara um Tilburðina með fléttu af ljóðum og tónlist", segir í frétt frá leikfélaginu. Leikstjóri er Magnús Guðmunds- son frá Neskaupstað. „Tilburðir“ voru frumsýndir sl. þriðjudag í Egilsbúð á Neskaupstað og önnur sýning á fimmtud. á sama stað. Um helgina verða sýningar á Stöðv- arfirði og Breiðdalsvík. ■ Chinko Rafique dansar og stjórn ar ballettsýningunni. Ymislegt Laugardagsganga Hana nú Þessi óvenjulega jólahugvekja hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda, og þá ekki síst leikur Árna Tryggvasonar í hlutverki nirfilsins Scrooges. Auk hans taka þátt í sýningunni fjöldi leikara, dansara, barna og hljóðfæra- leikara, í allt um 40 manns. Sýningarnar verða föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.30, og sunnu- dag kl. 16.00. Dansleikir og leiksýning í Veitinga- húsinu Ríó ■ í kvöld, föstudagskvöld, er al- mennur dansleikur í Ríó kl. 22.00- 03.00. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur. Á laugardagskvöld kl. 20.00 verður Leikfélagið Hallvarður Súgandi frá Suðureyri með leiksýningu. Sýnt verður leikritið „Saklausi svallarinn“ eftir Arnold og Back, en leikstjóri er Hörður Torfason. Síðan eða um kl. 22.00 hefst almennur dansleikur, hljómsveitin Goðgá leikur fyrir dansi, með þeim verður Ingibjörg Guð- mundsdóttir, sem áður var með hljómsveitinni BG og Ingibjörg. Hús- ið er opnað kl. 19.00 en leiksýningin hefst kl. 20.00. Miðasala verður í Ríó (sími 46500) frá kl. 17.00 sýningardaginn. ■ Vikuleg: laugardagsganga frí- stundahópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 30. nóvember. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. í svartasta skammdeginu verður molakaffi á könnunni í upphafi göngunnar. Búið ykkur hlýlega. Ungir og aldnir Kóp- avogsbúar velkomnir. Óháði söfnuðurinn minnist Matthíasar ■ Laugardaginn 30. nóvember kl. 15.00 gengst Óháði söfnuðurinn í Reykjavík fyrir miðdegissamkomu í kirkju safnaðarins við Háteigsveg í tilefni af 150 ára ártíð þjóðskáldsins sr. Matthíasar Jochumssonar. Dagskráin verður eftirfarandi: Ein- leikur á orgel. Friðrik Stefánsson, tónlistarmaður leikur. Sr. Matthías Jochumsson. Sr. Valdimar Hreiðarson flytur erindi um skáldið eftir Játvarð Jökul Júl- íusson, rithöfund. Guðmundur Pálsson, leikari les úr verkum skáldsins. Einsöngur. Anna Júlíana Sveins- dóttir, óperusöngkona, syngur við undirleik Friðriks Stefánssonar. í landinu helga. Hjónin og guð- fræðingarnir Yrsa Þórðardóttir og Carlos Ferrer segja frá ferð sinni til fsraels og sýna litskyggnur úr ferð- inni. Kaffiveitingar. Safnaðarmeðlimir sem og aðrir eru hvattir til að koma og njóta þessarar menningarstundar. Stjórn óháöa safnaðarins. Flóamarkaður Kvenfélags Karlakórs Reykjavíkur ■ Flóamarkaður og kökubasar verður haldinn að Freyjugötu 14 a kl. 14.(X) laugardaginn 30. nóvember. Mikið af góðum munum og kökum. 50 ára afmæli slysavarna í Mosfellssveit í Hlégarði ■ Slysavarnadeild Lágafellssóknar heldur hátíðlegt 50 ára afmæli sitt í Hlégarði Mosfellssveit sunnudaginn 1. desember. Jafnframt verður hús Björgunarsveitarinnar Kyndils vígt og afhent Slysavarnafélagi íslands. Kaffiveitingar verða í Hlégarði kl. 15.30-18.00. Sunnudagsferð F.í. á Skálafell v/Esju ■ Á sunnudag stendur Ferðafélag íslands fyrir gönguferð á Skálafell við Esju (774 m) Gönguferð í skammdeg- inu hressir og bætir líkama og sál. Veriö hlýlega klædd, með húfu og vettlinga. Hafið með ykkur nesti, heitt á brúsa. Farið verður frá Umferðarmiðstöð- inni að austanverðu. Farmiðar við bílinn. Frítt fyrir börn og unglinga í fylgd með foreldrum sínurn. Basar á Dalbraut ■ Basar verður haldinn í Þjónustu- íbúðum aldraðra, Dalbraut 27, á morgun, laugardaginn 30. nóv. kl. 14.00. Urval góðra muna, gott verð. Hátíð hestamanna í Fák ■ Meiriháttar skemmtihátíð fyrir hestamenn og velunnara þeirra verð- ur haldin í nýja félagsheimili Fáks á Víðivöllum í kvöld, föstudag 29. nóv. Þar munu koma fram margir góðir skemmtikraftar. Skemmtunin byrjar kl. 20.30. Veitingar verða á boðstólum og einnig stiginn dans. Miðar verða scldir í félagsheimilinu.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.