NT


NT - 29.11.1985, Síða 17

NT - 29.11.1985, Síða 17
Prinsessa í óþekktarkasti! ■ Börn eiga þaö til að ganga í gegnum þrjóskuskeið þegar þau eru að prófa mátt sinn og rnegin í samskiptum við fullorðna fólkið. Og þó aldrei nenia maður sé af konungakyni er ástæðulaust að gera undantekningu frá þessari reglu. Madeleine, yngsta dóttir sænsku konungshjónanna er einmitt að ganga í gegnum slíkt skeið þessa dagana, þriggja ára gömul. Hún hefur sjálfstæðan vilja og fer sínu fram eftir bestu getu - og eins og venjulega stendur fullorðna fólkið á öndinni yfir óþekktinni í stelpunni. Það gerðist ekki alls fyrir löngu að sú stutta lagði af stað út í heim og eini förunauturinn var eftirlætis- vinur hennar, tuskubangsi sem hún skilur helst ekki við sig. í höllinni ■ Besti vinur Madeleine er tusku- bangsi og hann tók hún með sér þegar hún iagði af stað til að kynna sér heiminn. Föstudagur 29. nóvember 1985 17 varð uppi fótur og fit þegar í Ijós kom að prinsessan sat ekki pen og prúð á sínum stað. Leitarleiöangur var sendur út af örkinni, en korn tómhentur til baka. Silvia drottning hringdi í örvæntingu í mann sinn í vinnuna sem kom óðar heim til að hjálpa til við leitina. Pað var elda- buska í höllinni á leið í vinnnuna sem fann litlu prinsessuna í eins kílómetra fjarlægð frá heimili sínu. Og nú fékk sú litla heldur betur skömm í hattinn. Hún féll í hreina ónáð. Og refsingin var af því tagi sem jafnvel þriggja ára darna á þrjóskuskeiði skilur. Hún fékk ekki að fara með mömmu sinni og stóru systkinum á mikla hestasýningu, en þar var margt skemmtilegt að sjá og heyra. M.a. fengu þau mamma hennar, Victoria og Carl Philip að sitja í glæsilegri kerru, sem dregin var af fjórum hestum. „Madeleine er í stofufangelsi," hvíslaði bróðir hennar, og kannski hefur honum ekki þótt það svo afsakplega leitt! ■ Fyrir óþekktina var Madeleine refsað með því að fá ekki að fara meö í hestakerrutúrinn. HÚN GERIR BLÓMIN „EILÍF“! ■ Kerstin Carlsson hefur nóg að gera við að uppfylla óskir viðskiptavina um víða veröld sem langar til að gefa blómum „eilíft líf“. ■ Það mætti halda að rósin hefði verið skorin af stilk sínum fyrir andartaki, en sannleikurinn er sá, að það var gert fyrir mörgum árum. Hér er ekki um gerviblóm að ræða - þessi rós blómstraði á stilk sínum eins og allar aðrar. Pað er Kerstin Carlsson, sænsk 37 ára gömul kona sem býr í grennd við Gautaborg, sem á heiðurinn af þessu „kraftaverki“. Faðir hennar, uppfinningamaður og mikill blóma- aðdáandi, eyddi löngurn tíma og hugviti í að finna aðferð til að ganga þannig frá afskornum blómum að þau héldu frísklegu útliti sínu árum saman, og Kerstin hefur endurbætt aðferð föður síns. Kerstin hefur fengist við mörg verkefni urn dagana. Stöku sinnum berast henni í hraðpósti brúðar- vendir sem hún er beðin að ganga þannig frá, að á silfurbrúðkaupinu séu þeir eins og á sjálfan brúðkaups- daginn. Fyrir slíkt viðvik tekur hún að launum sem svarar 15.000 ísl. kr. Og henni hafa verið boðnar himinhá- ar fjárfúlgur fyrir einkaréttinn á þessari aðferð til að gera blómin „eilíf“. Þeim tilboðum hefur hún neitað staðfastlega og segir að krakkarnir hennar eigi eftir að erfa leyndarmálið. Kerstin hefur gert blómaskreyt- ingar sem finna má í glerskápum í náttúrufræðisöfnum um víða veröld. Þar má m.a. finna margar jurtategundir sem nú orðið eru í mikilli útrýmingarhættu og væri í framtíðinni sennilega ekki að finna nema á myndum hefði kunnáttu Kerstin Carlson ekki notið við. Varðveisla og efling íslenskrar tungu Menntamálaráðherra boðar til ráðstefnu um varðveislu og eflingu íslenskrar tungu, sunnudaginn 1. desember nk. Ráðstefnan verður haldin í Þjóðleikhúsinu og hefst kl. 14.00. Allir þeir sem vilja stuðla að varðveislu og eflingu tungunnar eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Notaðar búvélar til sölu ZETOR 3511 40 hö. I.H. 444 45 hö.ekinn1000vst. URSUS C362 65 hö.ekinn 250 vst. URSUS C362 65 hö.ekinn 360 vst. URSUS C360 60 hö. URSUS C1004 100hö.4WD- 1000 vst, IMT. 540 47 hö. WELGER heyhleðsluvagn 24m3 CARBONI fjölhnífavagn með 32 hnífum, 2hásinga DUKS baggatína BRITIS LALY sláttuþyrla 165 NEW HOLLAND 841 rúllubindivél árg. 1973, verð 45.000.- árg. 1977, verð 135.000.- árg. 1981, verð 115.000.- árg. 1984, verð 160.000.- árg. 1977, verð 60.000.- árg. 1982, verð 300.000.- árg. 1983, verð 180.000.- árg. 1978, verð 100.000.- árg. 1984, verð 300.000.- árg. 1984, verð 45.000.- árg. 1982, verð 18.000.- árg. 1983, verð 280.000.- Bútækni hf. Sími 686655/686680

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.