NT - 29.11.1985, Page 23
Stór-getraun
í þættinum Léttir sprettir
hringja inn svör við spurningu
og eru verðlaun 500 kr. vöruút-
tekt hjá Sportvöruversluninni
Spörtu. Sá sem svarar rétt
getur lagt 500 krónurnar undir
og unnið 500 krónur að auki
svari hann annarri spurningu
rétt. Svari hann enn rétt fær
hann möguleika á að bæta við
enn einum 500 krónum og
unnið sér inn 1500 krónur.
í aðalhluta getraunarinnar
verða lagðar 10 spurningar fyr-
ir hlustendur á svipaðan hátt
og verið hefur hingað til og
þeir senda síðan lausnir til
Rásar 2. Dregin verða út verð-
laun fyrir hverja spurningu og
eru það vörur frá Austur-
bakka, t.d. Nike íþróttaskór,
Charlton badmintonspaði, fót-
boltaro.s.frv. Vinningar þessir
eru að verðmæti 25.000 kr.
Loks verður lögð fyrir hiust-
endur spurning í nokkrum
liðum, sem þeir svara einnig
skriflega. Peir einir koma til
greina sem vinningshafar sem
einnig svöruðu öllum spurn-
ingunum 10 í aðalhlutanum
rétt. Verðlaun verða dúnjakki
frá Don Cano, en þess má geta
að þetta er fyrsti jakkinn þess-
arar tegundar sem framleiddur
er hérlendis.
Heildarverðmæti vinninga
er 40-45.000 krónur.
Frá tónskáldum
■ Atli Heimir kynnir Árna Björnsson
_ í þættinum Frá tónskáld-
tm, í útvarpinu í kvöld, ætlar
\tli Heimir Sveinsson stjórn-
mdi þáttarins, að kynna tón-
;káldið Árna Björnsson, sem
:r eitt elsta íslenska tónskáldið
tg verður hann áttræður á
jessu ári.
Spiluð verða tvö verk eftir
^rna, Rómanza fyrir fiðlu og
píanó sem flutt verður í hljóm-
sveitarbúningi síðar í vetur hjá
Sinfóníuhljómsveit íslands, þá
mun Guðný Guðmundsdóttir
spila á fiðlu. Hitt verkið sem
spilað verður í þættinum, er
hljómsveitarverk frá 1940, eitt
af þeim fyrstu stóru verkum
sem samin voru hér á landi.
Heitir það „Á krossgötum“.
Árni Björnsson starfaði
mikið á fyrstu árum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar, spilaði á
flautu og píanó, auk þess sem
hann var mjög afkastamikið
tónskáld, en eftir hann liggur
nú fjöldi sönglaga, kórlaga,
lúðrasveitalaga og margskonar
tónverka.
■ Undanfarna mánuði hefur
verið efnt til getraunaleiks í
þættinum Léttir spretti á Rás 2
þar sem leitað hefur verið
svara við spurningum um
íþróttir og íþróttamenn. Þátt-
taka í getrauninni hefur verið
mjög góð og hafa borist inilli
250 og 450 svör vikulega.
Nú er í ráði að hætta get-
raunaleiknum í desember. Af
því tilefni verður efni til stór-
getraunar í síðasta þætti Léttra
spretta í þessum mánuði, þ.e.
í dag.
í upphitun fyrir getraunina
verður hlustendum boðið að
■ Goldie Hawn og Warren Beatty í hlutverkum Jill og George,
í myndinni Lokkalöður.
Útvarp kl. 21.30:
Sjónvarp kl. 23.10:
Lokkalöður
- bandarísk bíómynd
■ Lokkalöður (Shampoo),
heitir bandarísk bíómynd frá
árinu 1975, sem sjónvarpið
sýnir í kvöld kl. 23.10.
Leikstjóri er Hal Ashby, en
með aðalhlutverk fara Warren
Beatty, Julie Christie, Goldie
Hawn og Jack Warden.
Myndin fjallar um hár-
greiðslumanninn og kvenna-
gullið George sem rekur vin-
sæla hárgreiðslustofu í Holly-
wood. Hann vefur konum um
fingur sér án þess að meina
nokkuð með því eða festa sig
við nokkra þeirra. Jill er ein
þeirra sem elskar hann út af
lífinu ogsnýst myndin m.a. um
ástarsamband þeirra og flókin
samskipti, eins og við er að
búast þegar kvennabósi á í hlut.
Pýðandi er Kristmann Eiðs-
son.
■ Eins og sjá má verða veglegir vinningar í getrauninni í
þættinum Léttir sprettir kl. 16.00 í dag.
Rás 2, kl. 16.
Föstudagur
29. nóvember
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn
7.15 Morgunvaktin
7.20 Morguntrimm.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna „Elvis,
Elvis“ eftir Mariu Gripe. Sigur-
laug M. Jónasdóttir les þýöingu
Torfeyjar Steinsdóttur. (2)
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar, þulur velur og kynnir.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál Endurtekinn þátt-
ur frá kvöldinu áður í umsjá Sigurð-
ar G. Tómassonar.
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Lesið úr forustugreinum dag-
blaðanna.
10.40 „Sögusteinn" Umsjón: Har-
aldur I. Haraldsson. (Frá Akureyri).
11.10 Málefni aldraðra Umsjón: Þórir
S. Guðbergsson.
11.25 Morguntónleikar 'Fiðlusónata
i G-dúr eftir Guillaume Lekeu.
Arthur Grumiaux og Dinorah Varsi
leika.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
Tónleikar.
14.00 Miðdegissagan: „Sögur úr
lífi mínu“ eftir Sven B.F. Jans-
son Þorleifur Hauksson les eigin
þýöingu (5).
14.30 Sveiflur -Sverrir Páll Erlends-
son. (Frá Akureyri).
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar
17.00 Helgarútvarp barnanna
Stjórnandi: Vernharður Linnet.
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir
19.35 Tilkynningar
19.45 Þingmál Umsjón Atli Rúnar
Halldórsson.
19.55 Daglegt mál Margrét Jónsdótt-
ir flytur þáttinn.
20.00 Lög unga fólksins Þóra Björg
Thoroddsen kynnir.
20.40 Kvöldvaka a. Viðtalsþáttur
Pétur Pétursson ræðir við séra
Einar Guðnason í Reykholti.
b. Mannheimar Jóhannes Hann-
esson les úr samnefndri Ijóðabók
eftir Heiðrek Guðmundsson. c.
Kórsöngur Árnesingakórinn
syngur undir stjórn Lotts S. Lofts-
sonar. d. Endurminningar frá
Eiðum Torfi Jónsson les frásögn
eftir Eirík Stefánsson kennara.
Umsjón: Helga Ágústsdóttir.
21.30 Frá tónskáldum Atli Heimir
Sveinsson kynnir Árna Björnsson.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags-
ins.
22.15 Veðurfregnir. Orð kvöldsins.
22.25 Kvöldtónleikar a. „Fiðrildið",
balletttónlist eftir Jacques Offen-
bach. Sinfóniuhljómsveit Lundúna
leikur. Richard Bonynge stjórnar.
b. Lög eftir Stephen Foster. Mor-
mónakórinn í Utah syngur. Ric-
hard P. Condie stjórnar.
22.55 Svipmynd Þáttur Jónasar Jón-
assonar. (Frá Akureyri).
24.00 Fréttir.
00.05 Djassþáttur - Jón Múli Árna-
son.
01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á
Rás 2 til kl. 03.00.
Föstudagur
29. nóvember
10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn-
endur: Ásgeir Tómasson og Páll
Þorsteinsson
Hlé.
14.00-16.00 Pósthólfið Stjórnandi:
Valdís Gunnarsdóttir
16.00-18.00 Léttir sprettir Stjórn-
andi: Jón Ólafsson
Þriggja minútna fréttir sagðar
klukkan: 11.00,15.00,16.00 og 17.00
Hlé
20.00-21.00 Hljóðdósin Stjórnandi:
Þórarinn Stefánsson.
21.00-22.00 Djassspjall Stjórnandi:
Vernharður Linnet.
22.00-23.00 Rokkrásin Stjórnendur:
Snorri Már Skúlason og Skúli
Helgason.
23.00-03.00 Næturvaktin Stjórnend-
ur: Vignir Sveinsson og Þorgeir
Ástvaldsson Rásirnar samtengdar
að lokinni dagskrá rásar 1.
17.00-18.00 Ríkisútvarpið á Akur-
eyri - svæðisútvarp.
Föstudagur
29. nóvember
19.15 Á döfinni Umsjónarmaöur Karl
Sigtryggsson.
19.25 Jobbi kemst i klipu Fjórði
þáttur. Sænskur barnamynda-
flokkur i fimm þáttum um sex ára
dreng og tuskudýrið hans. Þýðandi
Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvis-
ion - Sænska sjónvarpiö).
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.45 Þingsjá Umsjónarmaður Páll
Magnússon.
20.55 Kastljós Þáttur um innlend
málefni. Umsjónarmaður: Einar
Örn Stefánsson.
21.30 Ljósið Finnskurlátbragðsleikur
með Ulla Uotinen. (Nordvision -
Finnska sjónvarpið).
22.05 Derrick Sjöundi þáttur Þýskur
sakamálamyndaflokkur. Aðalhlut-
verk: Horst Tappert og Fritz
Wepper. Þýðandi Veturliöi Guðna-
son.
23.10 Lokkalöður (Shampoo)
Bandarísk biómynd frá 1975. Leik-
stjóri Hal Ashby. Aðalhlutverk:
Warren Beatty, Julie Christie,
Goldie Hawn og Jack Warden.
Myndin er um hárgreiðslumann
einn og kvennagull í Hollywood og
flókin samskipti hans við veikara
kyniö i starfi og leik. Þýðandi:
Kristmann Eiðsson.
01.00 Fréttir í dagskrárlok.
Föstudagur 29. nóvember 1985 23
Þjófurinn og
fórnarlambið
Thief of Hearts
■ Aðalhlutverk: Steven Ba-
uer, Barbara Williams, John
Gertz.
Handrit og leikstjórn: Douglas
Day Stewart.
Tónlist: Harold Faltermeyer.
Lengd: 106 mínútur
Bandaríkin, 1984
Bönnuð yngri en 16 ára
Douglas Day Stewart notaði
sannarlega ímyndunaraflið
þegar hann skrifaði og leik-
stýrði Thief of Hearts.
Stewart, sem einnig samdi
handrit að myndunum An Off-
icer and a Gentleman og Blue
Lagoon, gefur gamalli sögu
um atvinnuþjófa nýjan búning
og þokka.
Thief of Hearts hefst á því að atvinnuþjófurinn Scott Muller
(Steven Bauer) brýst inn á heimili barnabókahöfundarins Ray
Davis (John Gertz). Hann hefur á brott með sér þýfi að verðmæti
100.000 dollara og dagbækur húsmóðurinnar, Mickey Davis
(Barbara Williams), sem innihalda leyndustu hugsanir og kynóra
hennar. Scott les bækurnar og verður hugfanginn af dagdraumum
konunnar, svo hugfanginn að jaðrar við þráhyggju. Scott einsetur
sér að ná ástum Mickeyar. Hann gerir sér upp ríkidæmi og leggur
í hann.
Mickey verður ástfanginn af hinuni glæsilega en dularfulla
manni, sem virðist þekkja leyndarmál hennar betur en eiginmað-
urinn.
★★★
■ Þjófurínn og fórnarlambið á góðrí stund (Barbara Williams
og Steven Bauer).
Persónur þessa ástarþríhyrnings eru dæmalaust vel úr garði
gerðar. Barbara Williams er óvenjuleg og heillandi leikkona.
Hún ljær Mickey dýpt og túlkar sálarflækjur hennar á eftirminni-
legan hátt. John Gertz er einniggóður í hlutverki hins eigingjarna
barnabókarhöfundar sem lifir og hrærist í sínum eigin hugarheimi
og tekur vart eftir konu sinni. En hún er haldreipið við
umheiminn og eina persónan í lífi hans sem hann hefur ekki
sjálfur búið til. Steven Bauer er sjálfskipaður í hlutverk hins
myndarlega glæpamanns, sem kaupir sér aðgang að millistéttinni
og að hjarta konunnar.
Ekki má gleyma hinni afgerandi persónu Buddy, sem leikinn
er af David Caruso. Buddy er félagi Scotts á glæpabrautinni,
eiturlyfjasjúklingur, sem er að missa tökin á raunveruleikanum.
Hér sannast að Caruso er stórbrotinn leikari.
Erótíkin í Thief of Hearts liggur í spennu eltingarleiksins og
þeirri staðreynd að ástarsambandið er forboðið. Henni er
viðhaldið allt til loka myndarinnar með góðri hjálp tæknivinnu
og tónlistar Harolds Faltermeyer.
Einn af höfuðgöllum myndarinnar er að Mickey áttar sig ekki
strax á að Scott er þjófurinn. Hún er öll á iði við tilhugsunina um
að ókunnur maður lesi dagbækurnar hennar, samt grunar hana
ekki Scott þó hann endurskapi kynórana fyrir augum hennar.
Endirinn er klaufalegur og verður ekki tíundaður hér. Líklega
hefur hugmynd Stewarts dáið út og honum hefur legið á að ljúka
myndinni af.
En Thief of Hearts býður upp á húmor, rómantík, spennu og
erótík í hæfilegum hlutföllum og í heildina er hún afbragðsgóð.
■ David Caruso og Stevcn Bauer í hlutverkum sínum í Thief of
Hearts.