NT - 29.11.1985, Blaðsíða 24

NT - 29.11.1985, Blaðsíða 24
 LÚRIR ÞÚ Á FRÉTT ? HRINGDU ÞÁ fi SÍMA 68-65-62 Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leiðir til fréttar i blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687598 • íþróttir 686495 Rauði krossinn vinnur mál fyrir Hæstarétti - Óskyitaðgreiðaverðbæturálífeyrissjóðsgreiðslurfyrirárið 1965 Rauði kross íslands þarf ekki að taka þátt í að greiða verðbætur á lífeyri sem Lífeyris- sjóður hjúkrunarkvenna hefur greitt hjúkrunarkonum sem störfuðu hjá Rauða krossinum áður en lög um lífeyrissjóði voru sett árið 1965 þar sem kveðið var á um verðtryggingu lífeyrissjóðsréttinda. Þetta var niðurstaða Hæstaréttar í máli sem Lífeyrissjóður hjúkrunar- kvenna höfðaði á hendur Rauða krossinum. Um er að ræða fimm konur sem unnu í þjónustu Rauða krossins á árunum 1929 til 1956. Rauði krossinn greiddi í lífeyris- sjóðinn meðan konurnar störf- uðu þar en þær fengu síðan lífeyrisgreiðslur úrsjóðnum allt frá sjöunda áratugnum. Þegar Rauði krossinn neitaði að taka þátt í að greiða verðbæt- ur á lífeyri þessara hjúkrunar- kvenna höfðaði Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna mál. Rauði krossinn var sýknaður í undir- rétti og nú einnig í Hæstarétti. í dómsorðum segir m.a.: „Þeir sem réðu málefnum Rauða krossins, þegar (hjúkr- unarkonan) var í þjónustu fé- lagsins, gátu ekki séð fyrir eða haft ástæðu til að búast við að félagið þyrfti einhvern tíma síð- ar að greiða kostnað vegna uppbótar í lífeyri liennar af völdum verðlagsþróunar í land- inu. Þvert á móti máttu þeir gera ráð fyrir að greiðsLum væri lokið.“ 14'PcforÁtt'jrrlnmorornir Magnús Þ. Torfason, Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Skaftason, Magnús Thoroddsen og Þór Vilhjálmsson dæmdu í málinu. GuðmundurogMagnús Torfason skiluðu sératkvæði þar sem þeir lýstu sig sammála niðurstöðu meirihlutans en á þeim forsendum að: „Það er þó lögskýringaratriði aðnýjum lög- um verði ekki beitt afturvirkt þjóðfélagsþegnum'til óhagræðis ef lögin mæla ekki fyrir um annað.“ Samkomulag milli björgunarsveita: Sameiginleg leitarstjórn ■ Landssamband flug- björgunarsveita, Lands- samband Hjálparsveita skáta og Slysavarnafélag ís- lands undirrituðu í gær sam- komulag um leit og björgun á. landi. Samningurinn var undirritaður af fulltrúum fé- laganna f' ráðherra- bústaðnum í Tjarnargötu urn hádegi í gær. Viðstaddir undirritunina voru fulltrúar allra þeirra embætta sem hafa með komulagið felur m.a. í sér að þar sem fleiri en ein sveit er starfandi, skal skipuð sameiginiega leitarstjórn þegar um fjölsveitaaðgerðir er að ræða. Þetta á ekki við þcgar einungis cín sveit er til staðar á landssvæðinu, þá stjórna fulltrúar þeirrar sveitar leitinni. Samkomulag þetta hefur verið til athugunar hjá fé- lögunum í nokkurn tíma, en undirskrift dregist þar til ■ Undirskriftin. Frá vinstri: Einar Gunnarsson form. Landssambands flugbjörgunarsveita, Haraldur Henrýsson forseti SVFI og Tryggvi Páll Friðriksson formaður L.H.S. Fyrir aftan þá standa frá vinstri: Guðjón Petersen framkvæmdastjóri Almannavarna, Pétur Einarsson flugmálastjóri, Jón Helgason dómsmálaráðherra, Gunnar Bergsteinsson forstjóri Landhelgisgæslunnar og YVilliam Möller aðalfulltrúi lögreglustjóra. NT-mynd: Róbcri Sölumiðstöðin kaupir Brekkes Idt í Hull: Staðan styrkist á Bretlandsmarkaði ■ Icelandic Freezing Plants Itd., dótturfyrirtaíki Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna í Bretlandi, mun íesta kaup á einu elsta og þekktasta fisk- sölufyrirtæki Bretlands, Brekkes Itd. í Hull, ásamt þremur dótturfyrirtækjum þess. Endanlegt kaupverð liggur enn ekki fyrir, en búist er við að yfirtaka eigi sér stað um næstu áramót. Með yfirtöku S.H. á Brekkes, mun staða Sölumið- stöðvarinnar styrkjast mjög á Bretlandsmarkaði, þar sem Brekkes hefur víðtæk við- skiptasambönd og hefur í ára- tugi verið með stærri kaupend- um þar í landi á íslenskum freðfiski. Einnig mun með þéssum kaupum skapast að- staða fyrir S.H. í Bretlandi varðandi ferskfiskútflutning en Brekkes gctur tekið á móti og annast sölu á uppboðs- mörkuðum sem venjulegur umboðsaðili. Brekkes hefur yfir að ráða 20 sölumönnum með langa reynslu í fisksölumálum ogi þekkingu á breska fiskmar- kaðnum, ekki hvað síst á sölu og dreifingu á fiski úr frysti- togurum. Heildarstarfs- mannafjöldi Brekkes og dótt- urfyrirtækjanna þriggja er um 100 manns en framkvæmda- stjóri Icelandic Freezing Plants Itd. er Ólafur Guð- mundsson. Hafnarfjörður: Apríl varð að Víði HF ■ Togarinn Víðir HF- 201, sem þar til í fyrradag hét Apríl HF-347, fór á veiðar í fyrrakvöld. Skipið sem fylgdi með í kaupum Hvaleyrarinnar hf á Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar hefur að mestu íegið óhreyft við bryggju síðan í fyrrasumar. Talið hefur verið að skipið þarfnaðist lagfær- ingar, en af þeim hefur ekki orðið ennþá, og sagði Þorsteinn Már Baldvins- son hjá Hvaleyrinni í sam- tali við NT að með því að senda skipið á veiðar væri verið að reyna að tryggja frystihúsinu hráefni og þar með að halda því í rekstri. Þorsteinn sagði að skipið hefði fengið haffærnisskírt- eini og að það fullnægði þeim kröfum sem Sigl- ingamálastofnun hefði gert. Lítið hefur verið gert fyrir skipið og sagði Þor- steinn að lokum að það yrði að koma í Ijós hvernig gengi. Samdráttur hjá Landsvirkjun: Verkfræðistofur missa verkefni Uppsagnir hjá verkf ræði- og byggingardeild kannaðar ■ Landsvirkjun hcfur fellt niður allar fjárveitingar á næsta ári til sjálfstæðra verkfræði- stofa, sem hafa verið með ein- stök hönnunarverkefni í gangi fyrir fyrirtækið, einsog Fljóts- dalsvirkjun, Búrfell tvö, Vatns- fellsvirkjun ogSultartangavirkj- un. Þetta er gert til að mæta samdrættinum í virkjanafram- kvæmdum. Á stjórnarfundi Landsvirkj- unar í gær var lögð fram hag- ræðingarskýrsla, sem hefur ver- ,ið unnið að að undanförnu. Kristján Benediktsson, stjórn- armaður í Landsvirkjun er í undirnefnd sem ætlað er að skoða skýrsluna rnilli funda. Hann sagði við NT í gær, að eitt af vandamálum Landsvirkjunar núna væri að á vegum fyrirtækis- ins væru 30 manns starfandi hjá verkfræði, byggingar- og þróun- ardeild fyrirtækisins. Sagði hann að það væri augljóst að Landsvirkjun hefur ekki þörf fyrir svona öflugan rekstur á meðan engar framkvæmdir væru í gangi. Nú er talið nokkuð augljóst að Blöndu verði frestað form- lega upp úr áramótum til 1990 og jafnvel kemur til greina að fresta virkjuninni til 1991. Sfjórn fyrirtækisins er því að skoða það hvernig best er að draga saman seglin. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin enn heldur mun það skýr- ast á næsta stjórnarfundi. Dræmt w a loðnunni ■ Frekar dræm loðnu- j veiði var síðasta sólar- hring en í eftirmiðdaginn í gær höfðu .12 bátar til- kynnt um samtals 6.900 I tonna afla. Það hvessti á miðunum í fyrrakvöld og því fóru bátar í land með minna en annars hefði | orðið. í birtingu í gær- morgun hafði veður skán- að og fengu nokkrir bátar I þá ágætis köst. Bátarnirl halda sig að mestu á sama I svæði og undanfarnarl víkur, norð-austur af| Horni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.