NT - 01.12.1985, Blaðsíða 3

NT - 01.12.1985, Blaðsíða 3
■ Þessi saga ætti að heita: Ævin- týri úr eyjum. En raunar myndi það valda misskilningi, því þá hélduð þið að átt væri við Vestmannaeyjar. En hér segir ekki frá Vestmannaeyj- um. Hér segir frá viðburðarríkum degi hjá frændum okkar Færeying- um. En látum oss byrja á byrjuninni. Við vorum á heimleið, tvær ís- lenskar fjölskyldur eftir þriggja ára dvöl í Svíþjóð. Eftirvænting okkar var mikil, að minnsta kosti leið mér eins og ég væri að losna úr útlegð. Ég hafði aldrei notið mín fyllilega þar úti. Þó hafði ég ekki yfir neinu að kvarta. Viðhöfðumsæmilegavinnu. Við höfðum eignast son, litinn kút, skírðan af sænskum presti með annarlegan hreim á nafninu sem hann hlaut. Við lentum reyndar í alls konar vandræðum með þessi nöfn okkar þegar átti að skrá hann í bækur. Hvernig gat drengurinn heitið Hauksson úr því faðir hans hét Sveinsson og svo hét móðirin Sigurðardóttir sögðu þeir. Svíarnir vildu ekki viðurkenna að til væri annað kerfi en gilti í hinni stórkost- legu Svíþjóð. Ef til vill hefur það einmitt verið þetta mikillæti þeirra sem gerði mér lifið leitt. En nú vorum við sem sagt á heimleið, við með soninn, sem nú fengi að vera Hauksson í friði, og Sirrý og Þröstur með tvö börn, fimm ára soninn Örn og tveggja ára dóttur sem auðvitað var fædd í „útlegðinni". Við höfðum ekið yfir þvera Svíþjóð, gegnum Osló og hina hrikalegu leiö yfir fjöllin til Bergen. Af þeirri ferð mætti auðvitað segja sögu, en það verður ekki gert hér. Ég læt þess aðeins getið að hún var yndisleg. Báðar fjölskyldunar voru á sænskum bíl- um sem við höfðum eignast á þess- um árum. Það jók auðvitað á til- hlökkunin að koma heim á glæsileg- um Volvo. í Bergen var ekið um borð í Norröna og siglt út úr norska skerja- garðinum. Þetta var seint um kvöld og þegar við risum úr koju næsta morgun sást ekkert nema endalaust hafið hvert sem litið var. Sjór var sléttur að þvi er vanir sæfarendur sögðu og þessi sigling var enn eitt ævintýrið, perla á band minning- anna ef ég má vera skáldleg. Síðari hluta dags var lagst að bryggju í Þórshöfn. Okkur fannst staðurinn vinalegur og við vorum sammála um að hér væri eitthvað sem minnti á (sland. „Ég veit“, sagði ég eftir nokkra umhugsun. „Það er enginn skógur til að byrgja fyrir útsýnið." Svo undarlegt sem það kann að virðast þá höfðu skógarnir sænsku aldrei náð að heilla mig. Nú var áætlun skipsins þannig háttað að það átti að sigla til Leirvík- ur á Hjaltlandi og aftur til Þórshafn- ar. Var væntanlegt til baka síðdegis næsta dag. Fannst okkur því tilvalið að nota þennan tíma til að skoða Færeyjar. Við ókum sænsku lúxus- kerrunum í land og fengum okkur kvöldverð. En þar sem börnin voru orðin þreytt leituðum við uppi tjald- stæði og var það auðfundið í útjaðri bæjarins. Sirrý og Þröstursettu upp tjaldvagninn en við Haukur höfðum „aðeins" tjald. Og róleg og góð var þessi fyrsta og eina nótt okkar í Færeyjum. Endurnærð vöknuðum við að morgni og tókum saman pjönkur okkar. Veður var gott og afsannaði þá kenningu að hér væri alltaf rigning. Því lofaði dagurinn góðu um skemmtilega skoðunar- ferð. Fyrst var haldiö inn í bæinn að snæða morgunverð. Síðan þurfti Sirrý í banka sem ekki er í frásögur færandi, en loks var erindum lokið og stefnan tekin upp úr bænum. Við ætluðum að byrja á því að skoða Norðurlandahúsið sem þá var í byggingu. Ekki vorum við þó komin alla leið þangað þegar rauði volvó- inn snarstansaði fyrir framan okkur og Sirrý kom út, reif upp hurðina á okkar bíl og spurði. „Er Örn ekki með ykkur?" „Nei, en við héldum að hann hefði lagt sig þar sem við sáum hann ekki í ykkar bíl.“ Það kom í Ijós að drengurinn hafði orðið eftir niöri í bæ. Nú var snúið við í snarhasti og ekið niður að bankanum aftur. Þar var enginn lítill drengur. Við Haukur hlupum yfir að veitingahús- inu í næstu götu þar sem við höfðum borðað. En Örn var ekki Saga úr daglega lífinu NT Sunnudagur 1. desember 3 sjáanlegur þar, og afgreiðslufólkið hristi bara höfuðið jDegar við spurð- um um hann. Niðri við banka voru Sirrý og Þröstur búin að leita kring- um næstu hús. Þröstur var náfölur og Sirrý másaði eins og hún væri með andarteppu. „Við skulum fara niður að höfn þar sem skipið lagðist að“, sagði Haukur og skelfileg hugsun greip okkur öll. Þar niður frá skiptum við liði og fórum sitt í hvora áttina með hafnarbakkanum. Það voru nokkrir á ferli og við spurðum alla. Enginn hafði séð lítinn grátandi dreng sem talaði lítt skiljanlegt mál. Við hitt- umst aftur og réðum ráðum okkar. Lögreglan. Við yrðum að finna lög- reglustöðina og fá hjálp. Það var þegar liðið hátt í tvo tíma síðan við lögðum upp í skoðunarferðina. Það var óskiljanlegt að drengurinn skyldi hvergi sjást og engin hafa orðið var við hann. Sirrý var gráti nær. „Kannski hann hafi farið út á tjaldstæðiö," sagði Haukur. „Hvernig heldur að fimm ára barn gæti ratað þangað og hafa farið það aðeins í bíl,“ sagði Þröstur bróðir hans. „Hann getur ekki einu sinni vitað í hvaða átt það er.“ Það var auðvitað satt. Þetta var heimskuleg uppástunga. Þó sagði ég- „Við skulum samt fara þangað Haukur. Þið getið farið i stærri hringi hér í kring og slðan áleiðis upp að Norðurlandahúsinu. Ef það ber ekki árangur tölum við við lögregluna." Hversu fáránleg sem þessi tillaga annars var þá var hún samþykkt. Því þegar skynsamleg ráð duga ekki þá grípum við gjarnan til örþrifaráða. Við Haukur héldum upp frá höfninni og áleiðis að tjaldstæð- inu. Rauði volvóinn hvarf upp í miðbæinn. Við máttum fara með gát til að aka nákvæmlega sömu götur og fyrr um morguninn og við gættum vel til beggja átta inn í allar hliðargötur, en drengur í bláum stakk var hvergi sjáanlegur. „Þetta þýðir ekki neitt," sagði ég meðgrátstafinn í kverkunum, „hann gæti aldrei farið svona langt.“ „Ég ætla að aka upp á hæðina þarna,“ sagði Haukur. „Þá held ég að sjáist alla leið.“ Ég heyrði þó á rödd hans að honum fannst tilgangslaust að fara lengra. Það var rétt. Uppi á hæðinni sást yfir á tjaldsvæðið. Við sáum það þó raunar ekki. Miðja vega á leiðinni þangað gekk litill maður í blárri úlpu og hélt annarri hendi upp að andlit- inu. Við þorðum varla að draga and- ann þegar við ókum fram á hann. Það gat ekki verið eða hvað. Jú, þarna gekk Örn. Hann grét ekki en var eins og utan við sig. Hann vildi tæpast þýðast mig þegar ég tók hann upp og bar hann inn í bílinn. Hann spurði í sifellu. „Hvar er mamma? Hvar er mamma?“ Hvað skyldi hafa verið að brjótast um í þessum litla kolli þessar löngu klukkustundir. Og hvernig í ósköpunum hafði þessi litli pjakkur getað ratað þessa leið. En við fundum til ósegjanlegs léttis. Við vorum búin að snúast all mikið áður en við rákumst á Sirrý og Þröst. Þau voru að leita að lögreglustöðinni og voru orðin frá sér af skelfingu. Feginleiki þeirra var meiri en svo að þau gætu tjáð hann í orðum. Þannig fer oft á stórum stundum að okkur verður orða vant. En það var ekki fyrr en í fangi mömmu sinnar að Orn fór að gráta. Þetta ævintýri endaði þannig vel eins og góð ævintýri eiga að gera. En það beið okkar annað þennan sama dag. Frá þvi segir í næsta blaði. Sigrún Björgvinsdóttir RUMGOÐUR OG STERKBYGGÐUR JEPPI, ÞRA UTREYNDUR VIÐ ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR. SUZUKI FOX ER SPARNEYTNASTIJEPPINN Á MARKAÐNUM í SÍÐUSTU SPARAKSTURSKEPPNI B.I.K.R. EYDDISUZUKI FOX 413 AÐEINS 6.4 Itr. A HUNDRAÐIÐ VERÐ FRÁ KR. 399.000. FOX 410 PfCKUP VERIÐ HAGSYN, AKIÐ A SUZUKI SPARNEYTNUSTU BÍLUM SEM SELDIR ERU Á ÍSLANDI. BC= SVEINN EGILSSON HF. Skeifunni 17. Sími 685100. SUZUKI PAV

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.