NT - 01.12.1985, Blaðsíða 18

NT - 01.12.1985, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 1. desember NT Guðmundur Daníelsson i. Þú spyrö rithöfund þessarar spurn- ingar en ekki bókmenntafræðing? Fljótt á litið treysti ég mér ekki til að koma með neina skilgreiningu á því hversérkenni ísl. skáldsögunnareru. Þegar litið er yfir bókmenntir is- lendinga frá því um stríðslok má sjá ýmsar breytingar og vissulega eru yngstu höfundarnir frábrugðnir um margt þeim eldri, ekki síst Reykjavík- urskáldin sem sækja efni sitt til höfuð- borgarinnar. Það er eins og menn hafi seint byrjað á því að skrifa sögur um Reykjavík, Einar Kvaran gerði það að vísu löngu á undan okkur sem nú erum uppi. Það hafa skotið upp kollinum ýms- ar stíltegundir, nýi rómaninn, ýmsar stefnur fáránleikans o.s.frv. En hin svokallaða epíska skáldsaga virðist standast allar tískustefnur, þó hún kunni að svigna undan þeim af og til þá réttir hún við aftur. Einkenni bókmennta í dag er kannski mikil gróska í skáldsagna- gerð, þetta er ekki lýsing á verkunum sjálfum en það virðist vera mikill áhugi meðal rithöfunda. 2. Ég hef aldrei fylgt neinni stefnu, aldrei verið í neinum vinnuhóp. Einu sinni var sagt að skáldsagan væri dauð, ég hélt nú samt áfram. Mjög gott skáld hætti að skrifa skáldsögur í bili og fór að skrifa leikrit og þar með var skáldsagan dauð eftir hans dómi og allir átu þetta eftir honum. Sem sagt ég hélt áfram að skrifa skáldsögur og skipti mér ekkert af því hvort ég var að framleiða dauðar bókmenntir eða lifandi. 3. Ég hef auðvitað bæði fengið góða og vonda ritdóma. Fyrir mitt leyti get ég sagt að ég verði að fara mína eigin braut og horfa inní sjálfan mig aðal- lega og reynar umhverfið líka. Ég læt mér aldrei detta í hug þegar ég er að skrifa hvort ég sé með verslunarvöru í höndunum, verður þetta keypt? Eina ráðið til þess að vera frumleg- ur er að skoða sjálfan sig alveg nákvæmlega inní dýpstu sálarkima, því það eru engir tveir menn eins á jörðinni. Ef maður getur túlkað sjálfan sig og sínar tilfinningar rétt þá verður Guðmundur Daníelsson hefur sent frá sér fjölda ritverka allt frá árinu 1933 er fyrsta bók hans „Ég heilsa þér“ kom út. Skáldsagan „Tólftóna fuglinn", kom út hjá Setbergi í haust í tiiefni 75 ára afmælis höfundar. það öðruvísi en hjá öllum öðrum. Gott getur ekkert orðið nema það sem er sannekta frá höfundinum sjálfum, hann á vissulega að læra af öllum öðrum, sjúga í sig eins og þerripappír það sem hentar honum úr list annarra. Páll H. Jónsson frá Laugum 1. Mikils er nú spurt. Ég er nú ekki svo vel að mér í heimsbókmenntun- um að ég treysti mér til að svara því. Og þar að auki finnst mér að íslensk- ar skáldsögur hafi tekið miklum breyt- ingum frá því að ég fór að lesa þær fyrir fimmtíu-sextíu árum. Ég hef í raun lifað með íslensku skáldsögunni frá því að hún fór að þróast, ekki kannski frá Jóni Thorarensen, en sem barn las ég bækur þeirra Jóns Trausta og Einars Kvaran sem að einkenndust fyrst og fremst af því að vera fyrstu íslensku skáldsagna- höfundarnir sem fjölluðu um efni tekið beint úr mannlífinu. Mér fyndist ekki ólíklegt að ef íslenskar skáldsög- ur hafi einhver sérkenni, sem ég efast stórlega um, þá sé það að höfundar hafi sótt sitt efni í mannlíf sem þeir þekkja og sem þeir hafa lifað með. Auk þess efast ég ekki um að íslenskir skáldsagnahöfundar fyrr á tímum hafi orðið fyrir einhverjum áhrifum frá hinum gömlu fornu bókum. Mér finnst skáldsagan hafa breyst. En þar sem ég er með krónískan augnsjúkdóm á ég ákaflega erfitt með að gefa svör við því hvernig hún hefur breyst. En miðað við norrænar bókmenntir sem ég þekki svolítið til þá get ég ekki sagt að íslenska skáldsagan hafi mikil séreinkenni. 2. Ég byrjaði mjög seint að skrifa og það sem ég hef skrifað hingað til eru fyrst og fremst barnabækur, auk þess sem ég skrifaði leikrit á tímabili. Égsemerorðinn77áraernáttúrlega | fyrst og fremst undir áhrifum frá þeirri bókmenntahefð sem var meðan ég var ungur og verð að játa það að ég hef illa fylgst með nútíma-bókmennt- um þó ég hafi dálítið reynt að gera það. Ef staða mín er einhver sem ég efast um þá er hún í fortíðinni. 3. Ég tek ekki mikið tillit til lesenda eða gagnrýnenda. Ég skrifa fyrst og fremst fyrir sjálfan mig. Til dæmis tek ég í barnabókum ekki mikið tillit til barnanna sem slíkra, ég skeyti ekkert um að skrifa endilega á því máli sem Ennþá eru sagðar sögur Þórarinn Eldjárn sendir frá sér smásagnasafnið Margsaga fyrir þessi jól. Með góðfúslegu leyfi höf- undar og útgefanda birtum við hér tvær af sögunum úr bókinni. Þórarin þarf ekki að kynna. Saumavélin Skáld kom gangandi eftir stéttinni í líkingaleit. Það fékk vægt síbernsku- kast og fór að reyna að stíga ekki á strik. Það einbeitti sér svo mikið, enda orðið kloflengra en síðast, að það uggði ekki að sér fyrr en það rakst á kirkju. Það nam staðar og horfði um stund á kirkjuna. Er hún ekki alveg eins og saumavél, hugsaði það. Skáldinu létti, líkingin var komin. Það lygndi augum. Aðgát, aðgát, ekki mátti nykra. Ekki mátti sauma- vélin til dæmis sigla eða syngja, hvað þá hitta regnhlíf uppi á skurðborði. Eða hvað? Snorri gamli hafði auð- vitað ekki verið sterkur súrrealisti. Og sigla? Hvers vegna ekki? Var ekki talað um kirkjuskip? Nei, orðaleikir eru nógir komnir í mínum höfund- skap, hugsaði það. Það ákvaö að halda sig við efnið. Efnið já? Saumavél, efni og saum- ur... Hvert er efnið? Og saumurinn þá...? Um leið gullu líkabangir þrisvar. Kirkjudyrnar opnuðust og líkfylgd lið- aðist út. Saumurinn mættur, hugsaði skáldið, og efnið verður þá bara að vera lífið sjálft. Skáldið fann að það var að komast að kjötkötlunum. Stóru spurningarnar voru farnar að leita á það úti á götu. Það hljóp heim til sín og fór að yrkja, en kom þessu engan veginn heim og saman. Perlur frá Hermanni Kjögx eru bestar Fyrir nokkrum árum fór ég fyrst að finna öðru hverju fyrir mjög einkenni- legri og óþægilegri tilfinningu í tánum. Hún var einna líkust náladoöa, en þó yfirleitt heldur sterkari, á köflum gat þetta orðið allt að því sársaukafullt. Lengi vel sinnti ég ekkert þessum óþægindum, hélt að um væri að ræða einhverskonar harðsperrur eða gigt, sennilega atvinnusjúkdóm, ég vann um þetta leyti í bókaverslun og þurfti oft að tylla mér á tær. Ég vísaði til vinnuverndarsjónar- miða og tókst þannig að fá vinnuveit- anda minn til að útvega mér tröppur. En ástandið lagaðist samt ekki neitt, versnaði jafnvel heldur. Kom þar að lokum að mér hætti að standa á sama og ég fór smátt og smátt að verða alvarlega hræddur um að eitthvað væri meira en lítið bogið við fæturna á mér. Ég tók að kenna skónum mínum um, þeir væru alltof þröngir, og við fyrstu hentugleika fékk ég mér rúm- góða og þægilega íþróttaskó. En því fór víðsfjarri aö þessi óþægilega tilfinning lagaðist neitt við þessar aðgerðir. Ef eitthvað var ágerðist sársaukinn enn, uns hann jaðraði við þjáningar, og um leið tók hann að breytast. Það var eins og verkurinn færi nú einnig vaxandi milli tánna. Um svipað leyti var það sem ég fór að taka eftir undarlegri möl eða salla sem vildi setjast í sokkana mína, ekki síst ef ég hafði verið lengi í sömu skónum, helst í heitu veðri. Einkenni- legast þótti mér, að fyrirbærið virtist ekki standa í neinu sambandi við það hvort ég hafði verið á ferli í möl og sandi eða ekki. Það var hreinlega eins og þessi óþrifnaður kæmi ekki utan frá. Þar kom.að mér fannst ég orðinn alvarlega sjúkur og dreif mig til Jóns Einarssonar læknis. Hann rannsak- aði mig vel og lengi, fletti síðan upp í nokkrum bókum og fáeinum tímarit- um, en spurði svo strax að því loknu hvort hann gæti fengið að skoða sokkana mína. Datt mér þá helst í hug að ég væri haldinn einhverskon- ar sokkaofnæmi, og leist hreint ekki á blikuna, ef til vill yrði ég tilneyddur að ganga sokkalaus eða í einhverjum hallærislegum sjúkrasokkum það sem eftir væri ævinnar. En Jón læknir skoðaði sokkana vel og vandlega og spurði síðan hvort hugsanlegt væri að ég hefði orðið var við einhverskonar möl eða salla í sokkunum. Þá var mér satt að segja alvarlega brugðið, en gat þó auðvitað ekki annað en játað þessu. Hann lagði sokkana á borðið, sneri þeim síðan við og hristi þá, svo fáein korn hrundu á borðið, en þau skoðaði hann gaumgæfilega undir smásjá. Ég heyrði að hann greip andann á lofti og sagði hvað eftir annað við sjálfan sig, að hann væri svo aldeilis hissa. Hann sveimérþáaði sér dug- lega inn á milli, fletti upp í enn fleiri bókum, skoðaði myndir, töflur og línurit, bar saman og velti vöngum. Þið getið rétt ímyndað ykkur líðan mína á meðan. Því næst kallaði hann á ritara sinn og sagði henni að hún mætti fara heim. Síðan sneri hann sér að mér og sagði mér lágt hvað um væri að vera. Hann var mjög ákafur og óða- mála. Ég væri með það sem kallað væri perlutær eða „ostru-syndrómið" sem væri ákaflega fágætur sjúkdómur eða öllu heldur ástand, hann sjálfur hefði til dæmis aldrei séð slíkt áður á langri læknisævi, en hins vegar lesið um það endur fyrir löngu og síðan aftur nú. Meinsemdin lýsir sér þannig að tærnar taka skyndilega, af óþekktum orsökum, að mynda perlur utan um örsmá sandkorn, ryk eða annað sem alltaf vill slæðast ofan í skó. Sjúkdóm- inn sagði hann ólæknandi og stund- um kvalafullan, en þó legðist sú líkn með þraut, að hann væri mjög ábat- asamur, þar sem perlurnar væru í háu verði. Því miður legðist svo aftur á móti sú þraut með líkn að perlu- myndunin yrði örust og gæðin mest ef fótraka væri haldið í hámarki, en sokkaskiptum í algjöru lágmarki. Perlusjúklingar leiðast því einatt vegna gróðavonarinnar til athæfis sem magnar sjúkdóminn, en veldur um leið félagslegri útskúfun. Jón upplýsti mig enn fremur um það að mjög erfitt væri að koma perlum þessum á markað ef neytand- inn vissi hvaðan þær kæmu, en umboðsmaður bundinn þagnarheiti væri sú lausn sem yfirleitt hefði reynst sjúklingunum best. Þar sem hér væri um sjúkdóm að ræða og hann sjálfur væri bundinn af Hippó- kratesareiðinum um þögn þar að lútandi, hlyti að vera einfaldast að hann tæki þetta að sér, enda væri slíkt trúnaðarsamband sjúklings og læknis í sjálfu sér ekkert óeðlilegt. Ég fann að mitt stóra tækifæri var komið, þaö hefur alltaf verið mín gæfa í lífinu að skynja augnablikið. Við gengum strax til samninga. Nú er ég aldrei þessu vant orðinn efnaður maður og ég nýt þess eins og ég mögulega get þó mér líði oft ekki vel í tánum og þurfi alltaf að vera einn. Mest finnst mér gaman að sjá fínu frúrnar í sjónvarpinu skarta perlufestum frá Hermanni Kjögx gullsmiði á Laugaveginum, en við skiptum aðallega við hann. Þá hugsa ég oft að ef þær bara vissu. Og stundum get ég hreinlega ekki varist brosi þegar Hermann er að auglýsa. Oktavía ■ Bók Vésteins Lúðvíkssonar, Oktavía hefur nokkra sérstöðu meðal íslenskra skáldverka í ár. Hún telst varla eiginleg skáldsaga, því hér eru á ferðinni 96 dæmisögur með zen- búddiskum undirtón. Umgjörð sagnanna er sú að félag- ið, sem er kynnt í nokkurskonar aðfaraorðum bókarinnar, hyggst ráða framkvæmdastjóra og er Oktavía meðal umsækjenda. Umsókn hennar veldr glundroða og því er brugðið á það ráð að stjórnarmennirnir tólf geri grein fyrir atkvæði sínu með því að segja átta stuttar sögur af Oktavíu. Hér birtast fjórar þeirra. Fyrsti maður Þriðja saga fyrsta manns Kvöld eitt að vetrarlagi sat Oktavía með dóttur sinni í stofunni, og var aðeins kveikt á einum litlum lampa. Uppúr þurru sagði dóttirin: - Mamma, afhverju ertu stundum rík, stundum fátæk? Oktavía svaraði: - Það er ekki rétt að ég sé stundum rík, stundum fátæk. Ég er alltaf bæði rík og fátæk. - Ef þú ert alltaf rik, sagði þá dóttirin, hefurðu þá ekki nóga pen- inga til að losna við fátæktina? Þá benti Oktavía á lampann og sagði: - Getur þú, án þess að slökkva á honum.losað hann við Ijósið eðai Ijósið við hann? f leit að svari við þessari spurningu varð dóttirin rík af skilningi á eðli móður sinnar. Annar maður Fyrsta saga annars manns Ráðsett kona á sextugsaldri, sem ég þekki vel, kom að máli við Oktavíu og sagði eitthvað á þessa leið: - f rúman aldarfjórðung hef ég verið að leita að lífshamingjunni en hvergi fundið hana. Ég hef verið gift þrem mönnum en engan þeirra eiskað. Með þeim hef ég eignast fimm börn sem vissulega gáfu mér fyllingu í lífið meðan þau voru lítil og þurftu á umhyggju minni að halda en kunna mér nú takmarkaðar þakkir. Ég varð mér útum ágæta menntun án teljandi ánægju og gegni nú ábyrgðarstarfi sem ætti að vera skemmtilegt en er það ekki. Ávallt hef ég kappkostað að umgangast aðeins gott fólk en samt hefur mér aldrei fundist þessir svo- kölluðu vinir mínir get'a mér neitt. Einnig hef ég leitast við aö rækta sjálfa mig með því að lesa réttar bækur, hlusta á góða tónlist og sækja leikhús enda lengi haft orð á mér fyrir að vera menningarlega sinnuð. Ég hef líka fylgst með einsog ég hef frekast haft tíma til; karlmenn hafa til að mynda getað rætt við mig um heimsmálin og undrast þekkingu mína. Talsvert hef ég ferðast, ekki aðeins um Vesturlönd heldur einnig Afríku og Austurlönd nær og fjær; alltaf hef ég þó verið þeirri stund

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.