NT - 03.12.1985, Síða 1
Eldur í
fjölbýlishúsi við Laugarnesveg
Mikið tjón af
völdum reyks
- fjórir fluttir á slysadeild
■ Mikill reykur var í stiga-
gangi hússins að Laugarnesvegi
37 þegar Slökkvilið Reykjavík-
ur var kallað þangað skömmu
eftir miðnætti, aðfaranótt
sunnudagsins.
I ljós kom að kviknað hafði í
geymslu í kjallara hússins og
hafði eldurinn komist í íbúð á
annarri hæð. Var íbúum scm í
hættu voru eldsins vegna hjálp-
að niður stiga, þremur af
annarri hæð og einum af fyrstu
hæð. Reykkafarar fóru strax
inn í húsið og eftir að hafa
komist að geymslunni sem í
logaði, með því að fara inn um
glugga í kjallara og á fyrstu
hæð, tókst þeim að ráða niður-
lögum eldsins.
Þrír íbúar ásamt einum lög-
reglumanni voru fluttir á slysa-
deild vegna gruns um reykeitr-
un, en svo var ekki og fengu
þeir að fara heim daginn eftir.
Stigagangurinn og geymslu-
húsnæðið í húsinum eru mjög
illa farin af völdum elds og
reyks, sérstaklega olli reykurinn
miklu tjóni.
Verið er að rannsaka elds-
upptök, en þau eru enn ókunn.
■ Fjórum íbúum var bjargað með stíga af svölum, á meðan
eldurinn logaði, en ekki urðu slys á mönnum. NT-mynd: Sverrir.
NEWS SUMMARYIN ENGUSH SEEP.6
Fullkomið rán var
400 milljóna virði
Paris-Reuter.
■ Vopnaðir ræningjar stálu 70
milljónum franka (tæplega 400
milljónum ísl. króna) frá fyrir-
tæki sem sér um að flytja pen-
inga fyrir banka og önnur fyrir-
tæki í París. Ránið var framið af
næstum vísindalegri nákvæmni
og uppskeran var einn mesti
ránsfengur í reiðufé sem um
getur í Frakklandi.
Að sögn lögreglu réðust
ræningjarnir fyrst inn á heimili
tveggja stafsmanna fyrirtækis-
ins, vopnaðir rifflum og marg-
hleypum og neyddu þá til að
aka til skrifstofuhúsnæðis fyrir-
tækisins og opna þar geymslu-
hólf. Á meðan héldu aðrir með-
limir glæpaflokksins eiginkon-
um starfsmannanna tveggja í
gíslingu.
Þegar peningarnir höfðu ver-
ið hreinsaðir út úr hólfinu,
nokkmm klukkstundum síðar,
var gíslunum sleppt.
Lögreglan telur að ránið hafi
verið framið með hjálp úr fyrir-
tækinu. Ránið var vel skipulagt
og framið og lögreglan hefur á
litlu að byggja, getur ekki einu
sinni sagt til um hve rnargir voru
í ræningjahópnum.
Útför Jóns
Kjartanssonar
■ Jón Kjartansson, for-
stjóri Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins, sem bráð-
kvaddur varð á heimili sonar
síns í Hamborg, verður jarð-
sunginn frá Háteigskirkju í
Reykjavík í dag. Athöfnin
hefst klukkan þrettán þrjátíu.
Útförina munu annast þeir
séra Ólafur Skúlason vígslu-
biskup og séra Tómas Sveins-
son sóknarprestur.
Jóns er minnst á bls. 10-12 í
dag.
Jólaljósin lýsa
■ Austurstræti í Reykjavík er nú oröiö uppljómað af jólaljósum en unnið var að því í alla fyrrinótt að koma upp
jólaskreytingunum hefðbundnu yfir götuna.
Þessi mynd var tekin þegar verið var að ganga frá jólaskreytingunum, en nánar er sagt frá komandi jólaös á bls. 3.
NT-mynd Sverrir.
Frumvarp á Alþingi:
Enga alþingismenn í
bankaráð ríkisbanka
■ Guðmundur Einarsson
þingmaður BJ hefur lagt fram
frumvarp á Alþingi þess efnis
að lögum um viðskiptabanka
verði breytt á þann veg að
viðskiptaráðherra skípi banka-
ráð ríkisviðskiptabankanna og
að honum sé ekki heimilt að
skipa alþingismenn í þau. Eins
og málum er nú háttað kýs
Alþingi fulltrúa í fyrrnefnd
bankaráð og margir þeirra eru
og hafa verið alþingismenn.
í greinargerð að frumvarpinu
segir m.a.: „Seta alþingismanna
og annarra fulltrúa þingflokka í
bankaráðum hefur verið rök-
studd þannig að þinginu sé
nauðsyn á beinu eftirliti með
starfi bankanna og á þennan
hátt fáist milliliðalaus aðgangur
að upplýsingum. Þessi staðhæf-
■ing er fróðleg nú í ljósi Haf-
skipsmálsins því að bankaráð
Útvegsbankans hefurekkert að-
hafst til að upplýsa þingmenn í
þessu máli. Það litla sem þeir
vita, er að þakka duglegum
blaðamönnum. Bankaráðs-
menn þessa banka þögðu í júní
s.l. þegar spurt var á Alþingi um
áhættu Útvegsbankans vegna
Hafskíps. Ekki er heldur svo að
sjá að þeir hafi upplýst flokks-
systkini sín í trúnaði á þing-
flokksfundum því að þingmenn
allra flokka krefjast nú upplýs-
inga í þessu máli. Niðurstaðan
virðist sú að fulltrúar þingflokk-
anna í stjórnum og ráðum koma
í veg fyrir eðlilegt aðhald flokks-
systkina sinna á Alþingi vegna
þess að þeir mynda skjaldborg
og verjast utanaðkomandi eftir-
liti í stað þess að opna ráðin og
stjórnirnar í upplýsingaskyni.
U m þetta höfum við fleiri dæmi.
Það voru t.d. ekki bankaráðs-
menn sem sögðu frá því hvaða
reglur giltu um bílafríðindi né
heldur um lífeyrismál banka-
stjóra ríkisbankanna."