NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 03.12.1985, Qupperneq 3

NT - 03.12.1985, Qupperneq 3
 fff? Þriðjudagur 3. desember 1985 3 uJJ Fréttir Afnám vísitölubindingar á skammtímabankalánum: Fjármálaráðherra tekur undir sjónarmið framsóknar - sagði AlexanderStefánssonfélagsmálaráðherra i Af þingi Fyrir- spurnir ■ Eftirfarandi fyrirspurnir hafa verið lagðar fram á Alþingi: Lánsfjárfyrirheit vegna kaupa á togaranum Má er efni fyrirspurnar frá Eiði Guðnasyni. Kaup á Dauphin-þyrluLandhelgis gæslunnar er efni fyrirspurnar sem Guðrún Helgadóttir hefur lagt fram. Upptaka ólöglegs sjávarafla er efni fyrirspurnar sem Skúli Alex- andersson stendur að. ■ „Ég fagna því að núverandi fjármálaráðherra taki undir það sjón- armið okkar framsóknarmanna að það beri að fella niður verðtryggingu á lánum sem veitt eru til skemmri tíma. Ég hef hvað eftir annað lagt til að lán upp að fimm árum verði utan lánskjaravísitölu," sagði Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra í sam- tali við NT. „Þáð er eðlilegra að þessi skammtímalán verði sett undir for- vaxtakjörin. Menn hafa lengi rætt slíka ráðstöfun en það hefur aldrei náð fram að ganga.“ Tillaga Þorsteins Pálssonar fjár- málaráðherra um afnám vísitölubind- ingar skammtímabankalána mun væntanlega verða lögð fyrir ríkis- stjórnina í dag. Umfjöllun um hag byggjenda og kaupenda íbúðarhús- næðis hefur leitt í ljós að það eru fyrst og fremst slík lán sem valda greiðslu- erfiðleikum um þessar mundir. „Framkvæmd þessarar breytingar mun að sjáifsögðu ekki verða vand- ræðalaus. Það þarf að samræma með- ferð vaxta svo eitthvað sé nefnt. Miðað við lýsingar sem maður hefur heyrt er ljóst að meðferð á þessum verðbótaþætti er misjöfn í þjóðfélag- inu og ýmsir samningar eru með- höndlaðir þannig í skjóli verðtrygg- ingar að vafasamt getur talist," sagði Alexander. „Ef breyta á notkun láns- kjaravísitölunnar verður auðvitað að setja um það ákveðnar reglur en það yrði jákvætt spor ef þetta yrði hvati til heildarendurskoðunar á notkun hennar. Ég vil þó taka fram að allt tal um að taka lánskjaravísitöluna úr sambandi í heild sinni hlýtur að miðast við stórkostlegar breytingar á öllum sviðum fjármála." Er félagsmálaráðherra var spurður um gildi þess að heyrst hefðu óánægjuraddir innan peningakerfis- ins vegna fyrirhugaðs afnáms vísitölu- bindingar skammtímalána þá benti hann á að nýlega hefði veri haldinn fundur með fulltrúum viðskiptabanka og sparisjóða. Fundurinn var haldinn að frumkvæði félagsmálaráðherra í sameiningu með viðskiptaráðherra. Alexander sagði að þeim ulmælum hefði verið beint til fyrrnefndra full- trúa að stofnanir þeirra kæmu inn í lausn á húsnæðisvandanum með skuldbreytingum og lengingu lána. Þetta yrði gert í samstarfi við ráð- gjafastofnun Húsnæðisstofnunar. „Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ríkisvaldið leitar til fulltrúa viðskipta- banka og sparisjóða í þessum tilgangi og nú sem áður voru viðtökur þeirra til þessa máls mjög jákvæðar," sagði Alexander. Hafskipsmálið: w Oljóst af hverjum Eimskip kaupir - Útvegsbankinn lofar að upplýsa málið þegar samningar nást ■ Þrátt fyrir miklar fundarsetur Eimskipafélagsmanna og banka- stjórnar Útvegsbankans um helgina, er enn allt á huldu hvernig samkomu- lag bankans og Eimskips verður, en allt bendir til að það ráðist í dag eða á morgun. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskip, sagði við NT í gær að verið væri að skoða allar lagahliðar á mál- inu, en enn er óljóst hvort Eimskip kaupir af Hafskip, íslenska skipafé- laginu eða Útvegsbankanum. Sagði hann að í sjálfu sér skipti það Eimskip engu hver seljandinn væri, eða hvort Hafskip yrði gert gjaldþrota er kaupin El Salvador-nefndin: Söfnun fyrir sjúkrastöð ■ E1 Salvador- nefndin á íslandi, hefur í samráði við launþegasamtök- in, m.a. BSRB og ASÍ, ákveðið að vera með fjársöfnun um allt land til stuðnings sjúkrastöð í Santa Barbara, í nágrenni höfuðborgarinnar San Sal- vador. Þetta er gert í framhaldi af beiðni sem barst frá sjúkrastöðinni og er ætlunin að safna um 400 þúsund krónum, sem á að nægja til þriggja mánaða reksturs sjúkrastöðvarinnar. Borgarastríð geisar í E1 Salvador og vaxandi loftárásir stjórnarhersins gera stríðið enn mannskæðara en áður. Loftárásirnar beinast að þeim svæðum sem hafa losað sig undan ógnarstjóminni, en þar reyna íbúar að halda uppi skólastarfi, heilbrigðis- þjónustu og annarri félagslegri þjón- ustu. Loftárásirnar hafa margfaldað þá erfiðleika sem heilbrigðisþjónustan á við að etja og voru þeir ærnir fyrir. Til sveitar er t.d. aðeins einn læknir á hverja 25 þúsund íbúa. Læknadeild Háskólans í San Salva- dor var eyðilögð af stjómarhernum 1980 og hefur engin formleg lækna- menntun verið í landinu síðan. íbúar hafa brugðist við þessu með að byggja upp sínar eigin sjúkrastöðv- ar oft með stuðningi hjálparsamtaka erlendis. Sjúkrastöðin í Santa Bar- bara er ein þessara sjúkrastöðva og verður þetta heilsugæslustarf stutt með söfnuninni nú. Gíróreikningar söfnunarinnar er 303-26-10401. ættu sér stað. Það væri hinsvegar á hreinu að Eimskip keypti ekki eign- irnar með áhvílandi skuldum. Ef Eimskip tekur yfir eignir Haf- skips mun þurfa að fjölga starfsfólki hjá Eimskip um nokkra tugi. Var Hörður spurður hvort starfsmenn Hafskips og íslenska skipafélagsins hefðu forgang um atvinnu. Taldi Hörður það ekkert óeðlilegt. Halldór Guðbjarnarson, banka- stjóri Útvegsbankans, sagði við NT í gær, að bankastjórar Útvegsbankans væru í erfiðri aðstöðu, að þurfa að sitja undir stöðugri gagnrýni án þess að geta borið hönd yfir höfuð. Sagðist hann ekki geta tjáð sig um einstaka þætti málsins, en lofaði að ef og þegar samningar við Eimskip nást, sem hann bjóst við að yrði nú á næstu dögum, yrði málið upplýst, að svo miklu leyti sem bankanum er heimilt samkvæmt lögum. Halldór var spurður hversvegna viðvaranir bankaeftirlitsins hefðu verið hafðar að engu, en það kom fram í samtali við Þórð Olafsson, forstöðumann Bankaeftirlitsins, í sjónvarpinu, að bankastjórn Útvegs- bankans hefði ítrekað verið vöruð við þeirri hættu sem fælist í hinni miklu fyrirgreiðslu við Hafskip. Sagðist Halldór ekki geta svarað fyrir fyrirrennara sína í bankastjóra- stólunum en hann gæti svarað fyrir þá skýrslu sem bankanum barst um mitt þetta ár. Sagði liann að það hefði verið rútínurannsókn og ekki beinst neitt sérstaklega að Hafskipsmálinu. ■ Jólaskreytingarnar hefðbundnu í Austurstræti voru settar upp í fyrrinótt af borgarstarfsmönnum og þá er jólaösinni ekkert að vanbúnaði. nt mynd Svemr. Jólaljósin farin að lýsa - og verslunin blómgast ■ Starfsmenn á vegum Reykjavík- urborgar eru farnir að huga að jóla- Ijósunum í borginni því hátíð fer í Itönd. Það sýnir sig líka að fólk er farið að undirbúa jólahátíðina því undanfarna daga hefur mátt sjá óvenjumargt fólk að versla í miðborginni. NT hafði samband við nokkra verslunarstjóra og segja þeir að allt bendi til þess að verslunin verði með svipuðu sniði og undanfarin jól. Um- ferðin um neðri hluta Laugavegarins tók mikinn kipp þegar gatan var aftur opnuð eftir lagfæringarnar sem á henni voru gerðar en kaupmenn þar um slóðir hafa nú opið til klukkan 16 á laugardögum eins og tíðkast víðast í nágrannalöndum okkar. „Mér finnst þetta vera heldur fyrr á ferðinni hjá okkur ef eitthvað er,“ segir Árni Einarsson framkvæmda- stjóri hjá Máli og menningu. „Við fórum nokkuð fyrr af stað með auglýsingar nú en áður og það hefur greinilega haft sitt að segja auk þess sem verslunin á laugardögum hefur verið tíföld á við það sem hún hefur áður verið. Miðað við útkom- una síðastliðna þrjá laugardaga held ég að sérverslanirnar þurfi ekki að kvíða neinu.“ Sigurður Magnússon verslunar- stjóri hjá Geysi segir að verslunin virðist vera að taka kipp þessa dag- ana. „Við fundum vel fyrir þessu nú um helgina en það er það fyrsta sem maður verður var við að jólin fari í hönd. Síðasti mánuður var þó ekki eins kraftmikill og í fyrra þannig að það bendir margt til að fólk velti betur krónunum fyrir sér en oft áður. Hjá okkur er það þó þannig að verslunin fer ekki að taka verulega við sér fyrr en eftir 10. desember en mér sýnist allt benda til þess að þetta verði með svipuðu sniði og verið hefur undanfarin ár.“ Leitað að tvítugum manni í ofsaveðri ' fannst eftir Jfklst hrakn heil/ inga é húfj ■ Leitarflokkar voru kallaðir út frá Egilsstöðum, Vopnafirði, og Nes- kaupstað seint á laugardagskvöldið til leitar að tvítugum manni, Viggó Má Eiríkssyni, eftir að félagar hans sem komu til móts við hann á Hellis- heiði eystra, urðu ekki varir við hann. Viggó hafði þá lagt upp á vélsleða frá Hólmatungu í Jökulsárhlíð kl. 17.30 fyrr um daginn, og ætlaði yfir Hellisheiði til Vopnafjarðar, en slæmt veður varð til þess að hann villtist af leið. „Rétt fyrir miðnætti fóru menn frá Vopnafirði af stað til leitar á þremur snjósleðum," sagði Jón Hávarður Jónsson formaður björgunarsveitar- innar á Egilsstöðum, í samtali við NT. „Skömmu seinna bættust við menn frá Jökulsárhlíð sem röktu slóð hans að snjósleða sem hann hafði skilið eftir. Tókst þeim að rekja slóðina að Jökuldal, sem er þarna skammt frá þeim stað sern Viggó lagði upp. Þegar líða tók á nóttina versnuðu mjög leitarskilyrði og þótt enn fleiri leitarmenn bættust við, þeir urðu um 110 alls, varð leitin að mestu leyti að liggja niðri þangað til að birta fór á ný. Þáð var því ekki fyrr en um kl. 14.20 á sunnudag, sem Viggó fannst í Fagradal, sem er afdalur frá Jökuls- árdal, en þar hafði hann grafið sig í snjó, en var samt furðu málhress þótt hann væri gegnkaldur og blautur eftir 21 klst. hrakninga og varð honum ekki meint af volkinu að nokkru ráði,“ sagði Jón að lokum, en í gærkvöldi var haldinn fundur meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni, og var mál manna að í heild hefði leitin tekist vel.

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.