NT - 03.12.1985, Síða 10
Fáein kveðjuorð.
Með Jóni Kjartanssyni er fallinn
frá einhver sá mætasti maður, sem ég
hef kynnst. Jón var mætur vegna
eigin mannkosta. Hann var sannur
drengskaparmaður.
Jón var samvinnu- ogfélagshyggju-
maður af hugsjón. Hann kynntist því
í verki í uppeldi og áratugastarfi í
heimabyggð sinni, Siglufirði, og sam-
einaðir lyfta mennirnir Grettistaki.
Honum var hins vegar ljóst, að engin
samtök eru sterkari en einstakling-
arnir, sem mynda þau, og mat því
ætíð dugmikla og framtakssama
menn. Kraftur og framtak var honurn
sjálfum í blóð borið og það sýndi
hann í verki.
Jón Kjartansson var um áratuga-
skeið í forystusveit framsóknar-
manna. Hann sat lengi á vegum
flokksins í bæjarstjórn Siglufjarðar
og var bæjarstjóri í nálægt því áratug.
Jón átti sæti í miðstjórn Framsóknar-
flokksins frá 1946.
Til Reykjavíkur fluttist Jón ásamt
fjölskyldu sinni 1958, þegar hann lét
af starfi bæjarstjóra. Arið 1961 varð
hann forstjóri Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins og gegndi því
ábyrgðarmikla starfi til dauðadags.
Eftir að Jón fluttist til Reykjavíkur,
fók hann sem fyrr mikinn þátt í
flokksstarfinu. Hann var meðal ann-
ars í framboði í Norðurlandskjör-
dæmi vestra og sat á tveimur þingum.
Jón átti sæti í blaðstjórn Tímans og
gegndi ótal fleiri trúnaðarstörfum fyr-
ir flokk sinn, enda minnist ég þess
aldrei, að Jón hafi neitað þegar til
hans var leitað.
En þótt Jón hefði ákveðnar
skoðanir og væri þeim trúr, unni hann
öðrum þess vel að hafa sínar. Hann
var sjálfur hreinskilinn og þann kost
mat hann við aðra, enda átti hann
fjölda kunningja í öðrum flokkum.
Hvenær sem saman komu félagar og
vinir, var hann hrókur alls fagnaðar.
Svo var á samkomum flokksins og
ekki síður, hygg ég, í hópi Siglfirð-
inga.
Jóni Kjartanssyni kynntist ég eink-
um síðustu tvo áratugina og lærði að
meta hann meir með hverju ári. Fyrir
þau kynni er ég þakklátur. Ég þakka
einnig mikil og góð störf fyrir Fram-
sóknarflokkinn . Með Jóni er geng-
inn góður drengur og félagi.
Jón var mikill hamingjumaður í
einkalífi sínu. Eiginkona Jóns, Pórný
Tómasdóttir, börn þeirra og fjöl-
skyldur, eiga mína dýpstu samúð.
Steingrímur Hermannsson
Kynni okkar Jóns Kjartanssonar
hófust í Reykjavík veturinn 1934—’35.
Hann var þá nemandi í Samvinnu-
skólanum en ég í Kennaraskólanum.
Við tókum báðir þátt í félagslegum
samskiptum skólanna og einnig við
aðra skóla. Pá tókst með okkur
vinátta, sem enginn bilbugur hefur
verið á í meir en hálfa öld. Mér finnst
stutt síðan ég sá Jón í fyrsta sinn -
glaðan en virðulegan - leiftrandi af
góðum áformum og háum hugsjón-
um. Hann hefur æ síðan verið í hópi
minna kærustu vina. Góðvild hans og
umhyggjusemi hefur verið sem ljós á
lífsbrautinni. Pað syrtir að er slíkir
menn kveðja jafn snögglega. í brjósti
hans sló stórt og hlýtt hjarta. Hann
var mótaður við móðurkné af góðhug
og ástúð til alls Sem lifir. Slíkur
maður hlaut að njóta mannhylli og
vináttu margra. Sú varð raunin á. Nú
er skarð fyrir skildi.
„En á bjartan orðstír aldrei fellur
umgjörðin er góðra drengja hjörtu. “
Ég kom fyrst á æskuheimili Jóns í
Siglufirði í desember 1939. Þá kynnt-
ist ég móður hans Jónínu Tómasdótt-
ur - eftirminnilegri ágætiskonu, sem
ég lærði margt af. Jónína var orðin
ekkja, þegar hér var komið. Jón var
einkasonur hennar - Helgi var látinn
fyrir all mörgum árum, rúmlega tví-
tugur að aldri. Mikill myndarmaður
að allra dómi. Þarna kynntist ég því
best, hvernig góður einkasonur er
móður sinni. Ég átti eftir að fylgjast
með því betur. Öll árin sem Jón bjó
í Siglufirði eftir þetta eða til 1958 kom
ég árlega þangað vegna sérstakra
starfa minna þar og raunar talsvert
lengur. Ég var tíður gestur á heimili
þeirra. Eftir að Jón og Þórný Tómas-
dóttir stofnuðu sitt myndarlega heim-
ili 1945 var sama uppi á teningnum.
Ég sá þrjú elstu börnin vaxa þar upp
- kát og fjörug - við ástríki góðra
foreldra. Það fjórða fæddist eftir að
flutt var til Reykjavíkur. Jónína bjó
áfram í húsinu sínu við Norðurstíg,
en Jón byggði að nokkrum árum
liðnum - stórhýsi norðan við það.
Gestrisnin, góðvildin og hlýjan, sem
einkenndi æskuheimili Jóns, setti
einnig svipmót á hið nýja heimili.
Þórný stóð strax á glæsilegan hátt við
hlið hans og það hefur hún gert af
miklum sóma í 40 ár. Þeir eru margir,
sem eiga góðar minningar frá þeim
rausnargarði.
Þrír voru meginþættirnir í ævistarfi
Jóns. Verkstjóri hjá Síldarverksmiðj-
um ríkisins, bæjarstóri á Siglufirði og
forstjóri ÁTVR, auk fleiri verkefna í
styttri tíma. Öll þessi störf fórust
honum vel úr hendi. Samstarf hans
við fólkið - sem vann við framan-
greindar stofnanir var með sérstökum
ágætum. Hann átti hvarvetna vin-
sældum að mæta og vitnisburður hans
um starfsfólkið var sérstaklega góður.
Allt bar þetta vott um góðan starfs-
anda á vinnustöðunum, enda vart við
öðru að búast.
Áhugi Jóns fyrir þjóðmálum kom
fljótt í ljós og rúmlega þrítugur að
aldri var hann kjörinn bæjarstjóri í
Siglufirði. Hann var 1. varaþingmað-
ur Framsóknarflokksins í Norður-
landskjördæmi vestra frá 1959 og
þingmaður þar 1969-71, eftir fráfall
Skúla Guðmundssonar alþm. Hann
sat alls á 11 þingum - einhvern tíma.
í miðstjórn Framsóknarflokksins var
hann í áratugi og gegndi auk þess
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
flokkinn, sem hann rækti með ágæt-
um. Lifandi áhugi Jóns fyrir málefn-
um Framsóknarflokksins og þátttaka
hans í ýmsum félagsmálahreyfing-
um, gerðu hann að áhrifamanni
innan flokksins um langt skeið.
Hann var áhugamaður um málefni
kirkjunnar, enda kominn af kunnum
prestaættum í báðar ættir. Var for-
maður Hjálparstofnunar kirkjunnar í
10 ár, auk fleiri trúnaðarstarfa á þeim
vettvangi.
Siglfirðingur var fagurt orð í munni
Jóns. Mér fannst hann bera það fram
með sérstökum málhreim og setja
upp hátíðlegan svip. Það fól í sér
djúpa merkingu og snerti marga
strengi. Það fól einnig í sér viðkvæmni
og stolt. Jón var bæjarstjóri í Siglu-
firði í 9 ár. Hann hóf störf sín
nokkrum árum eftir að síldin hvarf
endanlega eða 1949.
Jón barðist ótrauður fyrir nýrri
uppbyggingu atvinnulífsins með
togurum og öðrum atvinnutækjum.
Áður hafði Siglufjörður nær eingöngu
treyst á síldina. Þegar hún hvarf
fyrirvaralítið varð ógnvekjandi at-
vinnuleysi. Mér líður seint úr minni
sú bjartsýni, kjarkur og stórhugur,
sem einkenndi baráttu Jóns á víg-
stöðvunum hér syðra fyrir endurreisn
atvinnulífsins í Siglufirði. Honum
varð ótrúlega mikið ágengt - svo
okkur vinum, hans ýmsum - þótti
árangurinn stundum nálgast krafta-
verk. Hann sótti ekki mál sitt með
betlistaf í hendi, heldur á þeim sögu-
legu staðreyndum að Siglufjörður
hefði í áratugi verið gullkista fyrir
þjóðarbúið og nú væri komið að
endurgreiðslu af illri nauðsyn. Hann
bar höfuðið hátt og flutti mál sitt af
myndugleika. Hæfileikar hans voru
miklir til að laða saman hin ólíkustu
öfl til sameiginlegrar baráttu fyrir
málstað Siglufjarðar.
Eitt sinn samþykkti ríkisstjórnin
tiltekinn stuðning við málefni Siglu-
fjarðar gegn þvf, að bærinn afhenti
ríkinu Skeiðsfossvirkjun, sem þá var
ekki margra ára gömul. Þá þótti Jóni
umbjóðendum sínum misboðið og
sagði nei á stundinni, án þess að ræða
það við einn eða annan. Honum
fannst virkjunin þá vera eina ljósglæt-
an í því svartnætti, sem fram undan
væri í málum bæjarins. Fallið var frá
skilyrði þessu vegna einbeitni Jóns og
er Siglufjörður enn eigandi Skeiðs-
fossvirkjunar. Þegar Jón hvarf úr
starfi bæjarstjóra í ársbyrjun 1958
hafði mikið áunnist og atvinnulífið
byggt upp af togurum og fiskibátum,
sem ekki voru bundnir síldveiðum.
Þannig var bænum bjargað frá eyð-
ingu sem annars hefði orðið á nokkr-
um árum.
Jón var ákaflega félagslega sinnað-
ur maður. Kom víða við og eftirsóttur
til forustu. Hann var starfssamur,
bjartsýnn og óragur að takast á við
verkefnin. Hann vildi ætíð láta gott af
sér leiða í hverju máli, sem hann vann
að. í góðra vina hópi var hann glaður
og reifur. Hafði skemmtilega frásagn-
argáfu og gat á stundum brugðið sér
í gerfi leikarans. Háttvísin brást hon-
um hinsvegar aldrei. Hann var allra
manna vinsælastur. Margir sakna nú
góðs vinar, er hann hverfur af þessum
heimi. Það á við um Jón, sem sagt var
um annan merkan íslending, sem féll
sviplega frá, á öldinni sem leið:
,Aður sat ítur með glöðum
og orðum vel skipti.
Nú reikar harmur í húsum
og bryggð á þjóðbrautum. “
Hugljúfur vinur er kvaddur. Hon-
um er þökkuð samfylgdin og fjöl-
skyldunni sendar einlægar samúðar-
kveðjur.
Dan. Ágústínusson
Kveðja f rá f ramsóknarmönnum
í Siglufirði
Jón Kjartansson forstjóri andaðist
21. nóvember s.l. á heimili sonar síns
í Hamborg. Jón fæddist í Siglufirði 5.
júní 1917 sonur Kjartans Jónssonar
byggingameistara og konu hans frú
Jónínu Tómasdóttur kaupkonu. Jón
ólst upp í Siglufirði og tók próf frá
Samvinnuskólanum árið 1935, það ár
varð hann verkstjóri hjá Síldarverk-
smiðjum ríkisins í Siglufirði og var
það til ársins 1942, að hann tók við
skrifstofustjórn hjá Þormóði Eyjólfs-
syni h.f.
Jón hafði á þessum árum auk þess
margvísleg önnur störf á hendi, hann
var umboðsm. Samvinnutrygginga,
Flugfélags íslands, rak síldarsöltun
og tók þátt í útgerð ofl.
Jón tók mjög virkan þátt í starfi
Framsóknarfélags Siglufjarðar á þess-
um árum. Hann var kosinn formaður
í félaginu í febrúar 1948 og form.
trúnaðarráðs 1949.
Það ár var Jón ráðinn bæjarstjóri
Siglufjarðar og gegndi hann því starfi
í tvö kjörtímabil.
Það voru erfið ár, eftir hvarf síldar-
innar, við þær ytri aðstæður, þegar að
Siglufjörður var ekki lengur sú gull-
kista landsmanna, sem hann hafði
verið undanfarna áratugi.
Bæjarbúar voru þá á fjórða þús-
undið og kreppa í atvinnulífinu.
Reyndi þá mjög á Jón og sýndi hann
þá einstakan dugnað, ósérhlífni og
útsjónarsemi við endurreisn atvinnu-
lífsins.
Stofnuð var Bæjarútgerð Siglu-
fjarðar, keyptur annar togari og
Skeiðsfossvirkjun stækkuð um helm-
ing svo nokkuð sé nefnt.
Fleyg urðu sum samskipti Jóns við
stjórnvöld á þessum árum svo að-
gangsharður gat hann verið við þau,
því ekkert var Siglufirði of gott.
Á Jón hlóðust margháttuð störf,
hann var í miðstjórn Framsóknar-
flokksins frá 1946, sat í stjórn Síldar-
verksmiðja ríkisins frá 1947. Vara-
þingmaður á 9 þingum og eftir fráfall
Skúla Guðmundssonar 1969 þing-
maður Norðurlandskjördæmis vestra
til 1971.
Árið 1957 flytur fjölskyldan til
Reykjavíkur og tekur Jón við for-
stjórastarfi Áfengisverslunar ríkisins
sem síðar verður Áfengis og tóbaks-
verslun ríkisins, sem hann sinnti til
dauðadags.
Hlóðust á hann margháttuð störf,
hann var í blaðstjórn Tímans, Blaða-
prents hf., formaður í Siglfirðingafé-
laginu, ræðismaður Finnlands svo
nokkuð sé nefnt.
í dagsins önn var gott að hitta Jón,
alltaf var hann með hugann við Siglu-
fjörð, fólkið heima eins og hann
gjarna tók til orða, atvinnulífið og
mannlífið allt.
Ekkert var honum óviðkomandi
sem snerti Siglufjörð. FjölmargirSigl-
firðingar sem fluttust til Reykjavíkur
fengu hjá honum hvatningu og upp-
örvun auk annarrar hjálpsemi við
búsetuskiptin, þar er nú skarð fyrir
skildi.
Ég minnist hans í haust þegar
endurbygging S.R. 46 var tekin í
notkun og loðnuveiðar hófust, hversu
glaður hann var þegar viss áfangi var
tekinn í notkun og S.R. 46, verk-
smiðjan sem hann sá rísa varð tækni-
væddasta verksmiðja landsins. Hann
hafði óbilandi trú á íslensku hugviti
og dugnaði. Hann var ætíð fullur
bjartsýni, góðvild og hjálpsemi voru
hans bestu eiginleikar, þannig minn-
umst við hans.
Um leið og ég þakka fyrir persónu-
leg kynni og samstarf, vil ég fyrir
hönd Framsóknarfélaganna í Siglu-
firði senda eftirlifandi konu hans, frú
Þórnýju Tómasdóttur og ástvinum
hugheilar samúðarkveðjur.
Sverrir Sveinsson
Kveðja frá Siglufirði
Fimmtudaginn 21. nóvember s.l.
varð Jón Kjartansson fyrrum bæjar-
stjóri í Siglufirði bráðkvaddur.
Með Jóni Kjartanssyni er genginn
■ Jón Kjartansson á skrifstofu sinni hjá ÁTVR.
■ Jón Kjartansson á heimili sinu að Háteigsvegi 44 Reykjavík.