NT - 03.12.1985, Side 11
MAiudagur 3. desember 1985 11
Síldarverksmiðjur ríkisins, fyrsta
stóriðjan á íslandi, hafa verið og eru,
stærsti aflgjafi atvinnulífsins í Siglu-
firði. Pessu fyrirtæki tengdist Jón
snemma, fyrst sem sendisveinn, en
innan við tvítugt orðinn verkstjóri.
í stjórn þessa fyrirtækis hefur hann
átt sæti um árabil, og síðari ár sem
varaformaður stjórnarinnar.
í stjórnarstörfum sínum, hjá þessu
stóra fyrirtæki, sýndi hann eins og
endra nær í störfum sínum, dugnað,
árvekni og fyrirhyggju, og fullyrða
má að starfsemi Síldarverksmiðja
ríkisins á Siglufirði væri ekki með
þeirri reisn sem nú er, hefði Jóns
Kjartanssonar ekki notið við.
Það var því örugglega með mikilli
ánægju, sem þessi sanni vinur Siglu-
fjarðar ræsti nýja tölvustýrða vélbún-
aðinn hjá S.R. í haust við hátíðlegt
tækifæri, og þar með eina fullkomn-
ustu verksmiðju í heimi á þessu sviði.
Með þessum fáu og fátæklegu orð-
um vil ég fyrir hönd Bæjarstjórnar
Siglufjarðar og Siglfirðinga allra
þakka Jóni Kjartanssyni öll þau
ómetanlegu störf, sem hann hefur
innt af hendi í þágu Siglufjarðar.
Siglfirðingar sakna vinar í stað.
Þórnýju, börnum, tengdabörnum
og barnabörnum sendum við okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Bogi Sigurbjörnsson,
forseti bæjarstjórnar.
f>að var vor við Sigiufjörð, þegar
sólin fyllir fjörðinn geislum sínum og
varpar ljóma yfir allt og alla. Sköpun
Guðs og mannanna verk eru umvafin
birtu sólarljóssins svo sterklega, að
bjarmi hennar merkir mannlífið.
Pannig vekur sólin mönnum von og
kraft, djörfug og framtak.
Það var vor við Siglufjörð, þegar
Jón Kjartansson fæddist þar 5. júní
árið 1917. Þaö var líkt og vorið byggi
í Jóni alla tíð, hugmyndaauðgi, fyrir-
ætlanir og framtakssemi stórbrotin og
krafturinn og áhuginn mikill, þegar
tekist var á við hin ólíkustu verkefni,
skipulagshæfileikar frábærir, verk-
efnið skoðað frá öllum hliðum, allir
hugsanlegir möguleíkar athugaðir og
reiknað með óvæntum stefnum, sem
málið kynni að taka og þær íhugaðar.
Forustuhæfileikar Jóns og útsjónar-
semi voru ótvíræð. Komu þeir eigin-
leikar vel fram bæði í margvíslegum
störfum, sem hann gegndi um æfina
og í þjónustu við land og lýð.
Það var vor við Siglufjörð. Siglu-
fjörður var Jóni alltaf mjög kær enda
borinn þar og barnfæddur. Hann
helgaði einnig mjög þeim stað alla
starfskrafta sína um árabil. Eftir að
hann flutti til Reykjavíkur, fylgdist
hann grant með öllu, sem gerðist fyrir
norðan og Iagði þeim málum lið eftir
mætti, sem til heilla horfði fyrir
byggðarlagið og íbúa þess. Hugur
hans til Hvanneyrarkirkju var hlýr og
djúpstæður og sýndi hann þakklæti
sitt í verki til hennar, þakklæti fyrir
mikilvægar stundir og heillavænlega
mótun, sem streymir frá kirkjunni inn
í samfélagið og líf hvers einstaklings.
Ó, skapari, hvað skulda ég?
Eg skulda fyrir vit og mál.
Mín skuid er stór og skelfileg,
ég skulda fyrir lífog sál.
Ég skuida fyrir öli mín ár
og a/iar gjafir, fjör og dáð,
í sku/d er lán, í skuld er tár,
í sku/d er, Drottinn, öll þín náð.
Þessi sálmavers Matthíasar Joc-
humssonar voru á vörum Jóns einu
sinni, þegar hann hvarf á fund í
Hjálparstofnun kirkjunnar, en þar
var hann stjórnarformaður fyrstu tíu
ár starfseminnar og átti sinn þátt í því
að beina henni inn á þær farsælu
brautir, sem hún hefur fetað síðan.
Þessi orð sálmaskáldsins, fannst Jóni,
skýra eðli og veru hjálparstofnunar,
sem kirkjan starfrækir, en um leið
lýsa þau mannskilningi Jóns, lífsskoð-
un og stefnu, enda var Jón ötull að
leggja góðum málum lið. Þannig
gekk hann um veg lífsins, að lífið er
gjöf Guðs, sem hverjum og einum er
trúað fyrir, því er ábyrgð mannsins
mikil á lífi sínu og umhverfi og
honum ber að ávaxta vel sitt pund.
Jóni var ákaflega ljóst mikilvægi
þess arfs, sem fortíðin hefur lagt
okkur í skaut og nauðsyn þess að
varðveita þennan dýrmæta arf. Að
Jóni stóðu stórar og merkar ættir,
frændgarður því mikill að vöxtum,
sem hann rækti vel og mat mikils.
Honum varmikiðímun.aðarfurinn,
sem hann hlaut, flyttist áfram, arfur
menningar og lífsskoðunar, sem er
undirstaða þeirrar þjóðmenningar,
sem fslendingar byggja á í samtíman-
um.
Jón var mikill lánsmaður í fjöl-
skyldulífi sínu, var kvæntur framúr-
skarandi myndarlegri konu, Þórnýju
Tómasdóttur, sem bjó manni sínum
og börnum þeirra fjórum einstaklega
hlýlegt og fallegt heimili, og þangað
sótti Jón endurnýjun og endurnær-
ingu til nýrra átaka. Naut ríkulega
samvista við fjölskyldu sína, tengda-
börn og barnabörn. Leið honum
jafnan best, þegar þau voru öll saman
og voru það ávallt stórar stundir í
huga hans, þegar þau settust til borðs
og mikit hátíð.
Það var vor og það var hátið að
vera með Jóni Kjartanssyni, maður
veitull, gestrisinn og rausnarlegur,
hlýlegur í viðmóti og aðlaðandi. Þau
hjónin voru ákaflega samhent í því að
taka vel á móti gestum sínum og búa
tækifærinu þann ramma, sem hæfði,
Jón skemmtinn og skrafhreifinn, orð-
heppinn og hnyttinyrtur, litríkur og
fylginn sér.
Það heíur stórt skarð og vandfyllt
myndast. Jón var það stór í huga
þeirra, sem kynntust honum, enda
setti hann mikinn svip á umhverfi sitt
og samtíð. Hans verður minnst og
saknað.
Efst í huga mér og fjölskyldu
minnar er þakklæti fyrir vináttu,
elskulegheit og stuðning.
Drottinn gaf og Drottinn tók,
lofað veri nafn Drottins.
(Job. 1:2/).
einn mætasti sonur Siglufjarðar, sem
ætíð var reiðubúinn að fórna kröftum
sínum fyrir málefni Siglfirðinga og
Siglufjarðar.
Þegar fréttin um lát þessa trausta
og góða vinar Siglfirðinga barst til
bæjarins, var fólki efst í huga söknuð-
ur og þakklæti. Söknuður vegna vinar
í stað, sem ætíð leit á Siglfirðinga sem
eina heild, hvort sem var heima eða
heiman og þakklæti fyrir öll þau
fórnfúsu og óeigingjörnu störf sem
hann innti af hendi í þágu bæjarbúa
allt sitt líf.
Jón Kjartansson var fæddur 5. júní
1917, og var því 68 ára er hann féll frá.
Fyrstu 40 ár ævi sinnar átti hann
heima í Siglufirði, eða þar til hann
gerðist forstjóri Áfengisverslunar
ríkisins árið 1957.
Á Siglufjarðarárum sínum gegndi
Jón margvíslegum störfum, þar til
hann gerðist bæjarstjóri Siglfirðinga
árið 1949.
Bæjarstjórastarfinu gegndi hann til
ársins 1958.
Á þessu tímabili voru miklir erfið-
leikar hjá bæjarfélaginu, vegna brott-
hvarfs síldarinnar, og þeirra áfalla
sem bæjarfélagið varð fyrir þegar
atvinnulífið hreinlega lagðist i rúst.
í störfum sínum sem bæjarstjóri
sýndi Jón hversu gífurlegur baráttu-
maður hann var, er hann barðist fyrir
enduruppbyggingu og endursköpun
atvinnulífs bæjarins á þessum tíma.
Hann hafði forgöngu af hálfu
bæjarfélagsins um togaraútgerð og að
frystihúsrekstur og fiskvinnsla var
hafið, sem sókn til nýrrar atvinnuupp-
byggingar, á þessum tíma. Sá sem
þetta skrifar minnist skemmtilegrar
frásagnar Jóns, af ótrúlegri baráttu
hans í Reykjavík, þegar hann fór
suður, eins og sagt var til þess að
sækja togarann Hafliða.
■ Jón Kjartansson ásamt vígslubiskupunum sr. Sigurði Guðmundssyni t.v. og sr. Ólaffi Skúlasyni t.h.
Fegurð vetrarnæturinnar og friður
voru mikil er gengið var úr kirkju
eftir að Jón hafði verið þangað
borinn, hann var kominn heim og
náttúran skartaði.
Megi friður og fegurð ríkja í
minningunni um Jón Kjartansson.
Tómas Sveinsson
Jóns Kjartanssonar minnst
á Alþingi
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
forseti Sameinaðs þings minntist Jóns
Kjartanssonar á Alþingi á eftirfarandi
hátt:
„Jón Kjartansson, forstjóri og fyrr-
verandi alþingismaður varð bráð-
kvaddur síðastliðinn fimmtudag, 21.
nóvember, 68 ára að aldri. Hann var
þá staddur á heimili sonar síns í
Hamborg.
Jón Kjartansson var fæddur á Siglu-
firði 5. júní 1917. Foreldrar hans voru
Kjartan byggingarmeistari þar
Jónsson, síðast prófasts að Hofi í
Vopnafirði og kona hans, Jónína
Tómasdóttir prests á Hvanneyri í
Siglufirði, síðar að Barði í Fljótum
Bjarnasonar. Hann lauk prófi frá
Samvinnuskólanum vorið 1935 og fór
náms- og kynnisför til Danmerkur og
Noregs 1938. Verkstjóri við Síldar-
verksmiðjur ríkisins á Siglufirði var
hann 1935-1942. Hann var 1943-1946
skrifstofustjóri Þórmóðs Eyjólfsson-
ar, hlutafélags sem annaðist skipa-
afgreiðslu og hafði umboð trygginga-
félaga. Þá var hann umboðsmaður
Samvinnutrygginga, Flugfélags ís-
lands og fleira félaga 1947-1949 og
rak jafnframt eigin söltunarstöð og
útgerð í félagi við annan Siglfirðing
1947-1948. Hann var bæjarstjóri á
Siglufirði 1949-1958, forstjóri Áfeng-
isverslunar ríkisins 1957-1961 og síð-
an forstjóri Áfengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins frá 1961 til dánardags.
Jón Kjartansson var í stjórn Síldar-
verksmiðja ríkisins ýmist sem aðal-
maður eða varamaður frá 1947. Hann
var vararæðismaður Finnlands á
Norðurlandi 1953-1958 og aðal-
ræðismaður Finnlands á lslandi 1965-
1968. Formaður stjórnarnefndar
Hjálparstofnunar kirkjunnar var
hann 1969-1979, í stjórn stofnunar-
innar Aðstoðar íslands við þróunar-
löndinfrá 1971 og kjörinn endurskoð-
andi Útvegsbanka íslands frá 1971.
Frá 1977 var hann í fulltrúaráði
sjálfseignarstofnunarinnar um rekst-
ur Landakotsspítala. Hann var fyrsti
varamaður þingmanna Framsóknar-
flokksins í fjarveru aðalmanna á öll-
um þingum nema einu til vors 1969,
á 9 þingum alls. Við fráfall Skúla
Guðmundssonar skömmu fyrir þing-
setningu haustið 1969 hlaut hann fast
sæti á Alþingi það sem eftir var
kjörtímabilsins og sat þá á tveimur
þingum til vors 1971.
Jón Kjartansson átti heima á Siglu-
firði fjóra fyrstu áratugi ævi sinnar.
Hann hóf störf sem sendisveinn hjá
Síldarverksmiðjum ríkisins, varð
verkstjóri þar innan tvítugs og síðast
lengi í stjórn verksmiðjanna. í störf-
um sínum þar og margs konar um-
boðsstörfum og félagsstarfsemi hlaut
hann náin kynni af málum bæjarfélags
og bæjarbúa. Hann var ráðinn bæjar-
stjóri á tíma síldarleysis og erfiðleika
bæjarfélagsins af þeim sökum. í störf-
um sínum þar sýndi hann dugnað,
árverkni og fyrirhyggju og hafði for-
göngu af hálfu bæjarfélagsins um
nýjar atvinnugreinar, togararekstur
og fiskvinnslu. Bæjarfélagið á Siglu-
firði átti löngum hug hans, þótt hann
flytti brott þaðan til nýrra starfa.
Hann sinnti ekki síst málefnum þess
þann tíma sem hann sat á Alþingi og
hann var árum saman formaður Sigl-
firðingafélagsins í Reykjavík. Hér
syðra stjómaði hann lengi og vel
viðamikilli ríkisstofnun. Við skyndi-
legt fráfall hans er á bak að sjá
mikilhæfum manni, sem um ævidag-
ana var kvaddur til forustu á ýmsum
sviðum þjóðmála og félagsmála og
skilaði giftudrjúgu ævistarfi.
Ég vil biðja háttvirta alþingismenn
að minnast Jóns Kjartanssonar með
því að rísa úr sætum.“