NT - 03.12.1985, Page 12

NT - 03.12.1985, Page 12
■ Jón Kjartansson flytur kveðjuræðu sína þegar hann lét af störfum sem formaöur Hjálparstofnunar kirkjunnar. Jón Kjartansson Fjallasýn þykir einstaklega fögur í Biskupstungum, þegar komið er upp á Torfastaðaheiði og horft til norðurs. Lengst í vestri er Laugarvatnsfjall, en Bláfell lengst í austri. í góðu skyggni blasir Langjökull við í fjallahringn- um, eins og tignarlegt hvítt ský mitt í bláma himins og jarðar. Stórbrotnast fjalla og hæst sunnan jökuls er Hlöðufell, en skammt þar frá er Rótasandur, þar sem Brúará á upptök sín. Raunar eru aðalupptök hennar í Brúarárskörðum, þar sent hún sprettur fram í djúpu gili. Ekki er hún mikil að vöxtum við upptök sín, en fljótlega breiðir hún úr sér og liðast þannig áfram sem stórfljótTnilli grösugra bakka sinna, sameinast Hvítá, skammt fyrir neðan Skálholt. Á leið sinni til ósa rennur hin sögu- fræga elfa um land Syðri-Reykja, en þar hafði Jón Kjartansson ásamt fjölskyldu sinni reist sér sumarbústað á bökkum árinnar. Það er ekki of djúpt í árinni tekið, þó að sagt sé, að Jón og Þórný kona hans hafi tekið ástfóstri við þennan stað, sem Jón nefndi gjarnan elliheimilið sitt í gam- ansömum tón. Það var ekki aðeins umhverfið, hinn stórbrotni fjalla- hringur og áin, sem dro þau að, heldur einnig áhuginn á trjá- og gróðurrækt, sem sumarbústaðaland þeirra ber glöggt vitni um. Sem næsti nágranni Jóns hafði ég stundum orð á því við hann, að trjágróðurinn í landi hans ætti ekki síður eftir að ylja mér og minni fjölskyldu, þegar stund- ir liðu fram. Mjög gestkvæmt var hjá Jóni og Þórnýju í bústaðnum fyrir austan. Komu þar bæði innlendir og erlendir gestir. Á Syðri-Reykjum var Jón vel í sveit settur að því leyti, að stutt var að fara með erlenda gesti til að skoða sögufræga og áhugaverða staði eins og Skálholt og Geysi. Naut Jón sín vel í hlutverki gestgjafans. En mestu gleðistundirnar voru áreiðanlega þær, þegar barnabörnin komu með afa og ömmu austur í sumarbústað. Var oft glatt á hjalla á fögrum sumardögum, þegar börnin skiptust á heimsóknum milli sumarbústaðanna. Sá, sem þessar línur skrifar, hafði kynnst Jóni Kjartanssyni löngu áður en leiðir lágu saman sem nágrannar á Syðri-Reykjum. í amstri og dægur- þrasi stórborgarinnar gáfust allt of fá tækifæri til að spjalla saman. Öðru máli gegnir, þegar komið er út fyrir skarkalann. Jón var hafsjór fróðleiks um menn og málefni og fylgdist grannt með öllum hræringum í þjóðfé- laginu. Sérgáfa hans var að sjá hinar broslegu hliðar lífsins, og þekkti ég engan, sem kunni betur að segja gamansögur, án þess þó, að meiða nokkurn. Jón færði það oft í tal við mig, að hann hlakkaði til að njóta elliáranna fyrir austan, þegar annasömum starfs- ferli lyki. Á prjónunum hafði hann m.a. að byggja litla sundlaug og nýta heita vatnið á Syðri-Reykjum. Rækt- un og fegrun umhverfisins var ofar- lega á baugi, og á því sviði virtist hann alltaf finna ný og ný verkefni. Þegar Jón Kjartansson er nú horf- inn á braut, verður allt miklu tótn- legra. En fjöllin standa, há og tignar- leg, og áin okkar rennur áfram milli bakka sinna, og minnir okkur á ódauðleikann. Alfreð Þorsteinsson. Jón Kjartansson var mikill Siglfirð- ingur. Sú taug, sem batt hann æsku- stöðvunum, varð ekki að bláþræði í tímans rás; miklu fremur að hún yrði veigameiri með árunum. Ekkert var Siglufirði of gott eða Siglfirðingum heima og heiman. Þeir eðlisþættir, sem standa mörg- um vinum hans skýrast fyrir hugskots- sjónum, eru góðvild og hjálpfýsi. Mér er í barnsminni að á orði var haft um hann ungan hversu góður hann væri móður sinni en hún hafði orðið að sjá á bak manni sínum á besta aldri. Slíkur var hann og vinum, sínum ævina alla. Ég hef líklega verið sex vetra þegar Jón og Kristján Dýrfjörð tóku mig inn í tóbaksbindindisfélagið Gunnar. Oft hafði ég orð á því við hann að þeir Dýrfjörð, ásamt frú Þóru Jónsdóttur, hefðu bundiði mig hugsjóninni um „veröld án vímu“ það rammlega að engar tískusveiflur fengju þar nokkru um þokað. Síðar á ævinni varð það hlutskipti Jóns Kjartanssonar að stýra Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Ég hygg hann hafi gert sér ljósa ábyrgð sína og þann reginmun sem er á ríkiseinka- sölu áfengis og frjálsum leik gróðaafla með heilsu og hamingju manna þar sem sala þessa vímuefnis er með öðrum hætti. - Hann sagði í ræðu í samkvæmi slarfsmanna fyrsta árið sem hann gegndi forstjórastarfinu að í stofnuninni mætti helst enginn vinna er þætti áfengi betra en blek. Og leyfist mér að bæta við: Enginn ætti að hafa ábata af því að sala áfengis aukist; ef eitthvað væri þá hið gagn- stæða. Jón Kjartansson átti mikilhæfa móður og hann eignaðist einnig hina ágætustu konu, Þórnýju Tómasdótt- ur. Vinir þeirra hjóna, þeir sem forð- um áttu heima að Hlíðarvegi 19, senda henni og ástvinum hennar hug- heilar samúðarkveðjur um leið og þeir minnast góðs drengs með virð- ingu og þökk. Ólafur Haukur Árnason. Mðjudagur 3. desember 1985 12 ■ í porti lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu á laugardaginn: Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri kvaddi lögreglumenn með handabandi áður en hann lét af störfum. í fylgd með honum eru þeir Óskar Ólason og Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónar. NT-mynd: Ámi Bjama. Nýr lögreglustjóri Reykvíkinga tekur við embætti: „Tók engar stórákvarð- anir á fyrsta degi“ - sagði Böðvar Bragason um fyrsta starfsdag sinn ■ „Ég er búinn að vera að koma mér inn í málin í dag, kynnast samstarfsfólki mínu og líst mjög vel á starfið,“ sagði Böðvar Bragason eftir fyrsta daginn í embætti lögreglustjór- ans í Reykjavík, í samtali við NT í gær. Böðvar sagðist hafa ýmsar áætlanir á prjónunum varðandi starfið, en of snemmt væri að tjá sig nokkuð um þær, að vart afloknum fyrsta degi, enda fáar ákvarðanir búinn að taka. „Ég er búinn að kynna mér sérstaka skýrslu norskra sérfræðinga um lög- gæslu á höfuðborgarsvæðinu, þar sem m.a. eru tillögur um miklar skipulags- breytingar löggæsluumdæma á svæð- inu. Þetta er mjög athyglisverð skýrsla og verður væntanlega kynnt eftir að dómsmálaráðherra og yfir- menn löggæslumála hafa tekið hana til athugunar á rnorgun." Varðandi uppsagnir sem hafa verið óvenju miklar innan lögreglunnar undanfarið, sagði Böðvar að það væri dómsmálaráðuneytisins að að- hafast eitthvað í þeim málum, þótt hann hefði ýmsar tillögur um það. „Raunar hangir þetta allt saman ■ Sigurjón afhenti Böðvarí Bragasyni nýsettum lögreglustjóra, lyldana að öllum hirslum innanhúss í lögreglustöðinni um leið og hann lét af embætti á sunnudag. Viðstaddir voru f.v. Stefán Hirst skrífstofustjórí lögregluembættisins, Guðmundur Hermannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Óskar Ólason yfírlög- regluþjónn, Árni Sigurbjömsson yfírmaður útlendingaeftirlitsins, Bjarki Elíasson yfírlögregluþjónn, Hjalti Zophoníasson deildarstjórí í dómsmálaráðu- neytinu og William Möller aðalfulltrúi lögreglustjóra. NT-mynd: Sverrír. við hugmyndirnar um þessa endur- íúta að þessum málum. Má því vera skoðun í norsku skýrslunni sem að hægt sé að fá lausn á þeim án þess dómsmálaráðherra kynnir sér á að til teljandi vandræða komi,“ sagði morgun, þar eru ýmsar tillögur sem Böðvar að lokum. ■ Innan við klst. eftir að kallað var á þyrluna, var hinn slasaði kominn á spitala. NT-mjnd: Sverrir. Fyrsta sjúkraflug TF-SIF - flaug með slasaðan mann frá Akranesi ® 17 ára piltur liggur nú þungt yar hann fluttur mikið slasaður haldinnágjörgæsludeidBorgarspítal- með sjúkrabifreið til Akraness, en ans eftir að ekið var á hann gangandi þangað var hann sóttur af þyrlu á veginum skammt frá Saurbæ á Landhelgisgæslunnar TF-SIF og flutt- Hvalfjarðarstrond, upp úr miðnætti ur a Borgarspítalann. aðfaranótt laugardags. Þess má geta að þetta var fyrsta sjúkraflug þyrlunnar TF-SIF og gekk það mjög greiðlega, um 50 mínútum eftir að kallað var á þyrluna, var pilturinn kominn á spítalann.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.