NT - 03.12.1985, Side 13
Verslunarráð íslands:
Mótmælir frestun
nýrra tollalaga
■ Stjórn Verslunarráðs Islands
mótmælir því að ríkisstjórnin hefur
ákveðið að fresta því að leggja fram
nýtt frumvarp til tollalaga, en það átti
að verða að lögum upp úr áramótum.
Telur stjórn Verslunarráðs að með
þessu sé enn einu sinni verið að fresta
umbótum á löngu úreltri tollalöggjöf.
Ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin
ákvað að fresta þessari lagasetningu
einsog lesendum er kunnugt sú að til
að vega upp á móti tekjutapi af nýju
tollalögunum átti að breyta
vörugjaldsálagningunni og hefði það
haft í för með sér mikla hækkun á
framfærslukostnaði. Ríkisstjórnin
taldi ekki hægt að koma með slíkar
hækkanir nú þegar kjarasamningar
eru framundan.
í fréttatilkynningu frá Verslunar-
ráði segir, að það sé löngu tímabært
að einfalda framkvæmd tollheimt-
unnar og samræma aðflutningsgjöld.
í bréfinu er ítrekað að stefnt skuli að
lækkun tolla. Þá er skorað á ríkis-
stjórnina að endurskoða ákvörðun
um að fresta tollafrumvarpinu.
■ Gísli Hannesson húsvörður Flataskóla með steinana sem notaðir voru til að
brjóta rúður skólans. Á innfelldu myndinni sést hvemig gluggar skólans vora
leiknir. NT-mynd: ES.
Flataskóli í Garðabæ:
Tuttugu rúður brotnar
■ Tuttugu rúður voru brotnar með
grjótkasti, í Flataskóla um helgina.
Mikið hefur verið um rúðubrot í
skólanum síðustu vikur. Steinarnir
sem notaðir voru við rúðubrotin,
voru margir hverjir á stærð við hnefa
manns.
Gísli Hannesson húsvörðurskólans
lýsti óánægju sinni í samtali við NT.
Hann hefur undangengnar vikur þurft
að hefja daginn, á mánudögum, með
því að ganga frá brotnum rúðum.
„Þetta er farið að líkjast fangelsi,“
sagði Gísli. Víða eru stórir timbur-
flekar fyrir brotnum gluggum.
Rannsóknardeild lögreglunnar í
Hafnarfirði hefur fengið málið til
rannsóknar.
Þórðarhús í
Vestmannaeyjum
lýst gjaldþrota
■ Trésmiðja Þórðar h/f í Vest- land.
mannaeyjum hefur verið tekin til Stöðugt vaxandi fjárhagserfiðleik-
gjaldþrotaskipta. Lýst hefur verið ar trésmiðjunnar munu hafa ollið því
eftir kröfum í búið og skiptafundur að hluthafar óskuðu eftir því við
boðaður í febrúar á næsta ári. skiptaráðanda að búið yrði tekið til
Fyrirtækið var á sínum tíma þekkt gjaldþrotaskipta og tveggja mánaða
fyrir framleiðslu einingahúsa úr frestur veittur þeim er telja til skulda
timbri sem reist voru víðs vegar um í búinu að lýsa kröfum sínum.
ÞrlAJudagur 3. desember 1985 13
LANDSBANKINN BÝÐUR
ÖRUGG SKULDABRÉF
9,8% ÁRSÁVÖXTUN UMFRAM VÍSITÖLUHÆKKANIR
Landsbanki íslands býður nú til sölu í öllum
afgreiðslum sínum og hjá fjármálasviði bankans að
Laugavegi 7, skuldabréf Sambands íslenskra
samvinnufélaga.
m
/ ; / eildarfjárhæð útboðsins er 100 milljónir
i V króna. Sérskuldabréfin eru til 3ja og 5 ára
að upphæð kr. 10.000.-, 50.000.- og 100.000.-.
andsbanki íslands skuldbindur sig til þess
að annast endursölu bréfanna á
markaðsverði eigi síðar en mánuði eftir að honum
berst beiðni um sölu.
öluverð skuldabréfa SÍS verður sem hér
segir vikuna 2.-6. desember:
Bréf að upphæð Til 3ja ára Til 5 ára
Kr. 10.000,00 Kr. 50.000,00 Kr. 100.000,00 Kr. 8.560,70 Kr. 42.803,50 Kr. 85.607,00 Kr. 7.710,70 Kr. 38.553,50 Kr. 77.107,00
Nánari upplýsingar veita verðbréfadeildir bankans
um allt land og fjármálasvið Laugavegi 7,
sími 621244.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
íltgerðamenn — skipstjórar
Nú getum við útvegað VARLET flökunarvélina
um borð í fiskiskip.
ATH.!
★
★
★
★
★
Vélin flakar fisk frá 1,5 kg — 7 kg
Vélin er sáraeinföld í notkun.
Vélin er fyrirferðalítil.
Vélin er ódýrust. (Kynntu þér verðmuninn).
Viðhald er sáralítið. (Reynslan sýnir það).
UP^
ÆQISGÖTCJ 10,
101 REYKJAVÍK
SÍMAR:21380 - 22018