NT - 03.12.1985, Side 15
ÞriAJucJagur 3. desember 1985 15
■ Nývöknud, nýkomin inn úr níst-
ingskuldanum. Nemendur í Leik-
listarskólanum hittast eldsnemma á
fímmtudagsmorgnum til að funda. En
það er líka í eina skiptið sem allir
nemendur skólans hitta hver annan.
NT*mynd: Róbert.
■ Og klósettið á Lækjargötunni
gegnir ýmsum hlutverkum. Þar eru
geymdir munir og stundum hafa
kennslustundir meira að segja farið
þar fram. Húsnæðismál skólans
breyttust mjög til hins verra þegar þau
fyrir tveimur árum misstu aðstöðuna
sem þau höfðu í gamla Miðbæjar-
skólanum.
NT-mynd: Sverrir.
■ Guðrún Haraldsdóttir skrifstofustúlka og Helga Hjörvar skólastjóri á
skrifstofunni á Lækjargötunni. Þegar ég spurði Guðrúnu að því hvað ætti nú að
titla hana, spurði hún Þröst Leó að því hvað hún væri eiginlega. „Þú er ágæt“
svaraði Þröstur að bragði. Ætli fleiri vildu ekki taka undir það?
NT-mynd: Sverrir.
■ Kaffístofa nemenda í húsinu við
Lækjargötu rúmar ekki ýkja marga.
Á myndinni má sjá „gamlan“
nemenda í skólanum sem útskrifaðist
í fyrra, Þröst Leó Gunnarsson og
blaðamannsgarminn sem var alveg
viss um að hún færi ekki inn á mynd-
ina.
NT-mynd: Svenir.
■ Systurnar þrjár í Tjéko vleikritinu
eiga ekki sjö dagana sæla þótt líf
þeirra sé nú ekki alveg hábölvað og
ömurlegt. Þær eiga vonir og þrár en
svo er bara að sjá hvernig úr þeim
rætist. Sýningar á leikritinu, þegar
það er fullæft, eru opn$r almenningi,
ef þið skylduð ekki hafa vitað....
NT-mynd: Sverrir.
Ég spyr hana hvað það séu margir
nemendur í skólanum. „23 í þremur
bekkjum, á stöðugu flakki. Við miss-
um aðstöðuna á Seltjarnarnesi í byrj-
un desember, við höfum húsið hér í
Lækjargötu aðeins í nokkra mánuði í
viðbót, en Reykjavíkurborg á húsið
og hefur sagt leigusamningnum við
okkur upp. Við fáum inni á Fríkirkju-
vegi þegar húsnæðið þar er laust, Þar
eru fundir á vegum Æskulýðsráðs,
hljómsveitaræfingar, þar starfa leik-
listarklúbbar, og fleira og fleira. Við
vonumst til að fá að vera þar áfram
en Æskulýðsráð sem hefur með húsið
að gera hefur hins vegar engar skuld-
bindingar gagnvart okkur og ef það
yrði veruleg ásókn í húsið á daginn
gæti ég ímyndað mér að við yrðum
látin víkja. Það er nánast ógjörningur
að halda úti skólastarfi við þessar
aðstæður, það fer ótrúlega mikið
þrek í að skipuleggja hlutina svo
þetta gangi nokkurn veginn upp.
Fyrir utan það að þurfa alltaf að vera
að flytja tæki á milli staða, hengja
upp ljóskastara á nýjum og nýjum
stað. Leikmyndin passar ef til vill
ekki inn í nýja staðinn og þessu fylgir
hræðilegur kostnaður og vinna. Það
væri miklu betra og ódýrara ef allir
hlutir væru á sama stað því þá væri
hægt að samnýta hlutina. Og síðast
en ekki síst er það mjög óhollt fyrir
nemendur að vera alltaf að skipta um
umhverfi. Þau fara í leikfimi á einum
stað, hita sig upp og þurfa svo að fara
út í kuldann á næsta stað, og byrja
aftur á að hita sig upp. Þau fara nú
einu sinni í leikfimi m.a. til að hita sig
upp fyrir daginn.
Það er nógu alvarlegt hve aðstaða
okkar á öllum þessum stöðum er
ótrygg og erfið en alvarlegast af öllu
er þó auðvitað það að með þessu móti
er okkur gert gersamlega ókleift að
sinna því hlutverki að mennta leikara
sem eiga að geta fyllt sal Þjóðleik-
hússins og að ekki sé minnst á nýja
Borgarleikhúsið. Það hefur verið mál
manna að sýningar Nemendaleik-
hússins að undanförnu og þátttaka
nemenda í sýningu Leikfélgs Reykja-
víkur í fyrra hafi tekist vel en þar er
um að ræða leikaraefni sem stunduðu
nám við mikiu betri aðstæður en nú
er. Núverandi 1. bekkur er fyrsti
árangur sem hefur nám við þessar
slæmu aðstæður og það er ekkert
skrítið þó þeim þyki það undarlegt að
hafa undirgengist strangt inntökupróf
en geta svo ekki stundað námið
almennilega vegna húsnæðisleysis.
Eigi þau að stunda sambærilegt nám
og aðrir árgangar skólans verður að
bæta húsnæðisaðstöðuna strax."
Helga lítur á klukkuna. „Heyrðu,
viltu ekki bara koma með mér, ég á
að fara að kenna 1. bekk út á
Fríkirkjuvegi og tíminn er að fara að
byrja.“ Ég er auðvitað til í það og
saman göngum við í kuldanum, vefj-
um yfirhafnirnar þéttingsfast utan um
okkur og súpum hveljur í frostinu.
„Þetta er 11. starfsár skólans og
aðstæður hafa aldrei verið verri,“
segir Helga, „við höfum alltaf haldið
]' vonina um að þetta hlyti að lagast,
höfum ekki verið hávær í kröfum
okkar og héldum að rök myndu duga,
en ekki einhver hávaði. Þetta hlýtur
að lagast,“ segir Helga með áherslu,"
ég bara trúi ekki öðru.“
Þegar við komum inn í kjallarann
á Fríkirkjuveginum eru krakkarnir í
1. bekk búin að vera að hita sig upp.
Þau eru klædd í þægilega búninga,
leikfimiboli, joggingbuxur, sum í
legghlífum en öll berfætt.
- Eruð þið búin að hita ykkur nóg
upp, spyr Helga.
- Við erum heit, en ekki með nógu
góða einbeitingu, svarar Steinunn.
- Viljiði þá ekki smástund til að
hvíla ykkur til að gera einhverjar
æfingar í ró og næði, spyr Helga.
- Jú, segja krakkarnir sem koma
sér fyrir í einbeitingarþrunginni þögn.
Þau fara sum í innhverfa stöðu, anda
djúpt að sér, teygja sig og anda djúpt
frá sér.
5 mínútum síðar standa þau upp og
láta samkvæmt fyrirskipun Helgu
hina ýmsu líkamsparta leiða sig
áfram. Ég horfi stóreygð á. Sum láta
olnbogann leiða sig áfram, önnur
aðra öxlina, þriðju nefið, fjórðu
mjöðmina, o.s.frv.
- Og svo skulum við taka fuglinn,
segir Helga. Og krakkarnir ímynda
sér að þau séu fuglar, breiða út
vængina og taka flugið.
- Og köttinn, segir Helga. Og á
svipstundu eru krakkarnir farnir að
hvæsa á hvort annað, sleikja á sér
loppurnar, og fitja sig fimlega áfram,
laumuleg eins og köttum er tamt að
gera.
- Nota allt rýmið, segir Helga. Og
nú apann, og þá skuluð þið finna vel
fyrir þyngdinni í fótunum...
Einbeitingin lýsir úr andlitum
krakkanna sem hafa ótrúlega stjórn á
hverjum einasta líkamsvöðva og þau
mása og blása eins og vindurinn úti
fyrir... Og allar eru þessar æfingar
undirbúningur fyrir spunann sem þau
taka á eftir svo ekki sé minnst á
kaflana úr Machbeth eftir meistara
Shakespiere sem þau æfa af kappi.
Ja, það er ekki beint beysið að vera
nemandi í Leiklistarskólanum á þess-
um síðustu og verstu tímum. En öll
halda þau í vonina með Helgu um að
málin hljóti að leysast fyrr eða síðar.
NT hafði samband við Örlyg Geirs-
son í menntamálaráðuneytinu sem
hefur með mál skólans að gera. Hann
sagði að þau væru á bólakafi við að
leysa málið en ekki væri tímabært að
skýra frá því hvaða lausnir yrðu fyrir
valinu. Og Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra tók í sama
streng og sagðist hafa mikinn hug á
að leysa vanda þessa mikilsverða
skóla, eins og hann orðaði það svo
skemmtilega. Og þá er bara að bíða
og vona...
Texti: Mrún
i