NT


NT - 03.12.1985, Side 21

NT - 03.12.1985, Side 21
tæ Þriðjudagur 3. desember 1985 21 Myndi DAVID OSBORN SAMSÆRIÐ /4h*c TffatAto LEIKMR flb ELbl Ast og svik ■ Samsærið, heitir ný skáld- saga eftir David Osborn, sem Prentver hefur sent frá sér. Heiti bókarinnar á frummálinu er: „Love and Treason“. í fréttatilkynningu frá út- gefanda segir: „Þetta er mögnuð spennusaga, með jöfnum og hröðum stíganda, hraðri at- burðarás og óvæntum endi. CIA og FBI koma mikið við sögu og þeim, sem þekkja til sögusviðs- ins í Washington, finnst margt koma kunnuglega fyrir.“ Bókin hefur hlotið mikið lof gagnrýn- enda. Alistair Mac Lean skrif- aði: „Það verður ekki gefin út betri bók í ár...“ Bókin er 220 blaðsíður. Ás- geir Ingólfsson íslenskaði. Ljóð og ristur ■ Út er komin á Akureyri ljóðabókin Hvar stend ég þegar ég flýg eftir Bjarna Einarsson. t bókinni eru 48 ljóð og 6 dúkrist- ur á ríspappír eftir Guðmund Ármann myndlistarmann. Hér er höfundur bókarinnar í fjöru- borði. Hávaxinn, frægur og ríkur ■ Út er komin ný skáldsaga eftir Anne Mather, Leikur að eldi. Þetta er fimmta sagan, sem kemur út á íslensku eftir höf- undinn. 1 bókarkynningu segir: Susan hafði aldrei hitt glæsilegri mann, en Dominic Hallstad. Hávaxinn, frægan og ríkan. Það var ekki að undra, þó að Susan fyndist unnusti sinn blikna við hlið hans. Henni þótti David leiðinlegur og hversdagslegur. Smám saman skildist henni, að móðir Davids var honum mikil- vægari en hún og þá hófust vandræðin. Hvaða leyfi hafði hún samt til að hugsa um Dom- inic, þó að hún hætti við David? Hvernig dirfðist Dominic að endurgjalda tilfinningar hennar - hann, kvæntur maðurinn... Bókin er 176 blaðsíður. Útgef- andi er Prentver. Klara Sig. bælir ótta sinn ■ Nótt í lífí Klöru Sig. er ný skáldsaga eftir Stefaníu Þor- grímsdóttur. Þetta er önnur bók hennar en fyrir tveimur árum sendi hún frá sér Söguna um Önnu. Klara Sig. - hálffertug, glæsi- leg, gift öndvegismanni í góðri stöðu - býður karlmanni með sérheim afballi. Eiginmaðurinn er fjarverandi og ljúft helgar- ævintýri í vændum. En spegl- arnir, sem Klara skoðar sig í, brotna og hún stendur varnar- laus frammi fyrir nóttinni. „í tíu ár hefur hún verið Klara, sterk sjálfbjarga, frambærileg. Hún hefur bælt ótta sinn, agað vilja sinn, unnið sigra, gætt þess að vega fremur en að vera vegin. Og hvers vegna ekki?“ hugsar söguhetjan með sjálfri sér. Af næmi hins þroskaða lista- manns lýsir Stefanía ótta og einsemd þess sem reist hefur hús sitt á sandi í einni eftir- minnilegustu kvenlýsingu ís- lenskra bókmennta á seinni árum. ÚLFAGRENIÐ VIÐ HLIÐ VÍTIS Nýrflokkur teiknimyndasagna ■ Út eru komnar hjá Iðunni tvær fyrstu bækurnar í nýjum, flokki teiknimyndasagna. Hér eru á ferðinni ósviknar spennu- bækur unglinga „á öllum aldri“. Aðalsöguhetjan heitir Frank Fanndal, blaðamaður og einka- spæjari. Frank hefur einstakt lag á að koma sér í lífsháska og er oft ekki nema hársbreidd frá dauðanum þegar hann á í höggi við hvers kyns lögbrjóta. önnur bókin nefnist Úlfa- grenið. Dularfull og óhugnanleg skemmdarverk eru framin í fjallaþorpi í ölpunum. Skammt þar frá er verið að reisa stór- virkjun og tengist bygging henn- ar þessum atburðum. Frank er fenginn til að upplýsa málið, en þó er svo að sjá sem einhver vilji hann feigan frá upphafi! DENNIDÆMAIAVSI „Það er í sjálfu sér ekkert slæmt að vera lítill, bara passa sig á að líta ekki upp. “ 4735. Lárétt 1) Tónskáld. 5) Strákur. 7) Mjólkurmat. 9) Bók. 11) Horfði. 12) Efni. 13) Lemja. 15)Bára. 16) Trjá- mylsna. 18) Skamma. Lóðrétt 1) Hesta. 2) Net. 3) 550. 4) Málm. 6) Vera á fótum. 8) Andi. 10) Fhót. 14) Kær- leikur. 15) Otta. 17) Tví- hljóði. Ráðning á gátu No. 4734 1) Gammar. 5) Úir. 7) Los Bað. 16) Æfi. 18) Skæður. 1) Geldur. 2) Mús. 3) Mi 14) Læk. 15) Bið. 17) Fæ. Lárétt 9) Kám. 11) Dr. 12) Ká. 13) Uml. 15) Lóðrétt 4) Ark. 6) Smáður. 8) Orm. 10) Áka. Hin bókin heitir Við hlið vítis. í henni lenda Frank og vinur hans, Nonni, fyrir tilviljun í óskemmtilegum lífsháska. Til- raunir með gereyðingarvopn fara úr böndunum, líf á jörðinni hangir á bláþræði og engu er líkara en djöfladýrkun og svarti- galdur frá miðöldum ráði at- burðarásinni. Kölski skyldi þó aldrei vera til? Bækurnar eru eftir franskan höfund, Jacques Martin. Jón Gunnarsson íslenskaði. Bæk- urnar eru prentaðar í Belgíu. AFJARWÖR LANDSMÓÐURINNAR GÖMLU Margræðni manneðlisins ■ Af jarðarför Landsmóður- innar gömlu nefnist skáldverk sagnameistarans mikla Gabriels García Márquez. Þorgeir Þor- geirsson þýðir verkið úr spænsku. Fáir rithöfundar okk- ar tíma hafa vakið jafn verð- skuldaða athygli og aðdáun og Nóbelsskáldið frá Kólumbíu en áður hafa komið út eftir hann á íslensku skáldsögumar Liðsfor- ingjanum berst aldrei bréf, Hundrað ára einsemd og Frá sögn um margboðað morð. Söguheimur verksins er kunnur úr fyrri sögum höfund- ar: Makandó, heimur stöðnun- ar, uppgjafar, elli og úrkynjun- ar. Ándrúmsloftið er mettað raka og hitasvækjan óbærileg. íbúar Makondó skapa enga sögu, þeir þrauka aðeins og bíða. - Höfundurinn afhjúpar margræðni manneðlisins af hlífð- arleysi og írónískri glettni. Grimmdin og siðleysið er endurtekið yrkisefni hans um leið og hann bregður upp ó- gleymanlegum myndum af þeim sem sporna við niðurlægingunni þótt uppreisn þeirra sé van- burða og næstum ósýnileg. Af meistaralegri íþrótt fléttar Gabriel García Márquez saman sögu þjóðar sinnar, kvunndags- leika hennar, kjaftasagnir og goðsagnir. Þessi veröld er allt í senn, jarðbundin og smámuna- söm, full af undrum og stór- merkjum. f kynjasögum verks- ins birtist siðferðileg og pólitísk alvara skáldsins skýrast og rís hæst í lýsingunni af jarðarför Landsmóðurinnar gömlu. Kári litli enn á ný ■ Æskanhefurgefiðútbókina Kári litli í sveit eftir Stefán Júlíusson. Það er þriðja bindið í sagnaflokki Stefáns um snáð- ann Kára, fjölskyldu hans og félaga, að ógleymdum trúnaðar- vininum Lappa. Hver bók er þó sjálfstæð saga. í bókinni segir frá sumardvöl Kára í sveitinni hjá afa og ömmu. Hann unir sér þar vel við starf og leik enda er jafnan í nógu að snúast fyrir tápmikinn hnokka. Kára-bækurnar hafa notið einstakra vinsælda og selst upp hvað eftir annað. Höfundur hef- ur hlotið einróma lof gagnrýn- 'enda fyrir þessar bækur sem hann samdi ungur kennari „vegna barna sinna, með börn- unum sínum og handa börnun- um sínum“. snjmjúiJussox Kári litli i sveit Kári litli í sveit er sannkallað listaverk í máli Stefáns og myndum Halldórs Péturssonar. í ritdómi um bókina Kári litli og Lappi sagði m.a.: „Afar og ömmur, sem lásu í bernsku sinni fyrstu útgáfu Kára litla munu unna barnabörnum sínum þess að njóta samfylgdar Kára og Lappa og síðan hver aldursflokkur af öðrum.“ Það hefur reynst sannmæli. Kári litli í sveit er 168 bls. Hún var unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápumynd gerði Pét- ur Halldórsson.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.