NT - 03.12.1985, Page 23
Þriðjudagur 3. desember 1985 23
EESEdEES
Höfuðverkur
- mígreni
- í þættin-
um Heilsu-
vernd
■ Aðventan er byrjuð og var kveikt á fyrsta aðventuljósinu á
sunnudaginn. En í dag verður útskýrt í Barnaútvarpinu hvað felst
í hugtökunum aðventa og jólafasta.
Hvaðerjólafasta
og aðventa?
■ Jólafastan er byrjuð og
hefur það sjálfsagt ekki farið
framhjá hlustendum Barnaút-
varpsins, sem trúlega eru í
hópi þeirra sem hvað nákvæm-
ast telja dagana til jóla. Það er
þó ekki víst að þeir geri sér
allir ljósa merkingu orðanna
jólafasta og aðventa.
Sr. Bernharður Guðmunds-
son ætlar að ræða um þessi
hugtök og útskýra fyrir börn-
unum hvað átt er við með
þeim. Þá verður líka smápistill
frá Sigríði Sigurðardóttur
sagnfræðingi um sama efni.
Því hefur stundum verið
haldið fram að tsland væri eitt
fárra landa sem ekki gæti stát-
að af járnbrautarlest. Þetta er
ekki alveg rétt, því að einu
sinni var hér járnbrautarlest
og verður sagt frá henni í
Barnaútvarpinu í dag.
■ Þátturinn í dag, í dagsins
önn, fjallar um heilsuvernd og
er í umsjón Jónínu Benedikts-
dóttur. Hann hefst í útvarpi kl.
13.30.
t þættinum verður fjallað
um höfuðverk og mígreni, sem
hefur á samviskunni ótalda
glataða vinnudaga og ómælda
vanlíðan fórnarlamba sinna.
Grétar Guðmundsson tauga-
sjúkdómalæknir kemur í þátt-
inn og svarar spurningum Jón-
ínu, eins og t.d.: Hvernig getur
fólk þekkt einkenni mígreni,
hvað er mígreni, er til eitthvað
sem heitir mígreni, hefur stress
og ýmsir velmegunarsjúkdóm-
lar áhrif á höfuðverk og mígr-
eni, hvað er hægt að gera til að
koma í veg fyrir þessa sjúk-
Sjónvarp kl. 21.25:
■ Jónína Benediktsdóttir tal-
ar við þolanda og sérfræðing
um mígreni í dag.
dóma, eru þeir algengir
o.s.frv.?
í þáttinn kemur líka kona
sem hefur mikið þjáðst af
mígreni og getur því talað af
eigin reynslu.
Allir liggja nú und-
______________________________ir grun - nema þeir
Halastjarna Halleys sem eru dauðir!
9 w ■ Þá eru hálfnaðar sýningar. Maxie-fjölskyldunr
Sjónvarp kl. 20.45:
■ Halastjarna Halleys er ný
bresk heimildamynd sem sýnd
verður í sjónvarpinu í kvöld
kl. 20.45. Þar verður sagt frá
Edmond Halley og halastjörn-
unni sem kennd er við hann, en
hún sést á 76 ára fresti og
styttist nú óðum í að menn geti
litið hana berum augum. f
myndinni eru einmitt leiðbein-
ingar um hvernig því sé best
háttað.
í myndinni koma fram upp-
lýsingar af ýmsu tagi. Þar segir
t.d. frá þeirri hjálp sem Isaac
Newton, vinur Halleys, veitti
honum við að reikna út braut
halastjörnunnar, sem hann
hafði veitt athygli að birtist
aftur og aftur á mörg hundruð
árum og grunaði að væri ein og
sú sama. Skv. þeim útreikning-
um gat Halley reiknað út hve-
nær hún myndi birtast næst.
Þessir útreikningar Isaacs
Newton leiddu til þess að hann
gaf út á bók þyngdarlögmál sitt
sem haldið hefur nafni hans á
lofti allar götur síðan.
Þýðandi og þulur er
Trausti Guðmundsson.
Ari
sýnmgar.
á breska sakamálamynda-
flokknum Til hinstu hvíldar,
en fjórði þáttur hans verður
sýndur kl. 21.25 í kvöld.
Það bar margt til tíðinda í
síðasta þætti og fer því fjarri
að allt sé með ró og spekt í húsi
■ Sally Jupp hefur ekki verið samvinnuþýð við lögregluna. Og
nú er hún dáin og Jimmy litli móðurlaus (og reyndar föðurlaus
líka að því er virðist.)
-fjölskyldunnar. Dóttir-
in hafnar bónorði þolinmóða
biðilsins en sonurinn trúlofað-
ist Sally Jupp við litla hrifningu
fjölskyldu hans. Það var þó
skammgóður vermir, því að
þar skildum við við Sally síðast
sem hún lá steindauð í rúminu.
Ekki var þó hægt að gera því
algerlega skóna hver hefði ver-
ið þar að verki, því að flestir
sem við sögu komu virtust
þjást af svefnleysi og voru á
sífelldu rápi í og við húsið.
Það upplýstist að Sir Reyn-
old Price er ekki allur þar sem
hann er séður og hefur m.a.
vísvitandi eða óvitandi lagt
fjármuni til kaupa á fíkniefn-
um. En hann er harður í horn
að taka og gefst ekki svo
auðveldlega upp.
Það má eiginlega segja að
þau einu sem ekki liggja undir
grun nú séu þau sem eru dauð!
Þriðjudagur
3. desember
7.00 Veöurfregriir. Fréttir. Bæn
7.15 Morgunvaktin
7.20 Morguntrimm.
7.30 Fréttir. Tilkynningar.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
8.15 Veðurfregnir.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Elvis, Elvis“ eftir Mariu Gripe
Torfey Steinsdóttir þýddi. Sigur-
laug M. Jónasdóttir les (5).
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar.
Tónleikar, þulur velur og kynnir.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir.
10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þátt-
ur frá kvöldinu áöur sem Margrét
Jónsdóttir flytur.
10.10 Veöurfregnir.
10.25 Lesið úr foaistugreinum dag-
blaðanna.
10.40 „Ég man þá fið“ Hermann
Ragnar Stefánsson kynnir lög frá
liðnum árum.
11.10 Úr atvinnulífinu - Iðnaðarrás-
in. Umsjón: Gunnar B. Hinz, Hjört-
ur Hjartar og Páll Kr. Pálsson.
11.30 Úr söguskjóðunni - Þegar
Reykjavikurbaer gekk i Brunabóta-
félag danskra kaupstaöa. Umsjón:
Ingvar Gunnarsson. Lesari: Olöf
Rafnsdóttir.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
Tónleikar.
13.30 I dagsins önn - Heilsuvernd
Umsjón: Jónína Benediktsdóttir.
14.00 Miðdegissagan: „Sögur úr
lífi rnínu" eftir Sven B. F.
Jansson. Þorleifur Hauksson lýk-
ur lestri þýðingar sinnar (7).
14.30 Miðdegistónleikar
15.15 Barið að dyrum Inga Rós
Þórðardóttir sér um þátt frá
Austurlandi.
15.45 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Hlustaðu með mér. - Edvard
Fredriksen. (Frá Akureyri)
17.00 Barnaútvarpið Stjórnandi:
Kristín Helgadóttir.
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvölds-
ins
19.00 Fréttir.
19.40 Tilkynningar.
19.45 Daglegt mál. Sigurður G.
Tómasson flytur þáttinn.
19.50 Lestur úr nýjum barna- og
unglingabókum Umsjón: Gunn-
vör Braga. Kynnir: Sigurlaug M.
Jónasdóttir.
20.30 Aðdragandi sprengjunnar -
síðari hluti. Flosi Ólafsson les
síðari hluta erindis eftir Margaret
Gowing um ástæður þess að kjarn-
orkusprengjum var varpað á jap-
önsku borgirnar Hírósíma og
Nagasakí 1945. Þýðandi: Haraldur
Jóhannesson hagfræðingur.
20.55 Konan Þórunn Elfa Mangús-
dóttir les frumort Ijóð.
21.05 íslensk tónlist a. Trompetsón- '
ata op. 23 eftir Karl O. Runólfsson.
Björn Guðjónsson og Gísli Magn-
ússon leika. b. „Unglingurinn í
skóginum" eftir Ragnar Björnsson.
Eygló Viktorsdóttir, Erlingur Vig-
fússon og Karlakórinn Fóstbræður
syngja.
21.30 Utvarpssagan: „Saga Borg-
arættarinnar" eftir Gunnar
Gunnarsson. Helga Þ. Stephen-
sen les (23)
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundags
22.14 Veðurfregnir. Orð kvöldsins.
22.25 Spjall á síðkvöldi - um jarð-
skjálfta Umsjón: Einar Þorsteinn
Ásgeirsson og Inga Birna Dungal.
Áður útvarpað 5. þ.m.
23.05 Kvöldstund í dúr og moll
með Knúti R. Magnússyni.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Þriðjudagur
3. desember
10.00-10-30 Ekki á morgun... heldur
hinn Dagskrá fyrir yngstu hlust-
endurna frá barna- og unglinga-
deild útvarpsins. Stjórnendur:
Kolbrún Halldórsdóttir og Valdis
Óskarsdóttir.
10.30-12.00 Morgunþáttur Stjórn-
andi: Páll Þorsteinsson Hlé
14.00-16.00 Blöndun á staðnum
Stjórnandi: Sigurður Þór Salvars-
son.
16.00-17.00 Frístund Unglinga þátt-
ur Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson.
17.00-18.00 Sögur af sviðinu Stjórn-
andi: Þorsteinn G. Gunnarsson.
Þriggja minútna fréttir sagöar
klukkan: 11.00,15.00,16.00 og 17.00
17.00-18.00 Ríkisútvarpið á Akur-
eyri - svæðisútvarp.
Þriðjudagdur
3. desember
19.00 Aftanstund Endursýndur þátt-
ur frá 25. nóvember.
19.25 Ævintýri Olivers bangsa.
Fjórtándi þáttur Franskur brúðu-
og teiknimyndaflokkur í þrettán
þáttum um viðförlan bangsa og
vini hans. Þýðandi Guðni Kolbeins-
son, lesari með honum Bergdis
Björt Guðnadóttir.
19.50 Fréttir á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.45 Halastjarna Halleys Ný bresk
heimildamynd um Edmond Halley
(1656-1742) og halastjörnuna sem
kennd er við hann. Hún sést með
berum augum á 76 ára fresti og
stefnir nú óðfluga í átt til jarðar. í
myndinni eru m.a. leiðbeiningar
um hvernig helst megi fylgjast með
ferbum halastjörnunnar er hún
nálgast. Þýöandi og þulur Ari
Trausti Guðmundsson.
21.25 Til hinstu hvíldar (Cover Her
Face) Nýr flokkur - Fjórði þáttur
Breskur sakamálamyndaflokkur í
sex þáttum eftir sögu P.D. James,
Aðalhlutverk: Roy Marsden. Adam
Dalgliesh rannsakar dauða manns
sem grunaður er um fíkniefnasölu.
Hann rekur slóðina heim á sveita-
setur þar sem ekki reynist allt með
felldu. Þýðandi Kristrún Þóröar-
dóttir.
22.35 Hvað bíður okkar? Umræðu-
þáttur i beinni útsendingu. I tilefni
þess að Ári æskunnar er að Ijúka
býður Sjónvarpið nokkrum hópi
æskufólks til óformlegs fundar
með Steingrími Hermannssyni,
forsætisráðherra, og Sverri Her-
mannssyni, menntamálaráðherra.
Umræðum stýrir Ingvi Hrafn
Jónsson.
23.45 Fréttir í dagskrárlok.
Forval
Ætlunin er að bjóða út innanhússfrágang
nýbyggingar Listasafns íslands að Fríkirkju-
vegi 7, Reykjavík.
Til undirbúnings útboði er ákveðið að fram
fari könnun á hæfni þeirra verktaka, sem
bjóða vildu í verkið, áður en útboð fer fram.
Er því þeim, sem áhuga hafa, boðið að taka
þátt í forvali og munu þeir, sem hæfir þykja,
fá að taka þátt í lokuðu útboði um verkið.
Forvalsgögn verða afhent hjá Innkaupa-
stofnun ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík,
gegn 1.000.- kr. skilatryggingu.
Útfylltum gögnum skal skilað á sama stað
eigi síðar en föstudaginn 13. des. 1985, kl.
12.00.
Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, boðar
til almennra funda um landbúnaðarmál, í
Félagsheimilinu á Blönduósi föstudaginn 6.
desember kl. 13, á Hvammstanga sama dag
kl. 21 og í Miðgarði laugardaginn 7. desemb-
er kl. 13.30.
Landbúnaðarráðuneytið
Lokað
Vegna útfarar Jóns Kjartanssonar, forstjóra
verða skrifstofur vorar, afgreiðslur, útsölur
og vörugeymslur í Reykjavík og úti á landi
lokaðar frá kl. 12 á hádegi þriðjudaginn 3.
desember.
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
Lyfjaverslun ríkisins
Lokað
Vegna útfarar Jóns Kjartanssonar fyrrv.
alþingismanns, verður skrifstofa Framsókn-
arflokksins lokuð í dag, þriðjudag 3. desem-
ber, kl. 12.00-15.00.
Skrifstofa Framsoknarflokksins.
t
Faðir okkar og tengdafaðir
Sigurður Hólmsteinn Jónsson
blikksmíðameistari,
Mimisvegi 6, Reykjavik,
andaðist á Borgarspítalanum 1. desember.
Baldur Sigurðsson Hulda Þorláksdóttir
Magnús Sigurðsson Kristjana Karlsdóttir
Ólöf Helga Sigurðard. Ásmundur Brekkan
Brekkan
Hólmsteinn Sigurðsson Guðný Pétursdóttir
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
Jón Kjartansson
forstjóri
Háteigsveg 44
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 3. desember
1985 kl. 13.30.
Þórný Þ. Tómasdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.