NT - 03.12.1985, Síða 24
'1 1 .*■!!!!."! 'f
Við tökum vid ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrirhverja ábendingu sem leið ir til
fréttar i blaðinu og 10.000 krónur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT, Síðumúla 15, Reykjavík, simi: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • rjtstjórn 686392 og 687598 • íþróttir 686495
'
Ársþing KSÍ:
Ellert áfram
- sem formaður - Helstu tillögur felldar
■ Ársþing Knattspyrnusam- Schram var endurkjörinn for-
bands íslands fór fram í Vest- maður sambandsins. Tillaga ,
mannaeyjum um helgina. Ellert þess efnis að formaður skuli
aðeins kjörinn til tveggja ára í i
senn var samþykkt á þinginu og
er það vel.
Þá voru allar þær tillögur sem
hvað mesta athygli vöktu á þing-
inu felldar. Hér er um að ræða
tillögu um fjölgun í 1. deild,
tiltögu um að leyfa 1. og 2.
deildarliðiím að senda B-lið í
neðri deildirnar og tillögu um
deildarbikarkeppni.
NM unglinga í sundi:
Eitt íslandsmet
- Bryndís Ólafsdóttir setti það í 200m skriði
■ Bryndís Ólafsdóttir setti
nýtt íslandsmet í 200 m skrið-
sundi á Norðurlandamóti ung-
linga í sundi sem lauk í Osló um
helgina. Bryndís synti á 2:08,61
mín.en þrátt fyrir þennan árang-
ur varð hún að sætta sig við
sjöunda sætið í sundinu. Bryn-
dís varð aftur á móti í 3.-4. sæti í
lOOm skriði og hreppti brons-
verðlaun.
Systir Bryndísar, Hugrún
setti tvö íslensk telpnamet á
mótinu. Hún synti á 2:09,31 í
200 m skriði og á 2:35,00 í 200
m fjórsundi. Hugrún er aðeins
fjórtán ára gömul.
Ragnar Guðmundsson var
einnig í miklu stuði á mótinu.
Hann varð þriðji í 100 m, 400nt
og 1500m skriði og í fjórða sæti
í 200m skriði.
Jafnt hjá Uerdingen
Frá Guðmundi Karlssyni í Þýska*
landi:
■ Uerdingen sem þeir
Atli og Lárus leika með í
Þýskalandi gerði jafntefli
gegn Dusseldorf í þýsku
knattspyrnunni 1-1 um
helgina. Þeir félagar Atli
og Lárus léku báðir með
en tókst ekki að skora.
Uerdingen var betra í
fyrri hálfleik en í þeim
síðari jafnaðist leikurinn.
Ársþing FRÍ
■ Guðni Halldórsson var
endurkjörinn formaður
Frjálsíþróttasambands ís-
lands á þingi þess um helg-
ina. Öll stjórnin var endur-
kjörin. Það vakti athygli
að FRÍ skilaði tekjuafgangi
á þessu ári.
■ Eins og áður hefur komið fram í NT þá fór fram ársþing Karatesambands íslands um daginn. Á þinginu var kosin „Karateljósmynd
ársins“. Þetta mun verða árlegur viðburður á þingi KAÍ að velja Ijósmynd ársins. Sá sem fyrstur hlaut verðlaunin er Friðþjófur Helgason
á Morgunblaðinu en hann tók myndina á NM í haust. Myndin er hér að ofan og nú er það lesenda að dæma hvort ekki hafí tekist vel til.
V-þýskur handknattleikur:
Fjórði sigurinn
- hjá Dankersen - Nú voru Atli og félagar lagðir
Frá Guðmundi Karlssyni frcttaritara NT í
Þý.skalandi:
■ Dankersen, lið Páls Ólafs-
sonar bar sigurorð af Gunzburg,
sem Atli Hilmarsson leikur
með, í þýska handknattleiknum
um helgina. Þetta er fjórði sigur
Dankersen í röð eftir sjö tap-
leiki. Fyrir framan 1300 áhorf-
endur sýndu heimamenn klærn-
ar í síðari hálfleik eftir jafnan
fyrn hálfleik. Þá náðu leikmenn
Dankersen 3-5 marka forystu
sem hélst út leikinn. Páll Ólafs-
son gerði eitt mark. Hann lék
ágætlega, stýrði liðinu vel en
reyndi helst til lítið sjálfur. Atli
var eínn besti maður síns liðs og
skoraði fimm gullfalleg mörk
með uppstökkum. Atla og fé-
íröð
lögum er heldur að fatast flugið
nú uppá síðkastið.
í 2. deild sigraði lið Bjarna
Guðmundssonar Verden með
29 mörkum gegn 22 á útivelli.
Bjarni varð markahæstur hjá
Wanne gerði 7 mörk. Það var
aðeins á lokamínútunum sem
Wanne náði að tryggja sér sigur.
Stórmót íþróttafréttamanna í innahússknattspyrnu:
Hörkuspennandi stórmót
- KR-ingar sigruðu annað árið í röð eftir framlengdan úrslitaleik gegn Fram - íþróttafréttamenn sigruðu Þór létt
um geysispennandi viðureign
að ræða. Eftir venjulegan
leiktíma var jafnt 3-3 og þurfti
þá að framlengia. K.R.-ingar
skoruðu markið sem dugði til
sigurs og létu þvíbikarinn góða
ekki af hendi heldur tóku hann
með sér í Vesturbæinn á ný.
Sæbjörn Guðmundsson,
okkar besti innanhússknatt-
spyrnumaður, fór á kostum í
úrslitaleiknum og skoraði
þrennu. Sævar Leifsson skor-
aði svo fjórða mark. K.R.-
inga. Áðurnefndir tveir ásamt
Ágústi Má Jónssyni voru bestu
menn sigurliðsins sem virkaði
mjög heilsteypt í mótinu.
Heimir Guðjónsson og Rúnar
Kristinsson, hinir ungu og stór-
efnilegu leikmenn K.R.-inga,
fengu báðir að spreyta sig með
liðinu og stóðu sig vel.
Framarar sigruðu íslands-
meistarana Fylki í undan-
úrslitaleik með fimm mörkum
gegn fjórum, en þessi tvö lið
ásamt K.R. ingum voru áber-
andi sterkustu lið mótsins.
Guðmundur Steinsson og
nafni hans Torfason voru at-
kvæðamestir í Framliðinu.
Fylkir hafnaði í þriðja sæti
mótsins en liðið sigraði Val í
keppni um það sæti. Fylkir,
með sinn besta mann Kristin
Guðmundsson í góðu formi,
lék vel á mótinu og sigraði
m.a. K.R. í fyrsta leiknum.
Það verður því allt annað en
auðvelt að hrifsa af þeim ís-
landsmeistaratitilinn næsta ári.
Mest á óvart kom sigur liðs
íþróttafréttamanna á 1. deild-
arliði Þórs frá Akureyri.
Leikurinn fór 5-2 og við það
misstu Þórsarar af úrslita-
keppninni. íþróttafréttamenn
léku vörnina „að þvælast fyrir“
og skoruðu úr beittum hraða-
upphlaupum. Það sama var
ekki að segja um næsta leik
íþróttafréttamanna gegn Fram
en sá tapaðist þó tölur hafi að
vísu einnig tapast úr þeirri
viðureign.
Ómar Ragnarsson og
stjörnulið hans mætti uppá
■ K.R.-ingar sigruðu annað
árið í röð á stórmóti íþrótta-
fréttamanna í innanhússknatt-
spyrnu en mótið var haldið í
íþróttahúsinu á Akranesi á
sunnudaginn.
Það voru Reykjavíkurliðin
Fram og K.R. sem mættust í
úrslitaleik mótsins og var þar
■ Sigurvegarar í innanhússknattspymu.
Akranes og lék þar gegn Gull-
aldarliðinu fræga og sáust þar
oft ein bestu tilþrif mótsins. Þá
voru Vígamenn einnig á staðn-
um og brutu múrsteinshellur á
manni liggjandi á naglabretti
og sneru naglarnir ekki öfugt.
Þeim Var klappað lof í lófa.
Það voru átta lið sem tóku
þátt í þessu sterka móti. í
A-riðlinum léku Akranes,
K.R., Fylkir og Keflavík.
K.R.-ingar fengu fjögur stig.
Fylkir og Akranes voru með
þrjú stig hvort en Fylkir fór
áfram á betri markatölu.
Keflavík rak lestina með tvö
stig.
I B-riðlinum voru Framarar
efstir með fjögur stig en Valur
og Þór voru með þrjú stig
hvort lið og íþróttafréttamenn
fengu 2 stig. Valsmenn voru
hins vegar með betri marka-
tölu og fóru í úrslitin.
í undanúrslitunum sigraði
K.R. lið Vals og Fram sigraði
Fylki. K.R.-ingar mættu svo
Fram eins og áður sagði, í
úrslitaleik mótsins, sigruðu og
fengu bikarinn, sem Adidas
gaf, aftur í sínar hendur.