NT - 10.12.1985, Síða 1
NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP. 6
Djúpivogur:
Snjór til jólaþvotta?
- vatnsskortur skapraunar bæjarbúum
■ Vatnsleysi ber hátt í umræð-
um manna á meðal á Djúpavogi
þessa dagana. Astæðan er sú að
síðasta hálfa mánuðinn eða svo
hefur þaðgerst all títt að stofn-
æðin í vatnsveitunni hafi bilað
og valdið bæjarbúum ómældum
óþægindum.
Stofnæðin sem er um 8 km
löng og orðin um tuttugu ára
gömul hefur gefið sig á fjöl-
mörgum stöðum, en Djúpivog-
ur verður vatnslaus með öllu á
meðan á viðgerð stendur.
Óli Björgvinsson sveitarstjóri
á Djúpavogi sagði að verið væri
að undirbúa endurnýjun lagnar-
innar, en það tæki tíma og
fjármagn. Hann taldi aðsú upp-
hæð sem hér væri um að ræða
væri á bilinu 15-20 milljónir.
Síðast varð vatnslaust á
Djúpavogi í fyrradag, en þá tók
viðgerðin um 6 klukkutíma,
sem er nálægt því að vera sá tími
sem tekur að gera við lögnina í
hvert skipti sem hún bilar.
Þó vatnsleysið fari í taugarnar
á bæjarbúum og einhverjar hús-
mæður séu til öryggis farnar að
bræða snjó í jólahreingerning-
una, eins og einn heimildarmað-
ur NT á Djúpavogi komst að
orði, kemur vatnsleysið verst
niður á atvinnulífinu á staðnum,
sem getur átt á hættu að lamast
bróðurpartinn úr vinnudegi.
Ó|i Björgvinsson sagði að
þeir hefðu ekki átt von á því að
lögnin gæfi sig svona skyndi-
lega.
„Það væri þá ekki nema að
allt um þryti, að farið yrði út í að
leggja ofanjarðarlögn til bráða-
birgða“, sagði ÓIi að lokum, að-
spurður um hvort sveitarstjórn-
in myndi grípa til einhverra rót-
tækra aðgerða.
Albert skrifar ríkissak-
sóknara bréf
Vill rannsókn
á aðild sinni
að Hafskip
■ Albert Guðmundsson iðn-
aðarráðherra hefur ritað ríkis-
saksóknara bréf og farið fram á
að embættið rannsaki afskipti
hans af málefnum Hafskips og
Útvegsbankans meðan hann var
stjórnarformaður skipafélagsins
og formaður bankaráðs. Stjórn-
arflokkarnir ákváðu á þing-
tlokksfundum sínum í gær að
gefa ráðherrum ákvörðunarvald
um það hvernig opinber rann-
sókn á Hafskipsmálinu svokall-
aða fari fram. Búist er við að
flokkarnir komist að samkomu-
lagi um það hvernig rannsókn
verður háttað áður en umræða
utan dagskrár um málið hefst í
dag.
Þrátt fyrir þrálátan orðróm
þess efnis að Albert Guðmjnds-
son hygðist biðjast lausnar frá
ráðherraembættí þá bendir of-
angreind ákvörðun hans til þess
að slíks er ekki að Vænta. Svo
virðist sem forystumenn
Fyrrum forseti
Argentínu:
Dæmdur í
ævilangt
fangelsi
Bocnos Aircs-Reuter
■ Fyrrum forseti
Argentínu, Jorge Videla,
var í gærkvöldi dæmdur í
æfilangt fangelsi fyrir að
hafa átt þátt í að ræna,
pynta og myrða allt að
9000 manns sem hurfu í
stríðinu við skæruliða á ár-
unum milli 1976 og 1982.
Dómurinn var kveðinn
upp af áfrýjunardómstól
•eftir átta mánaða löng
réttarhöld þar sem yfir
þúsund manns bar vitni.
Alls voru níu hershöfð-
ingjar fyrir rétti og þar af
voru sex dæmdir til mis-
munandi langrar fangels-
isvistar. Þrír voru sýknað-
ir, þar á meðal Leopold
Galtieri sem stjórnaði
Argentínu á tímum Falk-
landseyjastríðsins við
Breta.
stjórnarflokkanna hafi ekki lagt
að honum í þeim efnufn og muni
ekki eiga frumkvæðið að þvíum-
líku. í samtali við NT gat Stein-
grímur Hermannsson forsætis-
ráðherra þess að hann væri fylli-
lega sáttur við þann framgang
mála sem þingflokkar hefðu
ákveðið. Hann bætti því við að
nýlega hefðu þrír fyrrverandi
bankastjórar Útvegsbankans
gengið á sinn fund og fullvissað
sig um að þeir hefðu aldrei orðið
vitni að því að Albert Guð-
mundsson beitti sér á óeðlilegan
hátt í starfi sínu sem stjórnarfor-
maður og formaður bankaráðs.
Það kom fram í máli stjórnar-
liða að þeir töldu fulla þörf á
rannsókn Hafskipsmálsins í
samráði við embætti skiptaráð-
anda í Reykjavík. Reynt yrði að
komast að samkomulagi um til-
högun hennar, en að öðrum
kosti væri ekki útilokað að til
greina kæmi að skipa rannsókn-
arnefnd þingsins í samræmi við
39. gr. stjórnarskrárinnar.
Þeir Páll Pétursson og Albert Guðmundsson hafa verið í sviðsljósinu á Alþingi undanfarið og verða líklega enn um sinn.
Mynd: Árni Bjarna
Bomban í farangrinum:
Átta framsóknarþingmenn
standa að ,,frystitillögu“
Kjarnorkumál ríkisstjórnarinnar tekur nýja stefnu
■ Átta þingmenn Framsókn-
arflokksins hyggjast leggja
fram þingsályktunartillögu á
Alþingi þar sem kveðið er á
um afstöðu íslendinga til
„frystingar" kjarnorkuvopna.
Þessi ákvörðun fylgir í kjölfar
þeirrar gagnrýni sem Páll Pét-
ursson formaður þingflokksins
beindi að þeirri afstöðu Geirs
Hallgrímssonar utanríkisráð-
herra að íslendingum bæri að
sitja hjá í atkvæðagreiðslu á
vettvangi S.Þ. um tillögu Mex-
íkó og Svíþjóðar.
Tillaga framsóknarmanna
hljóðar þannig: „Alþingi lýsir
þeirri skoðun sinni að ísland
eigi að leitast við að ná sam-
stöðu með öðrum ríkjum
Norðurlanda um „frystingu" á
framleiðslu kjarnorkuvopna
og bann við tilraunum með
kjarnavopn. ísland skal hafa
frumkvæði um tillöguflutning á
vettvangi S.Þ. um þau mál á
grundvelli ályktunar Alþingis
23. maí 1985.“
Ljóst er af tillögunni að Páll
Pétursson og aðrir flutnings-
menn hafa ákveðið að hafa
ekki tímamörk í texta hennar.
Að sögn Páls var þetta sam-
komulagsatriði í þingflokkn-
um og ákveðið m.a. með tiliiti
til þess að varla hefði gefist
tími til að samþykkja tillögu
með tímamörkum fyrir at-
kvæðagreiðsluna í S.Þ.
Vitað er að stjórnarand-
stöðuflokkum var kunnugt um
að von var á tillögu frá fram-
sóknarmönnum í þessu efni og
því hefur ekki enn komið fram
tillaga frá Alþýðubandalaginu
eins og boðað hafði verið.
Hugsanlegt er að stjórnar-
andstaðan eigi nú frumkvæðið
að tillöguflutningi vegna
breytinga á efni tillögu Páls
Péturssonar.
dagar
© N(at Croup Chicago. Inc . 1N4