NT - 10.12.1985, Síða 2
Þriðjudagur 10. desember 1985 2
Klofningur BJ endanlegur eftir landsfundinn:
„Sá draugur er
niður kveðinn“
- segir Stefán Benediktsson
■ Kristín Kvaran, þingmaður,
sagði sig úr þingflokki Bandaiags
jafnaðarmanna í gær. Meginástæða
hcnnar var ósætti við þann forgang
sem Bandalagið gefur hugntyndum
sínum um stjórnkerfisbreytingar. Pó
Kristín telji stjórnkerfisbreytingar
markmið sem stefna beri að, sé nú
brýnasta verkefnið að bcita sér l'yrir
því að lífskjör fólks í landinu séu
tryggð; að baráttan fyrir breyttu
stjórnkerfi gangi ekki fyrir baráttu
fyrir lifibrauði fólks.
Stefán Benediktsson, nýkjörinn
formaður þingflokks Bandalags
jafnaðarmanna, sagðist ekki vera
hissa á úrsögn Kristínar. Sagöi hann
að tengsl hennar við andófshópinn
svokallaða, Félag jafnaðarmanna,
hefðu verið <)llum kunn þó aðágrcin-
ingur hennar við þinglíokkinn hal'i
ekki að ráði komið upp á þingflokks-
fundum. Stefán stigðist líta svo á, að
með málflutningi sínum hefði Krist-
ín sagt skilið við Bandalag jafnað-
armanna og þá grundvallarstefnu að
stjórnkerfisbreyting væri forsenda
bættra lífskjara. Taldi liann rökrétt
framhald af málflutningi hennar að
hún gengi til liðs við „fjórflokkinn".
Ursögn hennar væri í raun beint
framhald af því sem gerst hafi á
landsfundinum um helgina, en þar
var endanlega gengið frá klofningi
Bandalags jafnaðarmanna og Félags
jafnaðarmanna.
„Ég tel það ákveðinn árangur
þcssa landsfundar, að sá draugur er
algerlega niður kveöinn", sagði
Stefán um klofning Félags jafnað-
armanna úr Bandalagi jafnaðar-
manna.
■ Landsfundur Bandalags jafnaðarmanna nú um helgina markaði endanlegan klofning BJ og Félags jafnaðar-
manna, að sögn Stefáns Benediktssonar, sem hér sést í ræðustól. Stefán var kjörinn formaður þingflokksins í stað
Guðmundar Einarssonar, sem var kjörinn formaður BJ. NT-mynd Róbert
Ægibjartur víga-
hnöttur í vestri
■ Ægibjartur vígahnöttur sást
á himni, yfir Suðurlandi á föstu-
dagskvöld. Feðgarnir Sigurjón
Grétarsson og Grétar Oskars-
son frá Seljavöllum undir A-
Eyjafjöllum sáu fyrirbærið úr
bíl sínum, þegar þeir voru á
heimleið frá Fiellu.
Sigurjón lýsti þessu sem
björtum hnetti setn bar hratt
yfir. „Við vorum það nálægt
fjöllunum að við sáum fyrirbær-
ið einungis í stutta stund, þar til
það hvarf niður fyrir sjóndeild-
arhringinn á bak við fjöllin"
sagði Sigurjón í sámtali við NT í
gær. Faðir hans Grétar varð
vitni að fyrirbærinu, og taldi
hann að sennilegast hefði verið
um loftstein að ræða. „Þetta var
miklu nær og stærra en venju-
legt stjörnuhrap. Fyrirbærið var
ægibjart og stafaði frá því blá-
leitur bjarmi", sagði Grétar.
NT ræddi viö feðgana í gær,
og bar lýsingum þeirra saman.
Þeir voru sammála um að þeir
hefðu aðeins séð fyrirbærið í
nokkrar sekúndur. Hinsvegar
sáu þeir það báðir undir eins.
Þorsteinn Sæmundsson
stjarnfræðingur sagði í samtali
við NT í gær, að möguleikar á
því að þarna hefði verið loft-
steinn á ferð væru miklir. „Þetta
passar allt við loftstein eða
vígahnött. Bláleitur bjarmi,
ægibirta og mikill hraði. Það
getur vel átt við loftstein." sagði
Þorsteinn.
Ha, hvað varstu eitthvað að tala um dagvistun?
Afmælisveisla
Reykjavíkur-
borgar fyrir
160 millj.
ASÍ-drög að kjarasamningi:
Uppstokkun á
launakerfinu
■ Á fundi sem formenn aðildar-
samtaka ASÍ héldu í gær var á-
kveðið að fela miðstjórn, og for-
mönnum landssambanda og
svæðasambanda að undirbúa við-
ræður ASÍ við atvinnurekendur
um kjarasamninga á grundvelli
draga, sem miðstjórnin lagði fyrir
fundinn.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, sagði við NT í gær, að í þess-
um drögum væri lögð höfuðá-
hersla á þrjú atriði. í fyrsta lagi
hvernig tryggja megi þann kaup-
mátt, sem samið verður um með
ráðstöfunum til að halda verðlagi í
skefjum. Þá á að setja rauð strik og
standist verðlagsforsendur ekki á
að bæta upp mismuninn, auk þess
sem heimilt verður að segja upp
samningnum með 1 mánaðar fyrir-
vara hafi í tvígang verið farið yfir
rauðu strikin.
Þá er í öðru lagi gert ráð fyrir að
launakerfið verði stokkað upp og
komið á nýju taxtakerfi til að koma
í veg fyrir launamisrétti sem yfir-
borganir orsaka. Verða yfirborg-
anir þá teknar inn í launataxta. en
mjög algengt er að stórir hópar sitji
Hafskips-
skatturinn
■ Áætlað er að hver fjöl-
skylda í landinu þurfi að punga
út 10 þúsund krónum á næsta ári
til að mæta tekjutapi ríkisins
vegna Hafskipsmálsins. Gengur
þessi tíuþúsundkall undir nafn-
inu Hafskipsskatturinn og
menn mishressir að þurfa að
taka þátt í að borga kjarnorku-
klúðrið, einkum og sér í lagi þar
sem enginn virðist eiga að verða
dreginn til ábyrgðar í þessu
máli. Dropar hafa hlerað sam-
kvæmt ábyggilegum heimildum
að í bígerð sé að koma af stað
fjötóahreyfingu til að neita að
borga síðasta tíuþúsundkallinn
af sköttum næsta árs.
Gúmmítékkar
til sölu
■ Keflvíkingar eru útsjóna-
samir og kunna að haga sér í
viðskiptum, og þeirra einkunn-
arorð er, að allt'sé falt. Meira að
eftir á töxtum einum, það jafnvel í
atvinnugreinum þar sem yfirborg-
anir tíðkast mikið. Þá á að stokka
upp kaupaukakerfin og auka fasta
hlutann í þeim og minnka hlut bón-
ussins.
í þriðja lagi á ræða við atvinnur-
ekendur um ýmis önnur atriði og
svo er gert ráð fyrir að rætt verði
við ríkisstjórnina um félagslegar
aðgerðir og þó einkum í íbúðar-
málum, sem brenna mjög á fólki
núna.
Ásmundur sagði að á fundinum
hefði komið fram áhersla á raun-
verulega kaupmáttaraukningu
með traustri kaupmáttartryggingu.
Til að ná þessu verða aðildarfélög-
in að standa þétt saman. Sagði
hann þetta mjög í anda þeirfa sam-
þykkta sem komið hefðu á þingum
aðildarsamtaka. Bjóst hann við að
reynt yrði að ná 8 prósenta kaup-
máttaraukningu, eins og talað var
um á þingi VMSÍ.
Þá bjóst Ásmundur við að við-
ræður við VSÍ og Vinnumálasam-
bandið myndu hefjast um eða upp
úr næstu helgi enda væri lítill tími
til stefnu áður en samningar renna
segja gúmmítékkar. í Keflavík-
inni taka verslunareigendur sig
til og reyna að lífga upp á út-
stillingagluggana hjá sér en þeir
fara öðruvísi að en kollegar
þeirra annarsstaðar á landinu.
Hengja þeir upp gúmmítékka,
sem bankarnir hafa neitað að
leysa út vegna þess að innistæðu
vantaði og bjóða þá til sölu. Það
er kannski orðum aukið að sleg-
ist sé um tékkanna, en salan
gengur þó jafnt og þétt, því
mönnum finnst ekkert sniðugt
að sjá undirskrift sína á inni-
stæðulausum tékkum í búðar-
gluggum og eru því tilbúnir að
borga andvirðið til að fá tékk-
ann fjarlægðan.