NT - 10.12.1985, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 10. desember 1985 9
Vettvangur
m
Gunnar Finnsson:
Ég hef augu mín
til fjallanna. Hvað-
an kemur mér hjálp
■ Þann 12. sept. s.l. birtist hér í
blaðinu svartagallsraus undirrit-
aðs með yfirskriftinni; „Ef okkur
endist líf og heilsa frú Jóhanna“
og fjallaði um jafnréttismál og
kvennabaráttu.
Frú Jóhanna Sigurðardóttir.
alþingismaður, virðist hafa feng-
ið hland fyrir hjartað við lestur
greinarstúfsins og sér sig knúna
að svara vesaling mínum í sköru-
legri skammargrein þann 20.
sept. í sama málgagni.
Ástæðan fyrir því að ég hef lát-
ið tilskrifi frú Jóhönnu ósvarað
hingað til, er auðvitað sú að mann
setur hljóðan við svo röggsaman
reiðilestur og „erumk mjök t'egt
tungu að hræra.“
Eftir að hafa legið í lokrekkju
löngum og löngum líkt og Egill
forðum, og mælt hug minn, hef ég
nú ákveðið að freista þess að bera
hönd fyrir höfuð mitt og pára fá-
einar línur á prent til varnar vor-
um sóma ef einhver er.
„Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemurmérhjálp?,1' segir
m.a í 121. sálmi Davíðs.
Tunga um höfuð
Er nema von að fátt verði um
svör og manni vefjist tunga um
höfuð við lestur greinar frú Jó-
hönnu, sem hefst með svofelldum
orðum: „Furðulegt skilningsleysi
á jafnréttismálum kemur fram í
skrifum Gunnars Finnssonar í
NT 12. sept. s.l. sem vert er að
eyða í nokkrum orðum.“
Rúmsins vegna get ég því mið-
ur ekki endurritað téða grein
mína sem frú Jóhanna svarar svo
röggsamlega, en efnislega fjallar
hún um jafnréttisbaráttu á
kvennaáratug og þá vakningu
sem hrifið hefur konur til meðvit-
undar um stöðu sína í samfélag-
inu. I grein minni kemur m.a.
fram (og Jóhanna hefur orðrétt
eftir í svargrein sinni) „að hrikt
hafi í stoðum karlaveldisins og
höfuðvígi karlrembunnar sé í
stórkostlegri hættu eftir að konur
risu upp úr öskustónni og sögðu
skilið við potta og pönnur, gáfu
skít í grautargerð og streymdu út
á vinnumarkaðinn."
Þetta skilur Jóhanna á þann
veg að mér þykir það miður að
konur hafi seilst inn á hefðbundin
yfirráðasvæði karla og segir þessi
mál hvíla þungt á undirrituðum.
Til þess að fræða þingmanninn
um íslenskt mál vil ég benda hon-
um/henni á að nafnorðið „karl-
remba" er í eðli sínu neikvætt orð
og verður á engan hátt notað í já-
kvæðum tilgangi eða til fram-
dráttar málstað karlmanna í jafn-
réttisbaráttunni.
Það verður að gera þá lág-
markskröfu til þjóðkjörinna
þingmanna að þeir skilji íslenskt
mál en snúi ekki út úr eða túlki
skrifaðan texta eftir því sem þeim
hentar. Nóg ráðskast þeir með
samt.
Áfram með smjörið. í grein
minni kemur fram gagnrýni á
jafnréttisráð sem „hefur fyrst og
fremst gætt hagsnruna kvenna
gagnvart yfirgangi karla varðandi
hæpnar stöðuveitingar og varið
rétt konunnar í þjóðfélaginu."
En „því miðurhefur jafnréttisráð
snúist upp í andhverfu sína.
Raunverulegt jafnrétti er ekki á
dagskrá hjá því háa ráði. Konur
eru í meirihluta nefndarmanna.
gagnstætt lýðræðislegum leik-
reglum. Forréttindaráð ætti það
aö heita réttu nafni."
Þessi staðhæfing mín um jafn-
réttisráð fer mjög fyrir brjóstið á
frú Jóhönnu. Hún þyrlar upp
heilmiklu talnaryki eins og at-
vinnustjórnmálamönnum er svo
tamt þegar þeir þykjast vera að
rökstyðja mál sitt fyrir pöplinum.
Jóhanna kemst að þeirri niður-
stöðu skv. talnaflóðinu að það
hljóti einnig að vera andstætt lýð-
ræðislegum leikreglum að „af
2764 manns í nefndum, stjórnum
Síðbúin svar-
greintilJóhönnu
Sigurðardóttur
alþm.
og ráðum á vegum ríkisins séu
aðeins 187 konur."
Mæl þú manna heilust Jó-
hanna. En hverjum er um að
kenna? Mér? Hinum karl-
rembusvínunum? Frú Jóhönnu?
Eða kannski konum sjálfum með
afskiptaleysi sínu af stjórnmálum
undanfarna áratugi?
Þessari öfugþróun verður
nefnilega ekki snúið við á svip-
stundu nema konur sjálfar taki í
taumana, með virkari þátttöku í
félagsmálum. Jafnréttisráð getur
ekki komið á jafnréti, allra síst
þegar þess er gætt að í ráðinu eru
konur í miklum meirihluta (ef
mig rangminnir ekki er aðeins 1
karl á móti 7 konum í nýskipuðu
ráði). M.ö.o. jafnrétti verður
ekki komið á með lagaboði.
Að veita öðru kyninu
forréttindaaðstöðu
Jóhanna segir í grein sinni að
vandlæting mín í garð jafnréftis-
baráttunnar nái fyrst hámarki
þegar tekið er fyrir frumvarp um
breytingu á jafnr.éttislögum sem
þingfrúin flutti 1980. Orðrétt
vitnar hún í grein mína á þessa
leið: „Þó tók út yfir allan þjófa-
bálk þegar Jóhanna Sigurðar-
dóttir, þingmaður krata, lagði
það til í þinginu, að sækt kona á
móti körlum um opinbera stöðu
skyldi konan hljóta starfið.
Hérna er ekki verið að fjalla á
raunsæjan hátt um jafnrétti eða
stöðu kvenna í atvinnulífinu
heldur miklu fremur um forrétt-
indi þeim til handa."
Jóhanna telur mig falla í sömu
gryfju og aðrir sem „gagnrýndu
frumvarpið af litlum skilningi á
sínum tíma... og hrópa á torgum
um forréttindi án þess að hafa
kynnt sér málið."
Hafi ég ekki kynnt mér málið á
sínum tíma er kyrfilega úr því
bætt í svargrein Jóhönnu þar sem
veitt er ítarleg tilsögn í jafnréttis-
lögunum og ber að þakka þá
fræðslu af heilum hug. Því nriður
eykst skilningur minn ekki par
við útskýringu frúarinnar. Sum
sé; 2 plús 2 eruenn sem fyrr sléttir
4. þó að hin nýja kvennalógikk
geri ráð fyrir útkomuni 3,9 eða
4,1.
Frumvarpsgrein Jóhönnu
hljóðaði nefnilega svo:
„Þegar um er að ræða starf sem
■ Jóhanna Sigurðardóttir alþing-
ismaður.
frekar hafa valist til karlar en
konur, skal konunni að öðru
jöfnu veitt starfið."
Enn fremur:......að sæki kona
um starf í starfsgreinum þar sem
karlmenn hafa verið svo til ein-
ráðir í áður skyldi tímabundið
eða um 5 ára skeið veita konunni
starfið, ef konan hafi sömu hæFi-
leika og menntun til að bera og
karlar, sem um starfið sækja."
Það er öldungis rétt hjá Jó-
hönnu að lýðræðislegar leikregl-
ur á að hafa í heiðri og stuðla ber
að jafnræði milli kynja í atvinnu-
lífinu. En konur verða sjálfar að
hasla sér völl á hinum frjálsa
vinnumarkaði, sem Jóhanna seg-
ir réttilega að karlmenn einoki, í
stað þess að styðjast við forrétt-
indafrumvarp Jóhönnu sem tekur
kynferði, klárt og kvitt, fram yfir
hæfni og reynslu.
Jóhanna vitnar því næst í túlk-
un Guðrúnar Erlendsd. lögfræð-
ings, einn höfunda jafnréttislag-
anna frá 1976, þar sem lögmaður-
inn telurm.a. „óheppilegt aðjafn-
réttislög innihaldi ákvæði um
mismunun kynjanna" og „andstætt
jafnréttishugsjóninni að veita
öðru kyninu forréttindastöðu."
Mikið rétt. En síðar í tilvitnun-
inni slær Guðrún verulega af og
með eftirfarandi klausu fallast
þær í faðma hin löglærða og þing-
maðurinn: „Ef sú staða kemur
upp, að karl og kona sæki um
starfsgrein þar sem annað kynið
er allsráðandi og bæði tvö hafa
sömu hæfileika og menntun til að
bera, þá skal veita þeim aðila
starfið sem er í minnihluta í við-
komandi starfsgrein."
Ef ofanritaðar línur merkja
ekki það að verið sé „að veita
öðru kyninu forréttindastöðu".
þá verður undirritaður að viður-
kenna að hann sé ekki læs.
Ljóst er á skrifum Jóhönnu að
hún á sér dyggan bandamann í
Guðrúnu Erlendsdóttur enda lagði
hún til „að ofangreind túlkun
Guðrúnar Erlendsdóttur yrði
lögfest í þinginu" (með tilheyr-
andi breytingum Jóhönnu á jain-
réttislögunum sent áður er á
nrinnst).
Jákvæð mismunun =
sanngjörn okurlán
„Allir stjórnmálaflokkar á Al-
þingi stóðu á síðasta þingi að
breytingum á jafnréttislögum,
sem felur í sér svokallaða já-
kvæða mismunun(l)," segir Jó-
hanna og bætir síðan við að nú
hafi veriö lögfest „að sérstakar
tímabundnar aðgerðirsem ætlað-
ar eru til að bæta stöðu kvenna til
að koma á jafnrétti og jafnri
stöðu kynjanna teljast ekki ganga
gegn jafnréttislögunum."
Jóhanna upplýsir fávísan liuga
minn að slík jákvæð mismunun
hafi „verið um tíma í gildi á sunt-
um hinna Norðurlandanna."
Jákvæð mismunun?
Hér falla þær stöllur Jóhanna
og Guðrún með skvampi miklu
niður í brunninn sem þær þóttust
vera að byrgja og skv. þeirra túlk-
un innihalda nú jafnréttislögin
„ákvæði unt mismunun kynj-
anna" sem er „andstætt jaínrétt-
ishugsjóninni og veitir ööru kyn-
inu forréttindaaðstöðu" (svo not-
uð séu óbreytt orð lögmannsins).
Jákvæð mismunun minnir
reyndar á lauslegan þjófnað eða
mannúðleg hryöjuverk.
Jóhanna klykkir svo út, sigri
hrósandi og stráir úr saltstaukn-
um í sár undirritaðs:
„Vonandi verður það ekki of
mikiö sjokk fyrir hann aö jákvæð
mismunun hefur verið í lög leidd á
íslandi með stuðningi allra
stjórnmálaflokka á Alþingi."
Já. Miklir menn erum við
Hrólfur minn. Samtrygging
stjórnmálaflokkanna lætur ekki
að sér hæða. Hvað verður næst
lögfest á íslandi? Minni háttar
rán og gripdeildir? Vægur fjár-
dráttur? Miskunnsöm glæpastarf-
semi eða sanngjörn okurlán?
Það er nrikil huggun fámennu
eyríki á norðurhjara að eiga slíka
fulltrúa á þjóðþinginu. Ánægju-
legt cr að nú skuli „loks vera 60
kratar á þingi" eins og Vilmundur
landlæknir sagði eitt sinn.
60 kellingar af báöum kynjum
hljóta að geta lagst á eitt með „að
veita öðru kyninu forréttindaað-
stööu" í þjóðfélaginu.
Karlmannsvit
En ræflinum mér er víst ekki
alls varnað að mati Jóhönnu, því
hún telur mér það til tekna að ég
bcri „hag heimavinnandi hús-
mæðra mjög fyrir brjósti.“ í títt-
nefndri grein minni kemur fram
að í öllu jafnréttiskjaftæðinu hafa
heimavinnandi húsmæður alger-
lega gleymst í kvennabaráttunni.
Líf þeirra og störf séu til fárra
fiska metin og innan valkyrju-
hóps kvennahreyfingarinnar eigi
þær sér engan málsvara.
Jóhanna tekur undir þessi orð
mín og áréttir að „heimavinnandi
húsmæður búa við mikið misrétti
sem er þjóðfélaginu til
skammar."
Hún leiðréttir þann misskiln-
ing minn að heimavinnandi hús-
mæður eigi sér ekki málsvara og
nefnir „tillögu til þingsályktunar,
sem flutt var á Alþingi um réttar-
stöðu heimavinnandi fólks," af
Maríönnu Firðjónsd. og Jóhönnu
Sigurðard.
„Tillagan," segir Jóhanna, „fól
í sér að skipuð yrði nefnd sem
hefði það verkefni að meta þjóð-
hagslegt gildi heimilisstarfa og
gera úttekt á hvernig félagslegum
réttindum og mat á heimilisstörf-
um sé háttað samanborið við
önnur störf í þjóðfélaginu og að
lagðar yröu fram tillögur á Alþingi
til úrbóta m.a. í skatta, lífeyris-
og tryggingamálum."
Mér þykir leitt að hafa ekki vit-
að af þessu merka framlagi þeirra
Maríönnu og Jóhönnu til stuðn-
ings heimavinnandi húsmæðruin
- og feðrum. Tillagan er bvsna at-
hyglisverð og er mála sannast að
það er sama hvaðan gott kemur!
Vonandi berfrú Jóhanna gæfu
til þess að fylgja málinu cftir þeg-
ar Inin sest í stól télagsmálaráð-
herra í væntanlegri viðreisnar-
stjórn sem pöpullinn er að heimta
yfir sig.
Henni er ekki „alls varnað"
enda hef ég oft sagt það og ítreka
núna: Jóhanna hulur karlmanns-
vit.
Gunnar Finnson
UCLA
MflMflD MJóí
Ssíty) um upprcHsSn ot? nst
Framandi heimur
Tyrkja
■ Út er kontin skáldsaga eftir Yash-
ar Kemal, frægasta núlifandi Itöfund
Tyrkja og hinn vinsælasta nteðal
tyrkneskrar alþýðu. Memed mjói
kom út árið 1955 í Tyrklandi og var
fyrsta skáldsaga höfundar síns. Það er
Þórhildur Ólafsdóttir dósent sem
þýðir söguna úr tyrknesku og skrifar
eftirmála.
Yashar Kemal fæddist árið 1923 í
litlu fjallaþorpi í suðaustur Tyrklandi
og ólst upp í rammtyrkneskum menn-
ingarheimi. Hann er sjálfur af kúrd-
ískum ættum en í þorpinu bjuggu
aðallega hirðingjar af ættflokki Turk-
mena. Meðal þessa fólks varðveittust
hctjuljóð og munnntælasögur frá
ómunatíð sem Yashar lærði í æsku og
hreifst af. Þennan sjóð notar han ó-
spart í sögunni af Mented mjóa þótt
hún gerist á þessari ökl.
Memed mjói, söguhetjan, elst upp í
þorpi ríkismannsins Abdi aga sem
hefur sölsað undir sig landareignir
fólks í fimm þorpunr á Tsjúkuróva-
sléttunni og drottnar með harðn-
eskju. Memed er bara barn að aldri
þegar hann gerir uppreisn gegn þess-
um harðstjóra og hefnist grimmilega
fyrir. Þegar liann er unglingur gerir
hann markvissari uppreisn, skipu-
leggur flótta með unnustu sinni. En
flóttinn tekst ekki og fyrr en varir er
Memed kominn í flokk stigamanna og
útlaga í fjöllunum. Ævintýri hans eru
ótrúleg og bera hann víða, ótalmargar
lifandi persónur fylla sléttur og fjöll
og sýna lesanda óvæntan og framandi
hpim.
Memed mjói er 408 bls., gefin út hjá
Máli og menningu bæði í bandi og
sem Ugla. Með henni bætist nýtt bindi
við röð heimsbókmennta frá forlag-
inu. Prentsmiðjan Oddi hf. prentar
bókina, en Robert Guillemette gerir
kápumyndin.