NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 10.12.1985, Qupperneq 19

NT - 10.12.1985, Qupperneq 19
Stefanía Þorgrímsdóttir Nótt í lífi Klöru Sig. Forlagið. ■ Hérsegirfráeinni nótt. Húnbyrj- ar á skemmtistað og verður ekki sagt að söguefnið rísi hátt í fyrstu. Ekki hækkar risið þegar sögusviðið færist inn á kvennaklósett með andvörp og kveinstafi ölvaðra kvenna. Þá fer Klöru að langa frá þessum ófögnuði. Heim fer hún svo með mann sem hún hefur aldrei hitt áður og hefur httnn í rúmi sínu um nóttina. Maðurinn virð- ist vera fremur lítið gefin rola. Frá- skilinn. Eignaðist eitt barn, aumingja sem dó. Klöru verður ekki svefrisamt um nóttina og hugsar margt. Hún rifjar margt upp frá liðnum árum, - gerir einskonar úttekt á ævi sinni og örlög- um. Hún er gift vel stæðum manni, sem er að heiman þessa nótt. Hún virðist vera ánægð með manninn og hjóna- bandið. Það er barnlaust að yfirlögðu ráði. Áður átti hún barn sem hún gaf nýfætt og sá aldrei. Faðir hennar var siðavandur maður sem aldrei vildi skulda og eignaðist því aldrei íbúð. Hann vildi vera húsbóndi á sínu heimili. -„Engin eiturlyf í mín- um húsum, ekkert berfætt krakkastóð í mínum húsum, ekkert djöfuls kjaft- æði í mínum húsum, sagði hann". „Það var ótakmarkað sem ekki mátti gera í hans húsi. Nú. þá gerði maður það bara annars staðar. Gerði Stefam'a Þorgrínisdóttir. allt mögulegt, sem nianni hefði aldrei dottið í hug, að hægt væri að gera fyrr en farið var að banna það. - Allt þetta heimskulega, sem maður var neyddur til að gera, af því maður mátti aldrei gera það sem maður vildi Því miður er minni áhersla lögð á hvað það var sem Klara vildi gera þeg- ar hún vildi „finna sjálfa sig". Þó er þess getið að í þeirri styrjöld var leik- listarskóli, menntaskóli, myndlistar- nám, félagsstarf með ungu, róttæku fólki og puttaferðalag um Danmörku. Það er svo sem ekki nýtt í sögunni að rekja ólán sitt til foreldranna og er þá sama hvort þeir hafa verið of strangir eða evðilagt með dekri og eftirlæti. Klara hefur sektarkennd vegna barnsins sem hún gaf og vegna móður sinnar en auðvitað var svo best að vista hana á elliheimili. Á bókarkápu er sagt að Kiara hafi byggt hús sitt á sandr. Svo mikið er víst að hún erekki hamingjusöm. Það örlar á því viðhorfi að kannske sé ekki nóg að láta ekki nota sig. Kannskc er ekki nóg „að finna sjálfa sig". Kannske er félagsskapurinn með gagn- kvæmri þjónustugleði meira virði. Stefanía er stílfær vel og gerir góð samtöl. Saga hennar er mjög vel læsi- leg. En það verður fremur dapurleg saga af þessari mæðunótt Klöru með friðil sinn í hjónasænginni. Hún leitai uppgjörs. Hver var hún sjálf? Til var fleiri en ein Klara. „En stundum - varnarlaus á valdi nætur- innar, - varö henni á að minnast sög- unnar af ungu konunni með draurn- ana, hennar, sem fór út í heiminn með nesti og nýja skó, elskaði mann og fæddi honum barn, sem var bæði sól- argeisli og augasteinn." Mann grunar að hér sé höfundur sem ekki hefur fengið fullnægingu af rauðsokkapólitíkinni einni saman. H.Kr. ÓVENJUGÓÐ MINNINGABÓK Jón Á Gissurarson: Satt best að segja. Endurminningar. Setberg 1985. 198 bls. ■ Jón Á. Gissurarson skólastjóri hefur valið endurminningum sínum yfirskriftina „Satt best að segja" og satt best að segja er það heiti vel við hæfi á bókinni. Það sem einkennir hana öðru fremur og gerir hana frá- brugðna þeim sæg endurminninga og ævisagna, sem út er gefinn á íslandi nú um stundir, er einkar hreinskilnings- leg frásögn höfundar, rík kímni og fjörlegar mannlýsingar. Svo bókinni sé lýst að nokkru, þá nær hún frá frumbernsku höfundar og fram um 1940. Fyrsti hlutinn, þarsem segir frá fyrstu æviárum í föðurgarði, ber yfirskriftina „Jonni", en svo mun höfundur hafa verið nefndur á bernskuheimili sínu. Næsti kafli, þar sem segir frá námsárum, kallast „Jón" og segir höfundur aldrei „ég" í þess- um tveim köflum. Síðasti hlutinn, sem fjallar um námsár erlendis og um fyrstu árin eftir heimkontuna, heitir á hinn bóginn „Ég“ og þá tekur höfund- ur fyrst að fjalla um sjálfan sig í fyrstu persónu eintölu. Þessi endurminningabók Jóns Á. Gissurarsonar er bráðskemmtileg aflestrar. Hún er vel skriíuð og höf- undur lýsir mönnum og málefnum af óvenulegri hreinskilni, kímni og fjöri. Hann fer aldrei troðn- ar slóðir, en segir frá öllu eins og það kom honum sjálfum fyrir sjónir. Sem dæmi um þctta má nefna frásögn af skólaárunt í Gagnfræðaskólanunt á Akureyri. Þar lýsir höfundur skóla- meistara og kennurum á eftirminni- legan hátt. Margar sögur hafa verið sagðar af þeim Sigurði Guðmunds- syni og samstarfsmönnum hans á þessum árum og hafa sumar þeirra Jón Á. Gissurarson. orðið landfleygar. Jón bætir heldur í það sagnasafn, en lýsingar hans eru ekki í þeim halelújastíl, sem einkennt hefur sumar skólasögur að norðan og árangurinn er sá, að þeir sem frá segir standa eftir mun ntannlegri en ella. Sama gildir um sögur úr öðrum skól- um og af öðru fólki, flestir vaxa við frásögn Jóns og ber þó ekki oflof á nokkurn mann. Mjög greinargóöar frá- sagnir eru af námsdvöl í Þýskalandi á uppgangsárum nasista, en dapurlegt er að lesa lýsingar höfundar á ástand- inu í Reykjavík á ofanverðum fjórða áratugnum. Þessar endurminningar Jóns Á. Gissurarsonar eru tvímælalaust með bestu minningabókum, sent hér hafa verið gefnar út lengi og er vonandi að höfundur felli ekki verkið en haldi áfram að segja frá ævi sinni og störfum. Jón. Þ. Þór Rokkbræður: Gefa út hljóm- plötuna Rokkfár - í sönnum rokkanda ■ í því hljómplötuflóði sem dembist yfir þjóðina um þessar mundir er plata með Rokkbræðrum. Heitirhún Rokkfár og er að mörgu leyti sérstæð. Á henni eru eingöngu rokklög frá árunum 1957 til 1962. Hún er meira að segja tekin upp og „ntixuð" með svipuðum hætti og í gamla daga. Undirleikurinn var allur tekinn upp í heilu lagi, en um hann sá hljómsveitin Babadú, og ekki kom til greina að leiðrétta neitt af því sem þar var tekið upp, nema hvað saxofónleikaranum var leyft að bæta við aukarödd hér og þar ofan á upptökuna. Axel Einarsson tók hljóðfæraleik- inn upp í eigin hljóðveri, en hljóð- færaleikinn frömdu þeir Rafn Jónsson trommuleikari í Grafík, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari, Sigurður Þorsteinsson gítarleikari fyrrunt söngvari í Upplyftingu, Einar Bragi Bragason og Ástvaldur Traustason hljómborðsleikari. Þeir voru allir í hljómsvcitinni Babadú sem nú er hætt störfum. Rúnar Júlíusson tók sönginn upp í Upptökuheimili Geimsteins í Kefla- vík eftir að Þorsteinn Eggertsson hafði sett saman texta við öll lögin, en Þorsteinn er einn Rokkbræðra ásamt Stefáni Jónssyni sem löngum hefur verið kenndur við Lúdó, og Garðari Guömundssyni sem fyrrum söng með Gosum. Samstarf Garðars Gunnars og Stef- áns hófst þegar þeir komu allir fram á Rokkhátíðunum sem haldnar voru í Broadway 1983 og 1984. í fyrravetur komu þeir víða fram sem skemmti- kraftar en í sumar tóku þeir sér frí þar, m.a. til að klára þessa plötu. Útgefandi plötunnar er Hljóm- plötuútgáfan Geimsteinn í Keflavík en Fálkinn dreifir henni. SNJÓHJÓLBARÐAR Sólaðir og nýir snjóhjólbarðar af öllum stærðum og ýmsum tegundum, bæði radial og venjulegir, sterkir og með góðu gripmunstri. Einnig lítið slitnir snjóhjólbarðar á gjafverði. Snöggar hjólbarðaskiptingar. Vanir menn - Allir bílar teknir inn - Setustofa, alltaf heitt á könnunni meðan hinkrað er við. Komið, skoðið, gerið góð kaup BARÐINN Skútuvogi 2, símar: 30501 og 84844 ■ Kristján Albertsson. Endurskoðuð útgáfa ævisögu Hannesar Hafstein ■ Ævisagu Hannesar Hafsteins eftir Kristján Albertsson kom út í sinni fyrri útgáfu 1961-1964. Nú kemur þetta mikla ritverk úl öðru sinni í endurskoðaðri útgáfu. Er sú endur- skoðun gcrð vcgna nýrra heimilda sem fram koniu eftir útkomu verksins. Eru sumir kaflar bókarinnar endurritaðir, oger hin nýja útgáfa því nokkru ítarlegri en sú fyrri. Saga Hannesar Hafsteins er ekki einungis ævisaga skáldsins og liins áhrifamikla stjórnmálamanns, heldur má hún kallast þjóðarsaga tímabilsins 1880-1920. Bókin vakti geysimikla at- hygli þegar hún kom út og svo fjörug- ar umræður um efnið sem hún fjallar um og efnismeðferð höfundar að slíks eru víst fá eða engin dæmi önnur um íslenska bók, enda varð Hannes Haf- stein metölubók. Stúdentafélag Reykjavíkur hélt sérstakan fund um bókina þar sem menn leiddu saman hesta sína með og á móti, og var engu líkara en Heimastjórnarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gamli væru aftur upprisnir. Og hún hratt af stað næsta áratuginn bókaskrifum um stjórnmálamenn og stjórnmál í upp- hafi aldarinnar. Menn voru ósammála um margt, en um eitt voru allir sam- mála: Bókin er afar skemmtileg aflestrar. Þessi nýja útgáfa af Hannesi Haf- stein er endurskoðuð af höfundinum og kemur fram sitthvað nýtt sem ekki var kunnugt um þegar fyrri útgáfan kom út. Sumir kaflar eru endurritað- ir, og er hin nýja útgáfa því nokkru ít- arlegri en sú fyrri. Hannes Hafstein er um 1100 bls. samtals auk myndasíðna. Þriðjudagur 10. desember 1985 19, Dapurleg nótt

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.