NT

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

NT - 17.12.1985, Qupperneq 7

NT - 17.12.1985, Qupperneq 7
 ffl [7 Þriðjudagur 17. desember 1985 7 LL L Útlönd Perú: Milljarðahagnaður af kókaínútflutningi ■ Stjórnvöld í Perú segja að heild- arverðmæti ólöglegs kókaínútflutn- ings á þessu ári sé kominn yfir tvo milljarða dollara (83 milljarða ísl.kr.) sem þrisvar sinnum meira en útflutningsverðmæti olíu, sem er mikilvægasta löglega útflutningsvara Perúmanna. Til samanburðar má nefna að árið 1983 flutti þessi tuttugu milljón manna þjóð út löglegar vörur fyrir um þrjá milljarða dollara. Kókaín- framleiðsla er þannig orðin lang- mikilvægasta atvinnugrein í Perú enda er talið að um helmingur alls kókaíns í heiminum sé upprunninn í landinu. Þrátt fyrir þetta eru stjórnvöld staðráðin í að eyðileggja þessa blóm- legu atvinnugrein. Stjórnin áætlarað veita um 30 milljón dollurum til bar- áttunnar gegn kókaíniðnaðinum á næstunni. Herferðin gegn kókaíni verður að mestu fjármögnuð með bandarískum framlögum enda fer meirihlutinn af kókaíninu á banda- rískan markað. Abel Salinas öryggismálaráðherra Pcrú segir að keyptar verði 10.000 nýjar vélbyssur, 10.000 rifflar og 20.000 skammbyssur fyrir lögregl- una til að nota gegn kókaínsmyglur- um sem eru vel vopnaðir. ■ Lögreglumenn í Perú brenna kókaínrunnum en kókaínrækt er orðin mikilvægasta landbúnaðargrein Perúmanna þótt hún sé þrælólögleg. ísraelsmenn keyra verdbólguna niður Jcrusalcm-Reutcr ■ Verðlag í fsrael hækkaði aðeins um 0,5% í nóvember sem er minnsta verðbólga í einum mánuði f næstum því níu ár. Yitzhak Modai fjármálaráðherra ísraels segir þessa litlu hækkun fram- færsluvísitölunnar sýna þann frá- bæra árangur sem aðhaldsaðgerðir stjórnarinnar hafi náð. Verðbólga á fyrstu ellefu mánuð- um þessa árs var 181,5% samanborið við 44,9% verðbólgu í fyrra. Fram- færsluvísitalan hefur að meðaltali hækkað um 3% í ísrael á mánuði frá því í ágúst, þegar laun voru fryst og verðstöðvun sett á, samanborið við 14% hækkun á mánuði fyrir þann tíma. Margir hagfræðingar vara við hættunni á því að verðbólgan skjótist aftur af stað þegar slakað verður á verðstöðvuninni í mars næstkom- andi. Gjaldþrota tímarit: 13.000 „blaðamenn<( bjarga fjárhagnum Peking-Reuter ■ Kínverskt tímarit, sem var í Jólasveinn stelur úr stórmarkaði Sydney-Reuter ■ Ástralska lögreglan handtók í gær jólasvein sem hafði troðfyllt pokann sinn í stórmarkaði í Sydney með vörum sem hann sagðist ætla að gefa fátækum og svöngum börnum. Viðskiptavinir verslunarinnar horfðu með ánægju á þegar jóla- sveinninn sópaði matvælum og gjafavörum í pokann sinn. En versj- unarfólkið kallaði á lögregluna sem handtók jólasveininn fyrir tilraun til þjófnaðar. Jólasveinninn sagði að sér hefði fundist þetta góður tími til að minna fólk á börnin sem syltu í Eþíópíu og öðrum löndum. fjárhagskröggum, greip til þess ráös að selja 13.000 blaða- mannaskírteini til að halda rekstrinum gangandi að sögn Guangming-dagblaðsins í Kína. Skírteinasalan gekk svo vel vegna þess að blaðamenn njóta ýmissa fríðinda í Kína. Þeir fá til dæmis frímiða á leikhús og þeir geta notað blaðamannaskírtein- ið til að koma sér í mjúkinn hjá embættismönnum úti í sveitum og í smábæjum. Hagnaður tímaritsins, sem hét Upplýsingatímaritið, var um 64.000 yuan (tæp milljón ísl kr.) þar til önnur blöð komu upp um svindlið í ágúst síðastliðnum. Nú hafa verkamennirnir þrír, sem stofnuðu tímaritið, verið sendir til upphaflegra vinnu- staða sinna. Þannig hefur „hin göfuga virðing fyrir blaða- mennsku verið varðveitt" að sögn Guangmingdagblaðsins. BYGGINGAVÖRUDEILD HRINGBRAUT 120 simi 28600 STÓRHÖFÐA simi 671100 Renndu við eða hafðu samband Jólatilboð! r m m STAKAR Stærð 68x120 cm.........Verð 880,- Stærð 68x220 cm.........Verð 1.560,- Stærð 138x212 cm.........Verð 2.700,- Motturnar eru með gúmmíundirlagi sem gerir þær stamar á parketi, dúk eða flísum. Ath.: Við sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Opið laugardag til kl. 18. Ofnæmi eykst í iðnríkjum Vestur-Bcriín-Reutcr ■ Á læknaráðstefnu, sem haldin var í nóvemberlok í Vestur-Berlín, kom fram að ýmiss konar ofnæmi verða stöðugt algengari í iðnríkj- um. Svissneski ónæmissérfræð- ingurinn Alain De Weck sagði á ráðstefnunni að fjöidi þeirra, sem þjást af ofnæmi í iðnríkjum, hefði aukist um 30 til 40% frá því árið 1975. Margir sérfræðingar töldu að þetta stafaði af umhverfis- breytingum, sem yrðu vegna mikillar iðnvæðingar. Þeir sögðu samt nauðsynlegt að gera frekari rannsóknir á samanbandinu þarna á milli. Sérstaklega er áberandi livað svokölluð heymæði er orðin algeng en hún er of- næmi fyrir frjókornum blóma. Tíundi hver Sviss- lendingur þjáist nú af þessari tegund ofnæmis á móti tæp- legaeinum afhverjum hundr- að árið 1926. Margir hafa líka ofnæmi fyrir ýmsum tegundum iyfja og algengum efnum. Þannig kom t.d. fram á ráðstefnunni að u.þ.b. 3% versturþýskra kvenna hefur ofnæmi fyrir nikkeli í skartgripum og buxna- hnöppum. íffll BVCGlMGÁýQRDBl á ótrúlega hagstæðu verði:

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.