NT - 17.12.1985, Blaðsíða 17

NT - 17.12.1985, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 17. desember 1985 17 ■ Þetta er ekki brúA- kaupsmynd, því iniður heidur mynd sem tekin var af þeim Stallone og Brigitte Nielsen í byrjun tilhugalífs- „Rocky“ gengur í það heilaga á ný ■ Frá Los Angeles komu þær fréttir sl. sunnudag, að Sylvester Stallone, stjarnan úr „Rocky“-myndunum og „Rambo“, hefði gengið í það heilaga á ný, en hann og Sasha, fyrri kona hans, höfðu gengið frá skilnaði í sumar. Brúðurin var auðvitað hin fagra og um- talaða Brigitte Nielsen, dönsk leikkona, sem segist hafa verið skotin í Stallone síð- an hún, II ára gömul, sá hann í fyrstu Rocky-myndinni. Pað er 17 ára munur á brúðhjónunum, en Brigitte er nú 22 ára. Hún kom fram í smáhlutverki í Rocky IV, og lék þá eiginkonu sovéska boxarans, sem keppti við hetjuna Rocky. Brúðkaupið fór fram á heimili Irwins Winkler, sem er framleiðandi Rocky- myndanna, í stórhýsi á Malibuströndinni við Los Angeles. Þar var allt fullt af örygg- isvörðum og meira að segja var skoðað í alla bíla sem komu með boðsgesti. Brúðurin var sveipuð hvítum minka- pels og hin glæsilegasta, að sögn við- staddra. Stallone hafði verið 10 ár í hjónabandi með konu sinni Sasha og þau eiga saman tvo syni. Hjónaband þeirra gekk ekki nema í meðallagi vel, að sögn, og tvisvar Sasha og Sylvester með son sinn Seargoah skildu þau í smátíma. Sagt var að það sem hélt Stallone-hjónunum í hjónabandinu hafi verið sameiginleg barátta fyrir bata sonar þcirra, Seargoah, en hann er einn af þeim börnum, sem eru einhverf (autistic) og er oft mjög erl'itt að hjálpa. Sú sameig- inlega barátta dugði þó ekki til að bjarga hjónabandinu, og var gengið frá skilnaði í sumar, en Sasa hefur báða syni þeirra hjá sér. Sagt er aö Brigitte Nielsen hin danska hafi vcrið ákveðin í að kynnast hetjunni Rocky, sem hún hafði dáð frá barnæsku, og því leitað hann uppi á hóteli í New York. Hún lét hringja upp til leikarans og tilkynna honum, að kominn væri aðdáandi hans alla leið frá Danmörku til að heilsa upp á hann, - en allt korn fyrir ekki. Syl- vester hafi ekki áhuga. Þá skrifaði hún honum aðdáendabréf og sagðist bíða niðri og lagði í umslagiö mynd af sjálfri sér. Það hreif, og henni var boðið upp til Stallone, og sagt er að síðan hafi þau vcrið óað- skiljanleg. Nú eru þau svo gengin í hjóna- band, og hún stendur í rokna-líkatnsæf- ingum til þess að vera fær um að leika stórt hlutverk í næstu Rocky-mynd með eigin- manninum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.