Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.2004, Side 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. september 2004
!
Persónuleg bílnúmer þóttu
merkileg nýjung fyrir fáein-
um árum þegar þau urðu val-
kostur hér á landi. Að vísu
höfðu menn eitt sinn átt sín
prívat númer, X 26, M 12 eða
R 4007 – og þau númer héld-
ust árum saman í fjölskyldum
þótt skipt væri reglulega um bíl. En
þau voru ekki persónuleg í þeim skiln-
ingi að eigendur gætu ráðið þeim alfar-
ið eða teflt þeim fram sem táknmynd
um eigin manngerð, hæfileika eða
drauma.
Nú er hins vegar hægt að velja sér
og kaupa allt að sex stafa númer á
einkabílinn og snilldin felst í því að úr
öllu heila stafrófinu er að velja, auk
talna (alls á fimmta
tug tákna, að með-
töldum broddstöfum).
Þetta eru lesendum
auðvitað ekki nýjar fréttir, enda hafa
einkanúmer tíðkast hér í ein átta ár.
Hins vegar er það eiginlega fyrst núna
sem útbreiðslan er orðin slík að hægt
er að lesa hinar flakkandi línur í ein-
hverju samhengi.
Þannig má núna mæta VILLA á
ljósunum á Höfðabakkabrúnni, hann
er ljóslaus líkt og hann sé nývaknaður.
Fast á hæla hans læðist tilkeyrð og ný-
lökkuð ALMA sem hefur reyndar ver-
ið að eltast við hann á þessum ljósum
um langa hríð. Neðar í Ártúnsbrekk-
unni lúrir REBBI úti í kanti, eins og
hann sé að bíða eftir einhverjum.
Kannski MÝSLU? Hann blikkar þegar
framhjá geysist kunnuglegt trýni: NEI
HÆ.
Gljáandi snarfari leggur í stæði á
Laugaveginum, 26Y4U, enda ekki
pláss á plötunni fyrir yfirlýsinguna: Ég
er tvímælalaust of kynþokkafullur fyr-
ir þig! Umferðartafir valda því að hann
mætir ekki hreinum sveini, HR1SV1,
sem var að koma úr smurningu.
Ofar í götunni er verið að sekta
GLANNA og kemur ekki á óvart, hann
er hálfur uppi á gangstétt og heftir för
ÖMMU sem er orðin of sein til AFA. Á
Kringlumýrarbrautinni sönglar
SMALI fyrir kafrjóða MAGGÝ, en
heimildir herma ekki að þau þekkist
náið. Annað gildir hins vegar um 1X2
sem krúsar um Skerjafjörðinn í leit að
LUKKU.
Og líkt og fyrir töfra samtímans
rýkur LENNON fram úr sjálfum
MOZART á þjóðvegi 51, en spyrnan
hafði fram að því verið tvísýn. Und-
arlegt samt að löggan taki aldrei eftir
því þegar MAFÍAN fer af stað fyrir
austan fjall, í skjóli nætur. Á Siglufirði
er SÍLDIN komin og farin út eftir
Hvanneyrarbrautinni, eins og gengur.
Einhver PÚKI samt á kreiki, og mað-
ur í grænum jakka leggur PARKET í
stæði.
Þá er upplit á mörgum þegar sjálft
ÍSLAND tekur undir sig stökk til
Færeyja, með Norrænu. Og alltaf jafn-
skrýtið þegar ÞORRI þokast eftir af-
leggjaranum að Hvammstanga, um
miðjan júlí.
En konan, sem varð fyrir DEJAVU
á hringtorginu í Hveragerði, er hins
vegar að hugsa um að taka sér far með
UFO áður en ÓLI JÓ kemur aftur nið-
ur Kambana.
Einmitt. Svona geta nú bílstjórar
landsins skemmt sér við að (mis)lesa
umferðina – og oftúlka – líkt og hverja
aðra ástarsögu eða ljóð. Þá má frá
ýmsum hliðum íhuga þessa persónu-
gervingu farartækja í samhengi við þá
blindu trú, einkabílismann, sem sumir
kalla svo.
Allt er þetta hin skemmtilegasta af-
þreying undir stýri – rétt þegar grá-
móska haustsins leggst yfir og allt var
um það bil að virðast merkingarlaust.
Villi
+
Alma
Eftir Sigurbjörgu
Þrastardóttur
sith@mbl.is
Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111
netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.
Nýlega mátti sjá hér í Sjónvarpinualveg ágæta danska þáttaröð,Málsvörn, eða Forsvar, semNordisk Film framleiddi fyrir
hina hálfopinberu sjónvarpsstöð TV2. Einn
aðalhöfunda þessa sjónvarpsefnis er Svein-
björn okkar Baldvinsson og fór ómaklega
lítið fyrir þeirri merkilegu
staðreynd í íslenskum fjöl-
miðlum. Bókaforlagið
Vaka-Helgafell hefði
áreiðanlega komið annarri eins frétt á útsíð-
ur dagblaðanna ef höfundurinn hefði til að
mynda gegnt nafni íslensks forstjóra í New
York.
Þetta minnir dálítið á árin undarlegu þeg-
ar Jóhannes Eðvaldsson, knattspyrnumaður
í Skotlandi, var nánast daglegt fréttaefni af
hverju smávægilegu tilefni á íþróttasíðum
íslenskra dagblaða, meðan Ásgeir Sig-
urvinsson kom sér með hæglátri ástundun í
fremstu röð knattspyrnumanna í Þýskalandi
án þess að fregnaðist hér heima, fyrr en við
stóðum allt í einu uppi með „óþekkta“ stór-
stjörnu. En svona er þetta víst, yfirburða-
kunnátta er lítils metin nema fjölmiðla-
fulltrúar séu ráðnir til að smíða orðspor og
halda því á lofti.
Danska þáttaröðin var unnin af menntuð-
um og reyndum fagmönnum á fullum, eðli-
legum launum við bestu aðstæður. Það
skýrir vitaskuld gæðin. Danir leggja mikinn
metnað í að framleiða fyrsta flokks leikið
sjónvarpsefni og hefur með því tekist að
gera Svía græna af öfund, þó það hafi senni-
lega ekki verið megintilgangur þeirra með
því að efna til framleiðslu leikins sjónvarps-
efnis. Nú orðið selja Danir sjónvarpsefni
sitt út um allan heim, sem vekur grun um
að gæði borgi sig sennilega.
Sjónvarp allra landsmanna hefur nú boð-
að framleiðslu á íslenskri leikinni þáttaröð
um lögfræði og réttarfar, enda er drama-
tískt efni af þessu tagi ákaflega vinsælt. Ég
hef oft amast við gæfuleysinu og marg-
víslegri fátæktinni sem snýr að framleiðslu
leikins sjónvarpsefnis hér á landi og ætti
þess vegna að kætast við þessi tíðindi. Ég
get hins vegar ekki að því gert að þau gerðu
mig ákaflega dapran og niðurdreginn.
Á frumbýlisárum Sjónvarpsins var
stundum á dagskrá þáttur laganema sem
bar heitið Réttur er settur, og spannst utan
um leikin málaferli. Var stundum bærileg
skemmtun að uppátækinu, ekki síst vegna
viðvaningsbragsins í leiktúlkun, leikstjórn
og handritsgerð. Kom jafnvel fyrir að búkur
minn skókst af óstöðvandi hlátri.
Hin nýja þáttaröð ber heiti gömlu þátt-
anna, þ.e. Réttur er settur, og mun vera
samin og leikin af lögfræðinemum! Það á
sumsé að endurvekja smánarlegt fúsk í gerð
sjónvarpsefnis. Lögfræðingum er ýmislegt
til lista lagt, bæði jákvætt og neikvætt, en
það er ekkert annað en frekleg yfirtaka á
atvinnu annarra starfsstétta sem hér á sér
stað með undirboði. Ég gef mér það að
Sjónvarpið ætli ekki að greiða
handritshöfundum eða leikendum nein laun
að marki, enda naumast hægt kinnroðalaust
að greiða fyrir fúsk og kunnáttulaust fálm.
Laganemar vita kannski ekki, þó Sjón-
varpið eigi að vita það, en svo vill til að á
þessu landi búa sérmenntaðir leikarar, sér-
menntaðir leikstjórar, sérmenntaðir hand-
ritshöfundar, allt fólk sem þjóðin hefur
menntað með ærnum tilkostnaði, allt fólk
sem sárlega skortir fleiri atvinnutækifæri,
og stór hópur þess er aukinheldur fyrirtaks
fagfólk.
Ég bíð þess í ofvæni að Félag íslenskra
leikara bjóði almenningi upp á ókeypis lög-
fræðiaðstoð, að Félag leikstjóra á Íslandi
bjóði Hæstarétti þjónustu félagsmanna
sinna á mun lægri launum en lærðir lög-
menn þiggja og mundi þá ugglaust linna
karpi manna um hæfi. Ég bíð þess líka að
Rithöfundasamband Íslands og Leikskálda-
félag Íslands stofni lagadeild þar sem eng-
inn þiggur laun fyrir kennsluna. Ó, gós-
entíð!
Það er vitaskuld ósæmilegt með öllu að
Sjónvarp allra landsmanna skuli púkka und-
ir fúsk af þessum toga eftir nærri 40 ára
starf. Það er auk heldur siðferðislega óvið-
unandi að laganemar skuli efna til ranginda
af þessum toga gagnvart öðrum starfs-
stéttum. Legg ég til að nafni þáttarað-
arinnar verði breytt og hún nefnd Rangur
er settur.
Rangur er settur
’Hin nýja þáttaröð ber heiti gömlu þáttanna, þ.e. Rétt-ur er settur, og mun vera samin og leikin af lögfræði-
nemum! Það á sumsé að endurvekja smánarlegt fúsk í
gerð sjónvarpsefnis. ‘Fjölmiðlar
eftir Árna Ibsen
aibsen@internet.is
OG SAGAN, ágætu hlustendur, hún er þessi, að einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar
hafi tekið sig til og skilað með handriti að nýjustu skáldsögu sinni skotheldri áætlun
um markaðssetningu bókarinnar. Í svæsnustu gerð þessarar sögu kemur fram að
markaðsáætlunin hafi verið töluvert lengri en skáldsagan sjálf og jafnvel ívið betur
stíluð. Sagan segir að umrædd markaðsáætlun sé í nokkuð mörgum liðum, sumir
segja 15 aðrir 30, þeir allra hörðustu á götum borgarinnar geta þulið upp liðina frá ein-
um og uppí 20, menn fara með þetta eins og ljóðmæli.
Sagan segir einnig að viðkomandi útgáfustjóri hafi tekist á loft þegar hann sá mark-
aðsáætlunina og haft stærri orð um áætlunina en söguna. Höfundurinn á nokkrum
dögum síðar að hafa spurt hvort útgáfustjórinn hefði ekki lesið söguna sjálfa, og þá á
útgáfustjórinn að hafa sagt: jú ég las hana en það er markaðsáætlunin sem er alger-
lega að gera daginn fyrir mig. Höfundurinn þykir hér hafa hitt naglann á höfuðið – í
útgáfubransanum er talað um að markaðsáætlunin ein og sér ætti að duga til þess að
halda nafni hans á lofti um ókomna tíð.
Já þannig gerast kaupin á eyrinni, ágætu hlustendur, og það verður að segja það
eins og er, að það eru ekki allir jafn sáttir og fyrrnefndur útgefandi sem tókst á loft
þegar hann sá höfundinn koma með tvö handrit í einu. Þeir eru sannarlega fjölmargir
sem finna þessu framtaki höfundarins allt til foráttu. Markaðsáætlanir þykja saurga
skáldið, og menn spyrja: hvað á að segja um mann sem getur bæði skrifað skáldskap
og hugsað um markaðinn á sama tíma? Skáld sem hefur vit á markaðnum, slíkur mað-
ur getur ekki verið skáld, þetta brýtur í bága við hugmyndir fólks um skáldskapinn.
En þeir sem halda því fram að þetta sé ótækt, og viðkomandi höfundur ekki annað
en vinsældapoppari og athyglissjúklingur, sjá ekki fegurðina í þessu atviki, þegar höf-
undur heldur af stað að morgni dags, með tvö handrit í leðurskjóðu: eina skáldsögu og
eina markaðsáætlun. Þeir sem gagnrýna höfundinn – og hér er maður kominn á svolít-
ið grátt svæði, því ekkert er hér í hendi, ekkert nema orðrómur, upphrópun hér, þus
þar, og allt eru þetta staðlausir stafir – en sumsé þeir sem gagnrýna höfundinn átta
sig ekki á því að svokallaðir tveggja heima menn eru án efa framtíðin, menn sem hafa
ekki lokast inni í sínu fagi heldur hafa útsýni til annarra átta, eins og það er kallað.
Eiríkur Guðmundsson
www.bjartur.is
Markaðsáætlun skálds
Morgunblaðið/Ómar
Við erum farin!
I Eru til íslensk hugvísindi? Svarið við þessarispurningu virðist liggja í augum uppi. Auðvit-
að eru til íslensk hugvísindi. Það eru þau hug-
vísindi sem Íslendingar leggja stund á. En
spurningin leynir kannski svolítið á sér. Í henni
felst einnig spurningin hvort til séu íslensk hug-
vísindi í þeim skilningi að þau hafi orðið til hér á
landi, séu sprottin af íslensku hugmyndalífi,
séríslensk á einhvern hátt.
Eru með öðrum orðum til
hugvísindi hér sem voru einhvern tímann
hvergi annars staðar til? Íslenski skólinn kemur
fyrst upp í hugann; sú kenning Sigurðar Nor-
dals, Einars Ólafs Sveinssonar og fleiri frá
fjórða áratug síðustu aldar að Íslendingasög-
urnar séu höfundarverk. Það þarf hins vegar
ekki að kafa langt ofan í þá kenningu til þess að
sjá að hún er sprottin af evrópskri skáldskap-
arfræði rómantíska tímabilsins. Og sennilega er
alveg sama hvaða hugmynd íslenskra hugvís-
indamanna við myndum nefna, hún hefur að öll-
um líkindum orðið til í samræðu við erlenda
hugsun ef hún er ekki beinlínis þýdd og stað-
færð úr erlendu máli.
II Gauti Kristmannsson þýðingafræðingurheldur því fram í viðtali í Lesbók í dag að
þetta eigi við um flesta hluti. Ekki aðeins bók-
menntir eru þýddar á íslensku af erlendum mál-
um, listform og samfélagsstofnanir eru einnig
þýddar, auglýsingar eru þýddar, lögin eru þýdd
og þannig mætti áfram telja. Þetta gera þjóðir
til að komast upp á sama stig og aðrar þjóðir,
verða hámenningarþjóðir. „Að þýða er sam-
stofna orðinu þjóð. Að þýða er að vissu leyti að
þjóðgera, það er tilraun til þess að vera þjóð
meðal þjóða,“ segir Gauti.
III Þjóðir, tungumál þeirra og hugmyndalíf,þrífast því á öðrum þjóðum. Þó að hver
þjóð eigi sín sérkenni þá eiga þær ansi mikið
undir því komið að eiga í góðum og lifandi sam-
ræðum við aðrar þjóðir. Í þeim tilgangi eru þýð-
ingar nauðsynlegar. Hér á landi er þrátt fyrir
allt ekki nægilega mikill skilningur á þessu. Oft
og mörgum sinnum hefur verið bent á þá
skammarlega litlu upphæð sem ríkið lætur
renna til bókaþýðinga í landinu. Sjö milljónir
eru eins og dropi í hafið þegar litið er til þeirra
verkefna sem fyrir liggja. Og þá er ekki aðeins
átt við allar þær erlendu bókmenntir sem við
eigum ekki á íslenskri tungu, en þurfum svo
nauðsynlega á að halda til þess að halda í okkur
lífinu, heldur einnig þau endalausu verkefni
sem fyrir liggja við að koma útlenskri fræði-
hugsun á íslenska tungu. Ef eitthvað hrjáir ís-
lensk hugvísindi nú um stundir er það óbæri-
lega lítil snerting tungunnar við erlenda
hugmyndastrauma. Eins og Gauti bendir á er
fyrir vikið ekki til íslensk orðræða á mörgum
sviðum. Við lærum um ýmsar hugmyndir á er-
lendum málum, við skiljum þær en við getum
ekki tjáð okkur um þær á íslensku vegna þess
að það vantar texta. Hugsanlega séu til orð til
að lýsa hugmyndunum en oft skorti sam-
komulag um þau. Og það er ekki fyrr en orðin
hafa verið notuð í fimm til tíu útgefnum textum
að það verður til ákveðið samkomulag um að
þau eru hluti af tungumálinu. Margt gott hefur
verið unnið í þessum efnum á síðustu árum en
það er líklega eitt af mest aðkallandi verkefnum
fyrir hugmyndalíf íslenskumælandi fólks að
huga betur að þýðingum.
Neðanmáls