Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.2004, Page 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. september 2004 | 3
E
inangrun og smæð stóðu lengi í vegi fyrir því
að hérlendis næðu að skjóta rótum og dafna
straumar og stefnur í myndlist sem höfðu
unnið land í gjörvallri Evrópu; en í upphafi 6.
áratugar 20. aldar kom hópur íslenskra
myndlistarmanna heim frá námi með ab-
straktlistina í föggum sínum. Móttökur voru óblíðar og þótti
mörgum sem landar þeirra hefðu elt uppi erlendar stefnur í
ósjálfstæði sínu og áhrifagirni; enn verra þótti að snúa baki
við rótgrónu og þjóðlegu landslagsmálverki, á þeim tíma sem
„ekkert málverk var tekið gott og gilt nema
það væri Þingvallamynd“.
Hin óhlutbundna myndlist var ekki ein-
ungis kúvending í íslenskri listasögu heldur
var kominn í fyrsta sinn fram samstilltur
hópur myndlistarmanna sem í listsköpun sinni sló í takt við
það sem hæst bar í myndlist ytra. Því var von að m.a. hinir ís-
lensku „sans-culottes“ frá Frakklandi sæju sig knúna til að slá
skjaldborg um fagnaðarerindið, hina óhlutbundnu list, svo hún
gæti skotið rótum.
I.
Segja má að Guðmunda finni vegvísi til óhlutbundinnar tján-
ingar þegar hún uppgötvar ljóðræn abstraktverk Svavars
Guðnasonar á tímamótasýningunni í Listamannaskálanum ár-
ið 1945. Svavar var þá nýkominn frá Kaupmannahöfn eftir tíu
ára dvöl og virtur myndlistarmaður í alþjóðlegum skilningi;
þótt sú frægð mætti sín lítils hérlendis, að mati Guðmundu og
annarra myndlistarmanna var sýningin sem „sprengja inn í
okkar þrönga heim“. Finnur Jónsson (1892–1993) hafði verið
enn fyrr á ferð, og hafði þegar 1925 haldið fyrstu abstraktsýn-
inguna hérlendis, sýnt framsækin verk í anda konstrúktívisma
og fútúrisma, sem mörkuðu þáttaskil í íslenskri listasögu en
mættu aðkasti og skilningsleysi.
Leið ekki á löngu að Guðmunda fylltist útþrá og lagði land
undir fót ári eftir sýningu Svavars. Hún fór í Konstfack-
skólann í Stokkhólmi en var samhliða í læri hjá listmálaranum
Otte Sköld (1894–1958). Við heimkomuna frá Svíþjóð 1948
kenndi Guðmunda teikningu áður en hún hélt til Parísar árið
1951. Guðmunda hóf nám í hinum þekkta skóla Académie de
la Grande Chaumière, en undi ekki vist sinni þar og fór í hina
virtu Académie Ranson. Þar stóð abstraktlistin styrkum fót-
um og kenndu þar margir þekktustu listamenn 5. og 6. ára-
tugarins. París var á þessum tíma einnig höfuðborg geómetrí-
unnar, konkretlistarinnar, og hafði sú liststefna djúpstæð
áhrif á íslensku myndlistarmennina.
II.
Á septembersýningunni 1951 í Reykjavík sýndi Valtýr Pét-
ursson eitt fyrsta konkretlistaverkið í íslenskri nútímalist og
þótti ná ótrúlegu valdi á þeirri gerð þegar í upphafi. Guð-
munda sýndi sín fyrstu geómetrísku verk á septembersýning-
unni 1952, þá nýkomin frá París. Á þessu fyrsta eiginlega
tímabili á listferli Guðmundu má greina hvernig hin geómetr-
íska hugsun krafðist aðlögunar jafnvel hjá myndlistarmönn-
unum framsæknu áður en taki á ytri veruleika væri sleppt,
enn sterklega undir áhrifum frá kúbismanum. En um leið gef-
ur þetta tóninn um það sem koma skyldi á listferli Guðmundu;
hún dvelur á milli geómetrískrar myndhugsunar, notar hrein
geómetrísk form, og ljóðrænni abstraksjónar, sem einkennast
af sveiglínum sem skerast eins og sést í olíumálverki eftir
hana frá 1952.
Guðmunda notar á næstu árum stranga geómetríu, að-
greind og fá form. Litanotkun einkennist af heitum litum,
rauðum og gulum, og eykur þannig áhrif flatarverkunar og
tvívíðrar myndbyggingar. Hinir hreinu, stingandi heitu litir
lagðir á sléttir hjá Guðmundu minna á formbyggingu Serge
Poliakoffs (1906–1969), sem þróaði mjög persónulegan stíl,
með sléttum, einföldum og hreinum flötum sem skarast. Í
verki Guðmundu Komposition, frá árinu 1955, er formskipan
hins vegar lokaðri og miðlægari, hér skarast oddhvöss óreglu-
legri form, einkum þrístrendingar, svo úr verður lagskipting
lita og forma; myndbyggingin er þeim mun flóknari því lit-
urinn og formin hafa tvíþætt gildi, sem rými og flötur; annars
vegar eru formin aðgreind með skýrum útlínum og hins vegar
myndar liturinn hér sjálfstætt form innan þess, með gulum,
svörtum og grátónuðum litum á dökkbláum myndfleti.
Guðmunda sýndi verk sín á Vorsýningunni í Reykjavík árið
1953, þegar mest bar á geómetríunni. Þrátt fyrir andúð
margra náði geómetrían fótfestu og mátti einkum þakka það
samstöðu listamannanna og harðra málsvara, rithöfunda og
annarra listvelunnara, að hún varð boðberi módernismans
fram eftir sjötta áratugnum.
III.
Eftir hið geómetríska tímabil Guðmundu tekur við annað
tímabil árið 1956 og má segja að þar hefjist úrvinnsla á þeim
margbrotnu hughrifum sem hún varð fyrir í París. Hún hverf-
ur þá frá geómetrískri myndbyggingu yfir í nokkurs konar
grindverk sem samanstendur af þéttriðnu neti. Hárfínar ská-
línur, blýantslínur, liggja samhliða þvert yfir myndflötinn,
skerast og rofna á milli tveggja punkta, og mynda misgleiða
þríhyrninga. Með sparlegri notkun ljósra lita næst fram ljós-
tíra innan um dekkri liti.
Belgíski listmálarinn Gustave Singier (1909–1984) var aðal-
kennari Guðmundu í Ranson-akademíunni í París og hafði
mikil áhrif á listhugsun hennar. Auk Singier tilheyrði svoköll-
uðum Parísarskóla annar kennari við Ranson og áhrifavaldur
í list Guðmundu, Alfred Manessier (1911–1993), nemandi hins
þekkta listmálara Roger Bissière (1888–1964). Þéttriðna netið
sem Guðmunda dregur fram reglulega á ferli sínum til endur-
skoðunar má því að hluta rekja til áhuga þessara listamanna,
þá sérílagi kennara hennar Singier, á steinglerslist miðalda,
þegar gegnlitaðar eða málaðar glerflísar voru greyptar í blý-
bönd.
Í verki Guðmundu, Komposition, 1959, birtist sterk efn-
iskennd sem minnir á blýbönd og glerflísar steinglerslist-
arinnar. Hinn blái litur ýtir undir trúarleg hughrif í anda
steindra glugga, einkum með ljóstíru frá gula litnum og þeim
rauða. Hér koma frumlitir fram sem fyrr en svartir þrístrend-
ingar auka á efniskennd verksins og örlar á leik ljóss og
skugga. Í vatnslitamyndum Guðmundu sem byggjast á sömu
myndskipan með þéttriðnu neti kemur fram öllu meiri létt-
leiki, frjálslegri form og líflegri litanotkun. Ekkert bendir þó
til þess að um trúarlega skírskotun sé að ræða í þessum verk-
um Guðmundu, hvorki í litanotkun né í titlum verka hennar
sem sjaldnast eru hlutstæðir eða frásagnarlegs eðlis eins og
hjá fyrrnefndum abstraktmálurum. Guðmunda takmarkar
litaspjaldið heldur ekki við hreina frumliti, harðlínuliti geó-
metríunnar sem henni eru þó ávallt kærir, heldur verður mun
ljóðrænni í litanotkun; notar einnig hlutlausa liti, gráa, hvíta,
og svo dekkri tregafyllri liti, brúna og svarta liti. Ef til vill
mætti segja að litanotkunin verði náttúrutengdari í verkum
Guðmundu, að sjá megi hér birtu og jarðliti á meðan þeir
gætu allt eins vísað einvörðungu í sjálfa sig. Ljóðrænna form
abstraktlistarinnar sem einkenndi Ranson-skólann virðist
henta Guðmundu mun betur en hrein geómetría; hún leyfir
sér meiri djörfung í átt að persónulegri list sem þó er beisluð
með geómetrískum formum.
IV.
Það er eins og grunnt sé á því að kvikni líf í hinu sjálf-
sprottna, einkum á tímabilinu 1962–1967, þegar andstæður
hins lífræna og hins reglubundna takast á á myndfletinum. Á
þessu lítt þekkta en markverða tímabili í list Guðmundu má
sjá ólíka myndhugsun sem tilbrigði við svipaða myndbygg-
ingu. Þetta ferli hefst snemma, því vatnslitamyndir frá um
1960–1962 sýna að Guðmunda hefur verið farin að velta hring-
forminu fyrir sér, sem hún tekur svo upp til frekari úrvinnslu
undir lok áratugarins. Hringformið í verkum Guðmundu verð-
ur óljósara, tekur á sig lífrænni, organískari mynd, verður
ljóðrænt: dökkir litir smeygja sér inn á miðlægan myndflöt-
inn, líkt og þyngd efri myndflatar láti undan þunga þeirra.
Þessi umbreyting og hreyfing er undirstrikuð með sveiglínum
niður á neðri myndflöt og undir frumuformið. Freistandi er að
tengja þessi verk Guðmundu formleysu (art informel) í anda
Wols (1913–1951) og Jean Fautrier (1898–1964), og enn ljósari
merki um sjálfsprottnari list sé að finna í vatnslitamyndum
hennar frá þessu tímabili.
Á næsta stigi hverfur sporöskjulaga frumuformið úr miðju
myndflatar sem og tvískipti myndflöturinn. Guðmunda ýtir
einráðum brúnum lit yfir í efri og neðri mörk myndflatarins,
notar sparlega bláan og rauðan lit og örlítinn gulan lit, sem
ljós í myrkri. Þéttriðna netið birtist í stað hringformsins, und-
ir þunnu hvítu lagi í miðlægum myndfleti, og fær enn meira
vægi. Í verkum í lok þessa myndskeiðs takmarkar Guðmunda
ennfremur litanotkun, notar einungis tvo liti, hvítan og svart-
an, eða þrjá liti sem umgjörð um ljósan miðlægan myndflöt-
inn.
V.
Guðmunda hverfur frá netbyggingunni yfir í annað rannsókn-
arferli, á formi, hreyfingu og litum um 1969. Hún leitar að
sterkari formum vel afmörkuðum sem „gripu með sér litinn“.
Þannig verður hringformið, hreyfigildi þess, flatarkennd og
rýmisverkun á myndfleti að grunnstefi rannsóknarferlis
næstu þrjá áratugi. Vísun í tónlistina í verkum Guðmundu er
augljós og má að hluta rekja til rannsókna Robert Delaunay
(1885–1941) og František Kupka (1871–1957), litanotkun Guð-
mundu virðist þó oftlega vera hugsuð með hreyfigildi hring-
formsins í huga, til að auka eða draga úr því, fremur en um
litfræði, innri veruleika og samband lita. Sem fyrr má greina
tilhneigingu til sjálfsprottnari listar á stundum sem nær þó
aldrei að raska jafnvæginu á myndfletinum.
Í Átrúnaði frá árinu 1971 byggir Guðmunda á tvískipta
myndfletinum aftur og byggir á láréttri myndskipan. Láréttar
línur liggja samhliða þverar og endilangar yfir myndflötinn:
þær mynda nokkurs konar stöðug misbreið nótnastrik. Til að
hleypa hreyfingu í hringformið og hraða, sjálfan útgangs-
punktinn í rannsóknarferlinu, notar Guðmunda boga og sveig-
línur undir og yfir kyrrstæðu hringformi til að magna upp
kraftinn og hreyfigildið: grannar línur tengja einnig hring-
formin innbyrðis og við bakgrunninn, ganga frá hringunum
niður á ljóslitan neðri myndflöt. Guðmunda brýtur þá reglu að
hringformið sé lokað í sjálfu sér, það elur af sér aðra hringi,
afmarkaða með skýrum útlínum; leiðarstefið verður einnig
spíralformið, líkt og gárur á vatni sem ganga út frá þeim
punkti sem finna má í miðju hringformsins. Hreinir frumlitir,
gulur, rauður og blár, auka á fjörleika hringformanna sem
dansa upp eftir myndfletinum, líkt og ærslafullar nótur sem
tónstiginn reynir að beisla.
Í verkinu Húm, 1976, er hringformið stakt og aðgreint, hef-
ur öðlast meira rými en er orðið kyrrstætt. Bylgjuform,
sveigðar línur líkt og umritun hljóðfalls hlykkjast um mynd-
flötinn á meðan hringformið fær flatarverkun; hreyfingin fær-
ist þess í stað inn í hringinn. Vísun í tónlist og hrynjandi er
einna augljósust hjá Guðmundu á Septem-sýningunni árið
1978 í titlum verka sinna: Tilbrigði, Trio, Koncert, Fuga,
Bolero, Sonnetta og Andante.
VI.
Það var fyrst með yfirlitssýningu á verkum Guðmundu á
Kjarvalsstöðum árið 1990, þegar færi gafst á að líta stóran
hluta listferils hennar, að í ljós kom hversu þróunin var sam-
felld, þar sem á takast grunnstef og endurtekningar sem hluti
af heilsteyptu verki. Yfirlitssýningin gaf henni byr undir báða
vængi því ári síðar virðist hún, þá komin á áttræðisaldur, taka
aðra stefnu en þegar betur er að gáð er þetta tilbrigði við
kunnuglegt grunnstef hjá Guðmundu sem hún útfærir hér til
ársins 1998; hún lýkur hér vangaveltum um þróun og einföld-
un þéttriðna netsins sem hún hóf fjórum áratugum áður.
Segja má að þessi drápa Guðmundu, sem einkennist af stefi
og endurtekningum með reglulegu millibili, sjáist einnig skýrt
þegar bornar eru saman vatnslitamynd eftir hana frá 1962 og
olíukrítarteikning frá 2001, þar sem í báðum tilfellum hlykkj-
ast bylgjuform yfir stakt hringform. Guðmunda útfærir og
einfaldar myndmálið til hins ýtrasta og vakti myndmálið í of-
ureinföldun sinni furðu margra, minnti mun meira á verk
yngri listamanna í ætt við konseptlist en hjá fulltíða myndlist-
armanni sem var að ljúka listferli sínum: hin knöppu form
líktust myndleturstáknum af sjálfum frumefnunum, hring-
formið sem jörð og bylgjuformið vatn. Hringur sem sól og
tungl, upphaf og endir.
VII.
Líta má á listferil Guðmundu Andrésdóttur sem langt rann-
sóknarferli, þar sem formræn stef eru tekin upp með reglu-
legu millibili, í nokkuð vel aðgreindum tímabilum; þannig
hverfur Guðmunda frá geómetríu yfir í ljóðrænni abstraktlist,
einfaldar og þróar hið þéttriðna net og hefur síðan rannsókn-
arferli á hringforminu, hreyfigildi þess og kyrrstöðu. Guð-
munda margvinnur viðfangsefnið, form, liti og hreyfingu og
nálgast verkin jafnan upp á nýtt síðar á ferlinum. Fjölmargar
hugleiðingar vakna í kjölfar rýni í listferil Guðmundu sem í
raun vekur fleiri spurningar en svarað verður, opnar fleiri
gáttir og hvetur til margþættari túlkunar á verkum hennar.
Þannig má til að mynda í síðustu verkum Guðmundu greina
vissa leit handan við viðfangsefnið, að vissum kjarna. Felst í
verkunum annað og meira en einungis rökhugsun abstrakt-
listarinnar sem aðeins vísar í sjálfa sig?
Merkur listferill Guðmundu og ekki síst sá styrkur sem
fram kemur síðustu æviárin í listsköpun hennar sýna með
óyggjandi hætti að lokaverkin virðast, líkt og hringformið, allt
eins vera endir á löngu ferli og upphafið á öðrum.
Tónauga
Litbrigði við stef nefnist yfirlitssýning á verkum Guðmundu
Andrésdóttur sem opnuð verður í Listasafni Íslands í dag.
Listferill Guðmundu var merkilegur og líktist kannski einna
helst löngu rannsóknarferli þar sem form og hugmyndir voru
til umfjöllunar.
Eftir Hönnu
Guðlaugu
Guðmundsdóttur
hanna.
bertrand@isl.is
Átrúnaður / Belief Verk eftir Guðmundu á sýningunni frá 1971
(Olía / Oil, 110 x 120, LÍ 1605).
Höfundur er listfræðingur.
Á sýningu um forvörslu í Listasafni Íslands sem
stendur dagana 25. september til 31. október nk.
verður brugðið upp nokkrum þáttum þeirrar vinnu
sem unnin er á forvörsludeild safnsins. Sýningin lýt-
ur að helstu þáttum um varðveislu, þ.e. viðgerðum
listaverka, fyrirbyggjandi forvörslu og geymslu þess
listræna arfs sem safninu er skylt að varðveita.
Einng verður gerð grein fyrir nokkrum rannsóknum
sem unnar hafa verið á vegum forvörsludeildar
Listasafns Íslands vegna fölsunarmálsins svokallaða
og sýnd dæmi um fölsuð málverk og aðferðir við föls-
un þeirra.
Meðal verka á sýningunni eru tvö málverk sem
bárust til landsins með baróninum á Hvítárvöllum ár-
ið 1898; Arion and The Dolphin (Arion og höfrung-
urinn) og Orpheus Taming the Animals (Orfeus tem-
ur dýrin). Verkin eru talin vera frá Flórens á Ítalíu
en ekki hefur fengist óyggjandi svar um hver höf-
undur þeirra er. Einar Benediktsson skáld eignaðist
þessi verk eftir daga barónsins og komust þau í eigu
Listasafns Íslands árið 1934 eftir hrakninga í Lond-
on. Annað verkanna er fullviðgert og forvarið á sýn-
ingunni, en hitt verkið er einungis forvarið.
Sýning um
forvörslu