Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.2004, Qupperneq 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. september 2004 | 11
Uppreisn, óeirðir og spillinginað baki þess er ríkið Kenýa
var stofnað er bakgrunnur sög-
unnar The In-
Between World
of Vikram Lall
eftir M.G. Vass-
anji. Athyglinni
er þar beint að
sögu Kenýa,
jafnt á nýlendu-
tímunum, sem og
árunum sem á
eftir fylgdu og
loks þeirri eigin-
legu nýlendustefnu sem í raun er
enn í gildi. Sagan segir frá Vikrams
Lall og fjölskyldu hans, en afi hans,
sem er indverskur,
sest að í landinu eftir
að hafa komið þang-
að með hópi indverskra verka-
manna. Saga landsins er svo rakin
áfram í gegn um afkomendur hans
og setja fólksflutningar, innflytj-
endur og kynþáttafordómar sterk-
an svip á frásögnina. Að sögn gagn-
rýnanda Guardian býr bókin yfir
stillingu og mörgum öðrum kostum
sem að hans mati ættu að prýða
þær bækur sem fjalla um eftirmál
nýlendustefnu breska heimsveldis-
ins, enda segir hann Vassanji forð-
ast rósrauða fortíðarsýn og nost-
algíu.
Frumraun norska höfundarinsKnut Arnjlot Braa, Delete, er
einkar vel heppnuð að mati danska
dagblaðsins Berlingske Tidende.
Delete byggist að hluta á veru höf-
undarins sjálfs í hernum, en í skrif-
um sínum nær hann að draga upp
einskonar portrett af hörmungum
stríðs. Söguþráðurinn er líka að
sögn blaðsins einkar taugatrekkj-
andi og heldur Braa lesandanum
föstum í blóðugum raunveruleika
Miðausturlanda, þar sem skilin
milli skáldskapar og veruleika
verða oft óljós.
Árásirnar á World Trade Centerí New York 11. september
2001 og áhrif þeirra á bandarískt
lýðræði er við-
fangsefni Corn-
els Wests, pró-
fessors í trúar-
fræðum við
Princeton-há-
skóla, í nýjustu
bók hans, Demo-
cracy Matters:
Winning the
Fight Against
Imperialism, eða
Lýðræði skiptir máli: Að sigra í
baráttunni gegn heimsvaldastefn-
unni. Þar leitast West við að vega
og meta bandarískt lýðræði og
draga á sama tíma fram sagnfræði-
legu tækifærin sem því fylgja.
Kristin trú setur að sögn gagnrýn-
anda New York Times töluverðan
svip á skrif Wests, sem hvetur al-
menna borgara til að hætta að
beita sig sjálfsbekkingunum og
horfast þess í stað í augu við núver-
andi aðstæður og möguleikana sem
í þeim felast með því að verða virk-
ari í gagnrýni sinni á samtímann.
Tengsl Tony Blairs, forsætisráð-herra Breta, við stjórnvöld í
Washington verða James Naughtie
að umfjöllunarefni í nýjustu bók
hans, Accidental American, eða
Óvænti Bandaríkjamaðurinn eins
og heiti hennar gæti útlagst á ís-
lensku. Bókin er ekki ævisaga
Blairs heldur er athyglinni ein-
göngu beint að samskiptum for-
sætisráðherrans við George W.
Bush Bandaríkjaforseta og sér-
staklega Íraksmálinu svo nefnda.
Naughtie er þekktur í Bretlandi
fyrir fréttaskýringarþætti í sjón-
varpi auk þess að hafa á árum áður
starfað sem blaðamaður. Bókin er
að mati Guardian vel lestrarins
virði og uppfull af áhugaverðum
sögum, enda segir gagnrýnandi
blaðsins Naughtie hafa augljóslega
unnið heimavinnu sína í skrifum
sem leitast við að varpa ljósi á stöð-
ugan stuðning Blairs við áætlanir
Bandaríkjastjórnar þrátt fyrir and-
stöðu eigin kjósenda oft á tíðum.
Erlendar
bækur
Cornel West
M.G. Vassanji
É
g veit ekki hvað ég á að halda,“
segir Elizabeth Costello, aðal-
persónan í nýjustu skáldsögu
Nóbelsskáldsins suðurafríska,
J.M. Coetzee, á einum stað.
Þarna er í hnotskurn vandinn
sem Costello stendur frammi fyrir þegar ævi-
kvöldið nálgast. Ekki svo að skilja, Costello hefur
alveg nóg af skoðunum og er óspör á þær. En það
sem hún er farin að finna að hana skorti er eigin-
leg sannfæring. Hver er nákvæmlega munurinn á
skoðun og sannfæringu? Kannski
má segja að hann sé sá, að maður
getur tiltölulega auðveldlega
skipt um skoðun, en manni finnst
einhvernvegin eins og sannfæring hljóti að vera
eitthvað djúpstæðara en svo að því verði skipt út
með lítilli fyrirhöfn. Sannfæring er eiginlega eins
og hugmynd sem maður hefur og getur ekki
ímyndað sér að kunni að vera röng. Skoðun, aftur
á móti – maður er alltaf meðvitaður um að skoðan-
ir manns eru breytilegar (jafnvel frá degi til dags)
og ráðast af breyttum aðstæðum, nýjum upplýs-
ingum og nýjum rökum. Sannfæring er aftur á
móti meira eins og grundvöllur skilnings manns
og skoðana.
Elizabeth Costello er heimsþekktur, ástralskur
rithöfundur sem er orðin 66 ára þegar sagan hefst
og er aðallega í því að fara heimshorna á milli á
ráðstefnur og til fyrirlestrahalds. Það er eitthvað
minna orðið sem hún er að skrifa skáldskap. Þeg-
ar hún var ung sló hún í gegn með skáldsögunni
Húsið við Ecclesstræti, og það pirrar hana að all-
ar götur síðan hefur hún verið kynnt sem höfund-
ur Hússins við Ecclesstræti. Hún er pirruð á
fleiru. Í upphafi bókar er hún stödd í litlum há-
skólabæ í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum til að
taka við frægum verðlaunum. Með henni í för er
sonur hennar, sem er eðlisfræðingur en virðist
líka gegna hlutverki skósveins hinnar frægu og
miklu skáldkonu (og um leið lesandans). Hann
hefur líka með höndum eins konar þjálfarahlut-
verk. „Hann ímyndar sér að hún sé selur, gamall
og þreyttur sirkusselur. Enn eina ferðina verður
hún að lyfta sér upp úr kerinu, sýna einu sinni enn
að hún geti haldið boltanum á nefinu. Hans hlut-
verk er að fá hana til þess, telja í hana kjark, ýta
henni í gegnum leikþáttinn.“
Elizabeth Costello er líklega ein af þessum
skáldsögum sem aldrei hefðu fengist gefnar út, og
því síður komist í sölu um allan heim, nema af því
að höfundurinn er heimsfrægur fyrir og hefur
fengið Nóbelinn. Það er ekki spennandi þráður í
bókinni, þótt hún sé samt merkilega grípandi,
heldur er þarna fléttað saman hugmyndum og
vangaveltum um þær, eins og til dæmis um hlut-
verk skáldsagnahöfunda, réttindi dýra, grænmet-
isætur, ást, sannfæringu. Kaflarnir kallast lexíur
og virðast vera byggðir á áður birtum skrifum
Coetzees, sem hér hafa þá væntanlega verið færð
í skáldsögubúning. Það er ekki gott að átta sig á
hvort aðalsöguhetjan, hún Elizabeth, á eitthvað
skylt með Coetzee, þótt hann muni reyndar vera
einbeitt grænmetisæta og mjög umhugað um rétt-
indi dýra, líkt og Elizabeth er í sögunni. Vonandi á
Coetzee þó ekki í sömu kröggum og Elizabeth
með rithöfundarhlutskipti sitt. Því að Elizabeth
lendir á endanum í alvarlegri sálarkreppu vegna
þess að hún kemst ekki undan þeirri hugsun að
hún þarfnist þess að vera sannfærð um eitthvað til
að fylla tómið í sálinni sem hún er farin að finna
alvarlega fyrir. En um leið kemst hún ekki heldur
undan þeirri hugsun að það að vera rithöfundur
feli einmitt í sér að hafa enga endanlega sannfær-
ingu heldur að vera opin fyrir öllum hugmyndum,
geta tjáð allar hugmyndir. „Starf mitt er að skrifa,
ekki að vera sannfærð,“ segir hún þegar mikið
liggur við.
Hún er meira að segja ekki alveg einlæg og
sönn í rithöfundarhlutverkinu. Það er nefnilega,
þegar nánar er að gáð, hlutverk sem hún, Eliza-
beth Costello, leikur. Lesandinn áttar sig á þessu
með hjálp sonar hennar, skósveinsins, sem veit
allt um konuna á bak við rithöfundinn. (Man til
dæmis eftir því þegar hann og systir hans voru lít-
il og móðir þeirra var á æstum hlaupum um íbúð-
ina að reyna að flýja undan börnunum sínum sem
eins og börnum er eðlilegt kröfðust óskiptrar at-
hygli hennar en hún var allsendis ófær um að
veita þeim, enda kunni hún sig ekki í móðurhlut-
verkinu fremur en öðrum hlutverkum, og öskraði
bara á börnin sín: Þið eruð að drepa mig! – En
svona er jú hið nöturlega hlutskipti afkvæma
sjálfhverfra stórmenna.) Hún fer meira að segja í
sérstakan búning: „Klukkan hálf sjö bankar hann
á dyrnar hjá henni. Hún er reiðubúin, bíður, full
efasemda en tilbúin að mæta andstæðingnum.
Hún er í bláa búningnum sínum og silkijakka,
kvenrithöfundareinkennisbúningnum, og hvítum
skóm sem alls ekkert er athugavert við en gera
samt einhvernveginn að verkum að hún lítur út
eins og Andrésína önd […] Blái búningurinn, fit-
ugt hárið, smáatriðin, þetta eru merki um hófsamt
raunsæi.“ Þeir sem sjá Elizabeth Costello utanfrá
– bókmenntafræðingarnir og fjölmiðlafólkið sem
tekur viðtöl við hana – sjá „hinn mikla rithöfund“
og hefja hann á stall. En þeir sem sjá á bak við
þennan rithöfund (sonur Elizabethar, sem og les-
andi bókarinnar) vita að kvenrithöfundarein-
kennisbúningurinn er bara ein útgáfan af nýju
fötunum keisarans. Það sem eftir er af bókinni
snýst eiginlega um það að sýna fram á að þrátt
fyrir að Elizabeth geti betur en aðrir komið orð-
um að gáfulegum og háleitum hugmyndum er hún
þegar allt kemur til alls vitsmunalega nakin vegna
þess að þótt hún geti – eins og rithöfundi sæmir –
orðað þessar hugmyndir þá veit hún í rauninni
ekki hvað það er að finnast að einhver hugmynd
sé óhjákvæmilega rétt.
„Rithöfundurinn mikli“ er hlutverk sem Eliza-
beth Costello kann út í hörgul, en finnur sig ekki
lengur í. Í fyrstu lexíunni tekur hún upp á því í
fjölmiðlaviðtölum að bregða út af hefðbundnum
svörum við hefðbundnum spurningum. Hún er að
leita á ný mið. Í lexíunum sem á eftir fylgja kemur
örvænting hennar smám saman betur í ljós – þrá
hennar eftir einhverju sem ekki er hlutverk held-
ur sannfæring. Hún hafnar hinu augljósa svari,
sem er að hið eiginlega hlutskipti sannfærðs rit-
höfundar sé einmitt þessi örvæntingarfulli efi og
leit að sannfæringu – að sannir rithöfundar séu
þeir sem taka að sér fyrir okkur hin að efast og
leita í örvæntingu að sannleikanum, til að við get-
um á meðan dundað okkur áhyggjulaus í gegnum
lífið. Svona svolítið eins og Jesús tók að sér að
bera syndir okkar til að við gætum notið lífsins. Í
annarri lexíu bókarinnar hittir Elizabeth afrískan
rithöfund sem heitir því hljómmikla nafni Emm-
anuel Egudu og er alveg laus við upphafnar hug-
myndir um göfugt en svo óskaplega þungbært
hlutskipti „rithöfundarins mikla“ og nýtur í stað-
inn lífsins. Elizabeth hneykslast á honum og reyn-
ir að vera sannfærð um að hann sé lítilmótlegur,
en hvorki hún né lesandinn geta horft framhjá því
að hún er bara bitur og öfundsjúk út í hann, og
rifjar upp með söknuði þegar hún var ung og
eyddi þrem nóttum í röð með Emmanuel Egudu í
Kuala Lumpur.
Í lexíum fjögur og fimm hriktir alvarlega í stoð-
um enn einnar afstöðunnar sem Elizabeth hefur
tekið í lífinu: Að dýr hafi réttindi og það sé rangt
að drepa þau. Í samræmi við þetta er Elizabeth
grænmetisæta, en viðurkennir sjálf að hún gangi í
leðurskóm og með tösku úr leðri, og getur þannig
borið af sér ásakanir um siðferðilegan sjálfbirg-
ingshátt. Í þessum lexíum lendir Elizabeth í erfið-
um rökræðum við gestgjafa sína og þarf eiginlega
að verja og útskýra af hverju hún er grænmetis-
æta og telur rangt að drepa dýr. Sú sem þjarmar
harðast að henni er tengdadóttir hennar, heim-
spekingurinn Norma, sem aldrei hefur þolað
tengdamömmu og lætur hana því hafa það óþveg-
ið. Gagnrýni Normu er hvað beittust þegar hún
spyr tengdamóður sína hvort þeir sem einungis
borða grænmeti og hafna kjöti séu ekki með því í
rauninni einfaldlega að skilgreina sig sem úrvals-
hóp: „Við erum fólkið sem neitar sér um A eða B
eða C, og með valdinu sem fylgir þessari afneitun
sýnum við fram á æðri stöðu okkar: að við tilheyr-
um æðri stétt, til dæmis í þjóðfélaginu. Eins og
brahmanirnir.“ Þessi rökræða endar með uppgjöf
Elizabethar, eins og vitnað var til hér í byrjun:
„Ég veit ekki hvað ég á að halda.“ Nokkru seinna
útskýrir Norma fyrir syni Elizabethar (og þar
með lesandanum) hvers vegna Elizabeth er að
þrotum komin. Afstaða Elizabethar, segir Norma,
endar óhjákvæmilega í algerri vitsmunalegri löm-
un: Þessi afstaða kalli á að maður beri virðingu
fyrir heimsmynd allra. „Heimsmynd kýrinnar,
heimsmynd íkornans og svo framvegis […] Maður
eyðir svo miklum kröftum í að bera virðingu að
maður á enga orku afgangs til að geta hugsað.“
Þessi útskýring Normu hefur stundum verið orð-
uð sem svo, að ef hugur manns sé of opinn geti
heilinn dottið úr manni.
En vitsmunalömun Elizabethar er ekki alger,
og svo fer að hún les bók sem ofbýður henni og
hún getur ekki borið virðingu fyrir. Svo að hún rís
upp á afturlappirnar (á bókmenntaráðstefnu í
Amsterdam) og segir höstug: Skamm! Þetta má
ekki! En þetta fer einhvernveginn allt í handa-
skolum hjá henni; svo óheppilega vill til að höf-
undur bókarinnar sem hún veitist að er sjálfur á
ráðstefnunni þannig að þetta lítur helst út fyrir að
ver persónuleg árás á hann, og framsetningin hjá
henni er klaufaleg og ekki verður betur séð en
hún sé að reyna að réttlæta ritskoðun. Sjálfur
kvenréttindarithöfundurinn að mæla með þöggun.
Henni er þó vorkunn. Hingað til hefur hún aldrei
haft neina eiginlega sannfæringu og veit þar af
leiðandi ekki að þetta er einmitt verkurinn við að
hafa slíka: Það mun óhjákvæmilega einhver sjá
sannfæringu manns eins og örgustu fordóma. Það
er mikil vinna að hafa sannfæringu og standa á
henni hvað sem tautar og raular. Þess vegna er
auðvitað auðveldara að skjóta sér á bak við rithöf-
undarhlutverkið og segja að sem rithöfundur
starfi maður við að skrifa en ekki við að vera sann-
færður um eitt eða neitt.
Nýju fötin rithöfundarins
Skáldsaga nóbelshafans J.M. Coetzee, Elizabeth
Costello (2003), fjallar um virtan kvenrithöfund
sem er hættur að vita hvað hann á að halda um
hlutina. Að endingu kemst Elizabeth að því að
sannfæring manns getur verið skilin sem helber-
ir fordómar.
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
kga@mbl.is
Reuters
Elizabeth Costello „Er líklega ein af þessum skáldsögum sem aldrei hefðu fengist gefnar út, og því síður komist
í sölu um allan heim, nema af því að höfundurinn er heimsfrægur fyrir að hafa fengið Nóbelinn.“