Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.2004, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.2004, Blaðsíða 14
14 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. september 2004 Þeir sem kunna ekki að meta hana segja að hún sé bara stökkbreytt fiðla sem hafi verið rekin úr deildinni. Svo er ekki. Knéfiðlan á sér mörg leyndarmál. En hún grætur aldrei syngur bara dimmri röddu. Allt verður ekki að söng samt. Stundum greinirðu muldur eða hvísl: Ég er einmana, ég get ekki sofið. Adam Zagajewski Erling Ólafsson þýddi Knéfiðla Adam Zagajewski fæddist 1945 og er einn af 1968 kynslóðinni í Póllandi sem setti mark sitt á ljóðagerð seinni hluta 20. aldar. Annar fulltrúi hennar er Tadeusz Roze- wicz en Geirlaugur Magnússon hefur nýlega gefið út þýðingu sína á ljóðabók hans, Lágmynd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.