Sunnudagsblaðið - 21.04.1957, Blaðsíða 8
248
S U N,N U D A G S BLA.fi 1Ð
íannpína Ben-Tovit og krossfestingin á Golgatha
Smásaga effir Leonid Andrejov
IIINN ógnþrungna dag, þegar
rnesta óréttlæti veraldarsögunnar
var framið, er Jesús Kristur var
krossfestur milli tveggja ræn-
ingja á Golgatha — einmitt þann
dag, snemma um morguninn fékk
Ben-Tovit kaupmaður í Jerúsa-
lem hræðiiega tannpínu. Hún hafði
rauiiar gert ofurlítið vart við sig
kvöldið áður: liún hafði legið 1
haegri kjálkanum, og jaxlinn næst
fyrir framan endajaxlinn hafði
eins og gengið ofurlítið upp fra
rótinni, og þegar komið var við
hann með tungunni var hann við-
kvæmur. En eftir að Ben-Tovit
hafði borðaö kvöldverð sinn, hurfu
eymslin, og hann gleymdi tann-
pínunni gjörsamlega fyrir öðrum
hlutum; — hann hafði nefnilega/ J
einmitt þennan dag haft asnakaup^®^
— lálið gamla asnan sinn fyrir
ungan og sterklegan asna, og þetta
Ilafði létt sinni hans, og drepið á
drcif hinum illa fyrirboða.
Hann hafði líka sofið óvenju
vært um nóttina; en rétt íyrir
dögun kom að honum eitthvert
undarlegt og órólegt draumarugl,
honum fannst sem nærvera hans
væri mjög áríðandi í sambandi við
eitthvert mikilsvert mál — og
þcgar hann vaknaði loks til fulls
i afundnu skapi — var hann kom-
inn með tannpínu, aldeilis kvclj-
andi tannverk. Og nú var með
engu móti hægt að gera sér grein
fyrir því, hvort tannpínan var
einungis í aumu tönninni frá því
í gær, eða í öllum tönnunum; all-
ur munnurinn og hofuðið var und-
irlagt af þi'autum. Það var líkast
því sem Ben-Tovit væri með munn
inn fullan af rauðglóandi saum.
Hann fékk sér gúlsopa af vatni úr
leirkönnu — og tannpínan svíaði.
Hann verkjaði að vísu dálítið i
viðkvæmu tönnina, en sú tilkenn-
ing var blátt áfram notaleg í sam-
anburði við þær vítiskvalir, sem
hann hafði áður lijðið. Ben Tovit
lagðist út af á ný, og varð hugs-
að til unga asnans-, og hi:gleiddi,
hve hamingjusamur hann myndi
nú vera, ef tannpínan hefði ekki
heirnsótt hann. Svo reyndi hann
að sofna aftur. En þá var vatnið
orðið volgt uppi í honum — og
fimm mínútum síðar var tann-
pínan komin á ný, ennþá kvala-
f.yllri en nokkru sinni fyrr. Ben-
Tovit settist framan á rúmbrík-
ina og réri til hliðanna eins og
pendúll. Þjáningardrættir afmynd
uðu andlit hans, og nefbroddur-
inn stóð út í loftið og á honum
hékk svitadropi. Stynjandi og ró-
andi fram og aftur mætti Ben-
Tovit fyrstu geislum morgunsól-
arinnar, sem áttu að lýsa yíir Gol-
gatha með hinum þremur kross-
um, en formyrkvaðist síðar við
harm og ótta.
Ben-Tovit var í rauninni ágæt-
a.sti náungi, góðlátlegur og hataði
óréttlæti. En nú var kona hans
ekki fyrr vöknuð, en hann jós yfir
hana ónotum og ásökunum út af
því, að hún liefði látið hann ein-
ann um þrautir sínar eins og sært
dýr í eyðimörkinni. Kona hans
tók hinum óréttmætu ásökuniuri
hans með þolinmæði, þvi að hún
vissi, að þetta var ekki af illum
huga sproltið, og hún reyndi að
hugga og hughreysta mann sinn
eftir föngum. Plún náði þegar í
rottusmyrsl, sem átti að leggjast
við kinnina; seyði af sporðdreka
og aflanga steinflís úr lögmáls-
töflum Mósesar, sem liann hafði
brotið. Rottusmyrslið linaði ofur-
lítið kvalirnar, en aðeins skamma
stund, og hin önnur Iæknisráð
virtust engin áhrif bera. Eftif
stundarkorn jóks tannpínan aftur
um allan helming. Þær stuttu
stundir, sem tannpínan svíaði of-
urlítið, reyndi Ben-Tovit að gleðja
sig með því að hugsa um asnaim
sinn, en þegar Icviöurnai' komu á
ný, stundi hann og barmaði sér
og hótaði konu sinni því, að haim
myndi rota sig á múrveggnum, ei’
tannpínan yfirgæfi sig ekki. Allan
tíman æddi hann fram og aftur
uppi á flötu þaki hússins, en aldrei
fór hann þó alveg út að brún svo
að hann gæti séð niður fyrir, þvi
að hann blygðaðist sín fyrir höfuð
sitt, sem var innvafið í klúta cirus
og kerlingarhaus! Öðru hvoru
nam hann staðar á óeirðargöng*1
sinni, þegar börnin komu hlaup-
andi til hans í miklu uppnámi og
sögðu honum nýjungar um Jesus
frá Nazaret, Ben-Tovit dokaði þá
við andartak og hlustaði á þaU
ihugull; en svo stappaði hann nið-
ur fætinum og rak þau brott. Að
vísu var hann fjarska brjóstgóður
og þótti vænt um börn, en eins ug