Sunnudagsblaðið - 21.04.1957, Blaðsíða 11

Sunnudagsblaðið - 21.04.1957, Blaðsíða 11
S U JM N U DAGSBLAÐIÐ 251 8 Ijósum, og- var eitt bjartast; eS athugaði nú Ijósin betur, og sýndist mér mannsmynd í hverju Ijósi; ég Sagði þá: — Guð hjálpi niér, hvaö er þetta. Eitt ljósið svaraði: — Móðir, þú ^ oss öll, vér höfum beðið herr- ann Krist að lofa oss að hjálpa ^er> því nú er sá tími, sem börn ‘nega hjálpa foreldr um. Eg sagði þá: — Iljálpið honum ÍÖ®nr ykkir líka. Ljósið svaraði: — Við gerum bað, en þið getið líklega ekki orð- lð samferða, því riú ber svo margt sem þú ekki skilur, en átt að lnuna. Nú er mér lofað að tala við móðir, því ég hef ekki séð ^’nisins ljós fyrri, og þess vegna er öíitt ljós skærast; einnig er mér leýft að hjálpa þér og börnum þín- lrn> og skulum vér því halda á stað. þóttist ég ætla út um það lilið er ég gekk inn um, en þá var ,ítl’ ófaert foræði, en hins vegar V,ð það sá ég vart handabreiðan sl|g, en mjallhvítan; ljósin lögðu "u örmjóa strengi yfir foræðið, gekk ég á þeim á stíginn og Undraði mjög, að við öll gátum lumazt á honum. Beggjavegna sllgsins var eyða, eða tóm; lá hann 1 sólnanna, er ég nú sá aftur, og Sa8ði ljósið, að það væru börn 'nin, sem á lífi væru, en stjörnurn- j" hjá þeim væru hin fyrirhuguðu 01 n þeirra. Ég spurði, hví ein sól- 1 væri skærust, og segir þá ljósið: " Það mun verða sól hins mál- ';Usa> er mest verður gladdur, °g ég, en svo að þú skiljir, hér ber fyrir þig, þá sjáðu, , VaÖ þeim er fyrirhugað, sem lifa 1 réttri trú og von. " þóttist ég sjá himinn, alsett- solum og stjörnum; voru tvær lr saman og smá stjörnur á biilii ^etta er fyrirmynd hjóna og senda, sem börn eiga, segir úosið. elsk< Bað ég þá Ijósið að sýna mér skyldmenni mín og kunningja, en það taldist undan því, benti mér þó á sólir systkina minna og á eina sól með 11 stjörnum, og sagði: — Ein þessara stjarna mún hjálpa móður sinni og biðja fyrir föður sínum. Nú varð mér litið á hendi mína, og sá ég þar tvær línur af á-um, aðra um hnúana, en hina um úlf- iðinn. Voru þau færri og óðum hverfandi. Enn varð mér litið fram fyrir mig, og sá ég bónda minn og 2 börn mín, en hversu sem ég reyndi gat ég ekki náð þeim. Nú sá ég í fjarlægð veg nokkurn miklu breiðari; þótti mér hann liggja frá ræðusvæði hemp- mannsins; á þeim vegi var fjöldi manns, með ýmsum látum og at- höfnum. Frá hinum breiða vegi og á þann mjóa, lágu, að mér virt- ist, ýmsir þræðir, sem margir gengu eftir á hinn mjóa veg: kváðu þeir botnlaus svikagöt vera á hin- um breiða vegi, sem margir dyttu ofan um, og lofuðu guð fyrir að hafa leitt sig hingað, yfir þessa menn sló ljómandi birtu, eins og hina, sem á undan voru á hinum mjóa vegi og þekkti ég suma, en suina ekki. í þessum svifum þótt- ist ég komin í dimmt land, svo að ég sá ekkert, og bað ég þá Guð að hjálpa mér; fannst mér þá sem ég væri borin og var ég allt í einu stödd hjá laug nokkurri, en þar var sú ljómandi birta, er ég fæ ekki með orðum lýst; bregður þá eitt ljósið gleri, eður einhverju þvílíku, fyrir augu mér, og eins gerðu þau öll. Sá ég þá að þessi hin skærasta birta var maður, en andlit hans gat ég ekki séð vegna ofbirtu, og þóttist ég vita að þetta væri frelsarinn. Hann mælti við þá, sem stóðu þar hjá honum: — Þið eruð hér komin með sálu og líkama, en engin ykkar getur laugazt, nema hann kannist við öll sín afbrot, sem hann veit, að hann hefur ekki átt að drýgja, svo eru og ykkar óafvitanleg afbrot, sem ykkur verða til syndar reikn- uð eins og hin. hvert ykkar, sern sínar syndir viðurkennir, er minn vinur, sem ég lauga og hreinsá. ' Mér fannst sem ég ætlaði að ör- magnast af allri þessari sýn, en orð hans voru svo mild og blíð, að ég dirfðist að líta upp. Mér þótti hann þá tala til mín og segja: — Þú hefur nú fengið að iíta alla þessa fyrirburði í því skyni, að þú átt að opinbera það allt og engu leyna, og ennfremur skalt þú líta upp og sjá sýn. Ég leit upp og sá himinn með nokkrum sólum, sem allt í einu urðu að'svörtum kringlum, og seg- ir hann þá: — Þetta eru sáfir þeirra, sem formyrkvast í dauðan- um. nú er Islands þjóð að falla, og ekki helft hennar sem á mig trúir, enda þótt þjónar mínir vaki ýfir henni dag og nótt; en fyrir því að foreldrar þínir og börn biðja fyrir þér og þínum, hefur þú fengið að sjá þetta til að opinbei'a það, ag skal ég nú ennfremur sýna þér ættstofn þinn, iíttu því upp. Ég þóttist þá líta upp og sjá hins vegar laugarinnar dýrðlegan sal opinn, og mikinn skara af englunv, gekk þá fram faðir minn og móðir og sögðu, nú þekkir þú okkur ekki. Ég þekkti málróminn, þóttist ég segja, og þekkti ég þar marga mína frændur af málrómnum, en ekki öðru; mikið má frelsari vor líða vegna þess að ættingjar vorir á- samt þjóðinni, ekki vilja á hann trúa, segja foreldrar mínir. Þjóð- in slær nú mörgu á frest, sem hún ekki má. Meðal annara þóttist ég þar þekkja á málrómnum Rós- inkar sáluga frænda minn, sem sagði: — Ó hvað ég er nú sæll, að vera hér, í þeim unaði, sem engir þeirra, er á jörðu búa, geta látið sér í hug detta, því héi; er gleði yfir öllu, nema syndinni. í Því Gjörið svo vel að fletta á bls. 254.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.