Morgunblaðið - 15.07.2004, Blaðsíða 1
! "
#$ %!! &'
'
()
*+, -
.!!
"/0,
(
1& 2
34
&4/
52, 6
& 7 (4
484 0/02,
6
2
0
89
) 0
: "
)
:
(4
; <=
;(> ( &'
"? @ *!! & A &'
SAMANLAGT hafa félög sem skráð
eru í Kauphöll Íslands hækkað um 262
milljarða króna að markaðsvirði frá ára-
mótum. Um áramót var markaðsvirði
félaganna 659 milljarðar króna, en er
nú, miðað við lokaverð í gær, 921 millj-
arður króna. Úrvalsvísitalan hefur
hækkað um rúm 43% frá áramótum en
erlendar vísitölur standa úrvalsvísitöl-
unni langt að baki. Úrvalsvísitalan rauf
í vikunni í fyrsta skipti 3.000 stiga múr-
inn og var 3.028 stig við lokun mark-
aðarins í gær. Til samanburðar hefur
Dow Jones vísitalan bandaríska lækkað
um 2,0%, FTSE vísitalan breska hefur
lækkað um 2,3% og Dax vísitalan þýska
lækkað um 1,7%. Nikkei vísitalan jap-
anska hefur að vísu hækkað um 6,4% og
OMX vísitalan sænska hefur hækkað
um 6,9% frá áramótum, en ávöxtun á
erlendum mörkuðum hefur verið mun
minni en á íslenska markaðnum.
KB banki 236 milljarða virði
Þau félög sem mest hafa hækkað frá
áramótum í Kauphöllinni eru Fjárfest-
ingarfélagið Atorka sem hefur rúmlega
tvöfaldast að stærð frá áramótum, en
félagið hefur hækkað um 122,5% á tíma-
bilinu, KB banki, sem hefur tvöfaldast
að verðmæti frá áramótum, og Marel,
sem fylgir fast á hæla bankanum með
tæplega 89% hækkun á sama tímabili.
Fjöldi annarra félaga hefur sýnt mjög
góða ávöxtun og má þar nefna Össur,
Landsbankann, Straum, Bakkavör og
Burðarás.
Þegar markaðsvirði íslenskra félaga
er skoðað verður ekki hjá því litið að
tvö félög bera höfuð og herðar yfir önn-
ur. Er þar annars vegar um að ræða
Actavis Group, sem er um 126 milljarða
króna virði, og KB banka, sem er um
236 milljarða króna virði. Þessi tvö eru
einu félögin sem eru meira en eitt
hundrað milljarða króna virði, en næst á
eftir þeim koma hinir bankarnir tveir,
Íslandsbanki, sem er um 87 milljarða
króna virði, og Landsbankinn, sem er
um 69 milljarða króna virði.
Á að fækka félögum
í vísitölunni?
Í frétt greiningardeildar Íslandsbanka
frá því gær er nefnt að hugsanlega séu
of mörg félög í Úrvalsvísitölunni, enda
séu það tiltölulega fá félög sem beri ís-
lenska markaðinn uppi. „Í ljósi þess hve
mikið ber á milli félaganna í Úrvals-
vísitölunni, hvort sem horft er til vægis
í vísitölunni, veltu með bréfin eða verð-
bils, höfum við spurt hvort tilefni sé til
að fækka þeim, til dæmis í 10. Vísitölu
eins og Úrvalsvísitölunni er enda ætlað
að mæla þróun hlutabréfamarkaðarins
með sem fæstum félögum,“ segir í frétt-
inni.
Verðbil er hlutfallslegur munur milli
hagstæðasta kaup- og sölutilboðs á
bréfum í félagi og er mælikvarði á selj-
anleika bréfa. Við ákvörðun á því hvaða
félög veljast í Úrvalsvísitölu Kauphall-
arinnar er m.a. litið til verðbils, og er
það skilyrði sett að verðbil í lok dags sé
ekki hærra en 1,5% að meðaltali síðustu
12 mánuði. Í frétt greiningardeildar Ís-
landsbanka er hins vegar bent á að að-
eins tólf af þeim fimmtán fyrirtækjum
sem eru í Úrvalsvísitölunni uppfylli
þetta skilyrði.
262 milljarða
króna hækkun
Úrvalsvísitalan hefur hækkað meira en helstu vísitölur heims. Markaðsvirði
félaga í Úrvalsvísitölu er nú 921 milljarður, en var 659 milljarðar um áramót
PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2004 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ D
6,6%*
Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög
og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum
Landsbankans.
* Nafnávöxtun frá 01.06.2004–30.06.2004 á ársgrundvelli.
Peningabréf Landsbankans
560 6000 | landsbanki.is
Banki allra landsmanna
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
LB
I
24
97
4
07
/2
00
4
Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að
fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upp-lýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar
muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem
nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
Í GÆR voru uppsagnir og til-
færslur á skrifstofum Eimskipa-
félags Íslands en fækkun á stöðu-
gildum er alls um 40 til 50. Kemur
þetta fram í tilkynningu sem
móðurfélag Eimskipafélagsins,
Burðarás, sendi til Kauphall-
arinnar í gær. Þann 26. maí síð-
astliðinn var tilkynnt um nýtt
skipurit Eimskipafélagsins. Bald-
ur Guðnason, forstjóri Eimskipa-
félagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að í fram-
haldi af birtingu á nýju skipuriti hefði verið unnið að
því að innleiða nýtt skipulag og meginmarkmiðið hefði
verið að auka arðsemi af flutningastarfsemi og auka og
bæta þjónustu félagsins. „Fækkun stöðugildanna er
því afleiðing af breytingunum og í raun felast þær í
styttingu boðleiða og aukinni skilvirkni í stjórnun fyr-
irtækisins. Fyrirtækið er í ágætis rekstri, en ekki hef-
ur verið viðunandi arðsemi af flutningastarfsemi og
því erum við að reyna að bæta úr,“ segir Baldur.
M A R K A Ð U R
Eimskip fækk-
ar um 40 til 50
Forstjóri félagsins segir stefnt að auk-
inni arðsemi flutningastarfseminnar
Baldur Guðnason
S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I
Farsímar vakta börn
Íslenskur staðsetningarbúnaður í Bretlandi 2
Hvalaskoðun frá Húsavík
Norður-Sigling vex hratt og dafnar vel 7
BANDARÍSKAR REGLUR
HAFA ÁHRIF UM ALLT
NOKKRA athygli vakti í gær að
verð á bréfum í Landssíma Íslands
hf. hækkuðu mest allra hlutabréfa
í Kauphöll Íslands, eða um 19,2%.
„Það er svo lítill hluti heildar-
hlutafjár sem er í umferð og fá
viðskipti á dag að gengi hlutabréf-
anna hefur í raun lítið að segja,“
sagði Þórður Pálsson, forstöðu-
maður greiningardeildar KB
banka í samtali við Morgunblaðið í gær. „Í gær hljóð-
uðu viðskipti með bréf í Símanum upp á tæpar
sautján hundruð þúsund krónur.“ Þá bendir Þórður á
að verðbil, eða munur á hagstæðasta kaup- og sölu-
tilboði í bréfum Símans, sé með mesta móti, og sé það
annað merki um að bréf í félaginu séu lítt seljanleg.
Bréf Símans
hækka um 19,2%
Er lítið að marka, segir forstöðumaður
greiningardeildar KB banka