Morgunblaðið - 15.07.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 15.07.2004, Síða 4
4 D FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI STJÓRNUN LOUIS fjórtándi, konungur Frakklands, lést árið 1715. Óhætt er að fullyrða að við lát hans hafi fjárhagur landsins verið bágur. Langvarandi spilling á öllum stigum þjóð- félagsins hafði ollið því að ríkið var á barmi gjaldþrots. Árlegar tekjur ríkisins voru tæp- lega einn tuttugasti af skuldum þess. Hatur í garð konungs, sem kraumað hafði undir niðri, braust fram og áhyggjur voru innan hirðar konungs um að bylting væri fram- undan. Erfingi krúnunnar var aðeins sjö ára gamall og því kom það í hlut hertogans af Or- leans að stýra ríkinu þangað til erfinginn yrði lögráða. Auknar skattheimtur, sem á tíðum voru líkari ofsóknum, skiluðu sáralitlu enda spill- ing allsráðandi innan kerfisins. Þetta og aðr- ar hefðbundnar aðgerðir (meðal annars gengisfellingar) skiluðu litlum árangri en juku allsráðandi óánægju. Róttækra aðgerða var þörf. Hertoginn hafði litla þekkingu tengda fjármálum en hafði nýlega vingast við mann sem hafði einmitt komið fram með hug- myndir sem þóttu framúrstefnulegar á því sviði. Því er ekki að undra að hertoginn, mitt í ríkjandi glundroða, gerði hann fljótlega að sínum helsta ráðgjafa. Maðurinn, að nafni John Law, er talinn af sumum vera helsti framfarasinni sögunnar í fjármálum en aðrir, sérstaklega margir samtíðarmenn hans síðar meir, voru öndverðrar skoðunar. Law lagði fram byltingarkenndar hug- myndir samhliða stofnun nýs banka að hans frumkvæði. Ráðstöfun ríkistekna lyti stjórn bankans og lánveitingar yrðu veittar með jarðir og tekjur ríkis sem bakhjarl. Það sem þótti þó einna helst byltingarkennt var sú stefna hans að prenta bæri seðla í stað mynt- ar sem auðveldaði viðskipti. Til að skapa traust á nýjum seðlum bankans lýsti Law því yfir að hver sá bankamaður sem gæfi út verðbréf án þess að fjármagn væri til staðar til að standa við skuldbindingar sínar ætti dauða skilið (Law lenti næstum í því sjálfur nokkrum árum síðar). Einnig þótti yfirlýst stefna að ekki væri hægt að fella gengi á pen- ingum bankans, eins og algengt var af rík- isstjórnum samtímans, auka traust manna til hans. Þetta aukna traust var síðan undir- staða þess að hægt var að nota seðla í stað myntar. Þetta virkaði sem vítamínssprauta á efnahagslífið og ný útibú bankans voru stofn- uð nánast samtímis í fimm öðrum borgum Frakklands skömmu síðar. Í framhaldi af þessari velgengni var það lítið mál fyrir Law að sannfæra hertogann um að stofna nýtt fyrirtæki sem fengi einka- rétt á verslun við Mississippi-fljót og nær- liggjandi héruð, þar sem auðfenginn auður átti að vera handan hornsins. Félagið, sem var almennt þekkt sem Mississippi-áætlunin, var stofnað með hlutafjárvæðingu. Fyrirtæk- ið öðlaðist sífellt fleiri einkasamninga sem hertoginn var viljugur að veita. Með auknum sérréttindum vænkaðist hagur fyrirtækisins og hlutabréf þess hækkuðu stöðugt í virði með betri tíð og blóm í haga og enn bjartari framtíðarhorfur. Samhliða því og snillinni sem Law sýndi við stofnun bankans fóru fyrstu merki þeirrar óröksömu bjartsýni sem kom til með að ríkja næstu tvö árin að koma fram. Algengt var að gengi hlutabréfanna hækkaði um 10–20% á nokkrum klukkutím- um; þau margfölduðust í virði aftur og aftur sem augljóslega endurspeglaði ekki nema að litlum hluta aukinn framtíðarábata Mississ- ippi-áætlunarinnar. Hertoginn gekk á lagið og lét prenta fleiri og fleiri hlutabréf sem jók fjármagn í umferð enda eftirspurn langt umfram framboð. Þetta veitti hertoganum tækifæri til að greiða niður skuldir ríkisins hraðar en nokkurn mann hafði órað fyrir. Líklegt þykir að Law hafi í sigurvímunni ekki gáð að sér hvaða afleið- ingar slíkt gæti haft, en augljóslega var verið að fara af þeirri braut sem hann hafði áður lýst yfir varðandi skyldur bankamanna. Law, sem hafði yfirumsjón með því hverjir fengu forkaupsrétt, varð brátt afar eftirsóttur. Gatan þar sem hann bjó var troðfull af fólki frá morgni til kvölds og þar var slegist, stundum í orðsins fyllstu merkingu, um bréf- in þegar þau voru boðin út. Leiguverð húsa þar hækkaði meira en tífalt. Heldri stéttar fólk reyndi öll brögð til að komast á hluta- bréfalistann, en slíkt krafðist oft samtals við Law. Ein sagan segir að kona hafi fengið njósnir um hvaða veitingastað Law snæddi í eitthvert kvöldið. Hún kallaði eldur og allir hlupu út. Law sá hana hins vegar ganga inn í veitingastaðinn í átt til sín, grunaði hvers kyns var og sneri í hina áttina. Fólk í öllum stéttum græddi óheyrilegar fjárhæðir, enda hækkuðu bréfin stöðugt í virði, auðvelt var að fá lán til kaupa þeirra sem myndaði hringrás eignabólu. Hestasveinar sem fengu bréf gefins frá eigendum sínum voru skjótt eigendur vagnafyrirtækja fjármagnaðra af ágóða vegna sölu bréfa Mississippi-áætlun- arinnar. París var aðalstaður Evrópu og var áætlað að um 300 þúsund manns hafi flykkst þangað í von um skjótan auð og frama. Í upphafi ársins 1720 fóru hlutir með snöggum hætti að snúast í höndum hertog- ans, Law og frönsku þjóðarinnar. Séðir fjár- festar fóru hljóðlega að selja bréf sín í Miss- issippi-áætluninni og komu fjármunum út fyrir landsteinana. Þegar Law áttaði sig á þróuninni var það þá þegar líklegast orðið of seint að snúa henni við. Hann bannaði öll viðskipti með mynt í þeim tilgangi að auka traust fólks á seðlum. Auk þess var bann sett við kaupum á skartgripum og eðalstein- um. Uppljóstrurum voru veitt verðlaun fyrir að koma upp um slík brot. Áhrifin voru þver- öfug. Traust fólks til seðla gufaði nánast upp og ofsóknir hófust á nýjan leik á augabragði. Þrátt fyrir margvíslegar tilraunir til að vekja traust fólks á fyrirtækinu féll gengi hlutabréfa þess hratt niður. Með sama hætti, aðeins illvígari, hópaðist nú fólk að bank- anum til að innleysa Mississippi-bréf sín. At- gangurinn var slíkur að fjöldinn allur af fólki endaði ævi sína í þeim forarpytti. Law, sem í nokkur ár hafði verið þjóðhetja varð hataður á aðeins nokkrum vikum. Hann flúði til Fen- eyja og dó þar tíu árum síðar, slyppur og snauður. Þessi frásögn er tekin úr hinni skemmti- legu bók Charles Mackay, Extraordinary Popular Delusions & the Madness of Crowds. Hún fjallar einnig um suðursjáv- arbóluna sem þróaðist á svipuðum tíma og Mississippi-áætlunin og olli jafnvel enn meiri skaða. Fjallað verður um hana síðar á árinu. ll HLUTABRÉFABÓLA Már Wolfgang Mixa Auður án innstæðu Í hinni skemmtilegu bók Extraordinary Popular Delu- sions & the Madness of Crowds er fjallað um frönsku Mississippi-áætlunina á 18. öld. mixa@sph.is Reuters Gömul bóla Hlutabréfabólur eru ekki nýjar og ein slík herjaði á Frakkland á 18. öld. T vö ár eru nú liðin síðan bandarísku Sarbones- Oxley-lögin, eða SOX eins og þau eru oft kölluð, tóku gildi í Bandaríkj- unum. Lögin voru sett á í júlí 2002 í kjölfar nokkurra stórra hneykslismála sem skóku bandarískt viðskiptalíf, m.a. tengd fjarskipta- fyrirtækinu World Com og orku- fyrirtækinu Enron en yfirmenn þess svara þessa dagana til saka fyrir bandarískum dómstólum. SOX var ætlað að auka tiltrú fjárfesta á fjármálamarkaðnum í Bandaríkj- unum og var öllum félögum sem skráð eru á markað þar í landi gert að laga starfshætti sína og innra eftirlit að ítarlegum reglum um stjórn- arhætti, reikningsskil, upplýsingagjöf og fleira. Lögin eru þannig víðtækari en reglur um stjórnarhætti sem settar hafa verið í mörgum Evrópuríkjum, auk þess sem SOX innihalda ströng refsiákvæði gagnvart þeim sem brjóta gegn lögunum. Félögin hafa tíma til næstu ára- móta til að klára verkið og eru nú flest í óða önn, með tilheyrandi erfiði og kostnaði, að sinna verkinu. Í nýrri skoðanakönnun sem Fin- ancial Times vitnar til, þá eiga fyrirtæki í Bandaríkjunum þó enn langt í land með að mæta þeim kröfum sem gerðar eru. Lögin snerta þó ekki einungis þau fyrirtæki sem eru með starfsemi í Bandaríkjunum heldur hafa þau áhrif langt þar fyrir utan, meðal ann- ars alla leið til Íslands. Lögin eiga við um er- lend fyrirtæki skráð á markaði í Bandaríkj- unum, sem og dóttur- eða hlutdeildarfyrirtæki bandarískra fyrirtækja utan Bandaríkjanna, þar með talið á Íslandi. Auk þess eiga þau við um fyrirtæki með starfsemi í Bandaríkjunum sem sækja sér fé, hvort sem er hlutafé eða lánsfé, á bandarískum verðbréfamarkaði. Af reglunum hefur hlotist ýmislegt óhagræði, meðal annars vegna þess að þær kröfur um upplýsingaskyldu sem lögin gera eru oft á skjön við lög þeirra landa þar sem hin eftirlits- skyldu fyrirtæki starfa. Þá er kostnaður við innleiðingu laganna mikill, auk þess sem í framtíðinni munu fyrirtæki þurfa að eyða á hverju ári meiri fjármunum en hingað til í þjónustu lögfræðinga og endurskoðenda. Alltént er ljóst að innleiðing staðlanna hafi reynst félögum erfiðari, tímafrekari og dýrari en bandarísk yfirvöld sáu fyrir í upphafi. Tvö íslensk endurskoðunar- fyrirtæki eru skráð Eitt af því sem SOX-lögin kveða á um er að endurskoðunarfyrirtæki, bandarísk eða önnur sem gera reikninga félaga sem falla undir ákvæði SOX-laganna, skrái sig sérstaklega hjá sérstakri eftirlitsnefnd, Public Company Over- sight Accouning Board, PCOAB, sem sett var á stofn samfara samþykkt laganna. Frestur til að skrá sig rennur út 19. júlí nk. Nánar tiltekið þá eru þau endurskoðunarfyrirtæki skyldug að skrá sig hjá nefndinni sem endurskoða eða taka verulegan þátt í undirbúningi eða aðstoð við uppgjör SOX-eftirlitsskyldra félaga. Verulegur þáttur telst t.d.vera fyrir hendi ef endurskoð- unarstofa annast meirihluta endurskoðunar dóttur- eða hlutdeildarfélags og slíkt félag á a.m.k. 20% af heildareignum eða 20% af veltu í samstæðureikningi SOX-eftirlitsskyldra fé Verulegur þáttur telst einnig vera fyrir h ef vinna eða kostnaður erlendrar endur unarstofu er yfir 20% af heildarvinnu eða h arkostnaði. Um undirbúning skráningar endurskoð stofa hér á landi sér Landwell-lögmanns Tvö íslensk endurskoðunarfyrirtæki hafa þ ig verið skráð hjá PCOAB, í gegnum Lan á Íslandi, þ.e. PricewaterhouseCooper Deloitte, en bæði fyrirtækin eru með skylda viðskiptavini. Ásgeir Ragnarsson, maður hjá Landwell sem sér um skráning segir að skráning geti verið flókin þar ákvæði í SOX stangist á við ýmislegt í ísl um lögum eins og reglur um trúnaðarskyld persónuupplýsingar. Það sama sé uppi á ingnum í flestum ríkjum. Nokkur íslensk félög Af íslenskum fyrirtækjum sem heyra SOX-lögin ber fyrst að nefna Íslenska erfða- greiningu, dótturfélag deCODE Genetics inc., en auk þess má reikna með að sama gildi um Fjarðaál, dótturfélag Al- coa, Alcan á Íslandi, dótturfélag Alcan Inc., og Norðurál, dótturfélag Century Aluminium. Á Íslandi er einnig þó nokkuð af félögum sem eru með talsverða starf- semi í Bandaríkjunum, félög eins og Össur, Medcare, SÍF og fleiri. Lausleg athugun grein- arhöfundar leiddi þó í ljós að reglurnar snerta ekki síðarnefndu félögin að neinu marki, að minnsta kosti ekki við núverandi aðstæður. Ekki hefur heldur reynt á þessar reglur g vart íslensku bönkunum, þar sem þeir ekki sótt sér fjármagn til Bandaríkjann sögn Guðjóns Rúnarssonar, framkvæmdas Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. SOX snýst að miklu leyti um stjórnarhæ fyrirtækjum, þ.m.t. innra eftirlit og skrán helstu tekju- og kostnaðarferla í fyrirtæk Íslensk erfðagreining er nú í miðjum klíðu SOX-vinnu og er kostnaðurinn töluverður og fyrirtæki í Bandaríkjunum og um allan Har Fyrirtæki sem skráð eru á bandarískan hlutabréfa- markað, og dóttur- eða hlutdeildarfélög þeirra um allan heim, eru í óða önn að laga sig að Sarbanes- Oxley-lögunum. Þóroddur Bjarnason kynnti sér málið, meðal annars á Íslandi og í Danmörku ...... „ K o s t n a u r s k o ð u b a n d a r a n n a s a F o r t u n e 3 8 % á „ F y l g i s s e g j a a ð s é n ú k o m m á l a m a l ö g u n u ......

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.