Morgunblaðið - 15.07.2004, Side 6
6 D FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NVIÐSKIPTI Vagnhöfða 5 • sími: 553 2280
Alhliða áhalda- og tækjaleiga
fyrir byggingar-,
jarðvegs- og garðaframkvæmdir.
Mjög
hagstæð verð
Mikið úrval
verkfæra
Hellur
steinar
borðinu
skuluð þið þekkja þær
Á yfir-
HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR
Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800
Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540-6855
Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881
www.steypustodin.is
Hellur og steinar fást einnig í
verslunum BYKO
Nú bjóðum við fleiri stærðir af
merkingum á strætisvagna.
Hentugt fyrir stór sem smá fyrirtæki.
Áberandi auglýsingamiðill á
hagstæðu verði.
AFA JCDecaux á Íslandi
sími 562 4243 www.afa.is
Auglýsingin þín á ferð um allan bæ
AFA JCDecaux Ísland
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
A
FA
2
49
26
06
/2
00
4
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
! #
! $
%
"""
&
'
"
(
)*%
&
%
0
KYNSLÓÐASKIPTI verða hjá
þýska stórfyrirtækinu Siemens í lok
janúar á næsta ári þegar nýr forstjóri,
Klaus Kleinfeld, tekur við af Heinrich
von Pierer sem hefur stýrt fyrirtæk-
inu sl. 12 ár. Von Pierer, sem er 63
ára, hefur verið áberandi í þýsku við-
skiptalífi undanfarin ár, en Kleinfeld
er tiltölulega óþekkt stærð. Þegar
forstjóraskiptin verða á næsta ári
mun Von Pierer taka við stöðu stjórn-
arformanns. Meðal annarra breyt-
inga hjá Siemens eru sameining far-
símadeildar og símadeildar auk þess
sem stefnan hefur verið tekin á aukna
starfsemi í Kína og Rússlandi.
Saga Siemens spannar nær 160 ár.
Hjá Siemens starfa um 420 þúsund
manns og ársvelta nemur um 74 millj-
örðum evra, um 6.500 milljörðum
króna. Fráfarandi forstjóra er að
miklu leyti þakkað fyrir að hafa
breytt fyrirtækinu úr „sofandi risa“ í
arðbært stórfyrirtæki, en umfang fé-
lagsins hefur dregist nokkuð saman á
undanförnum árum þó að hagnaður
hafi aukist. Í erindi sem hann hélt í
júní sl. sagði hann félagið myndu
áfram stefna að því að draga stórlega
úr framleiðslukostnaði, en Siemens
framleiðir allt frá ljósaperum upp í
flókin lækningatæki.
Siemens er með starfsemi víða um
heim og á undanförnum áratug hefur
dregið talsvert úr starfseminni í
heimalandinu, og nú eru fleiri starfs-
menn utan Þýskalands en innan.
Siemens hefur ekki beinlínis verið
að afla sér vinsælda meðal verkalýðs-
félaga í Þýskalandi, en í júní sam-
þykktu 2.000 starfsmenn Plant Boc-
holt-verksmiðjunnar í Norður-
Þýskalandi að vinna fimm stundum
lengur á viku án þess að fá greitt
aukalega fyrir, til að eiga það ekki á
hættu að störf þeirra yrðu flutt til
Ungverjalands.
Fráfarandi for-
stjóri, sem er
sagður ágætur
vinur Schröders
kanslara, hefur
verið gagnrýndur
fyrir þessar að-
ferðir við kostnað-
araðhald, þó að
sumir telji breyt-
ingarnar tímabærar.
Von Pierer hefur talað um að með
samningunum við starfsmenn Plant
Bocholt væri „fyrsta samkomulagið“
um breytt kjör starfsmanna sam-
steypunnar í Þýskalandi í höfn og
þannig gefið frekara kostnaðaraðhald
í skyn.
Horft til Kína og Rússlands
Sífellt fleiri stórfyrirtæki hafa að und-
anförnu verið að færa sig upp á skaft-
ið í Kína, enda stór markaður þar í
mótun. Siemens er engin undantekn-
ing, félagið er með 28 skrifstofur í
landinu og stefnir að því að fjölga
þeim í 60 á næstunni. Alls starfa 21
þúsund manns fyrir Siemens í Kína
og er fyrirtækið einn af stærstu er-
lendu vinnuveitendum landsins.
Siemens hefur verið þátttakandi á
kínverskum farsímamarkaði frá árinu
1995 og byggt upp fjarskiptakerfi í
fjölmörgum héruðum landsins. Fyrr í
mánuðinum gerði farsímaarmur fyr-
irtækisins, Siemens Mobile, samning
upp á 41 milljarð Bandaríkjadala
(tæplega 3.000 milljarða króna) við
China Mobile Communications um
frekari uppbyggingu. Rannsóknar-
og þróunarstarfsemi Siemens fer
fram í 30 löndum en á næstunni er
ætlunin að leggja aukna áherslu á
Kína sem miðstöð þeirrar starfsemi.
Starfsemi fyrirtækisins í Rússlandi
hefur einnig verið að þenjast út og
samkvæmt nýjustu fréttum hefur
Siemens t.d. í hyggju að byggja nýja
heimilistækjaverksmiðju þar í landi.
Næg verkefni bíða nýs forstjóra,
hins 46 ára gamla Klaus Kleinfelds.
Hann var forstjóri bandaríska hluta
Siemens á árunum 2002 og 2003 og
tókst að snúa rekstrinum við. Í byrjun
þessa árs var hann skipaður í fram-
kvæmdastjórn Siemens á heimsvísu.
Kleinfeld hefur starfað hjá Siemens
frá árinu 1987 og er með doktors-
gráðu í stefnumiðaðri stjórnun.
Hann tekur við góðu búi en Siem-
ens-samsteypan á um 13 milljarða
evra í lausafé, um 1.150 milljarða
króna. Talið er að einhverju af því fé
verði á næstunni varið í fjárfestingar í
Rússlandi, auk þess sem uppbygging-
arstarfið í Kína kostar sitt. Líklegt
verður að teljast að fleiri þýskir
verkamenn þurfi að taka upp 40
stunda vinnuviku vilji þeir ekki eiga
það á hættu að störf þeirra flytjist
austur á bóginn.
Heimildir: Tagesspiegel, Handelsblatt, FT,
Reuters.
eyrun@mbl.is
Klaus Kleinfeld
Fréttaskýring
Eyrún Magnúsdóttir
Kynslóðaskipti hjá Siemens
Leiðandi afrek
AFREK Íslendinga á erlendri grund vekja
jafnan athygli, en það er ekki alltaf sem
sem útlendingar skynja umhverfið hér á
landi til fulls. Nýlega var sagt frá því í er-
lendum fjölmiðli að Björn Jónasson, sem
sagður var fyrrum stjórnarformaður og for-
stjóri Sparkassen Bank á Siglufirði, væri
tekinn við sem stjórnarformaður og for-
stjóri í Nordic American fjármálafyrirtæk-
inu.
Það er óhætt að segja að upphefðin
komi í þessu tilfelli að utan og hún er líka
óvænt. Í fréttaskeytinu er Sparisjóður
Siglufjarðar orðinn að hreyfiafli í íslensku
viðskiptalífi og sagður „leiðandi banka-
samsteypa“ á Íslandi.
Af Nordic American er það hins vegar
að segja að þar er um sprotafyrirtæki að
ræða sem ætlar sér stóra hluti í framtíð-
inni og líklega stutt í að það verði leiðandi
á sínu sviði.
Undarleg tilkynning
UNDARLEG frétt birtist í fréttakerfi Kaup-
hallarinnar í vikunni, frétt sem bendir til að
skráð fyrirtæki láti árstíðirnar þvælast
heldur mikið fyrir í rekstrinum: „Vegna erf-
iðleika með að ná stjórnum saman mun
Afl fjárfestingarfélag og Fjárfesting-
arfélagið Atorka birta 6. mánaða uppgjör
sín í viku 34.“
Hvað er hér á seyði, hvers vegna þarf
að fresta birtingu uppgjörs? Vissu stjórn-
armenn ekki þegar þeir gerðu birting-
aráætlun sína að sex mánaða uppgjörið
lendir á miðju sumri, og að þá fara menn
gjarnan í sumarfrí? Kom sumarið of
skyndilega að þessu sinni? Það er alltént
eina „eðlilega“ skýringin á þessum und-
arlegheitum, sem ekki eru mjög traust-
vekjandi fyrir fyrirtækin, sérstaklega þegar
til þess er litið að annað þeirra er komið í
Úrvalsvísitöluna. Og hvernig er með nú-
tímatæknina, er ekki heimurinn alltaf að
skreppa saman, vegalengdir að engu
orðnar og fundasímar í hverjum vasa?
ÚTHERJI