Morgunblaðið - 15.07.2004, Side 2

Morgunblaðið - 15.07.2004, Side 2
2 D FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR  Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn *.B *.C *. *.. *.! **B * ,C, * ,D,     ) 5(( * ,C, * ,D, **! *!! E! B! D! !!""# " $ * ,C, * ,D, %  &  #  $  * ,C, * ,D, % '   % ! +% +! .%  ) / F @ ;(  / 9 4 * ,C, *+,D, *! E B D C   #("# ) )& Viðskiptablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. FYRIRTÆKIÐ MobileLocate Inc. í Bret- landi sem rekur og markaðssetur farsímaþjón- ustuna ChildLocate, eða Barnastaðsetningu, þar í landi er nú komið með 1.000 foreldra sem viðskiptavini og stefnir að því að fjölga þeim til muna á næstu misserum. Jón Magnússon, fram- kvæmdastjóri og eini starfs- maður félagsins í Bretalandi, segir að félagið hafi byrjað að bjóða þjónustuna í októ- ber á síðasta ári. „Þetta er komið í fullan gang og ég er mjög ánægður með viðtök- urnar. Þetta er eitthvað sem fólk virðist vilja nota og lofar góðu,“ segir Jón en Child- Locate hjálpar foreldrum að finna út staðsetn- ingu barna sinna með hjálp farsímatækni frá íslenska fyrirtækinu Trackwell. Jón segir að verið sé að vinna að lagalegum málum tengdum þjónustunni, enda er um við- kvæmt málefni að ræða að sögn Jóns. Félög sem láta sig velferð barna varða hafa sýnt þjónustunni mikla athygli og vilja að stjórn- völd setji reglur til að koma í veg fyrir mis- notkun. Jón segir að hann ásamt farsímafyr- irtækjunum vinni með hagsmunaaðilum að lausnum á slíkum málum, og sú vinna gangi vel. Á vef BBC var á dögunum einmitt sagt frá áhyggjum sem bresk samtök sem láta sig ör- yggi barna á Netinu varða, CHIS, hafa af þjónustu eins og þeirri sem MobileLocation veitir, en samtökin vilja einmitt að hið op- inbera setji reglur um þjónustuna. Mobile- Locate býður þjónustu sína um allt Bretland og er í samtarfi við fjögur helstu farsímafyr- irtækin þar í landi, Orange, T-Mobile, O2 og Vodafone. Jón segir að félagið muni í haust, þegar öll- um lagalegum skilyrðum verður uppfyllt, hefja markaðssókn. „Við stefnum á að ná einhverj- um þúsundum áskrifenda með þeirri markaðs- setningu og í framtíðinni að fá einhverjar tug- þúsundir í viðskipti. Í Bretlandi eru 40 milljónir farsíma og því miklir vaxtarmögu- leikar fyrir hendi.“ Fyrirtækjaþjónusta væntanleg En MobileLocate ætlar ekki að láta þar staðar numið. Í burðarliðnum er fyrirtækjaþjónusta þar sem sömu tækni og notuð er í Child- Locate, verður pakkað í aðrar umbúðir, eins og Jón orðar það. „Þetta er mjög svipuð þjónusta, nema hún er ætluð fyrirtækjum sem vilja fylgjast með ferðum starfsmanna sinna. Þannig geta fyr- irtækin séð staðsetningu til dæmis sölumanna eða sendiferðabílstjóra án þess að hringja í viðkomandi. Þetta er mjög ódýr lausn og krefst einskis annars en að farsíminn sé skráð- ur. Miðað við reynslu okkar samkeppnisaðila á markaðnum eigum við þarna góða möguleika.“ Jón segir að á markaðnum séu 6-7 fyrirtæki sem bjóða staðsetningarþjónstu sambærilega ChildLocate, allt sprotafyrirtæki sem eru svip- uð að stærð. Eigendur MobileLocate eru Jón sjálfur og nokkrir smærri fjárfestar. Jón segir að í haust sé stefnt á hlutafjárútboð og vonast hann eftir að safna 40 milljónum króna til að nota til frekari framþróunar fyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Mobilelocate, www.mobilelocate.co.uk, þurfa notendur ChildLocate að borga áskriftargjald að upphæð 800 krónur á mánuði og síðan 8 krónur fyrir hver textaskilaboð sem send eru. Búnaður fyrirtækisins rekur síðan staðsetn- ingu farsíma barnanna og sendir SMS texta- skilaboð um hæl til foreldranna. Foreldrar geta einnig séð staðsetningu símanna á Net- inu, en þjónustan virkar einungis ef barnið er með kveikt á farsímanum. Til að nota þjónustu ChildLocate þarf maður að vera með gilt heimilisfang í Bretlandi, kred- itkort og aðgang að Netinu. 1000 foreldrar með íslensk- an staðsetningarbúnað Undir eftirliti Viðmót þjónustu ChildLocate á Netinu á heimasíðunni www.mobilelocate.co.uk Jón Magnússon NAFNÁVÖXTUN á lífeyr- isbókum bankanna fyrstu sex mán- uði ársins var á bilinu 11,32% til 11,42%, eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd. Hæst var nafnávöxtunin á Lífeyrisreikningi Íslandsbanka og lægst á verðtryggðri Lífeyrisbók Landsbankans. Vísitala neysluverðs til verð- tryggingar hækkaði um 2,48% á tímabilinu, sem svarar til 5,02% verðbólgu á ársgrundvelli. Nafnávöxtun á lausum inn- lendum gjaldeyrisreikningum var, eins og gefur að skilja, mismunandi eftir myntum, en almennt var nei- kvæð nafnávöxtun á reikningum í dönskum, norskum og sænskum krónum, evrum og Kanadadollar. Nafnávöxtun á lausum gjaldeyr- isreikningum í Bandaríkjadölum var hins vegar á bilinu 10,14% hjá Landsbankanum og 10,22% hjá Ís- landsbanka.                  ! "# $ # !  !    "%& ##' (  ) %& * %& +, %& -  $ %& *  ( ( . /0%&  12 & 3  4 !  %& 5$ %&                      !"   #  " $  %  " %  &  %    '#   ( #%)*   +    * 6 7  8 $6 #07   "  "  "   "  "   "     "  "  " * 6 7  8 $6 #07   "  "     "      "  "  " * 6 7  8 $6 #07    "  "  "   "         "  * 6 7  8 $6 #07   "  "  "      "   "    "  " 1'     ,!#    #07 ( ) 6 %    "     " , 9% , *   ( )  /0$ ( 5$  %'   ( (!(        9% , ) '%  (:( ) '% (:( ) '% (:( .3    (    #%) ;,!3%& ;,!3%( <*6 ( .+6    7  1 /   5$ 6= $ 3(         *  >33  :3 >33  6 %?$  ( .3    .3    .3    4 !   ( 5$          +  +/0%& 5$ %& & (  7       5 '%&   4 !   5$ %&  (          ' - . - !Ávöxtun líf- eyrisreikn- inga hæst hjá Íslandsbanka ll STUTT ● LÁNSTRAUST hf. hefur tekið í notkun nýtt greiningartæki, LT-skor, sem ætlað er að auðvelda mat á lánshæfi fyrirtækja og einstaklinga, að því er segir í fréttatilkynningu. Þar segir að um sé að ræða reiknilíkan sem meti líkurnar á því að fyrirtæki verði ógjaldfær, þ.e. verði gjaldþrota eða komist á skrá vegna árangurs- lauss fjárnáms. Í LT-skori er notast við tvo áhættu- flokka sem segja fyrir um líkurnar á að fyrirtæki verði ógjaldfært, auk þess sem möguleikar eru á sam- anburði við svipuð fyrirtæki. Í fréttatilkynningunni segir að norskir sérfræðingar hafi hannað reiknilíkanið sem LT-skor byggist á og þeir hafi nýtt sér ríflega 50.000 íslenska ársreikninga við smíði lík- ansins. Spágeta þess er sögð afar góð, enda séu íslensk gögn meiri og betri en þekkist víðast hvar. Lánstraust býður nýtt lánshæfismat ● SAMKVÆMT heimildum frá Actav- is hyggst fyrirtækið bæta við sig hús- næði í Hafnarfirðinum og hefur verið samið um leigu á fimmtu og hluta af fjórðu hæð skrifstofuhúsnæðis við Dalshraun 1 í Hafnarfirði. Húsið er enn í byggingu, en samkvæmt auglýs- ingu frá Risi ehf. sem stendur að smíði hússins, verður húsið afhent til innréttinga um mitt næsta ár. Fimmta hæð hússins er rúmir 930 fermetrar að stærð og sú fjórða rúmir 1.300 m², en ekki hefur fengist stað- fest hve stóran hluta fjórðu hæð- arinnar Actavis hyggst taka á leigu. Actavis mun leigja efstu hæð og hluta þeirr- ar næstefstu að Dalshrauni 1 í Hafnarfirði. Actavis stækkar við sig ● TVEIR japanskir bankar ræða nú hugsanlega sameiningu, en við hana myndi skapast stærsti banki í heimi ef miðað er við eignir, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Bandaríski bankinn Citigroup er nú stærsti banki heims. Bankarnir UFJ Holdings og Mitsubishi Tokyo Financial Group væru sameinaðir með eignir upp á 1.750 milljarða bandaríkjadala, eða um 125.000 milljarða króna. Mitsubishi er almennt talinn einn sterkasti banki Japans og segja sér- fræðingar því líklegt að hann taki UFJ yfir, en hann hefur átt í töluverðum rekstrarerfiðleikum undanfarið. Síðustu ár hafa verið japönskum bönkum erfið, eins og efnahagskerf- inu öllu, og eru fréttir af samruna bankanna taldar merki um aukinn þrýsting á bankakerfið að hraða um- bótum. Bankasamruni í bígerð í Japan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.