Morgunblaðið - 15.07.2004, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2004 D 5
NVIÐSKIPTI STJÓRNUN ýmis smærri fyrirtæki góðs af reglunum, svo
sem ráðgjafarfyrirtæki sem fá nú ráðgjafar-
verkefni í kjölfar þess að stóru endurskoð-
unarfyrirtækin þurftu að skilja á milli endur-
skoðunarhluta fyrirtækjanna og ráðgjafar-
hlutans.
Enginn gerir SOX-kröfu
Össur er það fyrirtæki íslenskt sem hefur verið
í fararbroddi í innleiðingu alþjóðlegra reikn-
ingsskilaaðferða, og skilaði uppgjöri fyrir síð-
asta ársfjórðung síðasta árs samkvæmt alþjóð-
legum reikningsskilastöðlum fyrst íslenskra
fyrirtækja. Um næstu áramót eiga öll fyrirtæki
sem skráð eru á markað í Evrópu að gera upp-
gjör sín samkvæmt alþjóðlegum reikningsskila-
stöðlum.
Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar,
sem á og rekur dótturfyrirtækið Ossur North
America Inc. í Bandaríkjunum, segir að SOX-
lögin snerti Össur ekki þar sem félagið sæki
sér ekki fé á bandarískan markað. Þar með
geri enginn þá kröfu á félagið að það uppfylli
hin margþættu skilyrði SOX-laganna. „Meðan
maður er ekki með hagsmunaaðila eins og t.d.
lánveitendur eða fjárfesta í rekstrinum í
Bandaríkjunum kaffærir enginn þig í kröfum
um hvernig þú stendur að þínum reiknings-
skilum. Það er ekki fyrr en hagsmunaaðilarnir
koma að það fer að skipta máli,“ segir Hjörleif-
ur.
Medcare Flaga fær 70% af tekjum sínum frá
Bandaríkjunum, þrátt fyrir að vera með höf-
uðstöðvar á Íslandi. Guðný Sigurðardóttir, fjár-
málastjóri Medcare, segir aðspurð hvort félagið
hafi fundið fyrir kröfu frá bandarískum aðilum
um að innleiða SOX-lögin, svo ekki vera. „Við
erum ekki farin að sjá neitt íþyngjandi fyrir
okkur. Það er metnaðarmál hjá okkur að hafa
alla hluti í góðu lagi. Ýmislegt í SOX er fyrir
hendi hjá okkur eins og launanefnd og endur-
skoðunarnefnd innan stjórnar og þannig höfum
við búið í haginn,“ segir Guðný.
Hún segir að kröfur hvað varðar reiknings-
skil og stjórnarhætti aukist ár frá ári og þar
með aukist kostnaðurinn. „Þessi kostnaður við
eftirlit og reglusetningar hefur ekki tilhneig-
ingu til að lækka, það sýnir reynslan. En á móti
kemur að það þarf ekki endilega að vera nei-
kvæðara. Fyrirtæki á markaði þurfa að upplýsa
sína fjárfesta almennilega til að þeir beri traust
til þeirra gagna sem þeir leggja til grundallar
sinni fjárfestingu. Svona reglur skila sér til
baka.“
að tiltrú fjárfesta sé nú komin aftur á fjár-
málamarkaði og það sé lögunum að þakka.
Í Financial Times var í vikunni sagt frá því
að ný könnun sýndi að bandarísk fyrirtæki
ættu enn langt í land með að uppfylla öll skil-
yrði SOX-laganna. Könnunin sem blaðið vitnar
til segir að næstum helmingur fyrirtækja sem
svöruðu væri „minna en 60% tilbúinn“ fyrir
reglur um innra eftirlit. Í fréttinni segir einnig
að ráðstafanirnar varðandi innra eftirlitið sam-
kvæmt SOX kosti fyrirtækin hundruð milljóna
Bandaríkjadala og hafi verið umdeild. Sérfræð-
ingurinn segir þó í fréttinni að fyrirtækin muni
til lengri tíma græða á því að koma upp hjá sér
kerfum sem tryggja gegnsæi og sýnileika
þeirra fjármálaupplýsinga sem verða til í
rekstrinum.
Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa SOX eru
evrópsku bankasamtökin en Ian Mullen, for-
maður framkvæmdastjórar samtakanna, hélt
erindi hér á landi árið 2002, sama ár og lögin
voru sett. Þar sagði hann að samtökin við-
urkenndu rétt Bandaríkjamanna til að setja
harðari staðla en hingað til en lagði áherslu á
að slíkar reglur gengju ekki lengra en nauðsyn-
legt er gagnvart erlendum bönkum og öðrum
fjármálafyrirtækjum. Í gildi væru nú þegar
reglur í hverju landi fyrir sig og SEC, banda-
ríska fjármálaeftirlitið, hafi hingað til leyft
heimalandi erlendra fyrirtækja sem skráð eru í
Bandaríkjunum að setja fyrirtækjunum reglur
um stjórnarhætti, í stað þess að flytja inn
bandaríska staðla. Bankasamtökin telji því að
fjármálastofnanir utan Bandaríkjanna eigi að
hafa val um að innleiða staðlana á sinn hátt og
á grundvelli meginatriða frekar en nákvæmra
reglna. Frits Bolkestein, framkvæmdastjóri
innri markaðar hjá ESB hefur tekið undir þessi
sjónarmið nýverið.
En á meðan fyrirtækin þurfa að leggja á sig
aukið erfiði vegna fleiri reglna og meira eft-
irlits, vænkast hagur endurskoðunar- og lög-
fræðistofa. Í grein í TimesOnline segir að
kostnaður vegna endurskoðunar 500 stærstu
bandarísku fyrirtækjanna samkvæmt lista For-
tune muni aukast um 38% á þessu ári, og
tekjur endurskoðunarrisans Ernst & Yong hafi
sem dæmi aukist um 17,4% á síðasta ári. Sömu-
leiðis hafi annar endurskoðunarrisi, Grant
Thornton, aukið tekjur sínar um 21% á síðasta
ári. Hluti af ástæðuni er þó eins og fram kemur
í vefritinu, að nú eru endurskoðunarrisarnir
einungis fjórir en voru fimm áður, þegar Arth-
ur Andersen var ennþá til en félagið var endur-
skoðandi og ráðgjafi Enron og hrundi til
grunna í kjölfar Enron-hneykslisins. Þá njóta
hafa kvartað sáran yfir. Hjá Íslenskri erfða-
greiningu segja menn þetta vera fylgifisk þess
að vera skráður á Nasdaq og að geta sótt pen-
inga út á markaðinn í Bandaríkjunum.
Lögin ekki hindrun
Í nýlegri bandarískri könnun um afleiðingar
SOX á erlend fyrirtæki sem skráð eru á mark-
að í Bandaríkjunum, kom í ljós að mikill meiri-
hluti fyrirtækja lítur ekki á lögin sem hindrun
við að sækja sér fé á Bandaríkjamarkað í fram-
tíðinni. Aðeins 8% 143 fyrirtækja í 43 löndum
sem spurð voru sögðu að lögin hefðu áhrif á
áætlanir þeirra um að afla fjár á Wall Street.
Helmingur fyrirtækjanna sem svaraði sagði að
regluverkið í Bandaríkjunum væri erfiðara en í
heimalandinu.
300 evrópsk fyrirtæki þurfa að lúta eftirliti
bandaríska verðbréfaeftirlitsins, SEC, en er-
lend fyrirtæki þurfa að gefa SEC skýrslu jafn-
vel þó að búið sé að afskrá félagið af markaði í
Bandaríkjunum, jafnvel
um alla framtíð, eða svo
lengi sem einhver áhugi
er hjá bandarískum fjár-
festum á bréfum félags-
ins.
Í bréfi sem fulltrúar 11
evrópskra atvinnugreina,
alls meira en 100 fyrir-
tækja með skráð bréf í
Bandaríkjunum sendu til
SEC, kom fram sú ósk að
tilkynningaskyldan til
SEC yrði minnkuð, en
þar var einnig minnst á
SOX. Í bréfi fulltrúa fé-
laganna er sagt að nokk-
ur fyrirtæki væru að
velta fyrir sér hvort það
borgaði sig að vera áfram
skráð á bandarískan
markað. Gagnrýnendur
laganna telja einmitt að
þetta séu ein af slæmum
áhrifum laganna, þ.e. brotthvarf félaga af
markaði sem og að fyrirtæki leiti frekar annað
en til Bandaríkjanna eftir skráningu í framtíð-
inni. Gagnrýnendur segja einnig að vegna mik-
ils tíma sem æðstu stjórnendur þurfa að eyða í
að tryggja að fyrirtækið fari að settum reglum,
minnki tíminn sem þeir geta notað í að sinna
framþróun fyrirtækjanna. Þá muni hinn mikli
kostnaður sem er samfara tilkomu laganna
flytjast í einhverjum mæli yfir á neytendur.
Fylgismenn laganna segja hins vegar á móti
élaga.
hendi
rskoð-
heild-
unar-
stofa.
þann-
ndwell
s og
SOX-
, lög-
guna,
sem
ensk-
du og
á ten-
undir
gagn-
hafa
na, að
stjóra
ætti í
ningu
kjum.
m við
r eins
heim
rkan sox
tobj@mbl.is
.......................
a ð u r v e g n a e n d -
n a r 5 0 0 s t æ r s t u
r í s k u f y r i r t æ k j -
a m k v æ m t l i s t a
m u n a u k a s t u m
á þ e s s u á r i . “
m e n n l a g a n n a
ð t i l t r ú f j á r f e s t a
m i n a f t u r á f j á r -
a r k a ð i o g þ a ð s é
u m a ð þ a k k a . “
.......................
SARBANES-Oxley dregur nafn
sitt af tveimur bandarískum
þingmönnum, demókratanum og
öldungardeildarþingmanninum
Paul Sarbanes og repúblikanum
og fulltrúadeildarþingmanninum
Michael Oxley. Oxley lagði í
febrúar 2002 fram frumvarp um
umbætur hvað varðaði rekstur
og eftirlit með fyrirtækjum
skráðum á bandaríska hluta-
bréfamarkaði. Hliðstætt frum-
varp var síðan kynnt í þinginu
nokkrum vikum síðar. Lagasetn-
ing þokaðist samt ekkert næstu
mánuðina á eftir þar sem demó-
kratar vildu sjá harðari reglur
en repúblikanar. Þá kom Sarba-
nes til sögunnar og kynnti
strangara frumvarp en Oxley
hafði kynnt. Í júli tókst svo sam-
komulag á milli öldungardeildar
og fulltrúadeildar og til urðu hin
svokölluðu Sarbanes-Oxley-
lög.
Milljóna dollara
kostnaður
Að því er fram kemur í grein
á FT.com munu bandarísk stór-
fyrirtæki að meðaltali eyða
250.000 tímum í að uppfylla
skyldur sem SOX setur þeim.
Kostnaðurinn er talinn verða
um 4,6 milljónir Bandaríkja-
dala, um 328 milljónir ís-
lenskra króna á hvert fyr-
irtæki. Fyrir utan þetta munu
yfirstjórnendur hvers fyrirtækis
eyða öðrum 3.500 vinnustundum
í samskipti við utanaðkomandi
ráðgjafa og endurskoðendur
vegna laganna með tilheyrandi
kostnaði upp á 2,8 milljónir
Bandaríkjadala, eða 200 millj-
ónir króna, fyrir hvert félag.
Kostnaður meðalstórra fyr-
irtækja er eitthvað minni en tal-
ið er að bætt stjórnun innra eft-
irlits muni kosta þau allt að
hálfri milljón Bandaríkjadala,
eða 36 milljónir króna.
Þóttu fyrst
í stað ekki
nógu hörð
Í GREIN í danska dagblaðinu
Berlingske Tidende er nýlega
sagt frá áhrifum Sarbanes-Oxley-
laganna á dönsk fyrirtæki. Þar
segir að reglurnar muni kosta
þúsundir danskra fyrirtækja gríð-
arlega fjármuni.
Fjögur dönsk fyrirtæki eru
skráð á hlutabréfamarkað í
Bandaríkjunum, og þurfa því að
laga sig að SOX-lögunum. Þetta
eru skipafélagið Torm, símafyr-
irtækið TDC, líftæknifyrirtækið
Novo Nordisk og tölvufyrirtækið
Euro Trust. En lögin ná til mun
fleiri aðila í Danmörku að því er
Berlingske Tidende hefur eftir
sérfræðingi hjá endurskoð-
unarfyrirtækinu KPMG í Dan-
mörku. Segir hann að lögin
snerti 5.000 þarlend fyrirtæki.
Hann segir að mörg þeirra séu
þegar komin vel í gang með að
innleiða SOX, en um sé að ræða
dóttur- eða hlutdeildarfélög
bandarískra félaga eða félög
sem eru með starfsemi í Banda-
ríkjunum.
Greinarhöfundi verður tíðrætt
um mikinn kostnað þessu sam-
fara fyrir dönsku félögin, en það
sé gjaldið sem þurfi að greiða til
að vera þátttakandi í alþjóðlegu
viðskiptaumhverfi.
Sérfræðingur KPMG segir að
SOX-lögin bandarísku muni að
lokum snerta daglegt líf allra í
Danmörku þar sem ESB muni á
endanum setja sambærilegar
reglur. Nú þegar sé væntanleg
röð tilskipana sem líkist SOX-
lögunum bandarísku, að því er
segir í frétt Berlingske Tidende.
Lögin snerta
fimm þúsund
dönsk fyrirtæki