Morgunblaðið - 15.07.2004, Side 7

Morgunblaðið - 15.07.2004, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ 2004 D 7 NFYRIRTÆKI F yrir 10 árum, árið 1994, keyptu bræðurnir Árni og Hörður Sigurbjarn- arsynir á Húsavík ís- lenskan eikarbát og gáfu nafnið Knörrinn. Það er upphaf- ið að stofnun fyrirtækisins Norður- Siglingar sem hefur að markmiði varðveislu íslenskrar strandmenn- ingar. Norður-Sigling hefur upp frá því verið í forystu hvað varðar þróun hvalaskoðunar á Íslandi og hefur hlotið bæði innlend og alþjóðleg verð- laun fyrir starfsemi sína. „Upphafið að þessu öllu saman má rekja til þess að við Árni ákváðum að kaupa okkur íslenskan eikarbát sem hefði það til að bera að vera dæmi um það besta sem íslenskt handverk og iðnsaga hefur getið af sér,“ sagði Hörður sem er framkvæmdastjóri Norður-Siglingar. Þeir bræður leit- uðu hins rétta báts víða um land og fundu loks á Grenivík. Sá var smíð- aður á Akureyri árið 1963, vandaður og góður bátur að sögn Harðar og átti farsæla sögu. Hann hlaut nafnið Knörrinn. „Það stóð til að úrelda bát- inn,“ sagði Hörður. „Þetta er saga sem okkur þótti ótækt að gengi lengra, við höfðum horft upp á það að litið væri á þessa báta sem óværu í ís- lenskum sjávarútvegi. Okkur sveið það.“ Hann sagði að margir góðir bátar hefðu á þennan hátt verið eyði- lagðir. „Það var öllu skipt út fyrir plast og stál,“ sagði hann en með því hefði verið unnið óbætanlegt tjón. „Við sáum fljótt að þetta var meira mál en svo að endursmíða bátinn og varðveita hann, að við gætum unnið það í hjáverkum af okkar launa- mannatekjum,“ sagði Hörður, en þá kom fram hugmynd um að bjóða upp á hvala- og almenna náttúruskoðun á Skjálfanda á bátnum. „Það gekk strax vel, við fengum um 1.750 far- þega fyrsta sumarið, 1995, og síðan hefur þeim fjölgað jafnt og þétt.“ Eina seglskipið í flotanum Norðursigling var fyrsta fyrirtækið til að setja upp daglegar áætl- unarferðir í hvalaskoðun hér á landi og kom fljótlega í ljós að þarna var um afþreyingu að ræða sem féll fólki vel í geð og eins þótti báturinn henta til farþegaflutninga en eftir að fjöldi farþega hafði margfaldast upp í 5.600 manns sumarið 1996 var ákveðið að kaupa annan bát. „Við vorum með þennan eina bát í siglingum tvö sum- ur, en síðan keyptum við með árs millibili næstu tvo báta, Hauk og Náttfara en fjórða bátinn, Bjössa Sör tókum við í notkun síðastliðið sumar. Þannig að við erum nú með fjóra báta í áætlunarsiglingum héðan frá Húsa- vík, sem alls geta tekið um 220 manns.“ Haukur er eina seglskipið í íslenska flotanum, en á skipið var settur skonnortureiði, sem er end- ursköpun á norðlenska skútuald- arreiðanum. „Þetta er bein upprifjun á okkar seglskipahefð, Norðlendinga, þegar hún reis hvað hæst.“ Höfuðstöðvar Norður-Siglingar eru við höfnina á Húsavík og þar var fyrir fáum dögum opnað formlega svonefnt Strandmenningarsetur, eins konar umgjörð um fjölbreytta starf- semi sem tengist fyrirtækinu. Þar er afgreiðsla Norðursiglingar og veit- ingastaðurinn Gamli Baukur sem Hótel Húsavík rekur og leggur sér- staka áherslu á ferskt sjávarfang. Húsin eru að nánast öllu leyti byggð úr rekaviði fengnum á strandlengj- unni frá Flateyjardal og norður að Melrakkasléttu. Viðurinn sem er meðhöndlaður af náttúrunnar hendi er fallegur á að líta en ekki síður þyk- ir forsvarsmönnum fyrirtækisins mikilsvert að hann er umhverfisvænn þar sem ekki þurfti að fella tré til verksins. Sem fyrr segir voru farþegar í hvalaskoðunarferðum um 1.750 tals- ins fyrsta sumarið, 1995, en þeim hef- ur heldur betur fjölgað, voru tæplega 24 þúsund alls í fyrrasumar. Um 10% þeirra eru Íslendingar, meirihlutinn sem sé útlendir ferðamenn, „kokteill- inn af ferðamannaflórunni,“ eins og Hörður orðaði það. „Menn vilja sjá hvali, en ekki síður verðum við vör við að fólkið kann að meta þessa farkosti, fyrir mjög marga er nægileg upplifun að fara í skemmtisiglingu í þessu um- hverfi og á þessum skipum. Hvalirnir hafa svo vissulega mikið aðdrátt- arafl,“ sagði Hörður. Nefndi hann að sjálfum þætti sér þægilegt að sigla með Hollendinga og Breta, „þar er elsta hefðin fyrir því að fara sér til ánægju á sjó.“ Að sögn Harðar er hvalaskoð- unarferð oft aðalástæðan fyrir komu útlendra ferðamanna hingað til lands. „Við verðum vör við það að margir koma hingað í þeim tilgangi að fara í hvalaskoðunarferð og gera svo auð- vitað ýmislegt annað í leiðinni.“ Hann sagði fjölda farþega í slíkum ferðum frá Húsavík m.a. vera vegna markaðssetningar fyrirtækisins og eins beindu stóru ferðaskrifstofurnar í Reykjavík ferðafólki norður. Upplifunin svo svakalega sterk Hörður sagði að vel hefði gengið í sumar, „mér sýnist við vera með heldur fleiri farþega nú en síðastliðið sumar,“ sagði hann. Að hans sögn hefur mjög mikið verið um stórhveli í Skjálfanda nú í sumar, meira en und- anfarin sumur. „Hrefnan hefur verið okkar aðalsýningardýr fram til þessa en nú í sumar bregður svo við að það er minna um hana en áður,“ sagði Hörður og sagði þekkt með hvala- göngur líkt og fiska að breytingar yrðu, „ en menn vita ekki endilega hvað veldur þeim, eru því ekki með neinar getgátur í þessu sambandi. Náttúran er flóknari en svo að við skiljum hana til hlítar.“ Hörður sagði farþega nú í sumar afar ánægða, „menn eru stórhrifnir af því að fylgj- ast með stórhvelunum hér úti á fló- anum. Menn hrópa upp yfir sig af fögnuði, það er gaman að fylgjast með farþegum í vel heppnaðri ferð.“ Hann sagði allt annað að upplifa lifandi náttúru, líkt og gert væri í hvalaskoðunarferðum en þegar menn skoða t.d. fjöll og fossa, ár og dali. „Upplifunin er svo svakalega sterk,“ sagði hann. Því til staðfest- ingar nefndi hann að margir farþeg- anna kæmu aftur og aftur og dæmi væru þess að fólk sigldi nú um Skjálfandann í fjórða sinn. „Þessi lif- andi náttúra sem við eigum við strendur landsins býður upp á mjög sterka upplifun, það er ekkert hér á landi sem tekur henni fram.“ Hann sagði ekki vafa á að hægt væri að nýta strandsvæðin í auknum mæli í þágu ferðaþjónustu. „Hver vík og fjörður hefur eitthvað við sig sem aðrir hafa ekki.“ Nefndi hann m.a. seli í Húnaflóa og þá væri upplifun að komast í námunda við fuglabjörg frá sjó. Um 30 manns starfa hjá Norður- Siglingu yfir sumarið í tengslum við hvalaskoðunina og að auki 15 hjá Gamla Bauk; sjómenn, leið- sögumenn, fólk sem heldur utan um starfsemina í landi, við skrif- stofustörf, og afgreiðslu svo eitthvað sé nefnt. Starfsemi fyrirtækisins er því afar þýðingarmikil í byggðarlag- inu og nefndi Hörður að hún yki á tiltrú unga fólksins á möguleikum Húsavíkur til framtíðar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Fleiri farþegar Farþegum Norður-Siglingar hefur fjölgað jafnt og þétt frá því fyrirtækið hóf starfsemi. Þeir voru 1.750 árið 1995 en um 24.000 í fyrrasumar. Á myndinni sést Hörður Sigurbjarnarson framkvæmdastjóri.                                    !     ! " ! "#         FYRIRTÆKI Norður-Sigling í fararbroddi í hvalaskoðun Húsavík öflugasti hvalaskoðunarstaður í Evrópu    %11   1  "  ,& $ +--6 &O)) / )7)48 0/ K4  ! +E +B +D +C +% + ++ +. +* +! .E .B .D .C @#,   $1 6 8,/& (  9  4      1  & +--+7  +--6 *! E B D C % + . * ! P* P.   - - !#( !#(

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.