Morgunblaðið - 21.08.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 21.08.2004, Qupperneq 4
ÓL Í AÞENU 2004 4 B LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ SUÐUR-KÓREA leikur alla fimm leiki sína í riðla- keppni Ólympíuleikanna á sama tíma, klukkan hálf- tíu að morgni í Grikklandi, en það er á besta útsend- ingartíma sjónvarps í Suður-Kóreu, þar sem farið er að halla að kvöldi þar eystra um það leyti. Þá er klukkan hins vegar hálfsjö að morgni á Íslandi. Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari Ís- lands, sagði að það væri ósanngjarnt að eitt lið í riðl- inum fengi alltaf að spila á sama tíma. „Ég ætla ekki að fara að afsaka tap okkar gegn Kóreubúunum með þessu, en það er ekki réttlátt að þeir spili alltaf á þessum tíma. Önnur lið þurfa að færa sig fram og til baka á meðan þeir komu í dag í sinn fjórða leik í röð á sama tíma, og gátu verið með sömu rútínu, sama undirbúning, á meðan við höfum stöðugt spilað á nýjum leiktímum. Þetta skiptir geysilega miklu máli í svona keppni og mér finnst að á Ólympíuleikum eigi allir keppendur að sitja við sama borð,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson. Kórea spilar alltaf á sama tíma  Ólafur Stefánsson skoraði 10 mörk úr 11 skotum. Þar af 4 úr vítaköstum, 3 með lang- skotum, 2 eftir gegnumbrot og 1 af línu. Hann lék í 54,32 mínútur.  Jaliesky Garcia skoraði 6 mörk úr 9 skotum. Þar af 3 með langskotum, 2 eftir hraðaupphlaup og 1 eftir gegnumbrot. Hann lék í 46,25 mínútur.  Sigfús Sigurðsson skoraði 5 mörk úr 5 skotum. Þar af 4 af línu og 1 eftir hraðaupp- hlaup. Hann fékk 3 brottvís- anir og þar með rautt spjald, og lék í 46,04 mínútur.  Guðjón Valur Sigurðsson hraðaupphlaup. Hann lék í 28,43 mínútur.  Róbert Gunnarsson skor- aði ekkert mark úr 3 skotum. Hann lék í 15,53 mínútur.  Einar Örn Jónsson skoraði ekkert mark úr 1 skoti. Hann lék í 7,34 mínútur.  Ásgeir Örn Hallgrímsson lék í 5,36 mínútur.  Kristján Andrésson kom ekkert inná. skoraði 3 mörk úr 7 skotum. Þar af 2 úr horni og 1 eftir hraðaupphlaup. Hann lék í 60 mínútur.  Gylfi Gylfason skoraði 3 mörk úr 6 skotum. Þar af 1 úr horni, 1 eftir hraðaupphlaup og 1 eftir gegnumbrot. Hann lék í 52,26 mínútur.  Dagur Sigurðsson skoraði 1 mark úr 2 skotum, með langskoti. Hann lék í 13,24 mínútur.  Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 1 mark úr 4 skotum, eftir hraðaupphlaup. Hann lék í 29,23 mínútur.  Rúnar Sigtryggsson skor- aði 1 mark úr 1 skoti, eftir Þetta gerðu þeir gegn Suður-Kóreu Morgunblaðið/Golli Sigfús fær rauða spjaldið. SPÁNVERJAR héldu mikla flug- eldasýningu í seinni hálfleik þegar þeir gjörsigruðu Slóveníu, 41:28, í A-riðlinum í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Aþenu í gær. Þeir skoruðu þá 23 mörk gegn 13 mörkum Slóvena, eftir að nokkurt jafnræði hafði verið með liðunum í fyrri hálfleik. Með þessum úrslitum er end- anlega ljóst að Slóvenar enda í sjötta og neðsta sæti riðilsins og þar með er framundan annað kvöld hreint einvígi milli Íslendinga og Rússa um fjórða sætið, og þátt- tökurétt í átta liða úrslitunum. Spánverjar eru búnir að vinna alla fjóra leiki sína og leikur þeirra við Króatíu á morgun ræður úrslit- um um hvort liðið vinnur riðilinn og mætir því liði sem endar í fjórða sætinu í B-riðli. Iker Romero skoraði 7 mörk fyr- ir Spánverja og þeir Juan Garcia og Jon Belaustegui 5 hvor. Allir leik- menn Spánverja skoruðu og allir spiluðu mikið að vanda. Spánverjar skipta gríðarlega mikið inná í öllum sínum leikjum og enginn af 12 úti- spilurum þeirra lék í minna en 17 mínútur að þessu sinni. Tomaz Tomsic og Ales Pajovic voru atkvæðamestir Slóvena í leiknum og skoruðu 7 mörk hvor. Sýning hjá Spán- verjum „VIÐ spiluðum mjög vel. Þetta var hörkuleikur og ég er afar ánægður með þessi úrslit. Við höfum staðið okkur með miklum sóma á leik- unum og erum búnir að vinna tvo leiki, en því miður töpuðum við tveimur leikjum vegna þess hve illa við byrjuðum þá. Ég er viss um að við eigum eftir að spila enn betur í átta liða úrslitunum,“ sagði Tae- Hoon Kim, þjálfari Suður-Kóreu, eftir sigurinn gegn Íslendingum í gærmorgun. „Höfum staðið okkur með sóma“ Morgunblaðið/Golli Vonbrigði. Gylfi Gylfason, Dagur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson og Guðmundur Hrafnkelsson.  Guðmundur Hrafnkelsson lék í 24,35 mínútur og varði 4 skot (þar af fór 1 aftur til mótherja). Það var 1 langskot, 1 úr horni, 1 eftir gegnumbrot og 1 (1) af línu.  Roland Valur Eradze lék í 35,25 mínútur og varði 9 (6) skot. Þar af 7 (6) eftir gegnumbrot og 2 langskot.  Kyung-Tai Han lék í 46,39 mínútur og varði 15 (5) skot. Þar af 4 eft- ir gegnumbrot, 4 (3) eftir hraðaupphlaup, 3 (1) úr horni, 3 (1) af línu og 1 langskot.  Chang-Woo Lee lék í 13,21 mínútur og varði 2 skot, 1 eftir hraða- upphlaup og 1 langskot. Þannig vörðu þeir ÓLAFUR Stefánsson gekk þungum skrefum leikvelli eftir ófarirnar gegn S-Kóreru í gær Ólafur sá draum sinn um að ná langt á Ólym íuleikunum hverfa út í veður og vind en han hélt að möguleikar Íslands á að komast í 8-li úrslitin væru úr sögunni eftir tapleikinn geg S-Kóreumönnum. Eftir að Morgunblaðið ha upplýst hann um að enn væri von og með sig Rússum á morgun væri sæti í fjórðungsúrsli unum tryggt þá færðist smá bros yfir andlit Ólafs. „Ég þakka þér fyrir að upplýsa mig um þetta. Ég var alveg pottþéttur á að þetta væ búið hjá okkur og draumur minn orðinn að martröð,“ sagði Ólafur þegar Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögðum hans eftir ósigurinn móti S-Kóreu. Hélt að möguleik- inn væri út Guðmundur Guðmundsson lands-liðsþjálfari gerði eina breytingu á byrjunarliði sínu. Gylfi Gylfason var í horninu í stað Ein- ars Arnar sem þýddi að Dagur Sigurðsson hóf leikinn í skyttu- stöðunni á kostnað Jaliesky Garcia. Fljótlega í leiknum mátti merkja stirðleika á leik íslenska liðsins gegn framliggjandi vörn S-Kóreumann- anna. Það tók Íslendinga fjórar mín- útur að komast á blað þegar Gylfi skoraði úr horninu – lagaði þá stöð- una í 2:1. Íslendingar náðu eftir það þokkalegum leikkafla og þar fór Sig- fús Sigurðsson mikinn. Hann skoraði þrjú mörk af fyrstu átta mörkum Ís- lendinga og eftir ákveðna byrjunar- örðugleika virtist svo sem íslenska liðið væri að ná áttum þegar staðan var orðin 5:3 eftir tíu mínútna leik. En smám saman fór að síga á ógæfuhlið- ina. Eins og stundum áður gekk Ís- lendingum illa að færa sér liðsmuninn í nyt og einum manni færri náðu S- Kóreumenn að skora þrjú mörk og það virtist gefa þeim blóð á tennurn- ar. Risinn Kyung-Shin Yoon rumsk- aði heldur betur síðari hlutann í hálf- leiknum og með hann í fararbroddi breyttu S-Kóreumenn stöðunni úr 11:11 í 15:11 og eftir það höfðu þeir undirtökin allt til leiksloka. Íslendingar sýndu smá baráttuvilja í upphafi síðari hálfleiks og góður leikur Jaliesky Garcia gerði það að verkum að Ísland minnkaði muninn niður í eitt mark. Garcia skoraði fjög- ur mörk á fyrstu 13 mínútunum og hélt Íslendingum inni í leiknum en mistök á mistök ofan í sókninni hjá ís- lensku leikmönnunum voru það sem skildi liðin að. Á meðan léttleikandi liðsmenn S-Kóreu smeygðu sér í gegnum götótta vörn Íslands eða komu þrumuskotum framhjá henni og í netið fyrir aftan Roland Eradze þá gerðu leikmenn Íslands sig seka um að klúðra hverju dauðafærinu á fætur öðru og ef s-kóreski markvörð- urinn varð ekki fyrir skotum Íslend- inganna þá töpuðu þeir boltanum frá sér á klaufalegan hátt. Íslenska liðið játaði sig sigrað þegar það lenti fimm mörkum undir, 29:24, og lokamínút- urnar voru hálfgerð píning fyrir ís- lensku leikmennina. Ekki er auðvelt að útskýra hvað fór úrskeiðis í leik Íslendinga en sá neisti og sigurvilji sem var svo allsráðandi í leiknum við Slóvena kviknaði aldrei. Liðið komst aldrei í gang, baráttan var í orðum en ekki í verki og það var nær óþekkjanlegt borið saman við títtnefndan Slóveníuleik. Lið getur ekki leyft sér að fara svona illa með færin og leikmenn verða að taka sig saman í andlitinu hvað þetta varðar. Miklar brotalamir voru á varnar- leiknum. Asíumennirnir fótfráu göt- uðu íslensku vörnina allt of oft og hvorki Guðmundur Hrafnkelsson né Roland Eradze náðu sér á strik í markrammanum. Spurning er hvort ekki hefði átt að klippa út stórskytt- una Yoon í síðari hálfleik en hann reyndist okkar mönnum mjög erfiður. Ólafur Stefánsson var eini leikmað- urinn í íslenska liðinu sem lék af eðli- legri getu leikinn út í gegn. Hann að minnsta kosti lagði sitt af mörkum og kannski hefði hann átt að ljúka öllum sóknum Íslands í leiknum miðað við skotnýtingu hans samanborið við samherjanna. Sigfús átti ágætan kafla í fyrri hálfleik og Garcia í upp- hafi síðari hálfleiks en aðrir voru und- ir pari. Íslenska liðið vinnur ekki Rússa með frammistöðu eins og það sýndi í gær. Svo mikið er víst. Af fjórum leikjum Íslands í keppninni var þetta sá lélegasti og vonandi hefur botnin- um nú verið náð. Með sigri á Rússum á morgun geta strákarnir bjargað sér fyrir horn en til þess þurfa þeir hver og einn að líta í eigin barm og bæta verulega leik sinn frá því í gær. Getan er fyrir hendi og með viljann, barátt- una og einbeitinguna að vopni þá er vel mögulegt að leggja rússneska björninn að velli. Íslendingar mæta Rússum í hreinum úrslitaleik eftir ósigur gegn S-Kóreu í gær á Ólympíuleikunum í Aþenu Enginn neisti og hræðileg nýting dauðafæra ÍSLENDINGAR heyja úrslitaorustu við Rússa á morgun um að kom- ast áfram í 8-liða úrslit á Ólympíuleikunum í Aþenu eftir ósigur gegn S-Kóreumönnum, 34:30, í gær. S-kóreska hraðlestin var hæg- gengari í gær en í leikjunum þremur á undan en engu að síður var hún nógu hröð til að keyra yfir íslenska liðið. Allt frá upphafi til enda var íslenska liðið skrefi á eftir Asíumönnunum og með frammistöðu sinni átti það ekkert annað skilið en ósigur. Afar slök nýting góðra færa ásamt lélegri vörn og markvörslu einkenndi leik íslenska liðs- ins og olli leikur þess miklum vonbrigðum eftir sigurinn sæta á Slóvenum á miðvikudaginn.         +# ')#              +# ')#  0   5 4    ! "  4 /   44  # !$%&  '  (  )*)+ ,     !" # ! Íslenski „Berlínamúrinn“ var engin Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Aþenu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.