Morgunblaðið - 21.08.2004, Page 7
ÓL Í AÞENU 2004
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 B 7
ROMAN Sebrle, heimsmethafinn í
tugþraut, á jafnframt bestan ár-
angur á þessu ári af þeim sem
keppa í þraut-
inni í Aþenu.
Sebrle fékk
8.842 stig fyrr
á árinu en
heimsmet hans
er 9.026 stig.
Aðeins tveir
aðrir hafa gert
betur í ár en
Jón Arnar
Magnússon
gerði þegar
hann setti Ís-
landsmet sitt
fyrir sex árum,
8.573 stig. Það
eru þeir Tom
Pappas frá Bandaríkjunum, sem
fékk 8.732 stig, og landi hans,
Bryan Clay, sem fékk 8.660 stig
en það er hans besti árangur frá
upphafi.
Næstur á eftir þeim er hinn
bráðefnilegi Kasaki, Dmitriy
Karpov, sem setti Asíumet fyrr á
þessu ári þegar hann hlaut 8.513
stig. Karpov sló í gegn í fyrra
þegar hann fékk bronsverðlaun á
heimsmeistaramótinu.
Ólympíumeistarinn frá Sydney,
Eistlendingurinn Erki Nool, hefur
fengið 8.317 stig í ár og er alltaf
líklegur til að blanda sér í topp-
baráttuna. Þá gæti fyrrverandi
heimsmethafi, Tomas Dvorák frá
Tékklandi, gert vart við sig á ný
en hann hefur aðeins náð 8.211
stigum í ár. Dean Macey frá Bret-
landi, fyrrum silfur- og brons-
verðlaunahafi frá heimsmeist-
aramótum, fékk aðeins 7.842 stig
í sinni einu þraut í ár, reyndar
sinni fyrstu í þrjú ár, en hann
gæti samt sem áður gert góða
hluti í Aþenu.
Þá er hinn reyndi Lev Lobodin
frá Rússlandi ávallt ofarlega þeg-
ar mikið liggur við og aðrir sem
hafa náð ágætum árangri í þraut-
inni í ár eru Bandaríkjamennirnir
Phil McMullen (8.285) og Paul
Terek (8.312) og Hollendingurinn
Chiel Warners (8.301).
Sebrle er
bestur á
þessu ári
Roman Sebrle
JÓN Arnar Magnússon sleppti setn-
ingarhátíð Ólympíuleikanna síðasta
föstudagskvöld og mætti til Aþenu
á sunnudagskvöldið. Hann ætlar
síðan að fara heim strax á miðviku-
dag, eða morguninn eftir að tug-
þrautarkeppninni lýkur, og sleppir
því líka lokahátíðinni.
„Þetta verður stysta viðvera mín
á Ólympíuleikum en ég er ekki mik-
ið fyrir að vera lengi í burtu og vil
frekar vera sem mest heima með
fjölskyldunni. Ég fór frekar í berja-
mó á laugardaginn en að flýta mér
til Aþenu. Ég er orðinn reyndur í
þessu og finn hvað hentar mér best,
og það er fínt að vera sem styst og
drífa sig strax í burtu,“ sagði Jón
Arnar við Morgunblaðið í gær.
Fór frekar
í berjamó
GUÐMUNDUR Karlsson, landsliðsþjálfari í
frjálsum íþróttum, kveðst vera bjartsýnn fyrir
hönd Jóns Arnars Magnússonar, tugþrautar-
kappa. „Við erum búnir að leggja talsvert á
okkur til að hann toppi hérna á réttum tíma og
vonandi gengur það upp,“ sagði Guðmundur
við Morgunblaðið. Hann segir að Jón Arnar sé í
ágætu standi. „Hann er með skekkju í hryggj-
arliðum en Elís Þór Rafnsson, sjúkraþjálfari ís-
lenska hópsins, sér um að halda því í horfinu
og það háir honum ekkert. Hann fer því heill
inn í keppnina og markmiðið er fyrst og fremst
að ljúka þrautinni og gera betur en í Atlanta
1996 þegar hann varð tólfti. Ef hann lýkur
þrautinni stórslysalaust er hann örugglega í
hópi tólf efstu, og allt betra en það er frábært.
Möguleikarnir eru galopnir, það er mjög
breiður hópur sem getur hafnað á bilinu þriðja
til tuttugasta sæti af þeim 43 sem skráðir eru
til leiks. Honum þarf að ganga sæmilega til að
ná því en forsendurnar eru til staðar. Tug-
þraut er fullorðins keppnisgrein, tíu íþrótta-
greinar, og þær þurfa að ganga upp,“ sagði
Guðmundur Karlsson.
Allt betra en tólfta sæti er frábært
JÓN Arnar Magnússon, tugþraut-
arkappi, hefur ekki tekið endan-
lega ákvörðun um hvernig útlit sitt
verði þegar tugþrautarkeppni Ól-
ympíuleikanna hefst á mánudags-
morguninn. Jón Arnar hefur
bryddað upp á ýmsu hvað varðar
skeggvöxt sinn og eitt sinn skartaði
hann skeggi í íslensku fánalitunum.
Hann er skeggjaður eins og er, en
segir ekki öruggt hvort hann raki
sig fyrir keppnina. „Mann klæjar
svolítið í þetta, það er svo heitt
hérna,“ sagði Jón Arnar og hló þeg-
ar Morgunblaðið spurði hann um
þetta í gær.
Skeggjaður
eða
skegglaus?
því styðja menn við bakið hver á
öðrum og reyna að hjálpa eins og
hægt er.
Ég á marga góða vini í þessum
hópi og er alltaf í sambandi við
nokkra þeirra. Mest við þá Roman
Sebrle og Erki Nool. Þetta eru ekki
stöðug samskipti, en við heyrum
hver í öðrum af og til. Þetta eru allt
saman fjölskyldumenn og þegar við
hittumst, spyrjum við ekki hver
annan um íþróttina, heldur um fjöl-
skylduna, hvað sé að gerast, og svo
skoða menn fjölskyldumyndirnar
hver hjá öðrum. Það er virkilega
gaman að þessu.“
Engin ástæða til að slengja
skónum á hilluna strax
Jón Arnar er nýorðinn 35 ára og
hefur marga fjöruna sopið í tug-
þrautinni. Hann er ekki með nein
ákveðin takmörk um hvenær ferl-
inum ljúki. „Ég læt þetta ráðast, en
eflaust hægi ég dálítið á æfingunum
eftir Ólympíuleikana. Ef ég slepp
vel í gegnum þá og er ómeiddur, er
engin ástæða til að slengja skónum
upp á hilluna strax. Ef allt er eðli-
legt, kemst ég sjálfkrafa á Evrópu-
mótið innanhúss næsta vetur, fer á
Erki Nool mótið í Eistlandi, og keyri
mig hægt og rólega niður á þessu.
Svo kemur bara framhaldið í ljós.“
Spurningunni um næstu Ólympíu-
leika, í Peking 2008, svaraði Jón með
því að gretta sig. „Nei, fjandinn hafi
það maður, ég verð orðinn 39 ára þá.
Ætli það?“
Jón Arnar bjó í Svíþjóð um skeið
en kom þaðan alkominn um síðustu
áramót og flutti þá á ný með fjöl-
skyldunni í Kópavog þar sem hann
æfir og keppir undir merkjum
Breiðabliks. „Það er búin að vera
hrein snilld að æfa heima í sumar,
svo ég tali nú ekki um vikuna áður
en ég kom hingað til Aþenu. Sú hita-
bylgja var frábær aðlögun fyrir hit-
ann hérna. Það er virkilega gott að
vera kominn aftur á fornar slóðir í
Kópavogi.“
Jón Arnar, sem er íþróttakennari
að mennt, starfar við íþróttamið-
stöðina Lauga í Laugardalnum í
Reykjavík. „Þar vinn ég fullan
vinnudag, frá sex til tvö, og fer svo
og æfi sjálfur. Það geta vissulega
verið langir dagar og maður getur
fengið nóg af því að þjálfa aðra og
svo sjálfan sig í kjölfarið, en þetta er
samt ágætt. Ég held eitthvað áfram
í þessu, til að læra meira á þessu
sviði. Það er kominn tími til að ég
píni aðra.“
Og fyrir mánudaginn er allt til
reiðu. „Ég er raunsær en bjartsýnn,
stefni á 8. til 10. sætið og allt fram-
yfir það er mikill plús,“ sagði Jón
Arnar Magnússon.
Morgunblaðið/Golli
Tugþrautarmaðurinn Jón Arnar Magnússon er tilbúinn í slaginn í tugþrautakeppnini, sem hefst á mánudaginn.
Morgunblaðið/Golli