Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.08.2004, Blaðsíða 8
8 B LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK  RÚSSNESKA liðið sem sækir okk- ur Íslendinga heim á sunnudag er með sterkari liðum sem hingað hafa komið. Rússar léku fyrst kvenna- landsleik árið 1990, 9 árum á eftir Ís- lendingum, og hafa rússnesku stúlk- urnar hafa tekið þátt í úrslitakeppni bæði HM,EM og ÓL.  SKEMMST er að minnast þess að í síðustu Heimsmeistarakeppni kvenna sem fram fór í Bandaríkjun- um 2003 lék liðið gegn Þjóðverjum í undanúrslitum.  RÚSSNESKA liðið er afar leik- reynt. Meðalaldur þeirra 20 leik- manna sem tilkynntir hafa verið hingað til lands er 28,5 ár. Þær hafa leikið 43 leiki að meðaltali og hver leikmaður skorað að meðaltali 10 landsliðsmörk.  HÆTTULEGASTI leikmaður rússneska liðsins er án efa hin 31 árs gamla Natalia Barbachina. Hún hef- ur verið mesti markahrókur liðsins um langt árabil og á 105 leiki og 88 mörk að baki.  OLGA Letiouchovu, Irina Grigor- ievu og Tatiana Egorovu hafa leikið 235 leiki og skorað í þeim 54 mörk.  TIL samanburðar er meðalaldur íslensku leikmannanna 22,5 ár, þær hafa leikið 15 leiki að meðaltali og skorað í þeim tæplega 2 mörk. Markahæsti leikmaður íslenska liðs- ins er Olga Færseth en hún hefur skorað 14 mörk í 46 landsleikjum. Næst markahæsti leikmaður liðsins er hins vegar yngsti leikmaður þess, Margrét Lára Viðarsdóttir sem er aðeins 18 ára en hún hefur skorað 10 mörk í 9 A-landsleikjum.  ÍSLAND hefur ekki ennþá tekist að leggja Rússa að velli. Liðin hafa mæst sex sinnum, þrisvar sinnum í undanriðlum Evrópukeppninnar, tvisvar í undariðlum Heimsmeist- arakeppi og einu sinni í vináttulands- leik í Algarve í Portúgal.  RÚSSAR hafa sigrað í tvisvar í þessum sex leikjum en fjórum sinn- um hafa liðin skilið jöfn og þá alltaf með markatölunni 1-1. Rússar hafa náð að skora mark í hverjum einasta leik og hafa alls skorað 12 mörk gegn Íslendingum.  JÓHANNES Jóhannesson, hand- knattleiksmaður, sem lék á síðustu leiktíð með Stjörnunni hefur ákveðið að spila með Gróttu/KR í vetur. Jó- hannes, sem er línumaður og bróðir Patreks Jóhannessonar landsliðs- manns í handknattleik, er 25 ára gamall og mjög sterkur varnarmað- ur. Hann hittir fyrir hjá Gróttu/KR, línumanninn Björn Friðriksson sem lék með Jóhannesi í Stjörnunni á síðasta vetri.  Í GÆR náðist samkomuleg milli Ian Jeffs og forráðamanna ÍBV um að Ian Jeffs leiki með ÍBV sumarið 2005, eftir því sem fram kemur á heimasíðu félagsins. Þetta er annar leikmaður liðsins sem tekur ákvörð- un sem þessa því að Atli Jóhannsson skrifaði undir framlenginguna á sín- um samningi til 2006 á dögunum. ÞAÐ er allt sem bendir til þess að siglingamaðurinn Hafsteinn Ægir Geirsson endi í 40. sæti í keppni á laserbátum á Ólympíuleikunum í Aþenu. Hafsteinn varð 39. í 9. umferð í gær og bætti sig síðan um þrjú sæti í 10. umferð síðdegis í gær er hann varð 36. Í samanlögðum árangri er Hafsteinn Ægir í 40. sæti af 42 keppendum. Miðað við stöðu hans núna þarf mikið að fara úrskeiðis hjá honum eigi hann að missa þá sem eru fyrir aftan hann fram úr sér í loka- umferðinni, þeirri 11., sem fram fer á sunnudaginn. Litlar líkur eru á því að Haf- steinn Ægir nái að saxa á forskot þeirra sem eru fyrir ofan hann þessa stundina. Í síðari umferðinni í gær var Hafsteinn Ægir Geirsson á meðal fremstu manna í upphafi keppninnar en náði ekki að fylgja því eftir. Hafsteinn Ægir í 40. sæti Morgunblaðið/Golli KARLALIÐ Grikkja í körfuknatt- leik teflir fram í sínu liði leikmanni sem íslenskir körfuboltaáhuga- menn ættu að kannast eitthvað við. Sá heitir Konstantinos Tsartsaris, lék með Grindvíkingum eitt tímabil og varð bikarmeistari. Tsartsaris er 25 ára gamall framherji og er á mála hjá Panathinaikos í Aþenu. Eftir tímabilið heima á Fróni reyndi hann að komast að í NBA en var ekki valinn en gekk í stað þess í raðir Panathinaikos árið 2002 þar sem hann hefur unnið tvo meistara- titla og einn bikarmeistaratitil. Tsartsaris hefur tekið gríðarlegum framförum frá því hann lék listir sínar með Grindvík og líkamlegt at- gervi hans hefur mikið breyst. Frá því að vera mjór sláni, en Tsarts- aris er 2.09 metrar á hæð, hefur leikmaðurinn bætt á sig miklum vöðvamassa og er framtíðarmaður í gríska liðinu. Tsartsaris er sagður vera 96 kg. í dag. Grikkir hafa leikið þrjá leiki á ÓL til þessa, unnið einn leik en tap- að tveimur. Grindvíkingur í körfuboltaliði Grikkja HELENA Ólafsdóttir, þjálfari kvennalandsliðsins, hefur tilkynnt eina breytingu á landsliðshópnum sem mætir Rússlandi á sunnudag. Erna B. Sigurðardóttir er meidd og kemur Ásta Árnadóttir í hennar stað. Þrír nýliðar eru í landsliðs- hópnum, þær Ásta Árnadóttir og Pála Marie Einarsdóttir úr Val og Erla Steinunn Arnardóttir, Statt- ena IF. Aðrir leikmenn eru: Þóra B. Helgadóttir (Kolbotn) og María Björg Ágústsdóttir (KR) mark- menn. Útileikmenn eru Olga Fær- seth (ÍBV), Erla Hendriksdóttir (Breiðablik), Guðlaug Jónsdóttir (KR), Edda Garðarsdóttir (KR), Guðrún Sóley Gunnarsdóttir (KR), Laufey Ólafsdóttir (Val), Málfríður Erna Sigurðardóttir (Val), Dóra Stefánsdóttir (Val), Margrét Lára Viðarsdóttir (ÍBV), Íris Andrés- dóttir (Val), Hólmfríður Magnús- dóttir (KR), Dóra María Lárusdóttir (Val) og Nína Ósk Kristinsdóttir (Val). Liðin gerðu jafntefli í fyrri leik lið-anna út í Rússlandi en alls hafa þjóðirnar mæst þrisvar og í öll skipt- in hafa liðin skilið jöfn, 1:1. Eins og áður sagði er íslenska liðið þegar bú- ið að tryggja sér sæti í umspili en mjög mikilvægt er að tryggja sér annað sætið í riðlinum til að sleppa við að spila við sterkustu þjóðirnar þegar í umspilið er komið. Helena er nokkuð bjartsýn fyrir leikinn og telur að íslenska liðið eigi góða möguleika á að ná sigri. „Mark- miðið var að ná öðru sæti og við ætl- um okkur að ná því. Til þess þurfum við að vinna leikinn. Þessir leikir við Rússa hafa verið mjög jafnir enda alltaf gert jafntefli við þá. Þetta er álíka sterkt lið og við en þeir hafa náð lengra. Við erum á heimavelli og viljum gera vel þar.“ Aðspurð út í andstæðingana segir Helena að rússneska liðið hafi verið mjög sterkt í gegnum árin en telur samt að íslenska liðið sé síst lakara. „Þetta er líkamlega sterkt lið með hættu- legan framherja. Þær spila á mörg- um leikmönnum og eru búnar að undirbúa sig gríðarlega vel. Þær eru búnar að spila nokkra æfingaleiki á stuttum tíma, nú síðast við Englend- inga á fimmtudagskvöld, sem mér finnst mjög stuttur fyrirvari fyrir okkar leik, en þær eru búnar að vera í stífum æfingabúðum fyrir þetta dæmi.“ Helena segir íslenska hópinn mjög sterkan og til alls líklegan enda séu þær í mjög góðu líkamlegu formi. „Þetta er mjög sterkur hópur og munurinn á liðinu frá því í vor er sá að þær hafa verið að spila frá því í sumar og margir leikmenn hafa ver- ið að stíga upp og spila vel enda eru nokkrir nýir leikmenn þarna inni. Mér líst mjög vel á hópinn og nú þurfum við að þjappa hópnum saman og rífa upp stemmningu í liðið. Við komum til með að spila svipað og við höfum gert en kannski með breytt- um áherslum.“ Ásthildur Helgadóttir, sem verið hefur einn besti leikmaður liðsins undanfarin ár, sleit krossband í hné í mars síðastliðnum og verður ekki klár í slaginn fyrr en á næsta ári. Helena segir að hún sé á góðum batavegi og að endurhæfingin gangi vonum framar. Helena segir að hún sé lítið farin að huga að umspilinu. „Við viljum klára þennan leik fyrst og einbeita okkur að honum. Þetta er bara bik- arkeppni þegar komið er út í umspil og það skiptir ekki máli hver and- stæðingurinn er heldur þarf bara að vera klár. Auðvitað vill maður allra síst Noreg en þetta verður allt spennandi.“ Auglýsingar íslenska liðsins fyrir leikina hafa vakið mikla athygli og er leikurinn á morgun engin undan- tekning. „Það verður að sjálfsögðu haldið í hefðina. Ég fæ aldrei að vita hvert þemað er. Ég fletti bara blaðinu þegar auglýsingin birtist og bíð jafnspennt og aðrir.“ Helena Ólafsdóttir landsliðsþjálfari fyrir þýðingarmikinn leik gegn Rússum á Laugardalsvellinum í EM Morgunblaðið/ÞÖK Helena Ólafsdóttir landsliðsþjálfari í leik gegn Frökkum á Laugardalsvellinum. „Ætlum að ná öðru sætinu“ ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Rússlandi í undankeppni Evrópumótsins á morgun og fer leikurinn fram á Laugardalsvelli. Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins og hefur þegar tryggt sér sæti í umspili en segja má að þetta sé úrslita- leikur um annað sætið í riðl- inum en Rússar eru í þriðja sæti riðilsins, fimm stigum á eftir Ís- landi. Frakkar hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Morgunblaðið ræddi við Helenu Ólafsdóttur, landsliðsþjálfara, og spurði hana út í leikinn. Landsliðshópurinn gegn Rússum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.