Morgunblaðið - 27.08.2004, Page 1
✝ Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandiprófessor, alþingismaður og
ráðherra, fæddist í Reykjavík 7.
febrúar 1917. Hann andaðist að
heimili sínu Aragötu 11 í Reykjavík
18. ágúst síðastliðinn. Gylfi var son-
ur hjónanna Þorsteins Gíslasonar
skálds og ritstjóra og Þórunnar
Pálsdóttur konu hans. Systkini
Gylfa voru Vilhjálmur útvarps-
stjóri, Ingi kennari, Nanna verslun-
armaður, Baldur verslunarmaður
og Freyr verslunarmaður, og var
Gylfi þeirra yngstur.
Eiginkona Gylfa er Guðrún Vil-
mundardóttir. Þau gengu í hjóna-
band 1939 og bjuggu í Garðastræti
13a í Reykjavík til 1948 og fluttu þá
á Aragötu 11. Þau eignuðust þrjá
syni, Þorstein, Vilmund og Þorvald.
Vilmundur eignaðist fimm börn, og
eru tvö þeirra á lífi, Guðrún og
Baldur Hrafn.
Gylfi ólst upp í foreldrahúsum í
Þingholtsstræti 17 í Reykjavík og
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum í Reykjavík 1936, kandidats-
prófi í rekstrarhagfræði frá Há-
skólanum í Frankfurt 1939 og
doktorsprófi í þjóðhagfræði frá
sama skóla 1954. Hann stundaði
einnig háskólanám í Vín 1937-38,
Danmörku, Sviss og Bretlandi
1946, Bandaríkjunum 1952 og loks í
Þýskalandi 1954. Gylfi var hag-
fræðingur í Landsbanka Íslands
1939-40, hafði verið sumarstarfs-
maður þar á námsárunum, og hann
var einnig stundakennari í Við-
skiptaháskóla Íslands þennan sama
vetur og dósent þar 1940-41. Hann
var stundakennari í Menntaskólan-
um í Reykjavík 1939-56 að einu ári
undanskildu. Hann var dósent í Há-
skóla Íslands 1941-46 og prófessor í
sama skóla 1946-56 og 1972-87.
Gylfi var þingmaður Alþýðuflokks-
ins 1946-78, menntamálaráðherra
1956-71, iðnaðarráðherra 1956-58
og viðskiptaráðherra 1958-71.
Hann gegndi fjölmörgum trúnaðar-
störfum fyrir Alþýðuflokkinn og
var formaður hans 1968-74. Hann
var forseti sameinaðs Alþingis
1974. Hann var formaður Hagfræð-
ingafélags Íslands 1951-59 og sat í
Þjóðleikhúsráði 1954-87. Hann sat
einnig í stjórn Tjarnarbíós, síðar
Háskólabíós, 1949-70 og í stjórn Al-
menna bókafélagsins 1961-92. Þá
var hann fulltrúi Íslands í stjórn Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins 1956-65 og
Alþjóðabankans 1965-71. Hann var
einnig birst á ensku og þýsku. Hann
skrifaði einnig fjölda ritgerða og
greina, sem birst hafa í tímaritum
og bókum innan lands og utan, og
hélt ýmsar tækifærisræður, og birt-
ist úrval þeirra í ritgerðasafninu
Hagsæld, tími og hamingja (1987)
og í ræðusafninu Minni um nokkra
íslenska listamenn (2003). Gylfi
samdi sönglög frá unglingsárum
fram yfir miðjan aldur, og hafa
mörg þeirra birst á hljómplötum og
diskum í flutningi ýmissa lista-
manna og einnig verið gefin út á
prenti.
Útför Gylfa Þ. Gíslasonar verður
gerð frá Dómkirkjunni í dag og
hefst athöfnin klukkan 16.
formaður Rannsóknarráðs ríkisins
1965-71 og sat í Norðurlandaráði
1971-78 og var formaður menning-
armálanefndar ráðsins þau ár.
Hann var einnig formaður Nor-
ræna félagsins 1984-91 og sat í
stjórn Norræna hússins 1984-93.
Gylfi skrifaði mikið um hagfræði-
leg efni og stjórnmál, og eftir hann
liggja margar bækur um þau efni,
þar á meðal kennslubækur um
rekstrarhagfræði, fiskihagfræði,
bókfærslu og þjóðhagfræði. Meðal
annarra bóka hans eru Marshal-
láætlunin (1948), Jafnaðarstefnan
(1977), Viðreisnarárin (1997) og
Vegsemd þess og vandi að vera Ís-
lendingur (1994), og hefur sú bók
G
ylfa Þ. Gíslasonar
verður minnst fyrir
margt. Hann var
einn mikilhæfasti
stjórnmálamaður og
menningarviti þjóð-
arinnar. Menningarviti í mörgum
skilningi, hann unni listum og lagði til
þeirra sjálfur með tónsmíðum sínum
og hann var kennari og fræðimaður.
Gylfa er ekki minnst hér vegna þess-
ara hluta heldur vegna þess að ég er
svo heppinn að hann var afi barnanna
minna og langafi barnabarnanna. Í
því eins og öllu öðru, sem hann gerði,
var hann bestur.
Fyrsta barnabarnið sem hann tók á
hné sér, spilaði og söng fyrir, var
Benedikt. Afi og amma á Aragötu
fóru til útlanda, sem þau gerðu reynd-
ar oft á þeim tíma, og sá litli tilkynnti
að þegar afi kæmi til baka fengi hann
sko harmoniku og hanska, sem var
það flottasta sem hann vissi. Og
hvernig dettur fólki svo í hug að lofa
litlum lófum hönskum og harmóniku,
það er ekki auðvelt að uppfylla, en
amma og afi á Aragötu uppfylltu allt-
af allar óskir og töldu ekki eftir sér
tímann eða fyrirhöfnina sem það tók.
Menntamálaráðherrann gerði líka
barnabarnið, fjögurra ára, að áköfum
áhugamanni um íþróttir, sérstaklega
þó handbolta, því aldrei fór hann á
völlinn án þess að hafa stráksa með.
Á miðjum aldri, þegar venjulegt
fólk fer að anda léttar vegna þess að
börnin eru vaxin úr grasi, tóku
tengdaforeldrar mínir að sér uppeldi
dóttur minnar Guðrúnar. Og hún er
vel uppalin, sú stúlka. Ég á ekki önn-
ur orð til að lýsa því sambandi, og
þykist vita að dóttur minni líði nú eins
og þeirri sem missir föður. Baldur
Hrafn hefur mestan part ævi sinnar
búið fjarri ömmu sinni og afa. Þess
vegna var svolítið meiri vandi fyrir
afa hans og ömmu að ná til hans. Ég
minnist þess að í stuttri heimsókn var
hann ,,látinn“ hjálpa afa sínum að
bera bækur. Guðrúnu, stóru systur,
fannst það óþarfa álag. Amma hennar
útskýrði, að þetta væri aðferð afa
Gylfa til að tala við hann. Það er miklu
auðveldara að tala við fólk þegar það
eitthvað að sýsla, en að sitja eins og
dæmdur í stofu, sagði hún eða eitt-
hvað í þá áttina. Þarna eins og alltaf
höfðu ,,gömlu skörin“ rétt fyrir sér.
Það sem var samt fallegast í fari
gamla tengdaföður míns er hvað hann
var alltaf skotinn í konunni sinni. Ég
held að hann hefði leyft mér að enda
þetta þannig.
Guð veri með okkur öllum.
Valgerður Bjarnadóttir.
Mörgum manni hættir við að spara sjálfan sig
og minnast hins alkunna stærðfræðilögmáls:
Það eyðist allt sem af er tekið. En undir eins
og kemur yfir á landamærasvið efnis og anda,
hið lífræna svið, kemur fram segulskekkja í
áttavita tölvísinnar. Steinn og málmur slitna
seint, en slitna bótalaust. En lífið bætir oft slit
og áreynslu tvennum og þrennum gjöldum.
Það rýrnar og hrörnar við sparnað, en magn-
ast við slit og örlæti.
Þessa kenningu um örlæti andans
setur Sigurður Nordal fram í eftir-
minnilegri ritgerð, sem hann kallar
Samlagningu, í tímaritinu Vöku árið
1927. Þetta er árið sem Jónas frá
Hriflu náði völdum á Íslandi. Þá var
Gylfi tíu vetra sveinn, í andlegu fóstri
hjá séra Friðriki. Gylfi var snemma
bókhneigður og námfús. Samt leiði ég
engum getum að því, hvort hinn bráð-
geri unglingur hafi þá þegar lesið vís-
dómsorð Nordals. Hitt fullyrði ég að
líf hans og starf er eins og staðfesting
þessarar kenningar um örlæti and-
ans. Gylfi magnaðist við þrotlaust
strit starfsorkunnar. Og hann hefur
auðgast og auðgað okkur hin af and-
legu örlæti sínu.
Við þekkjum sjálfsagt öll örlög
manna, sem þegið hafa í vöggugjöf
margbrotið gáfnafar, en reynst
verkasmáir engu að síður vegna
skorts á einbeitingu og staðfestu.
Fjölbreytni þeirra verka, sem eftir
Gylfa liggja, lýsa óvenjulega marg-
brotnu gáfnafari. En það er til marks
um skapfestu hans og viljastyrk, að
þessir margbrotnu hæfileikar voru
alla hans ævi agaðir til skapandi
verka.
Við sem vorum samtímamenn
Gylfa á ýmsum æviskeiðum hans
þekkjum e.t.v. aðeins hvert sína hlið
hins margbrotna persónuleika endur-
reisnarmannsins – eða ætti ég að
segja viðreisnarmannsins. Sum okkar
þekkja hann fyrst og fremst sem
brautryðjanda kennslu og rannsókna
í hagfræði, sem var annað helsta við-
fangsefni hans áratugum saman. Aðr-
ir þekkja hann sem áhrifaríkan og
umdeildan stjórnmálaleiðtoga, sem á
miðjum starfsaldri gerðist tímamóta-
maður í íslenskum þjóðmálum. Því að
það var Gylfi í tvennum skilningi.
Hann var brautryðjandi þeirrar nú-
tímajafnaðarstefnu, sem byggist á
samspili markaðskerfis og velferðar-
ríkis, sem flokkur hans hefur fylgt all-
ar götur síðan og nú nýtur vaxandi
viðurkenningar.
Þar að auki var Gylfi, ásamt fá-
mennum hópi ungra hagfræðinga,
pólitískur frumkvöðull að því að skipt
var um gangvirkið í íslensku efna-
hagslífi, með því að hverfa frá spilltu
skömmtunar- og millifærslukerfi
stjórnmálaforingja til markaðsbú-
skapar og þátttöku í alþjóðlegu sam-
starfi, á grundvelli fríverslunar í milli-
ríkjaviðskiptum. Þetta var viðreisnin í
íslenskri stjórnmálasögu upp úr mið-
biki liðinnar aldar. Í þessum efnum
var Gylfi langt á undan sinni samtíð.
Hann reyndist vera sannkallaður
tímamótamaður, sem skipti sköpum
fyrir framþróun íslensks samfélags.
Sum okkar minnast Gylfa fyrst og
fremst sem menntamálaráðherrans,
sem hóf Háskóla Íslands til vegs og
virðingar; og hlúði að menningar- og
listalífi með þeim hætti, að verka-
menn í þeim víngarði drottins minn-
ast enn með söknuði þeirra gömlu
góðu daga. Enn aðrir minnast
menntamálaráðherrans, sem stýrði
farsællega endurheimt hinna fornu
handrita, þegar Danir sendur frei-
gátu úr hinum konunglega flota yfir
Atlantsála með gersemarnar. Og hinn
danski starfsbróðir Gylfa, Helge Lar-
sen, stóð uppi á sviði og sagði: Fla-
tøbogen, vær så god! Til eru þeir sem
minnast framgöngu Gylfa á ströngum
kappræðufundum um helstu átaka-
mál samtímans, t.d. fyrir inngöngu
okkar í NATO, um varnarsamninginn
við Bandaríkin eða sérstaklega fyrir
inngöngu okkar í EFTA fyrir 1970,
sem hann hafði forystu um. Eða frá
útvarpsumræðum á Alþingi, þar sem
hann tók viðfangsefnin einatt öðrum
tökum en þrætubókarmönnum er títt;
nálgaðist efnið af meiri yfirsýn en
gengur og gerist um menn sem eru
niðursokknir í dægurmálaþras.
Þeir eru líka ófáir sem minnast
samkvæmisræðumannsins Gylfa,
sem einn fárra íslenskra stjórnmála-
manna skildi, að samkvæmisræða er
ekki til að útskýra, heldur til að
gleðja. Enn aðrir minnast Gylfa á nor-
rænum eða alþjóðlegum málþingum,
þar sem hann sveiflaði sér fyrirhafn-
arlaust milli móðurmála viðmælenda
sinna, eins og títt er um menn sem
músíkgyðjan hefur mætur á og hefur
léð næma tónheyrn. Þá voru Íslend-
ingar stundum stoltir af að eiga
stjórnmálamann, sem erlendir stjórn-
málaleiðtogar lærðu að bera virðingu
fyrir.
Og ef til vill eru þeir menn til sem
vilja sem minnst af stjórnmálamann-
inum Gylfa Þ. Gíslasyni vita, og finnst
grá gervöll hagfræðikenning, en
kunna samt vel að meta tónskáldið,
fagurkerann, listunnandann og hinn
óforbetranlega rómantíker, sem leit-
aði blárra blóma í skáldflóru Tómasar
og annarra ljóðsnillinga aldarinnar.
Ég minnist þess, að þegar vinir Gylfa
og velunnarar samfögnuðu honum á
áttræðisafmæli hans í Íslensku óper-
unni árið 1997 fengum við ekki að
heyra úrval úr bestu ræðum hans, en
lögin hans fengum við að heyra í frá-
bærum flutningi söngvara Íslensku
óperunnar.
Gylfi var rösku ári eldri en endur-
heimt fullveldis Íslands (1918) og
árinu yngri en stjórnmálaflokkur ís-
lenskra jafnarðarmanna. Gylfi, full-
veldið og íslensk jafnaðarstefna, eru
því sem næst jafnaldrar. Á þeim tæpu
níu áratugum sem liðnir eru síðan
hefur íslenskt þjóðfélag tekið stakka-
skiptum – frá örbirgð til bjargálna.
Þegar sú saga verður skráð verður
hlutur Gylfa Þ. Gíslasonar stór.
Flestir stjórnmálamenn eru þeirr-
ar gerðar að það fennir fljótt í sporin
þeirra, þótt þeir hafi virst fyrirferð-
armiklir í augum samtímamanna.
Lýðræðið kallar marga til þessa leiks,
en fáir reynast útvaldir. Hinir fáu út-
völdu verða hins vegar í æ meiri met-
um hafðir, í vitund þeirra sem á eftir
koma, þegar verk þeirra eru metin í
hæfilegri sögulegri fjarlægð. Það er
óhætt að slá því föstu, að Gylfi Þ.
Gíslason er einn hinna fáu útvöldu,
sem vaxa mun af verkum sínum því
meir sem fjær dregur sleggjudómum
samtímans. Gylfi var alla tíð umdeild-
ur stjórnmálamaður, eins og títt er
um þá sem ryðja braut nýjum hug-
myndum og beygja sig hvergi fyrir of-
ríki rótgróinna sérhagsmuna. Nú við-
urkenna flestir, líka þeir sem honum
voru hvað andsnúnastir, að hann var
framsýnni en flestir samtímamenn
hans. Þess vegna er hann nú metinn
að verðleikum.
Gylfi hefur sjálfur sagt frá því að
hann gerðist jafnaðarmaður af því
honum rann til rifja fátæktin og at-
vinnuleysið sem hann sá sem ungling-
ur á kreppuárum í Reykjavík. Þá hafi
vaknað innra með honum eldheit and-
úð á því ranglæti sem við blasti og
sterk samúð með þeim sem urðu fórn-
arlömb ranglætisins. Þessi mannúð-
arhugsjón gengur eins og rauður
þráður gegnum ævistarf hans.
En Gylfi skildi líka öðrum mönnum
betur að útrýming fátæktar og aukin
hagsæld er ekki nóg til að færa fólki
hamingju. Til þess að sækja fram til
betra lífs þarf að rækta menninguna
og gæta þess að spilla ekki náttúru-
legu umhverfi mannsins. En fyrst og
GYLFI Þ. GÍSLASON
7. febrúar 1917 ~ 18. ágúst 2004