Morgunblaðið - 27.08.2004, Side 3

Morgunblaðið - 27.08.2004, Side 3
skólann og í ræðu sinni á háskólahátíð sama ár sá Þorkell Jóhannesson rekt- or sérstaka ástæðu til að þakka Gylfa fyrir liðsinni í málinu, með þeim orð- um að hann hefði „jafnan reynzt há- skólanum góður stuðningsmaður og glöggsýnn á þarfir hans“. Árið 1959 átti Gylfi mikilvægan þátt í að end- urnýja einkaleyfi Háskóla Íslands til að reka peningahappdrætti og er óþarft að fjölyrða um gildi þeirrar ákvörðunar fyrir húsnæðismál skól- ans. Í ágúst 1961 var haldin raunvís- indaráðstefna að frumkvæði Gylfa. Í framhaldi af henni var hafist handa við að koma á fót Raunvísindastofnun og tók hún til starfa 1966. Þremur ár- um síðar hófst skipulögð kennsla í raunvísindum við Háskólann þegar verkfræðideild var breytt í verkfræði- og raunvísindadeild. Sem kunnugt er átti Gylfi drjúgan þátt í að handritamálið hlaut farsælan endi. Á 50 ára afmælishátíð Háskóla Íslands 1961, sem fram fór í nývígðu Háskólabíói, lýsti Gylfi því yfir að rík- isstjórnin myndi beita sér fyrir því að koma á fót Handritastofnun. Sama ár afhenti Gylfi dönsku ríkisstjórninni lista um þau handrit sem Íslendingar óskuðu eftir að fá afhent. Handrita- stofnun hóf starfsemi síðla árs 1962 og Árnagarður, sem hýsa skyldi stofnunina, var tekinn í notkun 1969. Þann 21. apríl 1971 veitti Gylfi Þ. Gíslason svo Flateyjarbók og Kon- ungsbók Eddukvæða viðtöku við há- tíðlega athöfn í Háskólabíói. Gylfi sýndi málefnum Háskóla- bókasafns einnig mikinn skilning. Ár- ið 1962 var tekin upp fjárveiting til Háskólabókasafns á fjárlögum og lét Ármann Snævarr rektor þess sér- staklega getið í ávarpi sínu á Há- skólahátíð að „slík fjárveiting til bók- arkaupa [hafi] ekki verið á fjárlögum síðan 1920, þótt oft hafi verið leitað eftir henni“. Árið 1967 skipaði Gylfi sérstaka nefnd um málefni Háskólans undir forystu Jónasar Haralz. Sú nefnd skilaði áliti sínu tveimur árum síðar þar sem fram voru settar fjölmargar að hagfræðinganefndin hafi haft rétt fyrir sér þegar hún mælti með var- kárum bráðabirgðalausnum í efna- hagsmálum í stað róttækra ráðstaf- ana haustið 1946, enda kom það á daginn að slíkar ráðstafanir reyndust enn ekki tímabærar þegar til þeirra var gripið rúmum þremur árum síðar. Það er ekki fyrr en upp úr miðjum sjötta áratugnum að jarðvegur hér á landi fer að verða undir það búinn að þær umbreytingar gætu náð fram að ganga sem þá höfðu rutt sér til rúms annars staðar í álfunni. Gagnstætt því sem evrópskir jafnaðarmenn og skoð- anabræður þeirra í Bandaríkjunum höfðu talið, hafði engin ný og langvinn heimskreppa komið til sögunnar. Engin þörf hafði reynst vera á öflugu opinberu átaki í atvinnumálum. Þvert á móti hafði efnahagur blómgast og viðskipti aukist eftir því sem meir hafði verið dregið úr margvíslegum ríkisafskiptum. Jafnaðarmenn í Vest- ur-Evrópu sannfærðust um það smátt og smátt að frjálst markaðs- kerfi á grundvelli heilbrigðs réttar- fars og traustrar stefnu í fjármálum og peningamálum gæti ekki aðeins samrýmst því velferðarríki sem fyrir þeim vakti, heldur væri blátt áfram forsenda þess að það gæti orðið til. Gylfi Þ. Gíslason var fyrsti og helsti forvígismaður þessarar nýju jafnað- arstefnu hér á landi, og það er að framkvæmd hennar sem störf hans beinast á næstu tveimur áratugum sem forustumanns í Alþýðuflokknum og viðskipta- og menntamálaráðherra í þremur ríkisstjórnum. Ég hafði árið 1950 flust vestur um haf og gerst starfsmaður Alþjóða- bankans í Washington. Við Gylfi fylgdumst eigi að síður vel hvor með öðrum og áttum ítarlegar viðræður þegar hann kom í heimsókn vestra. Ég var staddur hér á landi í heimferð- arleyfi þegar hann varð ráðherra í ríkisstjórn Hermanns Jónassonar sumarið 1956. Óskaði hann þá eftir því að ég tæki þegar í stað að mér tímabundið starf sem ráðunautur stjórnarinnar með það fyrir augum að flytjast síðar meir heim að fullu. Þetta gat ég ekki gert vegna starfa sem ég hafði tekið að mér hjá Alþjóðabank- anum. Í stað þess hlutaðist ég til um að tveir hagfræðingar frá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum komu hingað til lands og sömdu yfirgripsmikla skýrslu ríkisstjórninni til leiðbeining- ar. Um tillögur þeirra varð þó ekki samkomulag innan stjórnarinnar. Rúmu ári síðar varð það hins vegar úr að ég snéri heim til starfa fyrir þessa ríkisstjórn. Eins og við var að búast var það aðallega með Gylfa sem ég vann sem efnahagsráðunautur, ráðu- neytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu og ráðgjafi í markaðsmálum Evrópu. Síðar meir, þegar Efnahagsstofnunin hafði komið til sögunnar, heyrði starf mitt undir forsætisráðherrana, Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson. Sam- band mitt við Gylfa hélst þó lítið breytt, enda hið besta samkomulag í ríkisstjórninni. Mér hefur ekki fallið betur að vinna með öðrum manni. Við fórum nærri um skoðanir hvors ann- ars og skynjuðum hvenær við þurft- um að bera ráð okkar saman og hve- nær þess gerðist ekki þörf. Verkefnin voru mikil, áríðandi og hrífandi, og í þeim tengdust saman fræðileg og stjórnmálaleg viðhorf. Þau náðu ekki aðeins til eiginlegra efnahags- og við- skiptamála, heldur til veigamikilla ut- anríkismála og til brýnna viðfangs- efna í menntamálum, ekki síst þegar ég fyrir orð hans tók að mér for- mennsku í nefnd um framtíð Háskóla Íslands á umbrotaárunum 1966 til 1969. Það var komið víða við, og þó náðu störf Gylfa til margra mála ann- arra, einkum á sviði menningar, lista og vísinda, sem ég kom hvergi nærri. Svo fjölhæfur var hann, afkastamikill og ráðhollur. Það sem mestu skipti var þó vin- áttan. Ég minnist margra góðra stunda, hér heima og erlendis, sem við Guðrún kona mín og ég áttum með þeim Gylfa og Guðrúnu, eiginkonu hans og bekkjarsystur minni, og sendi henni og sonum þeirra vinar- kveðjur. Að kvöldi þess fagra sum- ardags þegar Gylfi lést leitaði ég til æskustöðvanna í Laugarnesi, eins og svo oft áður á alvörustundum, og sá sólina síga í hafið úti fyrir Snæfells- jökli. Það var ekki sorg sem fyllti huga minn, heldur fögnuður, fögnuð- ur yfir því góða og nytsama lífi sem vinur minn hafði lifað og yfir þeirri vináttu sem hann gaf mér. Jónas H. Haralz. Kveðja frá Háskóla Íslands Gylfi Þ. Gíslason var hugsjónamað- ur um eflingu mennta og menningar á Íslandi. Og hann fékk ríkuleg tæki- færi til að vinna að hugsjónum sínum bæði sem kennari við Háskóla Íslands (fyrst dósent á árunum 1941 til 1946 og svo prófessor frá 1946 til 1956 og svo aftur frá árinu 1972 til ársins 1987) og sem ráðherra menntamála frá 1956 til 1971. Þessi tækifæri nýtti Gylfi sér sannarlega. Með ævistarfi sínu markaði hann djúp og varanleg spor í sögu mennta og menningar á Íslandi. Með fágaðri og ljúfmannlegri framkomu, með rökvísum og hrífandi málflutningi mótaði hann og fylgdi eftir menntastefnu sem á að vera okk- ur leiðarljós til framtíðar. Hann lét verkin tala og margir munu verða til að minnast þeirra og hugsjóna hans nú þegar hann er genginn á vit feðra sinna. Ég vil með örfáum orðum minnast framlags hans til Háskóla Ís- lands. Langt mál yrði upp að telja öll þau framfaramál innan háskólasamfé- lagsins sem Gylfi veitti brautargengi. Í ráðherratíð hans óx vegur Háskóla Íslands á nær öllum sviðum. Náms- framboð jókst, háskólastúdentum fjölgaði til muna, aðstæður til rann- sókna tóku stakkaskiptum og mikil- vægir áfangar náðust í húsnæðismál- um Háskólans. Gylfi hafði aðeins verið ráðherra í eitt ár þegar Vísindasjóði var komið á fót og þar með gjörbreyttust aðstæð- ur til vísindarannsókna á Íslandi. Sjóðurinn var síðan efldur til muna árið 1961. Einnig má nefna að Rann- sóknarráð ríkisins varð að sjálfstæðri stofnun árið 1965. Árið 1958 voru sett ný lög um Há- tillögur og hugmyndir sem hafa haft mikil áhrif á þróun Háskólans allar götur síðan. Það segir svo sína sögu um ráð- herratíð Gylfa að á næstsíðasta ári hans í embætti samþykkti Alþingi, að frumkvæði hans, þingsályktunartil- lögu um að reist skyldi Þjóðarbók- hlaða í tilefni af ellefu hundruð ára af- mæli Íslandsbyggðar 1974. Sem kunnugt er náðist þetta markmið ekki á þeim tíma, en engum blöðum er þó um það að fletta að þarna var stigið afar mikilvægt skref í átt til varan- legrar lausnar á húsnæðisvanda Há- skólabókasafns og Landsbókasafns. Á hátíðarsamkomu vegna 50 ára af- mælis Háskóla Íslands 6. október 1961 flutti Gylfi Þ. Gíslason ávarp fyr- ir hönd ríkisstjórnarinnar og sagði þá meðal annars: „Mig langar til þess að bera fram ósk háskólanum til heilla á þessari hátíðarstundu. Hvers á ég að óska honum? Á ég að óska þess, að honum verði reistar nýjar og glæstar byggingar? Á ég að óska þess, að fé það, sem hann fær til umráða, stór- vaxi með hverju ári sem líður? Vissu- lega ætti Háskóli Íslands allt þetta skilið, og þjóðin uppskæri af því margfaldan ávöxt, ef þetta yrði. Þess vegna ætti að vera óhætt að vona að þróunin verði þessi. Ég ætla samt fyrst og fremst að óska hinum fimm- tuga háskóla þess, sem ég held að sé honum mikilsverðast: Að allt starf hans megi um alla framtíð mótast af sannleiksleit og sannleiksást, en hann verði samt aldrei kyrrlátt lærdóms- setur fyrst og fremst, þar sem aðeins sé lært og kennt, heldur sú háborg frjálsrar hugsunar á Íslandi, þaðan sem sótt sé fram til nýrra sigra á sviði andans. Að hann skoði það aldrei eitt skyldu sína að svara spurningum, heldur ekki síður að spyrja sjálfur, spyrja án afláts af raunsæi og dirfsku. Að hann leiti aldrei skjóls í næðingi nýs tíma, heldur kjósi að herðast í stormum hinnar eilífu baráttu fyrir þekkingu og frelsi.“ Um leið og ég þakka Gylfa Þ. Gíslasyni ómetanlegt framlag hans til uppbyggingar Há- skóla Íslands, færi ég fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Páll Skúlason. Það fylgdi því skrýtin tilfinning að hefja nám í hagfræði í Háskóla Ís- lands fyrir tæpum tuttugu árum og fá þar sem helsta kennara Gylfa Þ. Gíslason. Þarna stóð ljóslifandi fyrir framan nýstúdentana maðurinn sem hafði nær hálfri öld áður orðið fyrsti fastráðni háskólakennarinn í hag- fræði á Íslandi og hafði með Ólafi Björnssyni byggt upp kennslu í við- skiptafræði og hagfræði á háskóla- stigi á Íslandi. Maðurinn sem hafði öðrum fremur mótað hagfræðilega umræðu um íslensk efnahagsmál ára- tugum saman. Það tók nemendur ekki langan tíma að átta sig á því að þar fór maður sem hafði yndi af því að miðla hag- fræði til nemenda. Virðingin fyrir fræðunum og djúpur skilningur sem fengist hafði á langri og afkastamikilli starfsævi skein hvarvetna í gegn. Síð- asta starfsár Gylfa Þ. sem háskóla- kennara var að renna upp en metn- aðurinn í kennslunni og áhuginn var slíkur að þetta hefði hæglega getað verið það fyrsta. Stjórnmálamaðurinn sem nemendur þekktu úr fjölmiðlum frá árum áður var hins vegar hvergi sjáanlegur. Það voru augljós forréttindi fyrir nemendur að hafa slíkan kennara. Löngu síðar varð mér ljóst hvílík for- réttindi það voru líka fyrir háskóla- deild að hafa slíkan starfsmann. Þótt Gylfi Þ. hafi hætt störfum löngu áður en ég kom til deildarinnar sem kenn- ari var ljóst að deildin bjó enn að starfi hans sem kennara og stjórn- anda. Fyrir ungan nafna hans var bara viðkunnanlegt að þegar sam- starfsmennirnir töluðu um hvað Gylfi hefði sagt eða gert var alltaf átt við Gylfa Þ. Gíslason. Fyrir hönd starfsfólks viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands vil ég þakka störf Gylfa Þ. Gíslasonar fyrir deildina, fræðasamfélagið og ís- lenskt viðskiptalíf. Gylfi Magnússon, deildarforseti. Með Gylfa Þ. Gíslasyni er fallinn í valinn einn farsælasti menningar- frömuður Íslands á 20. öld, og lagðist þar margt á eitt til að gera hann að svo miklum nytjamanni. Hann gegndi embætti menntamálaráðherra í 15 ár, lengur en nokkur annar maður til þessa. Allan þann tíma, og raunar um skeið bæði fyrir og eftir setu sína í ríkisstjórn, var hann helsti forustu- maður Alþýðuflokksins. Hann var með afbrigðum eljusamur; gáfaður, vel menntur og hugmyndaríkur; lipur samningamaður en þó fylginn sér og þéttur fyrir. Í efnahagsmálum þjóð- arinnar, sem mjög breyttust til batn- aðar á þessum árum, naut hann þess að vera lærður hagfræðingur og pró- fessor í þeirri grein. Flokkur hans var að vísu fámennur, en var lengst af þennan tíma í ríkisstjórn með stærsta stjórnmálaflokknum, og þegar Gylfi vildi beita sér var staða hans mjög sterk. Þessi ríkisstjórn tveggja flokka gaf sjálfri sér nafnið „Viðreisnar- stjórnin“, og verk hennar lánuðust svo vel að nafnið hefur orðið fast í vit- und þjóðarinnar. Þegar Gylfi var nýlega kominn á þing kornungur maður, heyrði ég hann eitt sinn flytja einskonar stefnu- skrá stjórnmálamanns. Íslensk stjórnmál höfðu á tímum sjálfstæðis- baráttunnar og á fyrstu árum full- veldisins oft verið mjög persónuleg og stundum illskeytt. Þessu vildi Gylfi breyta, hann leit svo á að þjóðmálin ættu að vera málefnaleg en ekki per- sónuleg og stjórnmálamenn ættu að flytja mál sitt án allrar áreitni við and- stæðinga sína. En óvenjunni varð ekki breytt í einu vetfangi, og sjálfur slapp Gylfi ekki við margvíslega áreitni og misjafnt umtal á athafna- sömum stjórnmálaferli sínum. Þó var hann ávallt trúr æskuhugsjón sinni hvað sem á dundi, hann leit ávallt á efni málanna og sýndi andstæðingum sínum drengskap og kurteisi. Og ef til vill má segja að hin þráláta rógmælgi Íslendinga risti ekki djúpt í raun og veru. Víst er um það að ekki var Gylfi fyrr sloppinn út úr orrahríð stjórn- málanna heldur en þjóðin sýndi hve vel hún kunni að meta afrek hans. Ef hann kom einhvers staðar fram op- inberlega var honum ævinlega fagnað með dynjandi lófataki. En þegar horft er til baka má harma það eitt, hve ungur hann hvarf af vettvangi þjóð- málanna, aðeins 61 árs að aldri. Mikill fengur hefði það verið íslenskri stjórnsýslu að fá lengur notið starfs- orku hans, þekkingar og reynslu. Ég gæti auðveldlega talið upp fjöl- mörg merkileg nýmæli sem Gylfi kom í verk eða átti drjúgan hlut að á þing- mannsferli sínum og ráðherratíð. Þó nefni ég aðeins eitt mál af því að mér er það sérstaklega kunnugt og ég veit að Gylfa var það einnig einkar hugleikið, en það er handritamálið sem svo var nefnt, endurheimt gömlu handritanna frá Danmörku. Þegar Gylfi settist á ráðherrastól árið 1956 hafði málið legið í kyrrð í tvö ár, og mátti svo virðast sem það hefði siglt í strand, að minnsta kosti um stundar sakir. En Gylfi lét það verða eitt sitt fyrsta verk að taka málið upp að nýju með viðræðum við danska stjórn- málamenn, og honum tókst á nokkr- um árum að leiða það fram til sigurs fyrir báðar þjóðir, Íslendinga og Dani. Það má aldrei gleymast að Gylfi átti allra manna mestan þátt í lausn handritamálsins. Það hefði áreiðan- lega ekki verið til lykta leitt á þessum tíma ef hans hefði ekki notið við, og þá er alls óvíst hvernig síðar hefði farið. Því var og líkast sem Gylfi ynni að þessu máli undir heillastjörnu. Svo vel tókst til að allan þennan tíma voru sósíaldemókratar, systur- flokkur Alþýðuflokksins, við stjórn- völinn í Danmörku, en þeir voru ein- huga í að leysa handritamálið, og margir forustumenn flokksins voru beinlínis persónulegir vinir Gylfa. Tvisvar þurfti að taka málið til af- greiðslu í danska þinginu á þessum árum, og í síðara skiptið var það í reynd í bráðri hættu. Einungis lagni Gylfa og staðfesta og traust sambönd við stuðningsmennina í Danmörku fengu borgið handritamálinu í höfn. Þegar Brynjólfur biskup sendi handritin úr landi, varaði hann við því að loka þau „þögul“ inni í bókasöfn- Gylfi Þ. Gíslason og Guðrún Vilmundardóttir, eiginkona hans. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 B 3 GYLFI Þ. GÍSLASON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.