Morgunblaðið - 27.08.2004, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 2004 B 7
GYLFI Þ. GÍSLASON
meðtaka almenna hagfræði í hagræði
heimahaga. Kennsla hans var skýr,
lifandi og hugmyndarík, svo langt er
til að jafna. Sem fleiri naut ég góðvilja
hans í meðmælum og atfylgi til fram-
haldsnáms og starfs. Á starfsferli átt-
um við traust og einlægt trúnaðar-
samband, eftir opinberum leiðum
jafnt sem beint og persónulega. Fyrir
áhrif alls þessa á þroskabraut mína á
ég Gylfa kærar þakkir að gjalda.
Eftir endurkomu Gylfa að Háskól-
anum slitnaði ekki milli okkar, þar
sem hann óskaði aðildar minnar sem
prófdómara, og ýmis hagræn skrif
gengu milli okkar til skoðunar. Síð-
asta tilefni þess varð fyrir aðeins 2–3
árum, er ég færði honum bókarkafla
minn Hafta- og styrkjakerfi á Íslandi
í ritið Frá kreppu til viðreisnar. Hafði
hann átt ólíka aðild að þeim málum
við gerólíkar aðstæður, þar til hann
varð aðalgjörandi þess að afnema
slíka stjórnarhætti. Gladdi mig því
mjög, að hann gerði engar athuga-
semdir við skrif mín, enda ætíð mjög
sanngjarn í eigin sök. Heimili þeirra
Guðrúnar stóð mér ætíð opið til slíkra
samskipta og ljúflegu viðmóti beggja
að mæta, og var hann þá gjarnan fyrir
að hitta við gerð eftirminnilegra tón-
listarþátta. Tengslin höfðu raunar
orðið persónulegri við vináttu og sam-
starf sona okkar Vilmundar og Jóns
Braga á skólaárum og síðar í stjórn-
málum.
Við Rósa sendum Guðrúnu og fjöl-
skyldunni innilegar saknaðar- og
samúðarkveðjur.
Bjarni Bragi Jónsson.
Þegar ég lít yfir farinn veg finnst
mér blasa við að enginn óskyldur ein-
staklingur hafi haft jafnmikil áhrif til
góðs á mína hagi og Gylfi Þ. Gíslason.
Við Þorsteinn Gylfason vorum bekkj-
arbræður og vinir í menntaskóla og
ekki leið á löngu þar til ég kynntist
foreldrum hans og bræðrum. Gylfi
var þá ráðherra og einn helsti stjórn-
málamaður landsins. Þau hjón, Gylfi
og Guðrún, tóku mér strax af vináttu
og góðvild. Gylfi kom mér fyrir sjónir
fremur sem listamaður en hagfræð-
ingur og stjórnmálamaður, en lista-
verkið sem hann glímdi við og reyndi
að fullkomna var líf hans sjálfs. Ég
held að Gylfi hafi talið fagurt mannlíf
vera mesta listaverkið og þar hafi þrír
samofnir þættir skipt höfuðmáli: að
láta gott af sér leiða, að leita þekk-
ingar og njóta fegurðar í listum. Mér
varð fljótlega hugleikið hvernig Gylfi
tengdi fegurð öllu því sem hann tók
sér fyrir hendur og hvernig list mót-
aði umhverfi hans.
Það er mikið lán á viðkvæmu ævi-
skeiði að kynnast slíkum manni og
hans fólki. Áhrifin eru góð og lang-
mest ómeðvituð. En ekki var þó allt
ómeðvitað. Er síga tók á mennta-
skólaárin bauð Gylfi mér heim í stofu
til að ræða við mig um háskólanám í
hagfræði. Um haustið dreif ég mig til
Englands til náms í þeirri grein.
Skömmu áður en ég lauk BA-prófi, ég
held í jólaleyfi, hafði ég orð á því við
Gylfa að mig hálflangaði að fá mér
vinnu hjá einhverri alþjóðastofnun
áður en ég skellti mér í framhalds-
nám. Nokkrum mánuðum síðar bár-
ust mér skilaboð símleiðis, að
menntamálaráðuneytið hefði mælt
með mér við Efnahags- og framfara-
stofnunina í París sem umsækjanda
um stöðu sem þar var laus. Ég fékk
stöðuna, sem var til eins árs. Ég sótti
námskeið í París og var síðan sendur
10 mánuði til starfa í menntamála-
ráðuneyti Júgóslavíu. Þetta var á
dögum Títós, árin1964–65, ævintýra-
leg reynsla sem kom mér á skrið.
Fljótlega að loknu námi í Bandaríkj-
unum hóf ég störf við Háskóla Íslands
og eitt mitt fyrsta verkefni þar var að
kenna hagfræðinámskeið með Gylfa,
sem þá var kominn til starfa á ný við
skólann að loknum glæsilegum
stjórnmálaferli. Leiðir okkar lágu
einnig saman í stjórn Almenna bóka-
félagsins og víðar, og ávallt var Gylfi
glaður og skemmtilegur. Hann naut
lífsins fram í fingurgóma en var samt
yfirmáta agaður, skipulagð mál sín
manna best og kom meiru í verk en
flestir aðrir.
Ég þakka fyrir mig.
Þráinn Eggertsson.
Gylfa Þ. Gíslasonar minnist ég með
þökk og virðingu. Ég mat mikils þá
hlýju og vináttu sem hann sýndi mér
frá fyrstu tíð og engum óskyldum
manni á ég meiri þökk að gjalda.
Hann sýndi mér traust og hvatti mig í
hvívetna. Í samstarfi var Gylfi Þ.
Gíslason ráðhollur og yfirburðaþekk-
ing hans og reynsla auðveldaði lausn
flókinna mála. Virðing fyrir ágætum
manni, sem mikið var gefið og nýtti
gáfur sínar og hæfileika til góðra
verka. Hann var háskólaprófessor og
stjórnmálamaður sem fórst allt vel úr
hendi því að hann var heill í öllu.
Hann var viðskiptaráðherra, sem átti
ríkan þátt í að endurskipuleggja fjár-
mál og viðskiptahætti, menntamála-
ráðherra, sem vann af alhug að því að
efla menntalíf landsmanna, listir og
kennslu á öllum skólastigum. Hann
var einlægur unnandi fagurra lista og
listamaður sjálfur, tónskáld sem
samdi lög sem þjóðin hefur tekið ást-
fóstri við.
Hann var í senn boðberi nýrra tíma
og fulltrúi sígildrar menningar.
Við Hólmfríður vottum Guðrúnu,
sonunum og ástvinum þeirra öllum
einlæga samúð.
Haraldur Ólafsson.
Kynslóðir koma, kynslóðir fara.
Með Gylfa Þ. Gíslasyni er gengin
fyrsta kynslóð kennara við viðskipta-
og hagfræðideild Háskóla Íslands.
Hann fékk það verkefni, þá nýkominn
frá námi, að gera tillögur um skipulag
deildarinnar og hafði mótandi áhrif á
endanlega útfærslu þeirra. Kennsla í
viðskiptafræðum hófst við Háskóla
Íslands 1941. Gylfi var fyrsti fastráðni
kennari deildarinnar. Kennsla í við-
skiptagreinum hvíldi aðallega á hon-
um og af því tilefni samdi hann náms-
efni í ríkum mæli. Námið tók fjögur
ár. Á þeim tíma var ekki árleg yfirferð
í einstökum greinum heldur gátu liðið
fjögur ár þar til næsta yfirferð var
veitt. Námsefnið sem Gylfi kenndi var
því afar víðfeðmt. Á einu árinu kenndi
hann t.d. fjármál og reikningshald, á
öðru markaðsmál, á því þriðja fram-
leiðslu o.s.frv. Kennsluálagið var því
mikið. Strax þá kom fram sá eiginleiki
hans að setja efni fram með skýrum
og aðgengilegum hætti. Annar okkar
átti því láni að fagna að vera nemandi
Gylfa og minnist þess hvernig honum
tókst að gera erfiðustu umfjöllunar-
efni auðskilin enda uppskar hann að-
dáun og virðingu fyrir meðal nem-
enda sinna. Það fer ekki hjá því að
námsefni og framsetning þess hefur
varanleg áhrif á ungmenni sem við
það glíma. En fleira hefur áhrif. Í
nánu samstarfi kennara og nemenda
skína mannkostirnir í gegn. Báðir að-
alkennarar deildarinnar, sem til-
heyrðu fyrstu kynslóðinni, þeir Gylfi
Þ. Gíslason og Ólafur Björnsson,
höfðu mannkosti í ríkum mæli. Nem-
endur nutu því mikillar gæfu að eiga
þess kost að kynnast þeim.
Gylfi hóf snemma afskipti af stjórn-
málum. Að lokinni fimmtán ára ráð-
herratíð sneri hann aftur til deildar-
innar. Hann tók við kennslu í sinni
gömlu aðalgrein, almennri rekstrar-
hagfræði. Að auki tók hann að sér
kennslu í námsgreinum sem voru ný-
legar. Má þar nefna námsgrein eins
og fyrirtækið og þjóðfélagið. Þá var
hann brautryðjandi í því að gera fiski-
hagfræði að reglulegri kennslugrein
við viðskipta- og hagfræðideild HÍ.
Það var aðdáunarvert að sjá hvað
Gylfi Þ. Gíslason var fljótur að laga
sig að starfi háskólakennarans á nýj-
an leik. Létt lundin, kurteisin og virð-
ingin fyrir öðrum hefur eflaust hjálp-
að honum til þess. Gylfi lagði eins og á
fyrra kennsluskeiðinu áherslu á að út-
búa námsefni fyrir nemendur sína á
íslensku. Marga fyrirlestra sína skrif-
aði hann og gaf út. En einkum og sér í
lagi var hann meistari hins talaða
orðs. Þótt efnið væri til á blaði þá
hófst það í æðra veldi við flutning
hans.
Atorka Gylfa var einstök og hún
hélst út alla starfsævina. Til þess þarf
meira en vinnuþrek. Það þarf einnig
sérstakt lífsviðhorf. Gylfi Þ. Gíslason
virtist ætíð líta svo á að heil starfsævi
væri framundan. Eitt sinn bárust í tal
kjaramál kennara á deildarfundi. Það
var örfáum mánuðum áður en hann
lét af störfum fyrir aldurs sakir. Gylfi
tók þátt í umræðunum af lifandi
áhuga en ljóst var að lausnir sem um
var fjallað mundu tæpast hafa áhrif á
hans eigin kjör. Hann var ungur í
anda og svo virtist sem í huga hans
væru starfslok víðs fjarri. Þarna
sýndi hann hvernig lifa má lífinu lif-
andi.
Það er gæfa hvers manns að eiga
sér góða samferðarmenn. Það var
gott að eiga Gylfa Þ. Gíslason að sam-
ferðarmanni. Hann miðlaði óspart af
reynslu sinni og var ráðhollur. Á góðri
stundu var hann hrókur alls fagnaðar.
Tækifærisræður hans voru einstakar.
Hann átti einnig til að segja frá kynn-
um sínum af heimsþekktum stjórn-
málamönnum og listamönnum þannig
að fjarlægar persónur úr heimspress-
unni urðu nákomnar og ljóslifandi í
frásögn hans.
Þau hjónin, Gylfi Þ. Gíslason og
Guðrún Vilmundardóttir, voru sam-
hent í því að efla tengsl og kynni
kennara og annarra starfsmanna við-
skipta- og hagfræðideildar og maka
þeirra og munu hin árlegu jólaboð
þeirra lifa lengi í minningunni.
Við minnumst Gylfa Þ. Gíslasonar
fyrst og fremst sem samkennarans en
í hugum flestra verður hans ekki síð-
ur minnst sem bæði stjórnmálamanns
og listamanns. Þótt listsköpunin
kæmi einkum fram í tónsmíðum þá
var hann listunnandi á fjölmörgum
sviðum auk þess sem hann virtist geta
beitt töfrum listarinnar í störfum sín-
um í önn dagsins.
Við viljum með þessum fáu orðum
þakka Gylfa Þ. Gíslasyni fyrir sam-
ferðina, samstarfið og vináttuna. Öll-
um aðstandendum sendum við og eig-
inkonur okkar samúðarkveðjur.
Brynjólfur Sigurðsson,
Þórir Einarsson.
Það var sólfagur sumardagur er til-
kynnt var um lát Gylfa Þ. Gíslasonar
fyrrverandi menntamálaráðherra.
Margt rifjast upp frá liðnum árum,
snerrur úr stjórmálunum, ræður á
hátíðarstundum, ýmis tímamót í sögu
þjóðarinnar og baráttumál þessa mik-
ilhæfa stjórmálamanns. Mig langar í
fáum orðum að minna á hinn stóra
þátt Gylfa í menningarsókn þjóðar-
innar á sviði tónlistarmenntunar á 7.
áratugnum. Hann var sjálfur fróður
um tónlist og hagur sönglagasmiður
og skildi vel áhrifamátt tónlistarinn-
ar. Eitt af fyrstu verkum hans sem
menntamálaráðherra var að skoða
stöðu tónlistarmenntunar í landinu og
hafa frumkvæði að lagasetningu um
opinber framlög til hennar, en Ísland
var þá enn skammt á veg komið á
þessu sviði. Gylfi taldi að skapa þyrfti
skilyrði til að gera tónlistarnám að-
gengilegt fyrir alla, óháð efnahag og
búsetu og það yrði best gert í sam-
vinnu ríkisins og sveitarfélaganna.
Þetta skipulag reyndist síðan hin
mesta völundarsmíð, virkaði hvetj-
andi á sveitarfélög til stofnunar tón-
listarskóla. Nauðsynleg hvatning,
stöðugleiki og fagleg leiðsögn var
tryggð með kosnaðarhlutdeild ríkis-
ins. Lögin um fjárhagslegan stuðning
við tónlistarskóla sem samþykkt voru
á alþingi árið 1963 að forgöngu Gylfa
Þ. Gíslasonar hafa valdið straum-
hvörfum í tónlistarmenntun þjóðar-
innar og verið forsenda fyrir þeim
framförum sem eru heyranleg hvar-
vetna í kringum okkur. Árangursrík
tónlistarmenntun á Íslandi hefur
einnig spurst út og orðið fyrirmynd
annarra þjóða vegna þess hve skipu-
lag hennar er einfalt og skilvirkt. Lát
Gylfa ber að á sama tíma og tónlistar-
skólarnir eru að nesta sig fyrir vetr-
arstarfið og nemendur stilla hljóðfær-
in sín fyrir krefjandi æfingar til að
öðlast enn meiri færni og vinna ný
lönd á sviði listarinnar. Tónlistarnám
er nú sjálfsagður hluti af námi þús-
unda Íslendinga og snertir daglegt líf
allrar þjóðarinnar. Okkur er hollt að
muna að þessi þróun hefur ekki orðið
fyrir tilviljun heldur fyrir einbeittan
vilja þeirra sem valist hafa til ábyrgð-
ar og vilja hafa áhrif á samfélagið til
að efla okkur sem þjóð í átökum við
ókunn öfl í mósku framtíðarinnar.
Megi sá vorhugur og dirfska sem ein-
kenndi verk Gylfa Þ. Gíslasonar enn
ríkja í framtíð tónlistarmenntunar á
Íslandi. Með virðingu og þökk send-
um við eiginkonu Gylfa, Guðrúnu Vil-
mundardóttur, og fjölskyldu hans
innilegustu samúðarkveðjur.
F.h. STÍR, Samtaka tónlistarskóla
í Reykjavík,
Sigursveinn Magnússon.
Kveðja frá Nýja
tónlistarskólanum
Vorið 1978 höfðu verið miklar
sviptingar í lífi og störfum Ragnars
Björnssonar, bónda míns. Og merkar
erlendar kirkjur höfðu verið að bjóða
honum störf kirkjutónlistarstjóra
(þýtt eftir bókstafnum). Nei, hann gat
ekki hugsað sér að flytja af landi
brott. Yndislegasta starf sem hann
þekkti, var að kenna tónlist. Litlum
börnum! Laða þau inn í heim tónlist-
arinnar. – Langt komnum nemend-
um! Hleypa leiftrandi hæfileikum á
fljúgandi ferð og temja þá um leið. –
Hann vildi stofna skóla. – Hann vildi
stofna tónlistarskóla hér í Reykjavík!
– Tónlistarskóla sem veitti bestu
menntun í þeim greinum og stigum
sem hann kenndi. Skólinn skyldi vaxa
með nemendum sínum. Hann skyldi
vera hverfisskóli, þar sem yngstu
börnin gætu komið gangandi í tónlist-
arskólann sinn. Og þeir sem væru
komnir að einleikara- eða einsöngv-
araprófi, þá skyldi skólinn útskrifa
með bréfi uppá þess háttar próf og
það með sóma.
Til þess að koma þessu í gegn
þurfti skólastjórinn tilvonandi að hafa
bestu menn með sér. Ekki aðeins
kennara, þar var hann með einvalalið.
Það var nauðsynlegt að fá afbragðs-
fólk í undirbúningsnefnd sem yrði að
skólanefnd þegar skólinn yrði orðinn
til. Og það var ekkert verið að ráðast á
garðinn þar sem hann var lægstur!
Hann treysti greinilega vináttu og
velvilja dr. Gylfa Þ. Gíslasonar, pró-
fessors og fyrrverandi menntamála-
ráðherra til fjölda ára, þegar hann
bað hann setjast í skólanefnd þessa
tilvonandi tónlistarskóla. – Enda
reyndist það óhætt. – Dr. Gylfi var
bæði sá vinur og velgjörðarmaður
sem Ragnar hafði leyft sér að vona.
Tók setu í skólanefnd Nýja tónlistar-
skólans tilvonandi, og lagðist þungt á
árar með Ragnari og öðrum þeim af-
bragðsmönnum sem sátu með honum
í nefndinni, og linntu ekki fyrr en
skólinn hóf göngu sína í lítilli hús-
varðaríbúð á háalofti Breiðagerðis-
skóla, haustið 1978, með leyfisbréfi
frá ríki og borg og loforði frá sömu að-
ilum um greiðslu launa kennara og
skólastjóra.
Síðan eru liðin 26 ár. Og skólinn lík-
lega tuttugu sinnum stærri en hann
var þá. En það er ekki fyrr en nú, fyr-
ir örfáum dögum, að Gylfi Þ. Gíslason
var leystur frá þessu embætti skóla-
nefndarmanns, um leið og hann var
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, Viðreisnarstjórnin svonefnda, á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Talið frá
vinstri: Ingólfur Jónsson Jóhann Hafstein, Bjarni Benediktsson, Birgir Thorlacius ríkisráðsritari, Kristján Eldjárn
forseti Íslands, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Eggert G. Þorsteinsson og Magnús Jónsson.
Gylfi Þ. Gíslason í forsetastóli á Alþingi. Ragnar Arnalds er í ræðustól en
við hlið Gylfa sitja ritarar þingsins Sverrir Hermannsson og Jón Skaftason.
Ráðherrarnir Matthías Bjarnason og Matthías Á. Mathiesen eru í for-
grunni og ræðir sá fyrrnefndi við Eggert G. Þorsteinsson, Alþýðuflokki.