Morgunblaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 244. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
YD
D
A
/S
IA
.I
S
/
N
M
1
3
3
3
5
fiÚ fiARFT EKKI
A‹ HAFA ÁHYGGJUR
AF fiVÍ A‹ VEXTIRNIR
HÆKKI NÆSTU
40 ÁRIN
KB ÍBÚ‹ALÁN
– kraftur til flín!
Á sautján pör
af skóm
Valur Ásmundsson safnar
skóm | Daglegt líf
Bílar og íþróttir í dag
Bílar | Nýr Corolla BMW X5 Nýr Audi á leiðinni VW GTI að koma Nýj-
ar rútur frá Man Íþróttir | Beðið eftir Ungverjum Er Anna Yakova hætt?
Hvað segja þeir um landsleikinn ? Vijay Singh besti kylfingur heims
FJARÐAÁL-ALCOA á Íslandi, sem undir-
býr nú byggingu álvers á Reyðarfirði, hefur
sett sem markmið að helmingur starfsmanna
verði konur.
Hrönn Pétursdóttir, starfsmannastjóri og
upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að verið væri að ganga
mjög langt til að þetta markmið gæti náðst.
„Við erum að hanna alla verksmiðjuna út
frá þessu,“ segir Hrönn. „Alla verkferla, öll
tæki og tækni sem notuð verður í álverinu. Til
dæmis eru allir hlutir sem þarf að lyfta hann-
aðir upp á nýtt með tilliti til þyngdar og einn-
ig hugsað um hæð hluta. Allt verður hannað
með það fyrir augum að hver meðalkona geti
starfað í álverinu.“
Hrönn segir að á sama hátt sé nú verið að
kanna bestu leiðir í vaktafyrirkomulagi m.t.t.
hagræðis fyrir fjölskyldufólk. „Við komumst
ekki hjá vaktafyrirkomulagi vegna þess að
við þurfum að vera með starfsemi 24 tíma á
sólarhring hvern einasta dag ársins. Við erum
mikið að velta fyrir okkur hvort keyra eigi á 8
eða 12 tíma vöktum og hvort megnið af starf-
seminni geti hugsanlega farið fram 16 tíma á
dag og svo sé keyrt á lágmarksfjölda yfir blá-
nóttina.
Þrjátíu manna hópur liggur yfir þessu
núna og það er í höndum Bechtel [sem reisir
álverið] að uppfylla þessi skilyrði.“
Helmingur starfsmanna
í Fjarðaáli verði konur
Verkferlar, tæki og tækni álversins endurhönnuð fyrir meðalkonuna
VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti
útilokaði með öllu í gær að samið
yrði við tétsenska skæruliða, sem
sakaðir eru um að hafa skipulagt
ódæðisverkin í Beslan í Norður-
Ossetíu á föstudag sem urðu 335
manns að bana, þar af 156 skólabörn-
um. Sakaði hann ríkisstjórnir á Vest-
urlöndum um hræsni vegna afstöðu
þeirra til Tétsníu-deilunnar.
Tugir þúsunda Rússa söfnuðust
saman fyrir utan Kreml í Moskvu í
gær til að mótmæla hryðjuverkum
eftir blóðsúthellingarnar í Beslan.
„Við munum sigra óvininn,“ sagði
m.a. á borðum sem fólkið hélt á lofti.
Sú afstaða Pútíns að hafna með
öllu viðræðum við tétsenska skæru-
liða hefur verið gagnrýnd á Vestur-
löndum. „Stundum þegar ég les vest-
ræn dagblöð sé ég að talað er um að
þeir eigi í frelsisbaráttu. Þeir sem
nota þetta orð ættu að skammast
sín,“ sagði Pútín. Spurði hann hvers
vegna menn kenndu Osama bin Lad-
en ekki við frelsisbaráttu í stað
hryðjuverka úr því að þeir vildu nota
það hugtak um tétsenska skæruliða.
Haft var eftir Akhmed Zakajev,
talsmanni Aslans Maskhadovs, leið-
toga skæruliða í Tétsníu, að Maskha-
dov hefði ekkert haft með „þetta
ógeðslega hryðjuverk“ að gera.
Hann sagði að stefna Pútíns í Kákas-
us-löndunum gerði það að verkum að
óhjákvæmilegt væri að atburðirnir í
Beslan myndu endurtaka sig.
Pútín útilokar samninga
Moskvu. AP, AFP.
Hvers vegna/14
KARL Gústaf Svíakonungur, Silvía drottning og Viktoría krón-
prinsessa komu til landsins í gær í þriggja daga opinbera heimsókn.
Skoðuðu þau meðal annars Þjóðminjasafn Íslands, afhentu Íslend-
ingum sænsk glerlistaverk að gjöf, auk þess sem Silvía heimsótti
Barnaspítala Hringsins. Á myndinni má sjá kóngafólkið í Norræna
húsinu þar sem þau hittu landa sína./Miðopna
Morgunblaðið/Kristinn
Sænsku konungshjónin á Íslandi
TIL harðra átaka kom milli bandarískra hermanna
í Írak og vopnaðra sveita sjía-múslíma í Sadr City-
borgarhlutanum í Bagdad í gær. Féllu fleiri en 40
Írakar og 270 særðust að sögn heilbrigðisráðu-
neytisins íraska. Þá hafa þrettán bandarískir her-
menn fallið í átökum síðan á mánudag og er mann-
fall í liði Bandaríkjahers frá því að ráðist var á Írak
í fyrra nú komið í 1.000.
Sadr City er höfuðvígi sjítaklerksins Moqtada
al-Sadrs og kenndi einn aðstoðarmanna al-Sadrs,
Sheikh Naim al-Qaabi, bandarískum hermönnum
um að allt fór í bál og brand í gær og fyrrinótt,
sagði íraska borgara einfaldlega hafa verið að
verja líf sitt og limi fyrir aðgerðum hersveita
Bandaríkjamanna. Sagði hann að 15 liðsmenn
Mehdi-hers al-Sadrs hefðu fallið í bardögunum og
62 særst.
Bandaríkjaher stóð einnig fyrir hörðum loft-
árásum á skotmörk í borginni Fallujah, vestur af
Bagdad, en þar búa einkum súnní-múslímar. Var
ráðist í aðgerðirnar eftir að bandarískir land-
gönguliðar urðu fyrir árás úr borginni.
Tveimur ítölskum konum rænt
Ekki er vitað um afdrif tveggja franskra blaða-
manna sem mannræningjar rændu í Írak í síðustu
viku en vitni sögðu að vopnaðir menn hefðu í gær
rænt tveimur ítölskum konum af skrifstofum
hjálparstofnunar í Bagdad. Hélt Silvio Berlusconi,
forsætisráðherra Ítalíu, neyðarfund með ríkis-
stjórn sinni en ekki er langt síðan mannræningjar í
Írak drápu ítalskan blaðamann, Enzo Baldoni.
Ítölsk stjórnvöld hafa harðneitað að verða við kröf-
um gíslatökumanna að kalla her sinn heim frá Írak
og hefur sú afstaða verið umdeild heima fyrir.
Tugir falla
í Bagdad
Mannfall í liði Banda-
ríkjahers komið í 1.000
Bagdad, Fallujah. AFP, AP.
Reuters
Íraskur drengur grætur bróður sinn (í forgrunni)
sem lést í átökum í Bagdad í gær.