Morgunblaðið - 08.09.2004, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 2004 11
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Stökktu til
Benidorm
15. sept.
frá kr. 9.990
Verð kr. 29.995
M.v. hjón með 2 börn, vikuferð í íbúð,
2–11 ára, 15. sept, netverð.
Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í haust á hreint ótrúleg-
um kjörum og tryggt þér síðustu sætin til Benidorm, þessa vinsæla
áfangastaðar. Hér getur þú notið
lífsins við frábærar aðstæður og
nýtur traustrar þjónustu farar-
stjóra Heimsferða allan tímann.
Þú bókar ferðina og 3 dögum
fyrir brottför færðu að vita hvar
þú gistir í fríinu.
Verð kr. 9.990
Önnur leiðin til Alicante, 15. september
með sköttum. Netverð.
Verð kr. 19.990
Flugsæti, 2 fyrir 1, 15. sept. Alicante,
með sköttum. Netverð.
ÍSLENSK síldveiðiskip hafa fengið
sannkallaða demantssíld í Síldar-
smugunni svokölluðu að undanförnu.
Norskir fiskifræðingar segja að
breytt hegðunarmynstur stórsíldar-
innar kunni að vera vísbending um að
hún gangi á Íslandsmið líkt og hún
gerði á síldarárunum.
Á vef norska sjávarútvegsblaðsins
Fiskeribladet er greint frá því að ís-
lensk og færeysk skip hafi fengið
stórsíld úr norsk-íslenska síldarstofn-
inum sunnarlega í Síldarsmugunni að
undanförnu. Þetta mun þó ekki alls
kostar rétt, síldveiðiskipin hafa verið
að veiðum norðarlega í Síldarsmug-
unni síðustu vikur en engu að síður
fengið þar fallega síld.
Frystiskipið Hákon EA er eina ís-
lenska skipið sem nú er að veiðum í
Síldarsmugunni. Ingi Jóhann Guð-
mundsson, útgerðarmaður skipsins,
segir skipið hafa fengið mjög stóra og
fallega síld þar að undanförnu, með-
alþyngdin sé um 350 grömm og nán-
ast öll síldin fari í stærsta flokk. Hann
segir aflabrögð einnig hafa verið
þokkaleg, skipið fái að jafnaði um 150
tonn á dag. Bræla hafi þó hamlað
veiðum að mestu síðustu daga.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð-
ingur á Hafrannsóknastofnuninni,
segir að undanfarin tvö ár hafi stór
síld gengið mun vestar en mörg ár
þar á undan og sl. vor hafi orðið vart
við stóra síld nokkuð sunnarlega í
Síldarsmugunni, innan færeyskrar
lögsögu og jafnvel innan íslensku lög-
sögunnar. Aftur á móti hafi þá verið
gríðarmikið af kolmunna á svæðinu
og erfitt að ná til síldarinnar. Þessi
síld hafi síðan væntanlega gengið
norðar í Síldarsmuguna. „Hitt er svo
annað mál að árgangurinn frá árinu
2002 er talinn mjög stór og ef það er
rétt eykst mjög síldarmagnið í hafinu
milli Noregs og Íslands og um leið lík-
urnar á því að síldin gangi nógu langt
vestur og í íslenska lögsögu. Þá hefur
orðið sú breyting á vetursetu síldar-
innar að meirihlutinn af henni er far-
inn að dvelja á veturna norðvestur af
Lófóten í stað þess að vera inni á vest-
urfjörðum Noregs, líkt og hún hefur
gert lengi. Vonandi eru það vísbend-
ingar um þróun sem endar inn í ís-
lenskri lögsögu,“ segir Hjálmar
Ótímabært að draga ályktanir
Fiskeribladet hefur eftir Jens
Christian Holst, norskum fiskifræð-
ingi og sérfræðingi um síldina, að
þetta komi mönnum á óvart og þetta
geti verið merki um að breytta hegð-
un síldarinnar. Í stað þess að halda
kyrru fyrir í Vestfirðinum í Noregi yf-
ir vetrartímann kunni hún að ganga á
Íslandsmið og dvelja þar veturlangt
líkt og gerðist áður fyrr.
Holst segir að ótímabært sé að
draga nokkrar ákveðnar ályktanir af
þessu en athygli veki að sjö til átta
færeysk og íslensk skip hafi verið að
fá 300-400 tonn yfir sólarhringinn af
síld, sem vegi að meðaltali 350
grömm. Fiskeribladet hefur eftir
Holst að hann sé ekki í vafa um að
síldin, sem Íslendingarnir og Færey-
ingarnir hafi verið að fá á umræddu
svæði, sé norsk vorgotssíld en hann sé
ekki eins viss um að miklar breyting-
ar verði á hegðun hennar. Fjarlægðin
á milli veiðisvæðisins í Síldarsmug-
unni og Vesturfjarðarins sé um 360
sjómílur og það taki síldina ekki lang-
an tíma að fara þá leið. En hún gæti
allt eins tekið upp á því að hafa vet-
ursetu á Íslandsmiðum líkt og hún
gerði fyrir hrun síldveiða við Ísland á
sjöunda áratug síðustu aldar. Menn
verði bara að bíða og sjá hvað gerist.
Demantssíld veiðist í Síldarsmugunni
Kann að ganga
á Íslandsmið
ÚR VERINU
„ÞAÐ ER notalegt að heyra hvað gestir eru almennt
ánægðir með breytingarnar og hvað húsið kemur mörg-
um ánægjulega á óvart,“ segir Ögmundur Skarphéð-
insson, arkitekt á arkitektastofunni Hornsteinum, sem
sá um að hanna breytingar á safnahúsi Þjóðminjasafns-
ins við Suðurgötu. Hann sagði að allar meginlínur verks-
ins hefðu verið lagðar fyrir nokkrum árum, en það væri
gaman að sjá hvernig þetta allt kæmi saman sem góð
heild.
Endurbætur á húsinu hafa staðið í meira en áratug.
Árið 1992 hófust viðgerðir utanhúss. Viðgerðir hófust að
nýju árið 1998 eftir nokkurra ára hlé og í framhaldi af því
var húsið allt tekið í gegn að innan.
Ögmundur sagði að húsið hefði verið í mjög slæmu
ástandi og því hefði þurft að ráðast í mjög viðamiklar við-
gerðir og endurbætur.
Reyndum að varðveita
höfundarverk hönnuða hússins
Ögmundur sagði að meginsjónarmið arkitektanna við
þessar breytingar væri að þeir væru að vinna með verk
þeirra sem hönnuðu húsið. „Við erum ekki í fyrsta sæt-
inu sem hönnuðir. Þetta er fyrst og fremst höfundarverk
þeirra Sigurðar Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar
og okkur fannst ekki koma annað til greina en að reyna
að varðveita það eins og best varð á kosið. Þetta hús var
umdeilt á þeim tíma þegar það var reist og er barn síns
tíma, en það hefur unnið sér ákveðinn sess í huga fólks.
Fyrir okkur kom ekki annað til greina en að reyna að
láta það eins mikið í friði eins og kostur var.“
Inngangi í húsið var breytt, en Ögmundur sagði að það
hefði verið óhjákvæmilegt vegna þess að það hefði ekki
verið neitt athafnarými á lóðinni til að taka á móti gest-
um. Það hefði verið gert samkomulag við Háskólann um
að fá aðeins meira rými sunnan megin við húsið þar sem
rútur, leigubílar og gestir geta lagt.
„Ég veit að mörgum fannst þessi snúningur á húsinu
skrítinn í upphafi, en þegar fólk er komið inn og áttar sig
á hvernig húsið virkar þá finnst því þetta vera rökrétt.
Það má segja að húsið hafi áður að vissu leyti snúið
baki í Háskólann, en núna þegar inngangurinn er kom-
inn þarna þá opnar eiginlega húsið faðm sinn á móti há-
skólasvæðinu. Þetta verður miklu sterkari heild og vinn-
ur vel saman.“
Allir milliveggir sem voru í gamla húsinu voru teknir
niður og búið var til samfellt sýningarrými á tveimur
hæðum. „Þetta gerir það að verkum að húsið fær að
njóta sín sem slíkt. Sýningin var þannig hönnuð að hún
væri sjálfstæð eining inn í þessu húsi. Manni finnst að út-
koman sé sú að hvort tveggja fái að njóta sín mjög vel.
Húsið fær að njóta sín og maður getur lesið húsið ef svo
má segja, en á sama tíma er þarna sýning sem lifir sínu
sjálfstæða lífi. Af viðbrögðum fólks sýnist manni að þetta
sambýli ætli að ganga mjög vel.“
Á jarðhæð hússins er kominn salur sem fyrirhugað er
að nota fyrir myndadeild safnsins, en hann er einnig
hægt að nota undir sérsýningar. Samtals hefur sýning-
arsvæði safnsins þrefaldast. „Það hefur orðið bylting í
húsnæðismálum safnsins á síðustu árum. Það má ekki
gleyma geymslunum í Kópavogi þar sem þorri safn-
kostsins er geymdur. Það var grundvallaratriði að koma
geymslunum í gott lag, en ein af ástæðunum að opnun
hússins við Suðurgötu tafðist var að menn breyttu for-
gangsröðuninni og settu geymslurnar í forgang. Það
held ég að hafi verið afskaplega skynsamleg og mikilvæg
ákvörðun.
Þriðji og síðasti áfanginn í húsnæðismálum safnsins
verður síðan að klára endurbætur á Atvinnudeildarhús-
inu, en þar verða skrifstofur og innri starfsemi safnsins.
Þá verður búið að gera mjög vel við þessa mikilvægu
stofnun,“ sagði Ögmundur.
Húsið kemur mörgum
ánægjulega á óvart
Morgunblaðið/Árni Torfason
Innganginum í Þjóðminjasafnið hefur verið breytt, en
það var talið nauðsynlegt til að bæta aðkomu að safninu.
Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt Þjóðminjasafnsins
EINS OG vant er fara þeir stóru að
taka þegar haustar að, oftast eru
það hængar, en sá stærsti á þessu
hausti til þessa var þó hrygna sem
Harry Harrysson veiddi í Hofsá í
Vopnafirði í fyrradag. Þetta var
100 cm löng 23 punda hrygna sem
Harry veiddi í Arnarholtshyl. Lax-
inn mun rata uppstoppaður upp á
vegg hjá Harry í vetur.
Fleiri stórir
Stórlaxar hafa einnig verið að
gefa sig á Nesveiðunum í Laxá í Að-
aldal, eins og ævinlega í september.
Þannig veiddi Örn Sigurhansson,
leiðsögumaður Strengja, sem leigir
hluta veiðitímans í Nesi, 102 cm
áætlaðan 22 punda hæng í Vitaðs-
gjafa í vikunni. Laxinum var sleppt,
líkt og sjö öðrum boltalöxum sem
veiddust í Nesi þann dag.
Annars er laxinn sem Harry
veiddi í Hofsá annar tveggja
stærstu laxa sem frést hefur af á Ís-
landi á þessu sumri, sá fyrri var
einnig 23 pund, veiddur í Norðurá í
Borgarfirði og það skrýtna er að
báðir voru hrygnur en að öllu jöfnu
eru hrygnur af umræddri stærð-
argráðu nauðasjaldgæfar.
Metin hrynja
Metin falla hvert af öðru. Á laug-
ardag féll metið í Breiðdalsá, en
hún hefur mest gefið 412 laxa árið
1978, en hafði í gær gefið 475 laxa.
Metdagur í ánni var á mánudag, er
35 laxar veiddust. Veitt er megnið
af september og telur leigutakinn
Þröstur Elliðason að áin gæti farið í
á sjöunda hundrað laxa.
Þá er staðfest met í Laxá í Nesj-
um, sem mest hefur gefið um 130
laxa, en er nú komin rétt yfir þá
tölu og þar er einnig veitt megnið
af september.
Þá bendir allt til að met falli í
Hrútafjarðará, sem mest hefur
gefið 540 laxa 1986 og 533 laxa
1988. Í gærdag voru komnir 470
laxar á land og mikil veiði. Þar er
veitt til 20. september. Leigutakinn
Þröstur Elliðason segir þar tvennt
koma til, afburðagöngur af villtum
laxi og góðar heimtur af göngu-
seiðasleppingum sem fram-
kvæmdar voru til að styrkja
göngur. Sá lax er allur af stofni ár-
innar.
Risabirtingur
Mikil veiði hefur verið í Vatna-
mótunum í Skaftá að undanförnu,
þar var t.d. nýlega holl með um 80
fiska, m.a. risabirting upp á 18
pund. Flestir í umræddu holli voru
ókunnugir svæðinu, sem þykir á
köflum erfitt, og veiðin því merki-
legri fyrir vikið. Þetta er þó ekki
stærsti birtingur vertíðarinnar því
19 pundari veiddist á Hólmasvæð-
inu í Skaftá fyrr í sumar.
Þeir stóru eru að gefa sig
Morgunblaðið/Einar Falur
Efri Núpsfoss í Núpsá, einni af upptakaám Miðfjarðarár. Þeir sem til
þekkja sjá þarna hversu bág vatnsstaðan er.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?