Morgunblaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2004 17 N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 1 3 4 0 5 800 7000 - siminn.is * Tilboðið miðast við 12 mánaða binditíma og gildir fyrir uppsetningu á beininum og einni tölvu. Ath! Internetáskrift með 750 MB inniföldu gagnamagni kostar 5.700 kr. á mánuði. Við hjálpum þér að láta það gerast Notaðu tækifærið og vertu í góðu netsambandi hvar sem er heima hjá þér. Við mætum á staðinn og setjum upp þráðlausa Internettengingu þér að kostnaðarlausu ef þú kaupir Internetáskrift með 750 MB inniföldu gagnamagni. Komdu í næstu verslun Símans og við komum svo heim til þín. hjá Símanum til 30. september* Frí uppsetning á Þráðlausu Interneti • 5 netföng, með 50MB geymsluplássi • Öflugar varnir gegn vírusum og ruslpósti • Beinn aðgangur að tugum leikjaþjóna • Viðbótarþjónusta, t.d. öryggispakki Símans Af hverju ættir þú að gerast áskrifandi að Þráðlausu Interneti? Við komum heim til þín og setjum upp Þráðlausa Internetið 2.490kr. Verð á búnaði: * „Ég kosta ekki neitt“ LÍTILL munur er á fylgi George W. Bush Bandaríkjaforseta og keppi- nautar hans um forsetaembættið, demókratans Johns Kerrys, ef marka má nýja skoðanakönnun sem birt er á vef blaðsins The Wall Street Journal í gær. Samkvæmt könnun fyrirtækisins Harris Interactive hefur Kerry 48% fylgi en Bush 47%. Neytendafröm- uðurinn Ralph Nader hefur 2%. 51% aðspurðra taldi ekki að Bush ætti skilið að verða endurkjörinn en 45% voru á andstæðri skoðun. Þessar tölur koma nokkuð á óvart, Bush hefur haft allt að 11 prósentustiga forskot síðustu dag- ana skv. könnunum. Virtist sem for- setinn hefði tekið afgerandi forystu í kapphlaupinu um Hvíta húsið eftir flokksþing repúblikana sem haldið var í New York í byrjun mánaðar- ins. George W. Bush Bandaríkja- forseti var á kosningaferðalagi í Minnesota í gær og sést á myndinni hvar hann pantar sér samloku á veitingastað í bænum Anoka. Lítill munur á fylgi Bush og Kerrys Washington. AFP. Reuters TVEIMUR Bandaríkjamönnum og einum Breta var rænt úr húsi í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gær- morgun. Mennirnir voru verktakar hjá fyrirtæki sem rekið er í Mið- Austurlöndum. Þá sagði sænska ut- anríkisráðuneytið að þremur sænskum ríkisborgurum hafi verið rænt í Írak á síðasta hálfa mánuði. Talsmaður ráðuneytisins vildi ekki gefa nánari upplýsingar um málið af öryggisástæðum. Enn er ekki vitað um örlög tveggja franskra blaðamanna sem rænt var fyrir næstum mánuði og ekkert hefur heldur spurst til tveggja ítalskra kvenna sem rænt var fyrir tíu dögum eða svo. Efla öryggi á breska þinginu ÖRYGGISVIÐBÚNAÐUR var í gær aukinn verulega í breska þinginu og nágrenni þess eftir að fimm stuðningsmönnum refaveiða tókst að komast alla leið inn í þingsalinn í fyrradag þar sem þeir síðan stóðu fyrir mótmælum vegna þeirrar ákvörðunar stjórnvalda að leggja bann við refaveiðum. „Það blasir við að það þarf að bregðast skjótt við,“ sagði Tony Blair forsætisráð- herra á fundi með blaðamönnum. Engar kjarnorku- tilraunir í gangi ÍRÖNSK stjórnvöld neituðu því í gær að tilraunir með þróun kjarn- orkuvopna færi fram í herstöð í Parchin, nálægt Teheran, en Bandaríkjamenn höfðu áður lýst grunsemdum sínum í þá veru. „Við höfnum því algerlega að nokkrar kjarnorkutilraunir hafi verið gerð- ar í Parchin,“ sagði Hossein Mous- avian, fulltrúi Írans hjá Alþjóða- kjarnorkumálastofnuninni (IAEA) í Vínarborg. Hafnaði hann einnig staðhæfingum þess efnis að fulltrú- ar IAEA hefðu farið fram á að fá að skoða aðbúnað í Parchin. Efast um að efna- vopnum hafi ver- ið beitt í Darfur BANDARÍSK stjórnvöld lýstu í gær efasemdum um að staðhæfingar þess efnis að Sýrlendingar hefðu í tilraunaskyni beitt efnavopnum gegn óvopnuðu fólki í Darfur- héraði í Súdan ættu við rök að styðjast. „Ég held að ef þetta væri satt þá hefðum við líklega orðið varir við það,“ sagði Richard Boucher, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Stund ákvörð- unar runnin upp TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að „stund ákvörðunar“ væri runnin upp á Norður-Írlandi en leiðtogar kaþ- ólikka og mótmælenda reyna nú til þrautar að ná samkomulagi þannig að hægt verði að endurreisa heima- stjórn í héraðinu á nýjan leik. Deil- ur um afvopnun IRA urðu til þess að heimastjórnin var leyst upp fyrir tveimur árum. Þremur rænt í Írak Reuters Tony Blair og írskur starfsbróðir hans, Bertie Ahern.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.