Morgunblaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2004 31 ÉG fullyrði að enginn sem átti þátt í síðustu samningum kennara vissi almennilega hvað kæmi út úr þeim þegar þeir færu að rúlla. Enda hefur túlkun hans verið um- deild og fjöldi kæra frá kennarasamtökunum um túlkun sveitarfé- laganna komið til úr- skurðar. Í 90% tilfella hefur úrskurður fallið kennurum í vil. Kenn- arar samþykktu að lengja skólaárið um 10 daga að beiðni sveitar- félaganna og flytja 2 starfsdaga til upphafs eða loka skólaársins. Skólar hefjast núna um 15. ágúst og geta staðið til 15. júní þó flestir klári um 10. júní. Júlí og hálfur ágúst eða 6 vikur er sumarfrí eins og aðrir landsmenn hafa. Standa þá eftir nokkr- ir dagar seinnipartinn í júní. Hverjum kenn- ara ber að skila allt að 150 stundum í endur- menntun á ári. Það eru rúmlega 10 40 stunda vinnuvikur. Margir skólar reyna að fella hana að einhverju leyti inn í vetrarprógrammið á þeim tíma sem skólastjórar ráða störfum kennara en ná aldrei nema helmingi tímafjöldans þegar best lætur. Það sem eftir stendur þarf að taka í júní eða á öðrum tíma að sumri. Skóla- stjórar fylgjast með og semja endur- menntunaráætlun samkvæmt þörf- um hvers skóla. Það kostar kennara allt að 3 launaflokka eftir aldri ef hann ekki fylgir endurmenntunar- áætlun skólans. Kaupið lækkar. Kennarar seldu þessa daga og bættu við sig vinnu. Þeir voru seldir of ódýrt og kennarar voru plataðir. Hverjir eru nú óánægðir með lengri skóla og þá um leið að kennarar fái bara 6 vik- ur í sumarfrí? Ekki sveitarfélögin, ekki kennarar almennt held- ur foreldrar. Foreldrar eru óánægðir! Þeir sýna þessa óánægju í verki með því að fjöl- menna í skólana og fá 2 til 3 vikna leyfi fyrir börnin sín til að fara til útlanda við upphaf og lok skólaársins. Einnig í 10. bekk. Svo annt er þeim um nám barna sinna. Svar skólanna er að láta foreldra skrifa undir skjal þar sem þeir taka á sig ábyrgð á því námstapi sem barn þeirra verður fyrir. Það er búið að klípa 1 eða 2 daga af jóla- og páskafríum. Yfirvöld skólamála þora ekki að ganga lengra í styttingu af ótta við viðbrögð foreldra. Langt jóla- og páskafrí er fyrst og síðast fyrir börnin og foreldra þeirra. Kennarar vinna þegar þeim er sagt að vinna, einnig í kyrruviku ef svo bæri undir. Þeir myndu hinsvegar sækja fast launahækkun fyrir viðbótarvinnu. Hver myndi ekki gera það? Sumarleyfi kenn- ara er 6 vikur eftir síðustu samninga Jón Gröndal skrifar um starf kennarans Jón Gröndal ’Kennararseldu þessa daga og bættu við sig vinnu. Þeir voru seldir of ódýrt og kennarar voru plataðir.‘ Höfundur er kennari. NÚ VOFIR verkfall yfir hjá kenn- urum og 45.000 grunnskólanemar auk fjölskyldna þeirra verða í al- gjörri óvissu um hvað verður. Í raun er óvissan þegar hafin eftir að tilkynnt var að verkfall hæfist 20. september. Nú þegar er deila samningsaðila farin að spilla fyrir skólastarfi. Birtist það einkum hjá mörgum nemendum sem telja varla taka því að fara í lærdómsgírinn. Of oft er mikil spenna í loft- inu þegar kjaramál kennara, á hvaða skólastigi sem er, eru í deiglunni. Skólastarf er viðkvæmt og kenn- arar sinna einu af mik- ilvægustu störfum samfélagsins, gleym- um því ekki. Harka- legar aðgerðir, hversu nauðsynlegar sem þær teljast, valda miklum skaða. Samfélagið verður að fara vand- lega yfir skólakerfið og þeir sem ábyrgðina bera VERÐA einfaldlega að tryggja það að friður ríki í skólastarfi. Af umræðunni undanfarið sýnist mér ljóst að mikilvæg atriði verði ekki leyst eingöngu með fulltrúum sveitarfélaga og kennara. Vinnu- tímaskilgreiningin er flókin. Ekki er hægt að bera saman vinnuálag á kennara sem kennir sex árgöngum tiltekið fag eða kennara sem kennir sex bekkjum í sama árgangi sama fag þó kennslustundafjöldinn sé sá sami. Launakostnaður er hæsti kostnaðarliður grunnskólanna og mörg sveitarfélög með bogann spenntan til hins ýtrasta. Hækki laun kennara umtalsvert, sem vissu- lega er nauðsynlegt, er veruleg hætta á að ýmsir aðrir þættir innan skólanna verði skertir og skól- arnir verði eingöngu lágmarksskólar með lágmarksþjónustu eins og lágmarkskröfur laga segja til um. Viljum við þannig skólakerfi? Vilj- um við grunnskóla sem hangir á horriminni? Erum við e.t.v. tilbúin til að bíða með skatta- lækkanir ef það gæti tryggt varanlegan frið um skólastarf og efl- ingu grunnskólans um allt land? Mennta- málaráðherra og rík- isstjórnin öll hlýtur að þurfa að koma að mál- inu með framtíðarhags- muni skólastarfs að leiðarljósi. Mikið er í húfi fyrir allt sam- félagið. Margar hug- myndir og tillögur hafa verið viðraðar í um- ræðunni. Nú er tíminn að verða útrunninn. Ég skora á aðila að ganga strax frá þeim atriðum sem samstaða er um, hefja síðan viðræður við ríkisvaldið um framtíð skólastarfsins m.t.t. þess fjármagns sem setja skal í skólana en umfram allt að aflýsa fyrirhuguðu verkfalli. Frið um skólastarf! Sigurður Grétar Sigurðsson fjallar um yfirvofandi kenn- araverkfall Sigurður Grétar Sigurðsson ’Skólastarf erviðkvæmt og kennarar sinna einu af mikil- vægustu störf- um samfélags- ins, gleymum því ekki.‘ Höfundur er foreldri þriggja barna á grunnskólaaldri og sóknarprestur Hvammstanga. UMRÆÐAN ✝ Guðlaug Krist-jana Guðlaugs- dóttir fæddist að Búðum í Hlöðuvík 23. desember 1920. Hún andaðist á hjúkrun- arheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 12. september síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðlaugur Hallvarðsson frá Skjaldarbjarnarvík og Ingibjörg Guðna- dóttir frá Hælavík. Guðlaug giftist hinn 20. október 1943 Albert Jónssyni Kristjáns- syni og eignuðust þau sex börn og eru fjögur þeirra á lífi. Börn þeirra eru: 1) Guðlaug Ingibjörg, f. 19. sept. 1942, d. 3. nóv. 1964, maki Sigurður Benjamínsson og áttu þau tvo drengi. 2) Kristján Hörður, f. 28. apríl 1944, d. 4. október 2002, maki Þóra Jóns- dóttir og eignuðust þau fjögur börn og sjö barnabörn. 3) Vignir Reynir, f. 21. sept. 1947, maki Sig- ríður Jónsdóttir og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 4) Guðný, f. 8. júní 1952, maki Rafn Sig- þórsson og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. 5) Árni Elías, f. 6. maí 1957, maki Elín- rós Eiríksdóttir og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. 6) Hersir Freyr, f. 11. mars 1961, maki Hrafnhildur Hall- dórsdóttir og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Albert og Guðlaug ólu einnig upp eldri son Guðlaugar Ingi- bjargar dóttur þeirra, Albert Geir, f. 21. júlí 1961, maki Kristín Einarsdóttir og eiga þau þrjár dætur. Guðlaug ólst upp í foreldrahús- um í Hlöðuvík og tók síðar við búsforráðum þar ásamt manni sínum Albert, en þau Guðlaug og Albert voru síðustu ábúendur í Hlöðuvík. Þau fluttu til Súðavíkur árið 1943 og bjuggu þar, þar til árið 1966 er þau fluttu til Hafn- arfjarðar. Í Hafnarfirði vann Guð- laug lengst af á Sólvangi sem starfstúlka og vann þar til hún hætti störfum er hún komst á ald- ur. Guðlaug verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Í dag kveð ég Laugu tengdamóður mína, ég kynntist henni fyrir 40 árum er ég kom út í Álftafjörð að vinna í rækjuverksmiðjunni á Langeyri ásamt móður minni sem kom fljót- lega á eftir mér til Álftafjarðar. Hún þekkti Laugu og Albert og með henni fór ég í heimsókn á heimili þeirra, þar var alltaf opið hús og allir svo inni- lega velkomnir enda var þar alltaf mjög gestkvæmt. Lauga var einstök kona, sorgin heimsótti þau hjónin á þessum tíma þegar elsta dóttir þeirra Inga Lauga lést frá eiginmanni og tveimur ungum sonum. Alltaf hef ég dáðst að því hvað þau voru æðrulaus og dugleg á þessum tíma og hefur mér oft orðið hugsað til þess þegar andstreymi hefur mætt mér í lífinu. Ég var svo heppin að verða tengdadóttir Laugu og Alberts og eitt er víst að ekki hefði ég getað eignast betri tengdaforeldra. Ég vil þakka Laugu gengin spor og ég efast ekki um að Inga Lauga og Kristján taki vel á móti henni. Ég vil að lokum þakka Laugu hvað hún var mér og mínum börnum. Þóra B. Jónsdóttir. Elsku amma mín. Þín alltaf mun ég minnast fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir gleðina sem þú gafst mér fyrir stundirnar sem við áttum fyrir viskuna sem þú kenndir fyrir sögurnar sem þú sagðir fyrir hláturinn sem þú deildir fyrir strengina sem þú snertir. Ég ætíð mun minnast þín. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú kenndir mér og fyrir það sem þú hef- ur gert fyrir mig, missir okkar allra er mikill en minningin um góða ömmu mun alltaf fylgja mér. Ég veit að þér líður betur núna, nú hefurðu hitt Ingu og pabba aftur og fleiri ást- vini sem fóru á undan þér og þau hafa öll tekið vel á móti þér, ég veit líka að þú passar hann pabba fyrir mig og hann þig. Ég mun ávallt sakna þín. Þín Berglind Ósk (Óska). Elsku amma mín er látin eftir erfið veikindi. Við tvær vorum afskaplega nánar, við náðum svo vel saman. Oft grínuðumst við svo og göntuðumst að við grétum af hlátri og gleði. Við átt- um saman lag sem við sungum stund- um saman en þegar ég var barn og var hjá ömmu eins og svo oft þá söng ég þetta lag aftur og aftur á meðan amma bakaði heimsins bestu pönnu- kökur. Þetta voru yndislegar stundir. Ég er svo rík að eiga óteljandi minn- ingar um ömmu mína sem ég geymi í hjarta mínu og varðveiti sem gull. Amma mín var sérstaklega yndisleg manneskja,aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkurri manneskju og hún hafði til að bera einstakan kær- leik til fólks og samúð með þeim sem þjáðust. Hún var einstaklega vel af guði gerð hún elsku besta amma mín. Ég mun segja dóttur minni Guðnýju Kristjönu frá langömmu sinni þegar hún verður eldri og fer að skilja, minning ömmu minnar Guðlaugar Kristjönu mun lifa í hjarta mínu og huga og ekki aðeins hjá mér heldur öllum þeim sem hana þekktu og elsk- uðu. Ég elskaði ömmu mína og ég mun ávallt elska hana. Elsku afi minn, megi algóður guð styrkja þig í þessari miklu sorg og megi hann gefa okkur öllum kraft til þess að halda áfram. Ef væri ég söngvari, syngi ég ljóð um sólina, vorið og land mitt og þjóð En mömmu ég gæfi mín ljúfustu ljóð, hún leiðir mig, verndar og er mér svo góð. (Páll J. Árdal.) Guðlaug Ingibjörg Hovland (Inga Lauga). Guðlaug Ingibjörg Hovland. Elsku amma, þú varst alltaf svo hress og kát og alltaf brosandi. Þú komst manni alltaf í svo gott skap um leið og þú birtist. Elsku amma mín ég vil þakka þér fyrir allt, allar stund- irnar sem við áttum saman og það sem þú hefur gert fyrir mig. Ég mun alltaf sakna þín. Nú ríkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. (Magnús Gíslason.) Þinn Jón Dagur. Elsku amma. Við kveðjum þig í dag með söknuð í hjarta. Við vorum svo heppin að eiga þig sem ömmu. Alltaf varstu svo glöð og kát og alltaf hlæjandi. Þegar við komum til ykkar afa á Sléttahraunið fórstu með okkur út á róló eða út að leika í garðinum. Þegar við komum inn fengum við svo eins mikið af heimsins bestu pönnukökum og við vildum og heitt súkkulaði með. Stundum bauðstu okkur í mat, þá fengum við að fara út á Kentucky og fá kjúkling. Mömmu og pabba fannst það ekki alltaf eins sniðugt, en þá var það eitt það besta sem við fengum. Og sama hvað við gerðum þá bara hlóstu að prakkarastrikunum og gafst okkur pönnuköku eða kannski kanilsnúð. Nú geta englarnir á himnum verið glaðir því þú ert hjá þeim og býður þeim eflaust upp á pönnukökur og heitt súkkulaði. Hvað sem við gerum og hvert sem við förum þá munt þú alltaf vera hjá okkur. Elín, Hallvarður og Þórunn Vignisbörn. GUÐLAUG KRISTJANA GUÐLAUGSDÓTTIR Minningin um frænku mína, Hansínu Margréti Bjarnadótt- ur, „Haddý“, er svo sterk og ljúf að ég má til með að skrifa nokkr- ar línur til að þakka fyrir það að hafa fengið tækifæri til að kynnast þeim „Jovva og Haddý“. Það var ekki til sterkari eða meiri ást. Sumarið 1954 var ég hjá þeim. HANSÍNA MARGRÉT BJARNADÓTTIR ✝ Hansína MargrétBjarnadóttir fæddist á Húsavík 13. júlí 1926. Hún lést á heimili sínu í Mosfellssveit 27. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Lágafells- kirkju 7. september. Ástin á Árbakka, með börnunum tveimur, var hreint ótrúleg. Þar var allt fullt af sólskini og söng. Alltaf, hvar og hvenær, sem þau komu, var Jovvi með fallega brosið sitt. Og Haddý svo stillt og fág- uð. Þegar Jovvi dó svo snögglega og allt of fljótt var eins og slokknaði á elsku Haddý. En hún var um kyrrt í kotinu sínu, full af ást til allra sem þar komu. Börnin hafa ræktað hana og passað vel. Fram á síðustu stundu. Guð blessi og verndi fjölskyldu Haddýjar og Jovva. Sesselja Þórdís Ásgeirsdóttir (Dísella). Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR ÓLI ÓLAFSSON, Kirkjustíg 2, Eskifirði, verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju sunnudaginn 19. september kl. 15. Ólöf María, Helga Ólena, Árný, Lára Elísabet og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.