Morgunblaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 21
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2004 21 It’s how you live Laugarnes | Arkitektar viðbyggingar Laugarnesskóla eru Arkitektar Hjördís og Dennis ehf. en borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna að viðbyggingunni í vik- unni. Á árinu 2003 voru fimm arkitektastofur valdar til að gera samanburðartillögur um stækkun og endurbætur á Laugarnes- skóla. Matsnefnd valdi síðan tvær tillögur til nánari útfærslu og mælti matsnefnd með tillögu Arkitektanna Hjördísar og Dennis. Í umsögn matsnefndar um tillögu þeirra kom m.a. fram að aðlögun að um- hverfi og eldri byggingu væri góð, við- byggingin myndaði skemmtilegt aðkomu- rými með eldri byggingunni. Innra skipulag væri mjög gott og uppbygging hagkvæm kostnaðarlega og um það bil í réttri stærð, segir í tilkynningu frá arki- tektunum. Viðbyggingin verður tilbúin árið 2006. Viðbygging við Laugarnesskóla Skammidalur | Nokkur fjöldi fólks leggur nú leið sína í Skammadalinn í þeim tilgangi að taka upp kartöflur úr görðum sín- um, enda þegar farið að bera á næturfrosti og grösin því fallin þó svo kartöflunar sjálfar hafi ekki hlotið skaða af frostinu. Ástríður Harðardóttir var ásamt Guðrúnu Stefánsdóttur að taka upp úr garðinum, en Ástríður hefur verið með skika í Skammadal sl. þrjú ár. Allt að tuttugu kartöflur komu undan hverju grasi og útlit fyrir að heildaruppskeran yrði allt að 130 kíló. „Uppskeran er mjög góð í ár, það er bara helst til mikið ill- gresi,“ segir Ástríður, en hún setti niður þrjár tegundir þetta árið, rauðar, gullauga og sérstakar möndlukartöflur. „Ég bjó í Noregi um árabil og þar voru möndluk- artöflurnar alltaf jólakartöflurnar okkar og þar sem þær voru ófáan- legar hérlendis greip ég til þess ráðs að rækta þær sjálf,“ segir Ástríður, en möndlukartöflur draga nafn sitt af því að lögun þeirra minnir á möndlur, auk þess sem þær eru mun sætari en aðrar tegundir. Spurðar hvort þær hafi þurft að verja miklum tíma í sumar til að líta til með skikanum og reyta arfa svara Ástríður og Guðrún því neit- andi. „Það þurfti í raun ekkert að líta svo mikið til með garðinum, en ég kom oft hingað bara til að fá mér kaffisopa eða fara í göngutúr, eina þá lélegustu sem þau myndu eftir á þeim þrjátíu árum sem þau hafa ræktað kartöflur. „Sprettan í sumar var alls ekki nógu góð og ég reikna með að þetta hafi verið síð- asta sumarið sem við ræktum okk- ar eigin kartöflur sjálf, enda er þetta allt of lítil búbót miðað við fyrirhöfnina,“ segir Þórður. um upp í Skammadalinn til að ná í jólakartöflurnar. Ekki var upp- skeran jafn vænleg hjá öðrum og var helst illgresinu um að kenna sem virtist blómstra þrátt fyrir arfaeitrið. Þannig voru hjónin Þórður Gíslason og Guðrún Árna- dóttir ekki ýkja ánægð með upp- skeru sumarsins og sögðu hana enda er Skammidalur algjör para- dís sem gott er að sækja í,“ segir Ástríður. En það er ekki bara á sumrin sem fólk leggur leið sína í Skammadalinn, því margir geyma uppskeruna í geymslum og leggja leið sína þangað allan ársins hring. Hjá sumum er það jafnvel orðin hefð á aðventunni að fara á skíð- Ágætis uppskera þrátt fyrir óvenjumikið illgresi Morgunblaðið/Kristinn Uppskeran í Skammadal var afar misjöfn þetta árið. Þannig voru hjónin Þórður Gíslason og Guðrún Árna- dóttir ekki ýkja ánægð með uppskeru sumarsins og sögðu hana eina þá lélegustu sem þau myndu eftir á þeim þrjátíu árum sem þau hafa ræktað kartöflur. ♦♦♦ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Árbær | Hausthátíð verður í Árbæjarhverfi á morgun, laugardag. Markmið hátíðarinnar er að sameina íbúa hverfisins og skapa þeim tækifæri til að hittast, skemmta sér og öðr- um. Dagskrá hátíðarinnar hefst snemma morg- uns og stendur yfir allan daginn bæði við Ás- inn (nýja þjónustukjarnann í Árbænum), í Árbæjarkirkju og við Fylkissvæðið. Má nefna að Ásinn verður vígður, fjölskyldumessa í Ár- bæjarkirkju, gervigrasvöllurinn vígður með stórleik, tónleikar á Fylkisvelli, hoppukast- alar, kynning á tómstundum í hverfinu o.fl. Hátíðinni lýkur svo með glæsilegu lokaballi Fylkis um kvöldið. Hausthátíð í Árbæ og Grafarholti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.