Morgunblaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 24
Við bjóðum eingöngu upp áhollustuvörur án allraóæskilegra aukaefna, eng-an hvítan sykur eða hveiti heldur úrval af því besta sem til er á einum og sama stað,“ segir Hjördís Ásberg. Áhersla er lögð á hollustu, þægindi og þekkingu og koma vörurnar víða að. „Við viljum að viðskiptavinurinn geti treyst því að allt sem hér er til sölu er hollustuvara enda er mark- miðið að bjóða heildstæða lausn á heilsusamlegum matarinnkaupum.“ Þegar gengið er inn blasir við ávaxta- og grænmetisborð með líf- rænt ræktuðum ávöxtum og græn- meti og til hægri er þurrvara, frysti- og kæliborð. „Við bjóðum upp á alla fæðuflokka, bæði gæðafisk og lífrænt ræktað kjöt,“ segir Hjördís. „Kjúk- lingabringurnar hjá okkur eru til dæmis ekki sykursprautaðar og við verðum með sérstakan hollustumat fyrir börn úr lífrænt ræktuðu hráefni. Auk þess munum við leggja áherslu á úrval af vöru sem er tilvalin sem nesti fyrir skólabörn og ekki má gleyma snyrtivörunum, náttúruvítamínum, bætiefnum og heilsusnakki fyrir sæl- kerana.“ Heitir og kaldir réttir Í eldhúsinu ræður ríkjum Ívar Þor- marsson matreiðslumaður og verður boðið upp á heita og kalda rétti í há- deginu og á kvöldin. Rut Magnúsdóttir stýrir safabarn- um en hún hefur unnið á Planet Org- anic í London og hefur mikla kunn- áttu í gerð girnilegra drykkja. „Við leggjum áherslu á að hollusta og ein- faldleiki verði í fyrirrúmi á matstof- unni og afgreiðsla hröð,“ segir Hjör- dís. „Fólk á að geta skotist inn, gripið eitthvað úr versluninni og/eða fengið tilbúna rétti úr eldhúsinu, djús af djúsbarnum, ávexti eða sælgæti úr versluninni og sest niður og borðað á staðnum um leið og gluggað er í nýj- ustu blöð og bækur um heilsu. Þetta verður með einföldum hætti og það verður ekki þjónað til borðs og þann- ig ódýrara fyrir bragðið.“ Ráðgjöf og kynning Reglulega verður viðskiptavinum boðið upp á ráðgjöf og kynningar í versluninni og áhersla lögð á að ávallt sé á boðstólum fjölbreytt úrval upp- skrifta. Greinargóðar upplýsingar verða um vörurnar og bent á spenn- andi notkunarmöguleika. Á neðri hæðinni verður aðstaða til að taka á móti hópum, t.d. í hádegi, þar sem boðið verður upp á fræðslu um hollustu og heilbrigði. „Þarna verður einnig aðstaða fyrir ráðgjafa og núna í þessari viku er t.d. Þor- björg Hafsteinsdóttir búin að nýta aðstöðuna frá morgni til kvölds fyrir ráðgjöf,“ segir Hjördís. „Salurinn verður einnig í útleigu til einstaklinga eða fyrirtækja fyrir námskeið, kynn- ingu á heilsuvörum, jóga o.fl.“ Breytt mataræði Hjördís segir að eigin reynsla hafi leitt þær vinkonur og samstarfskonur frá Eimskip út í þennan rekstur. „Við höfum báðar þurft að breyta mataræði til að halda heilsunni,“ seg- ir hún. „Ég þjáðist af ýmsum kvillum. Ég fór að finna fyrir miklu ofnæmi fyrir nokkrum árum, nefstíflum og sýkingum og fór þá að taka inn sýkla- lyf. Ég var með magabólgur og var flutt í skyndi upp á spítala og fékk dýr magalyf eins og margir þekkja en það spurði mig enginn um mataræði. Það var ekki fyrr en mér var bent á að fara til náttúrulæknis, sem taldi mig vera með mjólkurofnæmi á háu stigi. Ég fór að sleppa hinu og þessu úr fæðunni og það var eins og við manninn mælt; öll óþægindi hurfu. Mínir nánustu töldu mig vera að gera einhverja vitleysu svo ég leitaði eftir að komast í mjólkuróþolspróf á Land- spítalanaum og niðurstöður þess staðfestu að ég er með mikið mjólk- uróþol. Ég hafði aldrei farið í svona próf og enginn læknir hafði nokkru sinni spurt mig um mataræðið þrátt fyrir ofnæmi, lyfjakúra og magabólg- ur. Eftir þetta áttaði ég mig á því að margir í kringum mig, eins og til dæmis Guðrún, sem hefur svipaða reynslu að baki og ég, eru í sömu sporum og ég. Við áttuðum okkur fljótlega á að veruleg þörf er fyrir svona athvarf eins og Maður lifandi, þar sem eingöngu er boðið upp á heilsuvörur og lífrænan mat og fræðslu sem tengist slíkum lifn- aðarháttum. Það getur verið erfitt að breyta um lífsstíl og mataræði og við viljum vera sá aðili sem hjálpar og leiðbeinir fólki um hvað sé í boði. Bæði þeim sem vilja leita í meiri holl- ustu og eins hinum sem þurfa á henni að halda vegna t.d. sykursýki, offitu eða ofnæmis. Mataræðið getur breytt öllu. Það er sannfæring okkar að við séum að gera eitthvað sem skiptir verulegu máli.“ Hjördís nefnir að lífrænt ræktaðir ávextir og grænmeti séu að sjálf- sögðu oft á tíðum dýrari – það sé þó að breytast og verðið hafi lækkað hin síðari misseri en hún segist vera sannfærð um að fólk taki gæðin fram yfir. „Fólk mun forgangsraða og velja hollustufæði.“  VERSLUN | Heilsuvörur og matstofa – Maður lifandi Allir fæðuflokkar en engin óhollusta er á boðstólum í nýrri heilsuvöruverslun og matstofu við Borgartún 24, sem þær Hjördís Ásberg og Guðrún M. Hannes- dóttir opna á morgun. Kristín Gunnarsdóttir segir að þar sé boðið upp á tilbúna rétti ásamt matvörum og þjónustu sem tengjast heilsu og heilbrigði. Guðrún M. Hannesdóttir og Hjördís Ásberg: Eigendur Maður lifandi, heilsuvöruverslunar og matstofu við Borgartún. Morgunblaðið/Sverrir Rut Magnúsdóttir: Smakkar á safa. Ívar Þormarsson matreiðslumaður: Með taílenskan kjúklingarétt. DAGLEGT LÍF 24 FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Allt til músaveiða og fl ugnaveiða Rafmagnsfl ugnabanar, límborðar, fl ugnaljós o.fl . Verslunin er staðsett á Selfossi Opið mán.-fi m. 9-13, föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14 Gagnheiði 59 • meindyravarnir@meindyravarnir.is www.meindyravarnir.is • s: 482 3337 & 893 9121 Grímsbæ & Ármúla 15 Haustvörurnar komnar Stærðir 36 - 50 Glæsilegur fatnaður fyrir allar konur Þú færð skóna hjá okkur 580 80 80 Vilt þú auglýsa! Þetta svæði er laust núna hringdu í síma midlun@midlun.is „Við köllum þenn- an safa „Maður lifandi“, því hann gerir fólk svo lifandi,“ segir Rut Magnúsdóttir, sem stýrir safabarnum. 4 millistórar gulrætur lítill biti af engifer (svona eins og ein teskeið) 30 ml hveitigras Hveitigrasið er pressað sér og safanum síðan hellt saman við gulrótar- og engifersafann. Meðal réttanna sem Ívar Þor- marsson matreiðslumaður býð- ur upp á er: Taílenskur kjúklinga- réttur fyrir 4–6 ½ laukur (smátt saxaður) 3 gulrætur (gróft skornar) ½ sæt kartafla (í teningum) 4 kjúklingabringur (skinn- lausar, ósprautaðar) 2 dl kókosmjólk 2 msk sweet chili-sósa 1 msk Tamari-sojasósa 2 tsk túrmerik 1 tsk broddkúmen hnífsoddur cayennepipar ferskur kóríander (saxaður) lime-lauf (smátt saxað) kornolía salt og pipar eftir smekk Kjúklingabringurnar eru skornar í þunna strimla og snöggsteiktar á pönnu ásamt ol- íu, salti og pipar. Niðurskorið grænmetið, þ.e. laukur, sætar kartöflur og gulrætur, er létt- steikt í öðrum potti og kókos- mjólkinni og sweet chili-sósunni hellt saman við. Þegar suðan er við það að koma upp er því sem eftir er af kryddi og kryddjurt- unum blandað saman við ásamt steiktum kjúklingnum. Látið malla undir loki í u.þ.b. 5 mín. Frábært er að bera réttinn fram með kryddhrísgrjónum og fersku salati, jafnvel skreyta hann með smávegis kóríander og sítrónulaufum. Taílenskur kjúklinga- réttur Mataræðið getur breytt öllu Maður lifandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.